Pálína Árnadóttir (Burstafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Pálína Árnadóttir.

Einarína Pálína Árnadóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, fæddist 27. maí 1914 á Stuðlum í Norðfirði og lézt 19. desember 1993 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Árni Oddsson, f. 1888 og k.h. Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 1883.

Barnsfaðir: Jón Kristjónsson, f. 7. febr. 1912 í Reykjavík, d. 10. apríl 1933.
Barn þeirra: Jón Gunnar Kristjóns skrifstofustjóri, f. 10. sept. 1933, d. 14. okt. 1995. Kona hans Halldóra Guðmundsdóttir.

I. Maður, (13. janúar 1940, skildu), var Sigurður Óskar Ólafsson verzlunarmaður, f. 1913, d. 16. nóvember 1955. For.: Ólafur Ó. Lárusson héraðslæknir, f. 1. september 1884, d. 6. júní 1952 og k.h. Sylvía Níelsína Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1883, d. 22. október 1957.
Barn: Erla Lísa, f. 13. janúar 1939 í Reykjavík, d. 23. júní 2013.

Maður II (20. apríl 1946), var Jónas Sigurðsson skólastjóri Stýrimannaskólans, f. 13. marz 1911 í Ási í Garðahreppi, d. 7. marz 2002. For.: Sigurður bóndi í Ási, f. 10. jan. 1863 í Stóradalssókn u. Eyjafjöllum, drukknaði 24. febr. 1912, Jónasar bónda að Hóli u. Eyjafjöllum, Þorleifssonar og konu Sigurðar í Ási, Guðrúnar húsmóður, f. 7. febr. 1879 í Víðinesi á Kjalarnesi, d. 7. júlí 1973, Árna bónda í Móum á Kjalarnesi, Björnssonar.
Börn þeirra:
1. Árni Björn, byggingaverkfræðingur, f. 19. júlí 1946 í Hafnarfirði, d. 31. maí 2020. Kona hans Guðrún Ragnarsdóttir.
2. Baldur, skipa- og vélaverkfræðingur í Reykjavík, f. 4. janúar 1949 í Reykjavík. Kona hans Margrét Ernstdóttir Sigurðsson.
3. Ebba Sigurbjörg, bankamaður, f. 13. júlí 1952 í Reykjavík.

Myndir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.