Pálmi Vilhelmsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Pálmi Erlendur Vilhelmsson.

Pálmi Erlendur Vilhelmsson kennari fæddist 27. júlí 1925 á Hofsósi, Skagaf. og lést 23. desember 2006.
Foreldrar hans voru Vilhelm Magnús Erlendsson kaup- og póstafgreiðslumaður, f. 13. mars 1891, d. 3. maí 1972, og kona hans Friðrika Hallfríður Pálmadóttir húsfreyja, f. 25. september 1891, d. 27. febrúar 1977.

Pálmi var stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1946, las læknisfræði í nokkur ár, tók fyrsta hluta próf 1949, 2. hluta 1952.
Hann var kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1956-1957, barnaskólanum og unglingaskólanum í Vík í Mýrdal 1957-1958, barnaskólanum og unglingaskólanum í Ólafsvík frá 1958-1962, Gagnfræðaskólanum í Keflavík 1962-1963, Réttarholtsskóla í Rvk 1963-1964. Hann stundaði almenna vinnu og sjómennsku, var fulltrúi hjá Vegagerð ríkisins frá 1964.
Hann eignaðist barn með Ástu 1952.
Pálmi lést 2006.

I. Barnsmóðir Pálma var Ásta Sigurvina Indriðadóttir Reynis, f. 2. febrúar 1933, d. 28. janúar 2014.
Barn þeirra:
1. Lárus Þór Pálmason, f. 3. júní 1952. Hann býr í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.