Kristín Einarsdóttir (Illugagötu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristín Einarsdóttir.

Kristín Einarsdóttir frá Nýjabæ u. Eyjafjöllum, húsfreyja, fiskiðnaðarkona, netagerðarmaður fæddist 4. maí 1923 og lést 5. júlí 2009.
Foreldrar hennar voru Einar Einarsson bóndi, f. 6. september 1897, d. 3. júlí 1970, og kona hans Katrín Vigfúsdóttir frá Brúnum, húsfreyja, ljósmóðir, f. 29. ágúst 1891, d. 18. ágúst 1967.

Kristín var fiskiðnaðarkona í Vinnslustöðinni og netagerðarmaður í Veiðarfæragerð Vestmannaeyja, og vann um skeið í Kertaverksmiðjunni. Kristín stundaði mikið golf og var sæmd gullmerki klúbbsins.
Þau Marteinn hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í fyrstu á Dyrhólum við Hásteinsveg 15b, en síðan í húsi sínu við Illugagötu 6.
Marteinn lést 2005 og Kristín 2009.

I. Sambúðarmaður Kristínar var Marteinn Guðjónsson frá Dyrhólum, sjómaður, netagerðarmaður, f. 7. maí 1924, d. 30. maí 2005.
Barn þeirra:
1.    Tryggvi Marteinsson sjómaður, f. 12. ágúst 1944, d. 8. mars 2018. Kona hans  Gréta Steindórsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.