Kristján Ingólfsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristján Ingólfsson.

Jón Kristján Ingólfsson kennari, skólastjóri, fræðslustjóri fæddist 8. október 1932 á Sólbakka í Seyðisfirði og lést 31. janúar 1977.
Foreldrar hans voru Ingólfur Hrólfsson bóndi á Vakursstöðum í Vopnafirði, síðar verkamaður á Seyðisfirði, f. 15. nóvember 1889, d. 5. júlí 1947, og kona hans Guðrún Eiríksdóttir húsfreyja, f. 9. desember 1888, d. 9. ágúst 1970.

Kristján var með foreldrum sínum.
Hann nam í gagnfræðaskóla á Seyðisfirði 1946-1948, í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1948-1949, Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal í Biskupstungum 1949-1950, lauk kennaraprófi 1954.
Kristján var skólastjóri barna- og unglingaskóla í Vík í Mýrdal 1954-1955, kennari í barnaskólanum á Bíldudal 1956-1957, skólastjóri barnaskólans á Eskifirði frá 1957-1969, kennari í barna- og unglingaskólanum á Hallormsstað 1969-1973, námsstjóri á Austurlandi 1973-1975, fræðslustjóri Austurlands 1975-dd.
Kristján var skrifstofumaður í Reykjavík 1955-1956, í stjórn Kattspyrnufélagsins Týs í Eyjum 1950-1953, formaður frjálsíþróttaráðs Vestmannaeyja 1950-1952, æðsti templar stúkunnar Báru 1949, í stjórn starfsmannafélags Keflavíkurflugvallar 1953, í stjórn U. Í. A. um árabil frá 1957, formaður þess í mörg ár (frá 1959), í miðstjórn Þjóðvarnarflokks Íslands 1954-1956, formaður Kennarasambands Austurlands 1958-1959, í miðstjórn Framsóknarflokksins 1963-1974, varaþingmaður Austurlands 1969-1971 og 1972, formaður Leikfélags og Tónlistarfélags á Eskifirði, í landnefnd hernámsandstæðinga, formaður Slysavarnadeildarinnar Brimrún á Eskifirði, formaður Framsóknarfélags Eskifjarðar um skeið frá 1963, ritari kjördæmasambands framsóknaramanna á Austurlandi um skeið frá 1964, fréttaritari Ríkisútvarpsins á Eskifirði um árabil.
Kristján var einn af stofnendum Styrktarfélags vangefinna á Austurlandi og í stjórn þess frá uypphafi 1973, einn af hvatamönnum að stofnun Landsamtakanna Þroskahjálp 1976 og í stjórn til dd., skipaður í grunnskólanefnd 1972, í nefnd til að semja erindisbréf fræðslustjóra 1974-1975.
Rit:
Greinar í íþróttablöðum, t.d. Allt um íþróttir, og í fleiri blöðum.
Hann var í ritstjórn Bliks, ársriti Gagnfræðaskólans ásamt öðrum, 1949.
Eyjasport, 1950.
Þjóðhátíarblaðið (meðritstjóri), 1951.
Stapafell, 1953.
Frjáls þjóð, æskulýðssíða, 1955-1956.
Austri, ásamt Vilhjhálmi Hjálmarssyni 1963-1973.
Þau Elín giftu sig 1954, eignuðust þrjú börn.
Kristján lést 1977.

I. Kona Kristjáns, (26. desember 1954), er Elín Óskarsdóttir húsfreyja, kennari, f. 20. júní 1933. Foreldrar hennar voru Óskar Gíslason múrarameistari, ökukennari, f. 8. ágúst 1910, d. 4. júní 1982, og kona hans Ingileif Steinunn Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1907, d. 14. janúar 2001.
Börn þeirra:
1. Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir, með M.Sc.-próf, f. 28. september 1955.
2. Ingólfur Kristjánsson læknir, f. 8. október 1959. Kona hans Guðlaug Þórðardóttir.
3. Óskar Grímur Kristjánsson bormaður, f. 6. desember 1961.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.