„Blik 1974/Bréf til vinar míns og frænda, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 267: Lína 267:




'''Samvinnuskólapilturinn svaraði fyrir huldumanninn'''
Í fjarveru árásarmannsins á sóknarprestinn tók nú samvinnuskólapilturinn að sér það hlutverk að svara fyrir huldumanninn, sem kallaði sig Örn.
Veittu því athygli, vinur minn, að piltur þessi fullyrðir, að nemendur Gagnfræðaskólans eigi að geta numið eða tileinkað sér þá þekkingu á tveim vetrum, sem ég hafði baslað við að nema á 6-8 árum, ef bókleg kennsla í Gagnfræðaskólanum væri með eðlilegum hætti. Taktu vel eftir þessu, því að síðar í fjármálastússi þessa sama manns í kaupfélagsstjórastöðu fór allt hans brak og braml á einn og sama veg, sökum skorts á ályktunargáfu. Allt fór það á hausinn og hann með. Þroskuð ályktunargáfa er hverjum manni mikil nauðsyn, eigi hann að annast fjármál.
Hér birti ég þér svo nokkuð af hreytum piltsins í sóknarprestinn. Þær sanna að töluverðu leyti menningarástandið í bænum þeim, þar sem mammon réði öllum ríkjum. sýna og sanna, hve ömurlegt það var, sem fólkinu var boðið að lesa um mann eins og séra Sigurjón Árnason. sóknarprest. Enda liðu ekki mörg ár, þar til Eyjabúar reyndust vaxnir upp úr þessu foræði öllu.
Svo færðu hér grein Samvinnuskólapiltsins, Sigurðar S. Schevings:
„Presturinn hefur nú fært fram ástæðurnar fyrir því, hvers vegna hann mælti með Þorsteini Þ. Víglundssyni. En þar sem hann hefur orðið svo óheppinn að byrja grein sína á því að segja það, að aðeins kennarahæfileikar og menntun eigi að ráða við val skólastjórans, þá þykir blaðinu rétt lesendanna vegna að sýna fram á það með rökum, að presturinn hefur. með því að mæla með Þorsteini alls ekki farið eftir því. Og skulu hér nefnd dæmi:
1. Presturinn vissi alls ekki, hvort hinir umsækjendurnir væru gæddir verri kennarahæfileikum en Þorsteinn. Miklu fremur mátti búast við því, að þar sem þeir eru betur menntaðir, þá muni þeim hægar að láta góða menntun í té. Hefur hann því eftir þessu alls ekki dæmt eftir kennarahæfileikum mannanna. Enda liggur það í augum uppi. að þar sem hann, eftir því sem hann sjálfur segir, þekkti ekki hæfileika þeirra, þá gæti hann ekki dæmt eftir þeim.
2. Hvað menntuninni viðvíkur, þá hefur hann viðurkennt það, að hinir umsækjendurnir hafi meiri menntun. Hann hefur þá í þessu tilfelli farið eftir því, hver hefur ''minnsta menntun''.
Þetta er nú byrjunin. Og þess vegna mátti svo sem búast við, að ekki tæki betra við, þegar að framhaldinu kom. Og sú varð raunin á, því að það er ekki annað en oflof um Þorstein, sem varla hefði verið takandi í útfararræðu, hvað þá heldur í rökræðu um kosti og galla manna. Presturinn verður að viðurkenna það, að hinir þrír, sem hafa aflað sér sérmenntunar og framhaldsnáms. muni frekar látið ungmennum þessa bæjar menntun í té, ''heldur en maður, sem hefur gengið i lýðháskóla og kennaraskóla, því að sú menntun er ekki meiri en það, að hver duglegur nemandi ætti  að hafa hana eftir tveggja ára nám í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja, ef á annað borð skólinn léti þá menntun í té, sem hann ætti að geta með því að hafa sæmilega góða kennara''
(Leturbreytingin er mín til þess að vekja athygli á þekkingu þeirri og dómgreind um fræðslumál, sem þessi orð bera vitni um. Þ. Þ. V.).
Og að síðustu: „Það er enginn efi á því, að presturinn getur kennt Þorsteini mikið, enda þótt hann veitti honum aðeins tilsögn í því, er hann hefur lært af því að vera í hinum almenna menntaskóla, enda þótt hann sleppti með öllu því. sem hann hefur lært í Háskóla íslands . .." Og að lokum: „Presti þýðir ekkert að fara þess á leit, að Víðir þegi yfir þessu gönuhlaupi hans og Jónasar, því að Víðir vill gera það, sem hann getur. til þess, að þeir, sem fara í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja hljóti sem bezta menntun þrátt fyrir það. þó að til séu menn, sem setja vilja fótinn fyrir það, - já, jafnvel menn. sem hugsa eiga um það eingöngu, að sálin verði sem þroskuðust í hverjum einstaklingi. Og þar með er ástæðulaus aðdróttun prestsins um það, að nokkuð hafi verið gert til þess, að nemendur hættu við að fara í skólann. Þeir einir eiga sök á slíku. sem af pólitískum ástæðum hafa sett óhæfari kennara í skólann en annars þyrfti að vera. Það er þeirra að biðja um fyrirgefningu synda sinna."




83

breytingar

Leiðsagnarval