Páll Pálsson (Hrífunesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Páll Pálsson frá Hrífunesi í Skaftártungu, V.-Skaft., sjómaður fæddist 3. janúar 1892.
Foreldrar hans Páll Jónsson, bóndi, smiður, f. 27. júlí 1859 í Skammadal í Mýrdal, d. 12. júlí 1926 í Hrífunesi, og kona hans Þórunn Bjarnadóttir, húsfreyja, f. 8. nóvember 1853 á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, V.Skaft., d. 11. ágúst 1946 í Hrífunesi.
Páll var með foreldrum sínum í Hrífunesi til 1908, var í Rvk 1908-1909. Þá fór hann til Eyja, var sjómaður í Þingholti 1910.
Dánartími ókunnur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.