„Blik 1949/Þáttur nemenda“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: '''ÞÁTTUR NEMENDA''' '''Hetjan unga'''. Laugi litli var 13 ára gamall. Hann var í efsta bekk barnaskólans. Hann var mjög ástundunarsamur við námi...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 128: Lína 128:


::H. J. III. b.
::H. J. III. b.
:::::::::::::::— o —
'''Jepparnir koma.'''
„Það er gott veður í dag.“ sagði Siggi, húsbóndinn á Hóli. Hann var að slá. — Hóll var ekki stór jörð, — bústofninn aðeins 2 kýr og 50 kindur.<br>
Um sláttinn var hjá Sigga bónda drengur úr Reykjavík á fermingaraldri. Drengurinn var með gleraugu og oftast kallaður prófessorinn, því að hann var dálítið skrítinn og viðutan.<br>
„Hver kemur þarna“, sagði prófessorinn, „mér sýnist það vera strákurinn hjá honum Manga í Skriðu.“ „Hvað er nú?“ sagði Siggi. „É—ég átti að segja ykkur, að jepparnir væru komnir“, sagði aðkomudrengurinn..<br>
„Hva—hvað segirðu?“ sagði Siggi. Svo var eins og hann áttaði sig og tók á sprett til hestanna, sem voru á beit hjá sláttuvélinni, þeyttist á bak öðrum þeirra og þeysti heim. Þegar þangað kom, þaut hann inn í bæinn.<br>
“Hvað er að?“ spurði Gudda húsfreyja.<br>
„Komdu með sokkana, kona, og vertu fljót.“ „Hvaða fjandans sokka? Ertu vitlaus?“ spurði Gudda og studdi höndum á mjaðmir. Siggi svaraði ekki heldur þreif sokkana og tróðst í þá, greip nýju stígvélaskóna sína og þrengdi sér í þá, hálfreimaða þó, — snaraðist í jakkann, slettti húfupottlokinu á höfuð sér og rauk út. „Náðu í hnakkinn, kona og vertu fljót.“ Gudda náði í hnakkinn. Þegar hún kom með hann, hafði Siggi sprett aktygjunum af og grýtti þeim á hlaðið, þreif hnakkinn og þeytti honum á bak, spennti gjörðina en gleymdi reiðanum. “Hirtu þá heyið, Gudda", sagði Siggi og stökk á bak.<br>
Stjáni gamli í Holti var að afgreiða benzín á bíl frá Reykjavík.<br>
Þegar því var lokið, heyrir hann hófadyn. Þá sér hann Sigga á Hóli koma ríðandi og berja fótastokkinn í ákafa. “Sæll, Stjáni, hvar eru þeir?“<br>
„Hverjir?“ spurði Stjóni alveg hissa.
„Nú, jepparnir, maður,“ sagði Siggi.<br>
„Hér eru engir andspítans jeppar“, sagði Stjáni og spýtti hraustlega.<br>
„Ég fékk skeyti frá Reykjavík um það, að þeir væru komnir til landsins“. Siggi gapti og greip andann á lofti. Svo áttaði hann sig, sneri hestinum við og tók til að berja stokkinn heim á leið.<br>
„Hvað er þetta, ætlarðu ekki að fá kaffisopa“, hrópaði Stjáni.<br>
„Nei, ertu vitlaus? Sá skal fá áann, þessi bölvaður asni hjá honum Gvendi.“
::J. K. 1. b.
:::::::::::::::— o —
'''Bindindisþættir.'''
Áfengis- og tóbaksneyzla er sjálfskaparvíti, sem allir geta forðast og allir eiga að forðast. Þess vegna skulum við, sem ung erum í dag, strengja þess heit, að stíga aldrei fyrsta skrefið út af braut bindindisins. Verum bindindismenn frá vöggu til grafar.
::S. K. J. III. b.
:::::::::::::::— o —
Bindindi ættu allir að temja sér, ungir sem gamlir. Sá maður, sem temur sér bindindi og reglusemi í æsku, er og verður bæði viljasterkari og skapfastari en sá maður, sem tælist til eiturlyfjanautna á unga aldri. Bindindissemi er einn af aðalkostum hvers manns.
::V. Sv. G. III. b.
:::::::::::::::— o —
Mér dettur í hug smásaga um mann, sem átti indælt heimili, konu og börn og lifði hamingjusömu lífi. Þá barði Bakkus að dyr um hjá honum. Hann vildi vera fínn maður, fylgjast með, vera samkvæmishæfur. Hann hleypti því Bakkusi inn. Gæfan hans eða hamingjan gekk á dyr, var honum glötuð. Smáatvik opnaði augu þessa manns og leiddi hann á rétta braut aftur. Dag nokkurn sat hann í hlýrri stofunni sinni með son sinn á hnjánum. Það skeði sjaldan nú upp á síðkastið. Drengurinn var að tjá föður sínum, hvað hann vildi verða, þegar hann væri orðinn stór. Þá kom þessi spurning hjá drengnum; „Verð ég ekki stærri og sterkari, pabbi, ef ég reyki sígarettur og drekk vín eins og þú?“ Þessi spurning óvitans hitti föðurinn mjög illa. Hann tók að íhuga hinar saklausu spurningar litla drengsins síns? Hann sagði: „Vinur minn litli, gerðu aldrei það, sem þú hefir séð mig gjöra. Héðan af skal ég reyna að verða þér til fyrirmyndar. Það er hamingja okkar beggja.“
::S. J. III. b.
:::::::::::::::— o —
Á stól í hrörlegu herbergi situr tötralega klædd kona. Hún er á fertugsaldri, en ókunnugir mundu álykta, að hún væri fimmtug. Hár hennar er hæruskotið, andlitið hrukkótt og það er mótað sorg og angist.<br>
Í kjöltu sér hefir hún ársgamalt barn, er hún var að þvo. Það grætur í sífellu, grætur af sulti.<br>
Tveir drengir á fjórða og fimmta ári leika sér á gólfinu. Þeir eru berfættir, og ekki eru fötin þeirra ásjáleg. Úti í horni stendur stúlka tíu ára gömul. Hún grætur. — Ekki af sulti, heldur því, að hún skilur, hversvegna þau eiga öll svona bágt, hversvegna þau búa við svo þröngan kost og hversvegna oftast er nístingskuldi í íbúðinni. Einmitt þetta kvöld hafði faðir hennar komið drukkinn heim eins og svo oft áður. Hann hafði lent í áflogum við drykkjufélaga sína. En sökum þess, hve hann var drukkinn, gat hann ekki hefnt sín á þeim. Hefndin bitnaði því á konu hans og börnum. Hann skammaði konuna og börnin og lagði jafnvel hendur á hana og þau. Frá því stúlkan mundi eftir sér, hafði þetta gengið svona til. Hún tók að skjálfa í hvert sinn, sem hún heyrði eða sá föður sinn koma drukkinn heim. Svo lamað var taugakerfi hennar orðið. Lífið var angist. Hún örvænti um framtíð sína, systkina sinna og móður. Hvað beið þeirra?
::E. P. III. b.
:::::::::::::::— o —
Í flestum skólum í landinu eru starfrækt bindindisfélög. Þessi félög eiga sennilega drýgstan þátt í að móta unglingana og efla bidindishugsjón þeirra. Hér í þessum skóla er starfrækt öflugt bindindisfélag, sem allir nemendur taka þátt í.
::S. G. Á. III. b.
:::::::::::::::— o —
:::::::::::::::— o —
533

breytingar

Leiðsagnarval