Lúðvík Bergvinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Lúðvík Bergvinsson er fæddur í Kópavogi 29. apríl árið 1964. Foreldrar hans eru Bergvin Oddsson, skipstjóri og María Friðriksdóttir. Eiginkona Lúðvíks er Þóra Gunnarsdóttir. Þau eiga tvö börn.

Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður.

Lúðvík lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi árið 1985 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1991. Þá hefur hann skipstjórnarréttindi á 30 tonna skip frá 1980.

Hann var fulltrúi hjá bæjarfógeta, síðar sýslumanns, í Vestmannaeyjum, frá 1991 til 1994, deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins um sex mánaða skeið frá 1993 til 1994 og yfirlögfræðingur í umhverfisráðuneytinu frá 1994 til 1995.

Lúðvík lék með meistaraflokki ÍBV, ÍA, Leifturs og ÍK á árunum 1983 til 1991.

Lúðvík sat á Alþingi frá 1995 til 2009, fyrst fyrir Alþýðuflokkinn í Suðurlandskjördæmi og frá 2003 fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi. Hann var formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2007-2009.


Í eftirtöldum nefndum hefur Lúðvík setið:

  • Menntamálanefnd, 1995-1996.
  • Landbúnaðarnefnd, 1995-1999 og frá 2003.
  • Sérnefnd um stjórnarskrármál, 1995-1996.
  • Sjávarútvegsnefnd, 1996-1999.
  • Samgöngunefnd, 1999-2003.
  • Allsherjarnefnd, 1999-2003.
  • Efnahags- og viðskiptanefnd, 2003-2007.
  • Kjörbréfanefnd, 2003-2009.
  • Félagsmálanefnd 2005-2007.
  • Efnahags- og skattanefnd 2007-2009.
  • Utanríkismálanefnd 2007-2009.
  • Viðskiptanefnd 2009.
  • Íslandsdeild VES-þingsins, 1999-2003.
  • Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA, frá 2003.
  • Auðlindanefnd forsætisráðherra, 1998-2000.

Heimildir