Oddný Jóhanna Benónýsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Oddný Jóhanna Benónýsdóttir húsfreyja fæddist 26. júlí 1939 í Jómsborg við Víðisveg 9 og lést 28. júlí 1995 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Benóný Friðriksson skipstjóri, f. 7. janúar 1904, d. 12. maí 1972, og kona hans Katrín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 26. maí 1909, d. 28. júní 1979.

Oddný Jóhanna Benónýsdóttir.

Börn Katrínar og Benónýs:
1. Sævar Benónýsson sjómaður, skipstjóri, f. 11. febrúar 1931 í Árdal, d. 15. janúar 1982.
2. Jóna Sigríður Benónýsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1935 í Jómsborg, d. 20. júlí 1984 í Keflavík.
3. Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir húsfreyja, f. 15. apríl 1937 í Jómsborg.
4. Oddný Jóhanna Benónýsdóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1939 í Jómsborg, d. 28. júlí 1995.
5. Friðrik Gissur Benónýsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 14. nóvember 1941 í Stafnesi.
6. Benóný Benónýsson útgerðarmaður, stýrimaður, skipstjóri, f. 29. desember 1947 í Sóleyjarhlíð við Hásteinsveg 45.
7. Sigurður Grétar Benónýsson hárgreiðslumeistari, f. 14. febrúar 1950 í Sóleyjarhlíð við Hásteinsveg 45. Hann býr í Hafnarfirði.
8. Svanhildur Guðrún Benónýsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 28. október 1951 í Sóleyjarhlíð við Hásteinsveg 45, d. 4. júlí 2019. Hún bjó í Keflavík.

Oddný (Odda) var með foreldrum sínum í æsku.
Hún tók flugmannspróf.
Oddný vann verkakvennastörf, en síðar störf húsfreyjunnar. Hún starfaði m.a. í kirkjukór, og kvenfélagi, var formaður kvenfélagsins í sveitinni í Fljótshlíð.
Þau Jón hófu búskap, bjuggu í fyrstu við Hilmisgötu, en urðu síðan bændur á Eyvindarmúla í Fljótshlíð í rúm 30 ár, eignuðust fjögur börn. Þau fluttu að síðustu í Hrísrima 5 í Reykjavík.
Oddný lést 1995.

I. Maður Oddnýjar var Jón Viktor Þórðarson bóndi, f. 27. apríl 1942.
Börn þeirra:
1. Þórður Jónsson, járningamaður í Þýskalandi, f. 5. júlí 1964 í Eyjum. Barnsmóðir hans Magný Ósk Arnórsdóttir. Barnsmóðir hans hans Guðrún Björg Bragadóttir.
2. Jóhanna Jónsdóttir sölumaður, f. 25. apríl 1966 í Fljótshlíð. Barnsfaðir hennar Finnur Guðmundsson. Fyrrum maður hennar Pálmi Hreinn Harðarson.
3. Njóla Jónsdóttir stuðningsfulltrúi, f. 28. júlí 1967 á Selfossi. Barnsfaðir hennar Lárus Ágúst Bragason. Barnsfaðir hennar Ásmundur Indriðason. Fyrrum maður hennar Hlynur Sveinbergsson. Maður hennar Þórarinn Þórarinsson.
4. Benóný Jónsson líffræðingur hjá Veiðmálastofnun, f. 16. júlí 1968 í Fljótshlíð. Fyrrum kona hans Sigríður Karólína Viðarsdóttir. Fyrrum kona hans Berglind Elva Tryggvadóttir. Sambúðarkona hans Hrund Harðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.