„Blik 1976/Bréf til vinar míns og frænda, VI. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Blik 1976/Bréf til vinar míns og frænda, VI. hluti“ [edit=sysop:move=sysop])
Ekkert breytingarágrip
Lína 5: Lína 5:




<big>'''Sér grefur gröf, þótt grafi'''<br>
<center>[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]:</center>
Eftir að greinargerðin, sem ég sendi þér hér með í þessu vina og frændabréfi mínu, tók að birtast í blaðinu, sem ég nefndi, hófust umræður í bænum um þessi viðskiptamál þingmannsins og fyrirtækja hans í höfuðstaðnum. „Háttvirtir kjósendur“ stefnanda, þingmannsins, ræddu þau líka, en þó mest í „hálfum hljóðum“. Þeir stungu nánast saman nefjum um þau innan veggja heimilanna eða í saumaklúbbum og svo yfir ölskutlum innan veggja Samkomuhússins og á ''„leynifundum“'' broddborgaranna í samkomuhúsi þeirra neðst við Heimagötuna, þar sem fundarmenn komu til móts og skeggræðna í „sjakket“ með gljáandi silkipípuhatta. Flestum fór búningurinn vel nema þeim, sem voru of þrýstnir um þjóhnappana eins og [[Sigurður Guðmundsson|Siggi bonn]] og Guffi gossi!<br>
Ekki fór þessi andi hinna lágrödduðu viðræðna fram hjá „upplesara“ skattsvikabréfsins. Sá hann sér ekki slag á borði? -Til þess að leikurinn sá mætti takast, þurfti að tryggja sér vináttu og fylgispekt vissra manna í fulltrúaráði Flokksins. Sjálfsagt hlaut það að taka nokkurn tíma.  Fyrst og fremst þurfti að geta gert einlægum fylgifiskum sínum vel til og hamla því á sama tíma, að ýmsir aðrir næðu tangarhaldi eða valdaaðstöðu í metorðastiganum.<br>
Og allt tókst þetta smám saman. Og vinátta þingmannsins var nýtt út í yztu æsar, þó að honum sjálfum væri það algjörlega hulið að hverju var stefnt og hvað skrafað var að tjaldabaki. Og í fyllingu tímans birtist árangurinn af starfi þessu.<br>
Meistararnir Þórbergur Þórðarson og [[Einar Sigurðsson|Einar ríki Sigurðsson]] segja svo frá í 2. bindi af ævisögu athafnamannsins, [[Fagur fiskur í sjó]], bls. 283-284:<br>
„Þegar Guðlaugur komst í framboð til alþingis í fyrsta sinn, hafði hann undirbúið framboð sitt í fulltrúaráði flokksins í Eyjum á bak við þáverandi þingmann [[Jóhann Þ. Jósefsson]]. En þessu var haldið svo vandlega leyndu, að J.Þ.J. hafði engar njósnir af. Þingmaðurinn var kominn til Vestmannaeyja með konu sinni til þess að sitja þar árshátíð Flokksins. Þá var alþingismanninum fært bréf þangað, þar sem hjónin voru að búa sig til hátíðarhaldanna. Bréfið var frá fulltrúaráðinu. Í bréfinu stóð skýrum stöfum, að þess væri ekki óskað, að hann yrði áfram þingmaður Vestmannaeyinga.<br>
Þegar hjónin höfðu lesið bréfið, var þeim ríkast í huga að hætta við að taka þátt í skemmtuninni. Þó gerðu þau það og létu sem ekkert væri.“<br>
Svo mörg eru þau orð meistaranna og miklu fleiri.<br>
Fulltrúaráð Flokksins hafði afráðið, að „upplesari skattsvikabréfsins“ skyldi erfa þingsætið. Og það gerði hann.


'''Hvers vegna svo að halda''' <br>
'''þessari sögu við lýði?'''<br>
Ég hneykslast ekki á þessari spurningu.  Hvað er okkur dýrmætara en óskert mannorð? Ég hef fundið mig knúðan til að hnekkja þessum lygum og óskað þess, að svör mín geymist í Bliki, þar sem ég hef birt nokkra smákafla úr ævi- og starfssögu minni á undanförnum árum.<br>
Og viltu svara mér, vinur minn? Hvers vegna erum við að láta söguna geyma nöfn þeirra manna, sem beittu sér fyrir galdrabrennunum á 17. öldinni hér á landi? Hvort kysir þú heldur að verða brenndur lifandi með óskert mannorð en að látast á sóttarsæng ærulaus, stimplaður svikari, lygari og þjófur?<br>
Í hvert sinn, sem trúarjátningin er lesin, minnir hin kristna kirkja á þátt Pontíusar heitins í píslarsögu Krists. Enginn álasar kristinni kirkju það.<br>
Það tók mig um það bil tvo áratugi að uppræta úr sálarlífinu beiskju þá, sem allar þessar mannskemmdir ollu mér. Nú brosi ég að þessu öllu saman og vildi ekki hafa verið án þessara átaka fyrir nokkurn mun. Sending hinna duldu afla hugsjónamálum mínum til framdráttar!<br>
Ég finn þó til. Ég finn til með þjóð minni, þegar trúnaðarmenn hennar og þjónar bregðast henni, verða sér og henni til minnkunar eða jafnvel svívirðingar sökum þroskaleysis eða skorts á manndómi, svo að ekki sé grófara til orða tekið.<br>
Þegar ég er hingað kominn í þessum skrifum mínum, heyri ég, að biskupinn er að flytja ræðu í Útvarpið um séra Hallgrím Pétursson í tilefni þrjú hundruð ára ártíðar hans. Ég hætti að skrifa og hlusta af áhuga, eins og ávallt, þegar ég á þess kost að heyra hann flytja ræðu. Hann er líka embættismaður ríkisins.<br>
Þegar biskupinn hefur flutt ræðu sína og lagt [[Guðríður Símonardóttir|Guðríði húsfreyju]] gott orð, farið um nafn hennar hlýjum viðurkennandi orðum, kemst ég við og setzt á ný við skrifborðið. Ég er hrærður. Og hvers vegna það?  Af því að þjóð mín hefur níðzt á nafni þessarar blessaðrar konu um aldir. Hún hefur í ræðu og riti verið dregin í svaðið sem hvert annað úrþvætti. Og enn eru sum skáld okkar „að slá sig til riddara“ með þeirri kenningu, að hún hafi verið lauslætiskvendi. Það er skepnunum óvirðing og níð að kalla slíkan skáldskap skepnuskap. Þar hæfir grófara orð um það andans sorp.<br>
Já, ég hrærist af gleði, þegar níðingslundin er kveðin í kútinn.
<br>


:::::::::<big>'''Önnur lota'''</big></big>
<big><big><big><big><center>Bréf til vinar míns og frænda</center> </big></big>
 
 
<center>''(Æviþáttur)''</center></big></big>
<center>(6 hluti)</center>
 
 
<big><big><center>'''Önnur lota</center> </big></big><big>
 


<big>'''Kaup kaups'''<br>
'''Kaup kaups'''<br>
Þegar Flokksforustan uppgötvaði, hversu auðvelt var að fá mig sektaðan, þar sem ég var dæmdur til AÐ GREIÐA RÍKISSJÓÐI SEKTIR fyrir persónulegar ærumeiðingar í minn garð þrátt fyrir upptök ráðherrans og skattstjórans að deilum þessum, þá afréð Flokksforustan, að fram skyldi haldið í sama anda í trausti á dómsvaldið í kaupstaðnum. Nokkra svölun gætu þær málsóknir og sektir veitt þeim vegna kosningaósigursins 29. janúar.<br>
Þegar Flokksforustan uppgötvaði, hversu auðvelt var að fá mig sektaðan, þar sem ég var dæmdur til AÐ GREIÐA RÍKISSJÓÐI SEKTIR fyrir persónulegar ærumeiðingar í minn garð þrátt fyrir upptök ráðherrans og skattstjórans að deilum þessum, þá afréð Flokksforustan, að fram skyldi haldið í sama anda í trausti á dómsvaldið í kaupstaðnum. Nokkra svölun gætu þær málsóknir og sektir veitt þeim vegna kosningaósigursins 29. janúar.<br>
Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar hafði ég skrifað langa grein í Framsóknarblaðið í Eyjum um forustulið Flokksins, eiginhagsmunabaráttu þess og vanstjórn, meðan þeir höfðu þar völdin, mennirnir sem skipuðu forustuna. Grein þessa kallaði ég ''Óhappamenn - niðurrifsmenn''. Án efa átti hún nokkurn þátt í kosningasigri okkar Framsóknarmanna við bæjarstjórnarkosningarnar. - Nú sá „upplesari skattsvikabréfsins“, sem orðinn var forustumaður Flokksins, sér slag á borði eftir ábendingu héraðsdómslögmannsins. Tínd voru upp nokkur bitur orð úr grein þessari og talin meiðyrði, sem rétt væri að fá dóm fyrir. Síðan stefndi Guðlaugur, „upplesari skattsvikabréfsins“, mér fyrir þau. Þá hófst önnur lota þessara málaferla.<br>
Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar hafði ég skrifað langa grein í Framsóknarblaðið í Eyjum um forustulið Flokksins, eiginhagsmunabaráttu þess og vanstjórn, meðan þeir höfðu þar völdin, mennirnir sem skipuðu forustuna. Grein þessa kallaði ég ''Óhappamenn - niðurrifsmenn''. Án efa átti hún nokkurn þátt í kosningasigri okkar Framsóknarmanna við bæjarstjórnarkosningarnar. - Nú sá „upplesari skattsvikabréfsins“, sem orðinn var forustumaður Flokksins, sér slag á borði eftir ábendingu héraðsdómslögmannsins. Tínd voru upp nokkur bitur orð úr grein þessari og talin meiðyrði, sem rétt væri að fá dóm fyrir. Síðan stefndi Guðlaugur, „upplesari skattsvikabréfsins“, mér fyrir þau. Þá hófst önnur lota þessara málaferla.<br>
Héraðsdómslögmaðurinn, sjálfur skattstjórinn, sótti mál þetta fyrir „upplesarann“ og leiddi hann nánast við hlið sér inn í bæjarþingið eins og einhvern ómálga peyja. Af þeirri sjón hafði ég mikla ánægju. Það var mér vissulega gleðiefni að sjá þá saman hlið við hlið í stólunum í bæjarþingskrubbunni að [[Tindastóll|Tindastóli]], bæjarfógetasetrinu í Eyjum. Og mig langar til að skjóta því hérna inn í mál mitt, að það varð ''mitt hlutskipti'' að láta byggja hús í bænum, þar sem bæjarfógetaembættið fékk húsnæði við sitt hæfi, svo að við Eyjabúar þyrftum ekki lengur að blygðast okkar fyrir aðbúnað bæjarfógetaembættisins, þegar t.d. útlendingar áttu erindi til þessa æðsta embættismanns í bæjarfélaginu, fulltrúa íslenzka ríkisins. Það var árið 1964 að bæjarfógetaembættið fékk inni í byggingu  
Héraðsdómslögmaðurinn, sjálfur skattstjórinn, sótti mál þetta fyrir „upplesarann“ og leiddi hann nánast við hlið sér inn í bæjarþingið eins og einhvern ómálga peyja. Af þeirri sjón hafði ég mikla ánægju. Það var mér vissulega gleðiefni að sjá þá saman hlið við hlið í stólunum í bæjarþingskrubbunni að [[Tindastóll|Tindastóli]], bæjarfógetasetrinu í Eyjum. Og mig langar til að skjóta því hérna inn í mál mitt, að það varð ''mitt hlutskipti'' að láta byggja hús í bænum, þar sem bæjarfógetaembættið fékk húsnæði við sitt hæfi, svo að við Eyjabúar þyrftum ekki lengur að blygðast okkar fyrir aðbúnað bæjarfógetaembættisins, þegar t.d. útlendingar áttu erindi til þessa æðsta embættismanns í bæjarfélaginu, fulltrúa íslenzka ríkisins. Það var árið 1964 að bæjarfógetaembættið fékk inni í byggingu  
[[Sparisjóður Vestmannaeyja|Sparisjóðs Vestmannaeyja]], í hinni nýju byggingu hans, fyrir atbeina minn. Mér þótti vænt um að geta komið þessu svona vel fyrir, enda voru bæjarfógetarnir sjálfir jafnan velviljaðir mér og starfi mínu og engir ofstækismenn að mínu mati. En þetta er allt önnur saga og hvarf frá efni frásagnar minnar.<br>
[[Sparisjóður Vestmannaeyja|Sparisjóðs Vestmannaeyja]], í hinni nýju byggingu hans, fyrir atbeina minn. Mér þótti vænt um að geta komið þessu svona vel fyrir, enda voru bæjarfógetarnir sjálfir jafnan velviljaðir mér og starfi mínu og engir ofstækismenn að mínu mati. En þetta er allt önnur saga og hvarf frá efni frásagnar minnar.<br>
Þegar hér var komið sögu, hafði ég þjálfast þó nokkuð í þessari málsvarnariðju og hafði, þó að skömm sé frá að segja, býsna mikla ánægju af henni. Mér gáfust þarna tök á að sálgreina lögfræðingana og fá staðfestingu á samstöðu þeirra í málarekstri þessum gegn leikmanninum. Skerpa þeirra og gáfnafar varð mér líka ljósara en áður og listin sú að kunna að beita lögfræðilegum rökum. Þarna hafði ég líka ánægju af því að sjá héraðsdómslögmanninn í bæjarþinginu með skjólstæðing sinn, sænska konsúlinn, við hlið sér eins og svolítinn drenghnokka, sem ekki kunni fótum sínum forráð.<br>
Þegar hér var komið sögu, hafði ég þjálfazt þó nokkuð í þessari málsvarnariðju og hafði, þó að skömm sé frá að segja, býsna mikla ánægju af henni. Mér gáfust þarna tök á að sálgreina lögfræðingana og fá staðfestingu á samstöðu þeirra í málarekstri þessum gegn leikmanninum. Skerpa þeirra og gáfnafar varð mér líka ljósara en áður og listin sú að kunna að beita lögfræðilegum rökum. Þarna hafði ég líka ánægju af því að sjá héraðsdómslögmanninn í bæjarþinginu með skjólstæðing sinn, sænska konsúlinn, við hlið sér eins og svolítinn drenghnokka, sem ekki kunni fótum sínum forráð.<br>
Klögumálin gengu á víxl, eins og segir í sögunum okkar.  Þetta var raunar orðinn spennandi sjónleikur. Málin sótt og varin, færð fram sök og gagnsök, því að ég gagnstefndi [[Guðlaugur Gíslason|Guðlaugi Gíslasyni]] fyrir að lesa bréfið, skattsvikabréfið, í eyru almennings. Ég gerði kröfu til þess að hann yrði dæmdur til að leggja bréfið fram í bæjarþinginu. Þá fannst mér málsvörnin verða að kátbroslegri skrítlu undir verndarvæng héraðsdómslögmannsins, því að „upplesarinn“ var látinn leggja fram í bæjarþinginu þannig orðaða vörn gegn því, að hann gæti lagt fram „Skattsvikabréfið“, og tók dómarinn þessa vörn hans góða og gilda!:<br>
Klögumálin gengu á víxl, eins og segir í sögunum okkar.  Þetta var raunar orðinn spennandi sjónleikur. Málin sótt og varin, færð fram sök og gagnsök, því að ég gagnstefndi [[Guðlaugur Gíslason|Guðlaugi Gíslasyni]] fyrir að lesa bréfið, skattsvikabréfið, í eyru almennings. Ég gerði kröfu til þess að hann yrði dæmdur til að leggja bréfið fram í bæjarþinginu. Þá fannst mér málsvörnin verða að kátbroslegri skrítlu undir verndarvæng héraðsdómslögmannsins, því að „upplesarinn“ var látinn leggja fram í bæjarþinginu þannig orðaða vörn gegn því, að hann gæti lagt fram „Skattsvikabréfið“, og tók dómarinn þessa vörn hans góða og gilda!:<br>
„''Við athugun kemur í ljós, að í skjölum þeim, sem ég enn á eftir frá framboðsfundinum 27. jan. s.l., fyrirfinnst ekkert bréf eða skjal, sem gæti verið það, sem um ræðir í stefnu. Ég leyfi mér því að krefjast algjörrar sýknar í máli þessu og málskostnað eftir mati dómarans.“''<br>
„''Við athugun kemur í ljós, að í skjölum þeim, sem ég enn á eftir frá framboðsfundinum 27. jan. s.l., fyrirfinnst ekkert bréf eða skjal, sem gæti verið það, sem um ræðir í stefnu. Ég leyfi mér því að krefjast algjörrar sýknar í máli þessu og málskostnað eftir mati dómarans.“''<br>
Lína 42: Lína 31:
<br>
<br>


:::::::::<big>'''Þriðja lota'''</big>
 
<big><center> '''Þriðja lota'''</center></big>
 


'''Fyrsta stefna. Hóskólapróf í lögfræði'''<br>
'''Fyrsta stefna. Hóskólapróf í lögfræði'''<br>
Lína 54: Lína 45:
Ég mætti ekki fyrir sáttanefnd, svo að mál þetta fór fyrir bæjarþingið. Þess vegna þurfti að stefna mér aftur.<br>
Ég mætti ekki fyrir sáttanefnd, svo að mál þetta fór fyrir bæjarþingið. Þess vegna þurfti að stefna mér aftur.<br>
Þegar ég las stefnuna, sá ég mér strax slag á borði. Stefnan var skakkt gerð eða orðuð hjá héraðsdómslögmanninum og þá vitleysu skyldi ég svo sannarlega notfæra mér.<br>
Þegar ég las stefnuna, sá ég mér strax slag á borði. Stefnan var skakkt gerð eða orðuð hjá héraðsdómslögmanninum og þá vitleysu skyldi ég svo sannarlega notfæra mér.<br>
Sakargiftin var þannig orðuð í stefnunni og sett innan gæsalappa: „ ... þar sem ég væri undir áhrifum hvern dag eða a.m.k. annan hvern dag ...“ Og taktu vel eftir: Þessi orð voru sett innan gæsalappa í stefnunni, ''sem sé mín eigin orð um sjálfan mig.''Svo mætti ég í bæjarþinginu á tilskildum tíma með greinargerð mína og frávísunarkröfu. Hún hljóðaði þannig að nokkrum hluta:<br>
Sakargiftin var þannig orðuð í stefnunni og sett innan gæsalappa: „ ... þar sem ég væri undir áhrifum hvern dag eða a.m.k. annan hvern dag ...“ Og taktu vel eftir: Þessi orð voru sett innan gæsalappa í stefnunni, ''sem sé mín eigin orð um sjálfan mig. ''Svo mætti ég í bæjarþinginu á tilskildum tíma með greinargerð mína og frávísunarkröfu. Hún hljóðaði þannig að nokkrum hluta:<br>
„Í sáttarkæru, réttarskjali nr. 2., hefur stefnandi eftir mér í beinni ræðu innan gæsalappa: ''„Þar sem ég er undir áhrifum hvern dag eða að minnsta kosti annan hvern dag.“'' Þessi orð kveðst stefnandi taka orðrétt eftir mér á bæjarstjórnarfundi 18. jan. s.l. og telur þau „mjög ærumeiðandi og álitsspillandi fyrir sig. Hann hefur því hafið málsókn á hendur mér sökum þeirra. Ég fæ ekki annað skilið en að hin tilgreindu orð eigi við ''sjálfan mig'', eins og þau eru sett fram í sáttakærunni, og ég mótmæli því, að þau eigi eða geti átt við nokkurn annan eða ærumeitt hann.<br>
„Í sáttarkæru, réttarskjali nr. 2., hefur stefnandi eftir mér í beinni ræðu innan gæsalappa: ''„Þar sem ég er undir áhrifum hvern dag eða að minnsta kosti annan hvern dag.“'' Þessi orð kveðst stefnandi taka orðrétt eftir mér á bæjarstjórnarfundi 18. jan. s.l. og telur þau „mjög ærumeiðandi og álitsspillandi fyrir sig. Hann hefur því hafið málsókn á hendur mér sökum þeirra. Ég fæ ekki annað skilið en að hin tilgreindu orð eigi við ''sjálfan mig'', eins og þau eru sett fram í sáttakærunni, og ég mótmæli því, að þau eigi eða geti átt við nokkurn annan eða ærumeitt hann.<br>
Stefnanda brestur algjöran rétt og aðild til að höfða á mig meiðyrðamál út af hnjóðsyrðum eða ásökunarorðum, sem ég kann að hafa látið falla um sjálfan mig, eins og þau eru sett fram í sáttakærunni. Sjálfsásökunarrétturinn er helgasti réttur mannssálarinnar, og hann getur enginn tekið frá mér eða dæmt af mér fremur en það er í mannlegu valdi að deyða sjálfa sálina.<br>
Stefnanda brestur algjöran rétt og aðild til að höfða á mig meiðyrðamál út af hnjóðsyrðum eða ásökunarorðum, sem ég kann að hafa látið falla um sjálfan mig, eins og þau eru sett fram í sáttakærunni. Sjálfsásökunarrétturinn er helgasti réttur mannssálarinnar, og hann getur enginn tekið frá mér eða dæmt af mér fremur en það er í mannlegu valdi að deyða sjálfa sálina.<br>
Lína 65: Lína 56:
Þegar ég hafði þannig létt á mér, sljákkaði í dómaranum og hann varð hinn ljúfasti í viðmóti. Það vissi ég að var ,,kápan á báðum öxlum“.<br>
Þegar ég hafði þannig létt á mér, sljákkaði í dómaranum og hann varð hinn ljúfasti í viðmóti. Það vissi ég að var ,,kápan á báðum öxlum“.<br>
Málalyktir urðu þær, að máli þessu var vísað frá sökum endaleysu í hugsun og galla á orðalagi. Hins vegar voru kröfur mínar um sektir vegna tilraunar til skjalafölsunar ekki teknar til greina. Samt hlógum við og skemmtum okkur dásamlega, kunningjarnir.<br>
Málalyktir urðu þær, að máli þessu var vísað frá sökum endaleysu í hugsun og galla á orðalagi. Hins vegar voru kröfur mínar um sektir vegna tilraunar til skjalafölsunar ekki teknar til greina. Samt hlógum við og skemmtum okkur dásamlega, kunningjarnir.<br>
Ég skrifaði síðan blaðagrein og lýsti reynslu minni af réttarfarinu í kaupstaðnum. Greinina kallaði ég: ''Bæjarþing Vestmannaeyja er virðuleg stofnun''. (Sjá Framsóknarblaðið 6. júní 1951).
Ég skrifaði síðan blaðagrein og lýsti reynslu minni af réttarfarinu í kaupstaðnum. Greinina kallaði ég: ''Bæjarþing Vestmannaeyja er virðuleg stofnun''. (Sjá Framsóknarblaðið 6. júní 1951).<br>
<br>


:::::::::<big>'''Þriðja lota'''</big>


'''Önnur stefna.'''<br>
'''Önnur stefna.'''<br>
Lína 82: Lína 71:
<br>
<br>


:::::::::<big>'''Þriðja lota'''</big>
 
<br>
'''Þriðja stefna.'''
'''Þriðja stefna.'''
'''Ósannindi staðfest með eiði'''<br>
'''Ósannindi staðfest með eiði'''<br>
Lína 97: Lína 85:
Eftir hálfrar annarrar klukkustundarleit fundu lögregluþjónarnir loks Social Demo. Þá hló mér hugur í brjósti. Vitnið hafði ekki fundizt heima við. Þá var leigð bifreið til leitarinnar og ekið um Heimaey suður og norður, austur og vestur. Loks fannst Social Demo vestur í Hrauni. Þar var hann að ganga sér til hressingar og gera upp við sálu sína, ályktaði ég og brosti svona innra með mér. Ég gerði þessu skóna: Á ég? Á ég ekki? - Nú, en fyrst þeir fundu hann, varð hann að standa við orð sín og reyna að duga þeim vel. Það er stundum erfitt að hemja neistann, sem liggur innst eða hafa vald á honum!<br>
Eftir hálfrar annarrar klukkustundarleit fundu lögregluþjónarnir loks Social Demo. Þá hló mér hugur í brjósti. Vitnið hafði ekki fundizt heima við. Þá var leigð bifreið til leitarinnar og ekið um Heimaey suður og norður, austur og vestur. Loks fannst Social Demo vestur í Hrauni. Þar var hann að ganga sér til hressingar og gera upp við sálu sína, ályktaði ég og brosti svona innra með mér. Ég gerði þessu skóna: Á ég? Á ég ekki? - Nú, en fyrst þeir fundu hann, varð hann að standa við orð sín og reyna að duga þeim vel. Það er stundum erfitt að hemja neistann, sem liggur innst eða hafa vald á honum!<br>
Hitt vitnið, sem þegar hafði skilað af sér og unnið eið að framburði sínum, síðan geymt í búrinu nær tvo tíma, var góður Flokksmaður, einn úr Foringjaliðinu og sat í fulltrúaráði Flokksins.<br>
Hitt vitnið, sem þegar hafði skilað af sér og unnið eið að framburði sínum, síðan geymt í búrinu nær tvo tíma, var góður Flokksmaður, einn úr Foringjaliðinu og sat í fulltrúaráði Flokksins.<br>
Og svo greini ég þér hér með orðréttan kafla úr vörn minni. Fyrir mér eru skrif þessi eins konar „íslenzk fyndni“. sem ég rifja upp mér til kátínu í ellinni. -Þessar ábendingar mínar til dómarans voru sendar honum til þess að veikja málstað stefnanda öðrum þræði og svo til að halda til haga hinni spaugilegu hliðinni á vitnaleiðslum þessum og málaþrasi:<br>
Og svo greini ég þér hér með orðréttan kafla úr vörn minni. Fyrir mér eru skrif þessi eins konar „íslenzk fyndni“, sem ég rifja upp mér til kátínu í ellinni. - Þessar ábendingar mínar til dómarans voru sendar honum til þess að veikja málstað stefnanda öðrum þræði og svo til að halda til haga hinni spaugilegu hliðinni á vitnaleiðslum þessum og málaþrasi:<br>


„Mætti ég biðja háttvirtan dómarann að íhuga og athuga vel það, sem skráð er í bæjarþingsbók Vestmannaeyja um framburð ''Sócial Demó'' fyrir réttinum 19. marz s.l. Má ég biðja dómarann að athuga og íhuga, hvernig vitni þetta orðar svör sín við spurningum mínum varðandi málsatvik. Vitnið, „... kvaðst halda ...“, „ ... kvaðst halda ...“, „... heldur minni hann ...“, „... kvaðst hann ekki muna ...“, „ ... kvaðst ekki muna ...“, „ ... hann heldur ...“, „... að því er vitnið minnir ...“, „ ... og kvaðst hann halda ...“, ... gæti vel verið, að hann ...“, ... ekki væri sér unnt að sanna ...“, „ ... hann kvaðst ekki muna ...“, „ ... hann kvaðst ekki muna ...“, „ ... hann kvaðst halda ...“, „ ... ekki kvaðst hann geta fullyrt það með vissu ...“ Þannig eru svör vitnisins við spurningum mínum. Vill dómarinn segja mér, hvers konar svör eru táknræn fyrir pólitísk ljúgvitni? Virðist ekki dómaranum, að minni vitnisins sé æði gloppótt?“<br>
„Mætti ég biðja háttvirtan dómarann að íhuga og athuga vel það, sem skráð er í bæjarþingsbók Vestmannaeyja um framburð ''Sócial Demó'' fyrir réttinum 19. marz s.l. Má ég biðja dómarann að athuga og íhuga, hvernig vitni þetta orðar svör sín við spurningum mínum varðandi málsatvik. Vitnið, „... kvaðst halda ...“, „ ... kvaðst halda ...“, „... heldur minni hann ...“, „... kvaðst hann ekki muna ...“, „ ... kvaðst ekki muna ...“, „ ... hann heldur ...“, „... að því er vitnið minnir ...“, „ ... og kvaðst hann halda ...“, ... gæti vel verið, að hann ...“, ... ekki væri sér unnt að sanna ...“, „ ... hann kvaðst ekki muna ...“, „ ... hann kvaðst ekki muna ...“, „ ... hann kvaðst halda ...“, „ ... ekki kvaðst hann geta fullyrt það með vissu ...“ Þannig eru svör vitnisins við spurningum mínum. Vill dómarinn segja mér, hvers konar svör eru táknræn fyrir pólitísk ljúgvitni? Virðist ekki dómaranum, að minni vitnisins sé æði gloppótt?“<br>
Lína 123: Lína 111:
Líklega var það snemma á þessu ári (1975), að dagblaðið Vísir fór hörðum orðum um vissan hæstaréttardóm. Þar komst hann m.a. svo að orði: ,, ...  Hitt er líklegra, að hér hafi embættismenn verið að sýkna embættismenn ...“<br>
Líklega var það snemma á þessu ári (1975), að dagblaðið Vísir fór hörðum orðum um vissan hæstaréttardóm. Þar komst hann m.a. svo að orði: ,, ...  Hitt er líklegra, að hér hafi embættismenn verið að sýkna embættismenn ...“<br>
Og svo: „Tímabært er orðið, að almennir borgarar snúist til varnar gegn embættismannakerfinu, ekki aðeins á þessu sviði, heldur ótal öðrum ...“ Eftir nokkurn tíma var ritstjórinn rekinn frá blaðinu.
Og svo: „Tímabært er orðið, að almennir borgarar snúist til varnar gegn embættismannakerfinu, ekki aðeins á þessu sviði, heldur ótal öðrum ...“ Eftir nokkurn tíma var ritstjórinn rekinn frá blaðinu.
<center>[[Mynd: 1973 b 203 BB.jpg|ctr|600px]]</center>
<center>''Gagnfræðaskólinn, suðurhlið.''</center>


'''Lokaþáttur þriðju lotu'''<br>
'''Lokaþáttur þriðju lotu'''<br>
[[Mynd: Gagnfræðaskólinn (1969).jpg|thumb|600px|''Gagnfræðaskólinn, suðurhlið.'']]
Haustið 1951 fékk ég ársorlof frá starfi samkvæmt fræðslulögunum frá 1946. Liðið var fram í september, þegar ég fékk þetta leyfi menntamálaráðuneytisins í hendur.<br>
Haustið 1951 fékk ég ársorlof frá starfi samkvæmt fræðslulögunum frá 1946. Liðið var fram í september, þegar ég fékk þetta leyfi menntamálaráðuneytisins í hendur.<br>
Ég hafði greitt allar opinberar skuldir mínar, svo sem útsvar og skatt, svo að ég gæti hindrunarlaust fengið vegabréfið til útlanda. Ég arkaði í skrifstofu bæjarfógetaembættisins og lagði fram kvittanir fyrir greiðslum þessum og æskti þess að fá vegabréfið. Þá urðu þeir eitthvað svo kindarlegir, starfsmennirnir þarna í skrifstofunni, og svöruðu engu fyrst í stað.<br>
Ég hafði greitt allar opinberar skuldir mínar, svo sem útsvar og skatt, svo að ég gæti hindrunarlaust fengið vegabréfið til útlanda. Ég arkaði í skrifstofu bæjarfógetaembættisins og lagði fram kvittanir fyrir greiðslum þessum og æskti þess að fá vegabréfið. Þá urðu þeir eitthvað svo kindarlegir, starfsmennirnir þarna í skrifstofunni, og svöruðu engu fyrst í stað.<br>
Lína 133: Lína 127:
Allar þessar málsóknir og allt þetta málavafstur varð mér síðar í minni eitt af þessum kátbroslegu fyrirbærum tilverunnar í kaupstaðnum á þeim árum, sem baráttan stóð sem hæst og átakamest um tilveru og þróun gagnfræðaskólans í bænum undir minni stjórn.  Ég veit, að minnin um þessi kæru málavafstursævintýri lengja líf mitt. Og einmitt vegna þeirra el ég með mér vonir um að geta gefið út eitt hefti enn af Bliki mínu, þó að aldraður sé orðinn. Þá færðu framhald þessara þátta.<br>
Allar þessar málsóknir og allt þetta málavafstur varð mér síðar í minni eitt af þessum kátbroslegu fyrirbærum tilverunnar í kaupstaðnum á þeim árum, sem baráttan stóð sem hæst og átakamest um tilveru og þróun gagnfræðaskólans í bænum undir minni stjórn.  Ég veit, að minnin um þessi kæru málavafstursævintýri lengja líf mitt. Og einmitt vegna þeirra el ég með mér vonir um að geta gefið út eitt hefti enn af Bliki mínu, þó að aldraður sé orðinn. Þá færðu framhald þessara þátta.<br>
Ég kveð þig kærlega, góði vinur og frændi, með innilegum árnaðar óskum til þín og ungu konunnar þinnar.<br>
Ég kveð þig kærlega, góði vinur og frændi, með innilegum árnaðar óskum til þín og ungu konunnar þinnar.<br>
::::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']]
::::::::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']]


[[Blik 1976/Bréf til vinar míns og frænda, V. hluti|Til baka]]
[[Blik 1976/Bréf til vinar míns og frænda, V. hluti|Til baka]]


{{Blik}}
{{Blik}}

Leiðsagnarval