Kirkjugarðurinn

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hlið kirkjugarðsins.
Hlið kirkjugarðsins.

Kirkjugarður Vestmannaeyja var fyrsti kirkjugarður á Íslandi sem tekinn var í notkun utan kirkjulóðar. Kirkjur í Vestmannaeyjum voru tvær framan af, að Ofanleiti og Kirkjubæ, og höfðu þær hvor sinn kirkjugarðinn. Það var ekki fyrr en Landakirkja var reist, að sameiginlegur kirkjugarður var tekinn í notkun. Ekki tíðkaðist að hafa kirkjugarða svo langt frá kirkjum, en það sást æ meira seinna.

Kirkjugarðurinn í gosinu

Eins og allt annað í nágrenninu, þá fór kirkjugarðurinn undir hátt vikurlag. Þykkt öskulagsins var 1,5 - 2,5 metrar. Stærð garðsins var einn og hálfur hektari og var öskumagnið um 200 þúsund rúmmetrar. Sjálfboðaliðar, mestmegnis frá útlöndum, komu og grófu garðinn upp með handafli að mestu leyti.

Myndir



Heimildir