Ragna Stefánsdóttir (Þinghól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ragna Stefanía Stefánsdóttir.

Ragna Stefanía Stefánsdóttir frá Eystri-Sólheimum í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 6. apríl 1889 og lést 29. mars 1974.
Foreldrar hennar voru Stefán Gíslason frá Laugum í Flóa, læknir, f. 12. nóvember 1859, d. 1. mars 1933, og fyrri kona hans Ragnheiður Guðrún Einarsdóttir, f. 30. september 1870, d. 18. febrúar 1903

Ragna var með foreldrum sínum, í Norður-Hvammi í Mýrdal 1889-1891, á Vatnsskarðshólum þar 1891-1894, í Nykhól þar 1894-1896, á Eyvindará í Eiðaþinghá 1896-1897, á Höfða og Úlfsstöðum á Völlum þar 1897-1905, var nemandi í Rvk 1911-1912, var hjá föður sínum á Dyrhólum í Mýrdal 1912-1913.
Þau Nikulás giftu sig 1911, eignuðust sjö börn. Þau bjuggu á Litlu-Hólum í Mýrdal 1913-1915, fluttu þá Eyja, bjuggu í Þinghól við Kirkjuveg 19. Þau fluttu til Rvk 1919 (samkv. pr.þj.bók) og bjuggu þar síðan.
Nikulás lést 1949 og Ragna 1974.

I. Maður Rögnu, (14. nóvember 1911), var Sigurður Nikulás Friðriksson rafvirki, umsjónarmaður, rafmagnseftirlitsmaður, f. 29. maí 1890, d. 6. júní 1949.
Börn þeirra:
1. Stefán Nikulásson viðskiptafræðingur í Rvk, f. 23. apríl 1915 í Þinghól í Eyjum, d. 3. júlí 1985. Kona hans Sigrún Bergsteinsdóttir.
2. Ragnheiður Þyrí Nikulásdóttir húsfreyja í Rvk, f. 4. ágúst 1917 í Rvk, d. 17. apríl 2004. Maður hennar Magnús Pálsson.
3. Halldór Friðrik Nikulásson rafvirki, f. 22. júní 1919, d. 3. júlí 2010. Kona hans Lára Guðmundsdóttir.
4. Einar Nikulásson rafvirkjameistari í Rvk, f. 3. október 1921, d. 28. maí 2006.
5. Unnur Nikulásdóttir Eyfells, f. 21. október 1924, d. 26. febrúar 2009.
6. Sæmundur Nikulásson rafvirkjameistari, f. 21. desember 1927, d. 28. janúar 2021.
7. Halla Sigríður Nikulásdóttir, f. 17. maí 1931, d. 22. janúar 2023.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.