Kristbjörg Sveinsdóttir (Foldahrauni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristbjörg Sveinsdóttir húsfreyja, verslunarmaður fæddist 21. maí 1965 í Eyjum.
Foreldrar hennar Sveinn Hjörleifsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 1. ágúst 1927, d. 4. janúar 2004, og kona hans Aðalheiður Maggý Pétursdóttir húsfreyja, f. 27. mars 1930, d. 26. september 2007.

Börn Aðalheiðar Maggýjar og Sveins:
1. Þóra Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja, f. 27. september 1948. Maður hennar Henry Ágúst Erlendsson, látinn.
2. Þórey Sveinsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1951. Maður hennar Einar Sveinbjörnsson, látinn.
3. Hjörleifur Sveinsson yngri, sjómaður, f. 27. desember 1954, d. 18. ágúst 2019. Fyrri konur hans Sigríður Lovísa Sigurðardóttir og Dagný Björt Konráðsdóttir.
4. Ólafur Pétur Sveinsson verkamaður, f. 30. maí 1958, d. 12. febrúar 2004, ókv.
5. Kristbjörg Sveinsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 21. maí 1965. Maður hennar Pétur Fannar Hreinsson.

Þau Pétur Fannar giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Foldahraun 28.

I. Maður Kristbjargar er Pétur Fannar Hreinsson, skrifstofumaður, starfsmaður bílaleigu, f. 23. maí 1965.
Börn þeirra:
1. Hreinn Pétursson, f. 1. maí 1985.
2. Sæþór Ólafur Pétursson, f. 3. ágúst 1988.
3. Aðalheiður Maggý Pétursdóttir yngri, f. 10. september 1994.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.