„Ólafur Ástgeirsson“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 36: Lína 36:


[[Ebenezarklakkar]] eru fiskimið í norðvesturbrún [[Blindskerjahraunið|Blindskerjahraunsins]] vestur af Eyjum og hafa margir velt því fyrir sér hvernig það nafn er til komið. [[Eyjólfur Gíslason]] frá [[Bessastaðir|Bessastöðum]] hefur sagt frá því að árið 1932 hafi hann verið á lúðuveiðum á [[Halkion]] VE 205 með Stefáni í Gerði. Skipverjar, auk þeirra voru [[Runólfur Runólfsson]] í [[Bræðratunga|Bræðratungu]] og Óli í Litlabæ. Sá var háttur á þessum lúðuveiðum að reynt var að koma lúðunni um borð í togara sem sigldu með hana til Englands þar sem hún var seld. Á þessum klökkum, sem ekki höfðu hlotið nafn sitt þá, fengu þeir mjög góðan afla, átta stórlúður og komu aflanum um borð í togarann Álsey frá Grimsby en þar var þá Guðmundur Ebenezarson skipstjóri. Þegar búið var að koma lúðunni um borð, kom Guðmundur út að lunningu með viskíflösku sem hann rétti niður í bátinn með þeim orðum að hún væri betur komin hjá þeim en sér. Þegar tappinn hafði verið tekinn úr flöskunni og aðeins var farið að liðkast um málbeinið, sagði Óli í Litlabæ: „Ja, góðir eru Ebenezarklakkarnir.“ Eftir þetta voru þessir hraunbrúnarklakkar aldrei nefndir annað og festist nafnið við þá.
[[Ebenezarklakkar]] eru fiskimið í norðvesturbrún [[Blindskerjahraunið|Blindskerjahraunsins]] vestur af Eyjum og hafa margir velt því fyrir sér hvernig það nafn er til komið. [[Eyjólfur Gíslason]] frá [[Bessastaðir|Bessastöðum]] hefur sagt frá því að árið 1932 hafi hann verið á lúðuveiðum á [[Halkion]] VE 205 með Stefáni í Gerði. Skipverjar, auk þeirra voru [[Runólfur Runólfsson]] í [[Bræðratunga|Bræðratungu]] og Óli í Litlabæ. Sá var háttur á þessum lúðuveiðum að reynt var að koma lúðunni um borð í togara sem sigldu með hana til Englands þar sem hún var seld. Á þessum klökkum, sem ekki höfðu hlotið nafn sitt þá, fengu þeir mjög góðan afla, átta stórlúður og komu aflanum um borð í togarann Álsey frá Grimsby en þar var þá Guðmundur Ebenezarson skipstjóri. Þegar búið var að koma lúðunni um borð, kom Guðmundur út að lunningu með viskíflösku sem hann rétti niður í bátinn með þeim orðum að hún væri betur komin hjá þeim en sér. Þegar tappinn hafði verið tekinn úr flöskunni og aðeins var farið að liðkast um málbeinið, sagði Óli í Litlabæ: „Ja, góðir eru Ebenezarklakkarnir.“ Eftir þetta voru þessir hraunbrúnarklakkar aldrei nefndir annað og festist nafnið við þá.
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: [[Ritverk Árna Árnasonar/Ólafur Ástgeirsson]]
{{Heimildir|
{{Heimildir|
* Óskar Kárason. ''Formannavísur''. Vestmannaeyjum, 1950.}}
* Óskar Kárason. ''Formannavísur''. Vestmannaeyjum, 1950.}}


=Frekari umfjöllun=
'''Ólafur Ástgeirsson''' bátasmiður í [[Litlibær|Litla Bæ]] fæddist 3. ágúst 1892 og lést 8. apríl 1966.<br>
Foreldrar hans voru [[Ástgeir Guðmundsson|Ástgeir Guðmundsson]] bátasmiður í Litlabæ, f. 27. október 1858 á Bryggjum í Landeyjum, d. í Eyjum 30. september 1943, og kona hans
[[Kristín Magnúsdóttir (Litlabæ)|Kristín Magnúsdóttir]], f. 10. janúar 1859 á Skíðbakka í A-Landeyjum, d. 13. júlí 1938 í Eyjum.<br>
I. Fyrri kona Ólafs var [[Kristín Jónsdóttir (Litlabæ)|Kristín Jónsdóttir]] húsfreyja, f. 19. apríl 1885 að Varmahlíð u. Eyjafjöllum, d. 17. september 1943.<br>
Börn Ólafs og Kristínar:<br>
1. [[Magný Sigurlaug Ólafsdóttir (Litlabæ)|Magný Sigurlaug]] húsfreyja, f. 19. nóvember 1911, gift á Akranesi, d. 20. mars 1980.<br>
2. [[Ástgeir Ólafsson|Ástgeir Kristinn]] skipstjóri og útgerðarmaður og rithöfundur, f. 27. febrúar 1914, d. 1. maí 1985. Kona hans var  [[Friðmey Eyjólfsdóttir]] hjúkrunarfræðingur, f. 4. nóvember 1923.<br>
3. [[Sigurjón Ólafsson frá Litlabæ|Sigurjón]] skipstjóri, f. 25. janúar 1918, d. 14. ágúst 2005. Kona hans var [[Þórunn Gústafsdóttir]] húsfreyja, f. 4. desember 1914, d. 2. maí 1995.<br>
4. [[Sigrún Ólafsdóttir (Litlabæ)|Sigrún]], f. 23. júlí 1924, d. 21. mars 1948. <br>
II. Síðari kona Ólafs var [[Guðrún Sigurðardóttir (Brimbergi)|Guðrún Sigurðardóttir]] húsfreyja, f. 9. september 1920, d. 19. apríl 1993.<br>
Barn Ólafs og Guðrúnar:<br>
4. [[Kristinn Rúnar Ólafsson (Brimbergi)|Kristinn Rúnar]] búsettur á Spáni, fréttaritari RÚV, f. 11. september 1952.<br>


'''''<big>Úr fórum [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara: <br>Bjargveiðimannatal.</big>'''''<br>
Ólafur er vel meðalmaður á hæð, en mjög þrekinn og lipurlega limaður. Hann byrjaði snemma bátasmíðar með föður sínum, enda stundað þær æ síðan með miklum ágætum og mjög eftirsóttur. Sjóinn hefir hann og stundað og gerir enn og er orðlagður fiskimaður.<br> Ólafur hefir mikið stundað fuglaveiðar og þykir mjög góður veiðimaður. Mest hefir hann verið við þau störf í [[Ystiklettur|Ystakletti]] og í [[Suðurey]]. Eru það vissulega margar kippur, sem hann hefir veitt um ævina og telst til skörpustu veiðigarpa Eyjanna. Hefir löngum verið sagt, að ekki sé [[Lögmannssæti]] vel skipað, síðan [[Stefán Gíslason (Ási)|Stefán Gíslason]] féll frá veiðum þar nema Ólafur sitji þar að veiðum. <br>
Ólafur er mjög laghentur maður, fáskiptinn, en traustur vinur og hollráður vinum sínum. Í vinahóp er hann mjög skemmtilegur, ræðinn og vel fróður um margt í þróunarsögu Eyjanna.<br>
{{Árni Árnason}}
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].
*Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara frá [[Grund]]. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
*Garður.is.
*Heimaslóð.
*Íslendingabók.is.
*Manntöl.}}
[[Flokkur: Bátasmiðir]]
[[Flokkur: Bátasmiðir]]
[[Flokkur: Formenn]]
[[Flokkur: Formenn]]

Leiðsagnarval