Kristrún Axelsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Systurnar Kristrún og Hildur Axelsdætur.

Kristrún Axelsdóttir frá Kirkjuvegi 67 fæddist 12. febrúar 1944, tvíburi.
Foreldrar hennar voru Axel Halldórsson kaupmaður, f. 11. júní 1911, d. 31. maí 1990, og kona hans Sigurbjörg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1916, d. 1. júní 2000.

Börn Sigurbjargar og Axels:
1. Anna Dóra Axelsdóttir, f. 12. ágúst 1937, d. 3. janúar 1953.
2. Gunnlaugur Jón Ólafur Axelsson framkvæmdastjóri, f. 31. maí 1940, d. 16. október 2006. Kona hans Fríða Dóra Jóhannsdóttir.
3. Hildur Axelsdóttir húsfreyja, bóndi á Grjóteyri í Kjós, f. 12. febrúar 1944. Maður hennar Kristján Finnsson
4. Kristrún Axelsdóttir húsfreyja, bankafulltrúi, f. 12. febrúar 1944. Maður hennar Sigmar Pálmason.
5. Magnús Ólafur Helgi Axelsson kennari, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 8. júní 1948. Kona hans Guðrún Árný Arnarsdóttir.
6. Halldór Gunnlaugsson Axelsson rafeindavirkjameistari, framkvæmdastjóri, f. 29. ágúst 1952. Kona hans Anna Sólveig Óskarsdóttir.

Kristrún var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1960, lærði í lýðháskóla í Danmörku, síðan var hún í hárgreiðslunámi í Iðnskólanum í Eyjum.
Hún vann í Útvegsbankanum í Eyjum og í Gosinu í Rvk.
Þau Sigmar giftu sig 1964, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Brimhólabraut 31 við Gosið 1973, síðar við Smáragötu 1, búa nú við Kleifahraun 4b.

I. Maður Kristrúnar, (6. júní 1964), er Sigmar Pálmason sjómaður, rak vöruafgreiðslu, f. 23. mars 1943.
Börn þeirra:
1. Pálmi Sigmarsson viðskiptafræðingur, rekur gistiheimili á Ítalíu, f. 25. desember 1961. Fyrrum kona hans Dagný Hansdóttir. Fyrrum kona Janita Ventsel.
2. Unnur Björg Sigmarsdóttir skrifstofustjóri hjá starfsmannafélgi Vestmannaeyja, f. 17. september 1964. Maður hennar Hlynur Stefánsson.
3. Berglind Sigmarsdóttir tölvufræðingur, rekur veitingastaðinn ,,Gott“, f. 17. maí 1975. Maður hennar Sigurður Friðrik Gíslason.
4. Hildur Sigmarsdóttir, f. 15. maí 1979. Hún er útskrifuð frá Hólum í Hjaltadal, rekur hestabúgarð i Danmörku. Maður hennar Jesper Borub.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.