„Elliðaey“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
1.929 bætum bætt við ,  27. desember 2005
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 107: Lína 107:


Þá er haldið upp að gamla kofanum.  Fyrir vestan hann er mikið flæmi, sem nær að sunnan frá brekkunni vestan við '''Litla-Bunka''', að '''Hábarðsbrekkunni'''.  Þetta heita '''Norðurflatir''', og voru þær allar heyjaðar í gamla daga.  Á milli '''Stóra-Bunka''' og '''Litla-Bunka''' er slétt flöt, sem kölluð er '''Krókur'''.  Þar var aðaltjaldstæðið fyrr og nú, enda lokað fyrir öllum áttum nema norðanátt.  En þá hlífir '''Hábarðið'''.  Rétt austan við gamla kofann er nokkuð stór laut, sem við köllum '''Kofalaut'''.  Upp af henni að austan er smá hamar, sem heitir '''Skápar''', sennilega vegna þess, að þarna var geymsla fyrir ýmsa hluti, þegar búið var í gamla kofanum.  Rétt austan við lautina er byrgi undir lágum hamrastöllum, sem heita '''Nautarétt''', og er frá þeim tíma, þegar naut voru höfð í eynni.  Á barðinu sunnan við er lítið op, og þar er smáhellir, sem heitir '''Höskuldarhellir'''.  Sagt er, að stúlka að nafni '''Guðrún Höskuldsdóttir''' hafi verið við heyskap í eynni og hafi hún gengið þarna frá barni sínu.  Sumir þóttust stundum heyra hljóð eða gól, helst ef veður fór versnandi.
Þá er haldið upp að gamla kofanum.  Fyrir vestan hann er mikið flæmi, sem nær að sunnan frá brekkunni vestan við '''Litla-Bunka''', að '''Hábarðsbrekkunni'''.  Þetta heita '''Norðurflatir''', og voru þær allar heyjaðar í gamla daga.  Á milli '''Stóra-Bunka''' og '''Litla-Bunka''' er slétt flöt, sem kölluð er '''Krókur'''.  Þar var aðaltjaldstæðið fyrr og nú, enda lokað fyrir öllum áttum nema norðanátt.  En þá hlífir '''Hábarðið'''.  Rétt austan við gamla kofann er nokkuð stór laut, sem við köllum '''Kofalaut'''.  Upp af henni að austan er smá hamar, sem heitir '''Skápar''', sennilega vegna þess, að þarna var geymsla fyrir ýmsa hluti, þegar búið var í gamla kofanum.  Rétt austan við lautina er byrgi undir lágum hamrastöllum, sem heita '''Nautarétt''', og er frá þeim tíma, þegar naut voru höfð í eynni.  Á barðinu sunnan við er lítið op, og þar er smáhellir, sem heitir '''Höskuldarhellir'''.  Sagt er, að stúlka að nafni '''Guðrún Höskuldsdóttir''' hafi verið við heyskap í eynni og hafi hún gengið þarna frá barni sínu.  Sumir þóttust stundum heyra hljóð eða gól, helst ef veður fór versnandi.
Þá er að skoða '''Stóra-Bunka''', konung eyjarinnar.  Hann er hringlaga og mjög mikill um sig að neðan, en fer mjókkandi, er ofar dregur.  Er hann allur grasi gróinn og með bröttum brekkum á allar hliðar.  Þar er mikil lundabyggð.  Efst uppi er smápallur, þar sem veifa var sett upp, þegar menn þurftu að hafa samband við land.  Að vestan er brekkan ekki eins há og annars staðar vegna bergsins.  Þar sem brekkan endar, tekur við allstór hóll, svo að skarð myndast þar.  Var oft setið þar, helst að kvöldi til.  setið var bæði að austan og vestan, og gátu verið þarna allt að fimm menn.  Var þetta gert meira til gamans en það gæfi veiði.  Rétt til suðvesturs frá Skarðinu er mjög djúp laut, sennilega eldgígur, sem heitir '''Bunkalág'''.
Þá förum við frá gamla kofanum norður í götu og komum að mikilli brekku, sem heitir '''Siggafles'''.  Nær hún alla leið frá '''Hábarði''' að vestan og niður að '''Rétt''' að austan.  Að norðan er bergið nokkuð mikið gróið, og þar er mesta fýlabyggð í eynni.  Vestast er lítil tó, og í berginu neðan við hana er kór, sem heitir '''Strákakór'''.  Nokkuð ofarlega, neðan við fýlabyggðina, er svartfuglabæli, sem kallast '''Siggaflesbæli'''.  Eru þar um 100 egg.  Fyrir miðju flesinu á brúninni er jaðar eða hryggur, sem er of þéttsetinn fugli.  Þar undir bríkinni er seta, og þarf áttin að vera norðankaldi.  En ofan við bríkina, undir jaðri, er seta, og þar þarf áttin að vera suðaustlæg.  Í þessum stöðum veiðist aldrei mikið.  Í brúninni ofan við réttina er bringur, sem setið er undir. Það er kallað '''Undir jaðrinum'''.  Þarna veiðist oft sæmilega.  Áttin er suðaustankaldi.  Uppi af Norðurstaðnum á '''Austurhamrinum''', aðeins til suðurs, er bringur.  Þar er smáhellir, og er vatn neðst í honum.  Hann heitir '''Vatnshellir'''.




308

breytingar

Leiðsagnarval