Nikulás Jóhannsson
Nikulás Jóhannsson, bóndi fæddist 1739 og lést 1. júlí 1814.
Foreldrar hans voru Jóhann Jónsson, f. (1712), d. 1762, og kona hans Geirlaug Bjarnadóttir, f. 1712.
Nikulás var bóndi í Nýjabæ í Landbroti, V.-Skaft. 1770, í Þykkvabæ efri þar 1777 og fyrr til 1784.
Hann flutti til Eyja með konu og börn 1784, var vinnumaður í Holti u. Eyjafjöllum 1801.
Nikulás lést 1814.
Þau Ingibjörg giftu sig, eignuðust fjögur börn.
I. Kona Nikulásar var Ingibjörg Árnadóttir, húsfreyja, f. 1738, d. 13. nóvember 1792.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Nikulásson, f. 1770, d. um 1840.
2. Bjarni Nikulásson, f. 1775.
3. Þórunn Nikulásdóttir, f. 1779, d. 25. janúar 1842.
4. Jón Nikulásson, f. 1779.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.