„Annáll ÍBV íþróttafélags í 20 ár/2013 -“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 643: Lína 643:
ÍBV byrjaði leikinn vel og skapaði sér tvö dauðafæri í stöðunni 0:0. Eftir það tóku norðankonur öll völd á vellinum og komust yfir. Í seinni hálfleik var Þór/KA mun sterkari framan af og komst í 2:0 en Shaneka Gordon minkaði muninn skömmu síðar með glæsilegu marki. Eftir það sótti ÍBV af krafti og skapa ði tvö ágæt færi en Þór/KA jók forystuna eftir vel útfærða skyndisókn í 3:1 sem urðu lokatölur leiksins. Bryndís Lára í markinu og  Shaneka voru einu Eyjakonurnar sem sýndu sitt rétta andlit í leiknum. Valur vann sinn leik 4:0 og náði því öðru sætinu og silfrinu. Stelpurnar mega þó vera sáttar með tímabilið en ÍBV var spurningarmerki fyrir tímabilið þar sem lykilleikmenn voru meiddir.  
ÍBV byrjaði leikinn vel og skapaði sér tvö dauðafæri í stöðunni 0:0. Eftir það tóku norðankonur öll völd á vellinum og komust yfir. Í seinni hálfleik var Þór/KA mun sterkari framan af og komst í 2:0 en Shaneka Gordon minkaði muninn skömmu síðar með glæsilegu marki. Eftir það sótti ÍBV af krafti og skapa ði tvö ágæt færi en Þór/KA jók forystuna eftir vel útfærða skyndisókn í 3:1 sem urðu lokatölur leiksins. Bryndís Lára í markinu og  Shaneka voru einu Eyjakonurnar sem sýndu sitt rétta andlit í leiknum. Valur vann sinn leik 4:0 og náði því öðru sætinu og silfrinu. Stelpurnar mega þó vera sáttar með tímabilið en ÍBV var spurningarmerki fyrir tímabilið þar sem lykilleikmenn voru meiddir.  


'''Dáist að hvernig ungu leikmennirnir stigu upp'''
=== '''Dáist að hvernig ungu leikmennirnir stigu upp''' ===
 
Jón Ólafur Danélsson er viðtali við Eyjafréttir þegar leiktímabili meistaraflokks kvenna var lokið, þar sem hann fór yfir sumarið. Þar segir hann m.a.:
Jón Ólafur Danélsson er viðtali við Eyjafréttir þegar leiktímabili meistaraflokks kvenna var lokið, þar sem hann fór yfir sumarið. Þar segir hann m.a.:


„Já ég get ekki verið annað en sátt ur með það.  Okkur gekk ótrúlega vel, byrjuðum reyndar seinni um ferðina á að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjunum en eftir það komu fimm sigurleikir í röð og allt í einu vorum við komin í annað sætið.  En tapið á Akureyri í síðustu umferðinni varð til þess að við end uðum í þriðja sæti, sem er mjög góður árangur þegar allt er tekið saman. Það er gaman eftir mótið að líta yfir sumarið og ég dáist að því hvernig ungu leikmennirnir stigu upp og börðust eins og alvöru Eyjamenn gera.  Það var svo mikið af ungum og efnilegum leikmönnum sem fengu sína eldskírn í sumar, Sabrína Lind, Sigríður Lára, Guðrún Bára, Bjartey Helgadóttir, Bryndís Hrönn Kristinsdóttir, María Davis og Tanja Rut Jónsdóttir.  Þá fengu tvær stúlkur úr 3. flokki sín tækifæri, þær Sandra og Díana Dögg Magnúsdóttir og þær stóðu sig frábærlega.“
„Já ég get ekki verið annað en sátt ur með það.  Okkur gekk ótrúlega vel, byrjuðum reyndar seinni um ferðina á að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjunum en eftir það komu fimm sigurleikir í röð og allt í einu vorum við komin í annað sætið.  En tapið á Akureyri í síðustu umferðinni varð til þess að við end uðum í þriðja sæti, sem er mjög góður árangur þegar allt er tekið saman. Það er gaman eftir mótið að líta yfir sumarið og ég dáist að því hvernig ungu leikmennirnir stigu upp og börðust eins og alvöru Eyjamenn gera.  Það var svo mikið af ungum og efnilegum leikmönnum sem fengu sína eldskírn í sumar, Sabrína Lind, Sigríður Lára, Guðrún Bára, Bjartey Helgadóttir, Bryndís Hrönn Kristinsdóttir, María Davis og Tanja Rut Jónsdóttir.  Þá fengu tvær stúlkur úr 3. flokki sín tækifæri, þær Sandra og Díana Dögg Magnúsdóttir og þær stóðu sig frábærlega.“


'''Í lygnum sjó'''  
=== '''Í lygnum sjó''' ===
 
Karlalið ÍBV siglir lygnan sjó í efstu deild í fótboltanum, er um miðja deild  þegar þrjár um ferðir eru eftir, á ekki möguleika á Evrópusæti en er með tryggt sæti í deildinni. Það var þó engin lognmolla á illa förnum Hásteinsvelli  þegar strákarnir mættu Stjörnunni í stjörnuvitlausu veðri.
Karlalið ÍBV siglir lygnan sjó í efstu deild í fótboltanum, er um miðja deild  þegar þrjár um ferðir eru eftir, á ekki möguleika á Evrópusæti en er með tryggt sæti í deildinni. Það var þó engin lognmolla á illa förnum Hásteinsvelli  þegar strákarnir mættu Stjörnunni í stjörnuvitlausu veðri.


Lína 657: Lína 655:
ÍBV íþróttafélag hefur undanfarið verið að byggja áhorfendastúku við Hásteinsvöll, en það hefur verið krafa KSÍ til liða í efstu deild. Stúkan er þegar  uppsteypt og með sætum, en ennþá er eftir að setja þak á hana. Stefnt er að því verki verði lokið fyrir næsta sumar. 
ÍBV íþróttafélag hefur undanfarið verið að byggja áhorfendastúku við Hásteinsvöll, en það hefur verið krafa KSÍ til liða í efstu deild. Stúkan er þegar  uppsteypt og með sætum, en ennþá er eftir að setja þak á hana. Stefnt er að því verki verði lokið fyrir næsta sumar. 


'''Sjötta sætið'''
=== '''Sjötta sætið''' ===
 
Karlalið ÍBV endaði í sjötta sæti Pepsídeildarinnar eftir tap gegn Þór frá Akureyri.  Leikurinn fór fram í Eyjum og líklega hefur ekki verið jafn gott veður í allt sumar en í síðasta leiknum.  Segja má að leikur ÍBV í sumar hafi endurspeglast í þessum eina leik, fullt af tæki færum en lítið skorað.  Yngvi Borgþórsson lék kveðjuleik sinn fyrir félagið en hann var í byrjunarliðinu í fyrsta og eina leik sínum í sumar og var fyrirliði.
Karlalið ÍBV endaði í sjötta sæti Pepsídeildarinnar eftir tap gegn Þór frá Akureyri.  Leikurinn fór fram í Eyjum og líklega hefur ekki verið jafn gott veður í allt sumar en í síðasta leiknum.  Segja má að leikur ÍBV í sumar hafi endurspeglast í þessum eina leik, fullt af tæki færum en lítið skorað.  Yngvi Borgþórsson lék kveðjuleik sinn fyrir félagið en hann var í byrjunarliðinu í fyrsta og eina leik sínum í sumar og var fyrirliði.


ÍBV endaði tímabilið á þremur töpum, á útivelli gegn Keflavík á útivelli og á heimavelli gegn Val og Þór. Það má leiða líkum að því að úrslit leikjanna hefðu orðið önnur ef eitthvað hefði verið undir hjá ÍBV en liðið var búið að tryggja sér sæti í deildinni fyrir þó nokkru en gat ekki náð Evrópusæti.  Þar af leiðandi gerði Hermann Hreiðarsson nokkrar breytingar á liðinu á milli leikja, m.a. sex breytingar fyrir leikinn gegn Þór og er það vel, að fleiri fái að spila en vanalega í sumar. Sjálfur spilaði Hermann síðustu mínúturnar í leiknum en hann sagði í samtali við blaðamann Eyjafrétta eftir leikinn að hann væri ekkert á þeim buxunum að hætta.  „Ég hætti náttúrulega aldrei og myndi aldrei segja að ég væri hættur.  Maður veit aldrei og þetta er þá kveðjuleikur ef hlutirnir þróast þannig.  En ég er ekki hættur,“ sagði Hermann.
ÍBV endaði tímabilið á þremur töpum, á útivelli gegn Keflavík á útivelli og á heimavelli gegn Val og Þór. Það má leiða líkum að því að úrslit leikjanna hefðu orðið önnur ef eitthvað hefði verið undir hjá ÍBV en liðið var búið að tryggja sér sæti í deildinni fyrir þó nokkru en gat ekki náð Evrópusæti.  Þar af leiðandi gerði Hermann Hreiðarsson nokkrar breytingar á liðinu á milli leikja, m.a. sex breytingar fyrir leikinn gegn Þór og er það vel, að fleiri fái að spila en vanalega í sumar. Sjálfur spilaði Hermann síðustu mínúturnar í leiknum en hann sagði í samtali við blaðamann Eyjafrétta eftir leikinn að hann væri ekkert á þeim buxunum að hætta.  „Ég hætti náttúrulega aldrei og myndi aldrei segja að ég væri hættur.  Maður veit aldrei og þetta er þá kveðjuleikur ef hlutirnir þróast þannig.  En ég er ekki hættur,“ sagði Hermann.


'''Hemmi hættur'''
=== '''Hemmi hættur''' ===
 
Hermann Hreiðarsson er hættur sem þjálfari knattspyrnuliðs ÍBV. Hermann tók við liðinu síðastliðið vor en í tilkynningu sem birt er á heimasíðu ÍBV-íþróttafélags kemur fram að ástæður uppsagnar Hermanns séu persónulegar.   
Hermann Hreiðarsson er hættur sem þjálfari knattspyrnuliðs ÍBV. Hermann tók við liðinu síðastliðið vor en í tilkynningu sem birt er á heimasíðu ÍBV-íþróttafélags kemur fram að ástæður uppsagnar Hermanns séu persónulegar.   


'''Lokahóf yngri flokkanna'''
=== '''Lokahóf yngri flokkanna''' ===
 
Lokahóf yngri flokka ÍBV-íþrótta félags var haldið í Íþróttamiðstöðinni 28. September.  Þar eru veitt verðlaun fyrir afrek sumarsins en auk þess boðið upp á nokkur skemmtiatriði og pylsur og með því. Barna- og unglingaráð ÍBVíþróttafélags stendur fyrir hófinu og á hrós skilið fyrir að gera það jafn myndarlega og gert er.
Lokahóf yngri flokka ÍBV-íþrótta félags var haldið í Íþróttamiðstöðinni 28. September.  Þar eru veitt verðlaun fyrir afrek sumarsins en auk þess boðið upp á nokkur skemmtiatriði og pylsur og með því. Barna- og unglingaráð ÍBVíþróttafélags stendur fyrir hófinu og á hrós skilið fyrir að gera það jafn myndarlega og gert er.


Lína 769: Lína 764:
ÍBV-ari: Felix Örn Friðriksson         
ÍBV-ari: Felix Örn Friðriksson         


'''Sumarlok 3. flokks'''
=== '''Sumarlok 3. flokks''' ===
 
Nokkru síðar  var haldið lokahóf 3. flokks í fótbolta í Týsheimilinu.  Á hófinu voru veittar eftirtaldar viðurkenningar:  
Nokkru síðar  var haldið lokahóf 3. flokks í fótbolta í Týsheimilinu.  Á hófinu voru veittar eftirtaldar viðurkenningar:  


Lína 781: Lína 775:
ÍBV-ari: Júlíana Sveinsdóttir og Friðrik Magnússon
ÍBV-ari: Júlíana Sveinsdóttir og Friðrik Magnússon


'''Sumarflokk knattspyrnunnar'''
=== '''Sumarflokk knattspyrnunnar''' ===
 
Sumarlokahóf ÍBV fór fram 28. september en í þetta sinn var hófið haldið í Golfskálanum, þar sem lundaballið var haldið á sama tíma í Höllinni.  Fjölmargir mættu á hófið, sem að þessu sinni var ekki auglýst vegna takmarkaðs sæta fram boðs og ekki að sjá annað en að viðstaddir hafi notið kvöld stundarinnar.
Sumarlokahóf ÍBV fór fram 28. september en í þetta sinn var hófið haldið í Golfskálanum, þar sem lundaballið var haldið á sama tíma í Höllinni.  Fjölmargir mættu á hófið, sem að þessu sinni var ekki auglýst vegna takmarkaðs sæta fram boðs og ekki að sjá annað en að viðstaddir hafi notið kvöld stundarinnar.


Lína 791: Lína 784:
Meistaraflokkur Markahæst: Shaneka Gordon og Gunnar Már Guðmundsson. Efnilegust: Sigríður Lára Garðarsdóttir og Guðjón Orri Sigurjónsson. Best: Shaneka Gordon og Matt Garner.
Meistaraflokkur Markahæst: Shaneka Gordon og Gunnar Már Guðmundsson. Efnilegust: Sigríður Lára Garðarsdóttir og Guðjón Orri Sigurjónsson. Best: Shaneka Gordon og Matt Garner.


'''Stórsigur í fyrsta leik'''
=== '''Stórsigur í fyrsta leik''' ===
 
Eyjamenn byrjuðu með látum í úrvalsdeild karla í handbolta, eða Olísdeildinni eins og hún er kölluð í dag. Í fyrstu umferð, sem fram fór í síðustu viku, sóttu Eyjamenn sjálfa bikarmeistara ÍR heim í Breiðholtið. Eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik, 15:11, náðu Eyjamenn að snúa leiknum sér í hag svo um munaði. Lokatölur urðu 22:30 og sitja Eyjam enn því á toppi deildarinnar í byrjun Íslandsmóts.
Eyjamenn byrjuðu með látum í úrvalsdeild karla í handbolta, eða Olísdeildinni eins og hún er kölluð í dag. Í fyrstu umferð, sem fram fór í síðustu viku, sóttu Eyjamenn sjálfa bikarmeistara ÍR heim í Breiðholtið. Eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik, 15:11, náðu Eyjamenn að snúa leiknum sér í hag svo um munaði. Lokatölur urðu 22:30 og sitja Eyjam enn því á toppi deildarinnar í byrjun Íslandsmóts.


Fyrir tímabilið var mikið rætt um liðsstyrkinn sem ÍBV barst, sérstaklega um komu Róberts Arons Host erts og línum annsi ns Matjaz Mlakar. Sá síðarn efndi hafði hægt um sig í marka skorun, skoraði tvö mörk en Róbert Aron var næstmarkahæstur ásamt Grétari Þór Eyþórssyni með sex mörk.  Eyjapeyinn ungi, Theodór Sigurbjörnsson, sýndi að hann er einn af efnilegustu handbolta mönnum landsins um þessar mundir en Teddi skoraði sjö mörk í leiknum og var markahæstur hjá ÍBV.  Annar ungur og efnilegur leikmaður, markvörðurinn Haukur Jónsson, sýndi líka góð tilþrif eftir að hafa komið inn á í fyrri hálfleik. Haukur átti mjög góðan leik og þegar upp var staðið, hafði hann varið 17 skot í leiknum.  Það voru því ekki síst Eyja peyjarnir í liði ÍBV sem skópu þennan góða sigur.
Fyrir tímabilið var mikið rætt um liðsstyrkinn sem ÍBV barst, sérstaklega um komu Róberts Arons Host erts og línum annsi ns Matjaz Mlakar. Sá síðarn efndi hafði hægt um sig í marka skorun, skoraði tvö mörk en Róbert Aron var næstmarkahæstur ásamt Grétari Þór Eyþórssyni með sex mörk.  Eyjapeyinn ungi, Theodór Sigurbjörnsson, sýndi að hann er einn af efnilegustu handbolta mönnum landsins um þessar mundir en Teddi skoraði sjö mörk í leiknum og var markahæstur hjá ÍBV.  Annar ungur og efnilegur leikmaður, markvörðurinn Haukur Jónsson, sýndi líka góð tilþrif eftir að hafa komið inn á í fyrri hálfleik. Haukur átti mjög góðan leik og þegar upp var staðið, hafði hann varið 17 skot í leiknum.  Það voru því ekki síst Eyja peyjarnir í liði ÍBV sem skópu þennan góða sigur.


'''Haukar fóru illa með Eyjamenn'''
=== '''Haukar fóru illa með Eyjamenn''' ===
 
Ekki náðu Eyjamenn að fylgja eftir góðum útisigri á ÍR þegar liðið tók á móti Haukum í Eyjum á laugardag. Haukar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en leikmenn ÍBV náðu með mikilli baráttu að jafna fyrir leikhlé og var staðan 10:10 þegar liðin gengu til búningsherbergja.  En Eyjamenn vilja sjálfsagt gleyma síðari hálfleik sem fyrst enda unnu Haukar hann 8:20 og samtal 18:30.  Seinni hluta hálfleiksins stóð ekki steinn yfir steini hjá Eyjamönnum, leikur liðsins brotnaði algjörlega niður, vörn, sókn og markvarsla. „Við fórum í mjög erfiða kennslu- stund í seinni hálfleik og vorum rasskelltir af mjög góðu Hauka liði,“ sagði Arnar Pétursson, annar tveggja þjálfari ÍBV. „Þetta gerist bara, við leggjum þetta inn í reynslubankann og lærum vonandi af þessu.
Ekki náðu Eyjamenn að fylgja eftir góðum útisigri á ÍR þegar liðið tók á móti Haukum í Eyjum á laugardag. Haukar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en leikmenn ÍBV náðu með mikilli baráttu að jafna fyrir leikhlé og var staðan 10:10 þegar liðin gengu til búningsherbergja.  En Eyjamenn vilja sjálfsagt gleyma síðari hálfleik sem fyrst enda unnu Haukar hann 8:20 og samtal 18:30.  Seinni hluta hálfleiksins stóð ekki steinn yfir steini hjá Eyjamönnum, leikur liðsins brotnaði algjörlega niður, vörn, sókn og markvarsla. „Við fórum í mjög erfiða kennslu- stund í seinni hálfleik og vorum rasskelltir af mjög góðu Hauka liði,“ sagði Arnar Pétursson, annar tveggja þjálfari ÍBV. „Þetta gerist bara, við leggjum þetta inn í reynslubankann og lærum vonandi af þessu.


'''Valur of stór biti'''
=== '''Valur of stór biti''' ===
 
Kvennalið ÍBV tapa ði fyrir Val á útivelli í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna.  Lokatölur urðu 27:20 en staðan í hálfleik var 11:7 Val í vil.
Kvennalið ÍBV tapaði fyrir Val á útivelli í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna.  Lokatölur urðu 27:20 en staðan í hálfleik var 11:7 Val í vil.  


Byrjunin í Olísdeildinni gæti hins vegar reynst ÍBV erfið.  Liðið mætir nefnilega Val, Fram og Stjörnunni í þremur af fyrstu fjórum leikjunum en fjórði leikurinn er útileikur gegn Selfossi.  Það verður spennandi að sjá hvernig hinu unga liði ÍBV reiðir af í byrjun móts.  
Byrjunin í Olísdeildinni gæti hins vegar reynst ÍBV erfið.  Liðið mætir nefnilega Val, Fram og Stjörnunni í þremur af fyrstu fjórum leikjunum en fjórði leikurinn er útileikur gegn Selfossi.  Það verður spennandi að sjá hvernig hinu unga liði ÍBV reiðir af í byrjun móts.  
Lína 809: Lína 799:
Mörk ÍBV: Vera Lopez 8, Ester Óskarsdóttir 4, Telma Amado 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Drífa Þorvaldsdóttir 1.
Mörk ÍBV: Vera Lopez 8, Ester Óskarsdóttir 4, Telma Amado 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Drífa Þorvaldsdóttir 1.


'''Sigur á Íslandsmeisturunum'''
=== '''Sigur á Íslandsmeisturunum''' ===
 
Kvennalið ÍBV lagði Íslandsmeistara Fram að velli með nokkuð sannfærandi sigri í Eyjum.  Lokatölur urðu 25:20 en ÍBV var yfir allan tímann, ef undan eru skildar fyrstu mínúturnar.  Þessi sigur sýnir að Eyjaliðið hefur sjaldan komið jafn vel undirbúið til leiks og ekki síður að bilið milli liðsins og Fram er horfið. 
Kvennalið ÍBV lagði Íslandsmeistara Fram að velli með nokkuð sannfærandi sigri í Eyjum.  Lokatölur urðu 25:20 en ÍBV var yfir allan tímann, ef undan eru skildar fyrstu mínúturnar.  Þessi sigur sýnir að Eyjaliðið hefur sjaldan komið jafn vel undirbúið til leiks og ekki síður að bilið milli liðsins og Fram er horfið. 


'''Flott handboltamót'''
=== '''Flott handboltamót''' ===
 
Fyrstu helgina í október fór fram fjölmennt handboltamót í Vestmanna eyjum. Mótið var fyrir krakka í 5. flokki eldri,  bæði stráka og stelpur en þetta var fyrsta mót vetrarins í þessum aldursflokki. ÍBV tefldi fram fimm liðum,  þremur liðum í stelpuflokki og tveimur í strákaflokki.  Alls voru liðin 52 talsins, frá 16 félögum en þátttakendur í mótinu voru alls um 550 talsins og þá eru ekki taldir fjölmargir sjálfboða liðar sem störfuðu við mótið.
Fyrstu helgina í október fór fram fjölmennt handboltamót í Vestmanna eyjum. Mótið var fyrir krakka í 5. flokki eldri,  bæði stráka og stelpur en þetta var fyrsta mót vetrarins í þessum aldursflokki. ÍBV tefldi fram fimm liðum,  þremur liðum í stelpuflokki og tveimur í strákaflokki.  Alls voru liðin 52 talsins, frá 16 félögum en þátttakendur í mótinu voru alls um 550 talsins og þá eru ekki taldir fjölmargir sjálfboða liðar sem störfuðu við mótið.


Lína 821: Lína 809:
Mótið kláraðist á laugardagskvöldi og endaði með glæsilegri kvöldvöku þar sem m.a. pressu- og lands lið mótsins mættust. Sæþór Vídó hélt uppi stuðinu með brekkusöng. Krakkarnir dönsuðu svo fram eftir kvöldi á diskóteki, undir stjórn DJ Gauja Sidda, sem haldið var í lok kvöldvökunnar.
Mótið kláraðist á laugardagskvöldi og endaði með glæsilegri kvöldvöku þar sem m.a. pressu- og lands lið mótsins mættust. Sæþór Vídó hélt uppi stuðinu með brekkusöng. Krakkarnir dönsuðu svo fram eftir kvöldi á diskóteki, undir stjórn DJ Gauja Sidda, sem haldið var í lok kvöldvökunnar.


'''Sveiflukennt'''
=== '''Sveiflukennt''' ===
 
Það verður ekki annað sagt en að byrjun ÍBV í Íslandsmótinu sé sveiflukennt. Liðið byrjaði með stórsigri gegn ÍR á útivelli 22:30, töpuðu svo gegn Haukum á heimavelli 18:30 en unnu svo Akureyri um helgina nyrðra 22:35.  Alls var 25 marka sveifla á milli leiksins gegn Haukum og gegn Akureyri sem er kannski full mikið af því góða.
Það verður ekki annað sagt en að byrjun ÍBV í Íslandsmótinu sé sveiflukennt. Liðið byrjaði með stórsigri gegn ÍR á útivelli 22:30, töpuðu svo gegn Haukum á heimavelli 18:30 en unnu svo Akureyri um helgina nyrðra 22:35.  Alls var 25 marka sveifla á milli leiksins gegn Haukum og gegn Akureyri sem er kannski full mikið af því góða.


'''Áttu aldrei möguleika'''
=== '''Áttu aldrei möguleika''' ===
 
ÍBV tapaði með tólf marka mun, 23:35 gegn Stjörnunni í 4. umferð Olísdeildar kvenna  en liðin áttust við í Eyjum.  Flestir reiknuðu með jöfnum leik og áhorfe ndur fjölmenntu en urðu fyrir vonbrigðum með sitt lið.  Það var helst að ungu stelpurnar sem komu inn á undir lokin glöddu þá sem enn voru á leiknum með nokkrum glæsilegum mörkum.
ÍBV tapaði með tólf marka mun, 23:35 gegn Stjörnunni í 4. umferð Olísdeildar kvenna  en liðin áttust við í Eyjum.  Flestir reiknuðu með jöfnum leik og áhorfe ndur fjölmenntu en urðu fyrir vonbrigðum með sitt lið.  Það var helst að ungu stelpurnar sem komu inn á undir lokin glöddu þá sem enn voru á leiknum með nokkrum glæsilegum mörkum.


'''Nýr þjálfari í knattspyrnunni'''
=== '''Nýr þjálfari í knattspyrnunni''' ===
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson verður næsti þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu. Sigurður
Sigurður Ragnar Eyjólfsson verður næsti þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu. Sigurður


Ragnar skrifaði undir þriggja ára samning seinnipart október en hann tekur við af Eyjamanninum Hermanni Hreiðarssyni.  Allt bendir til þess að þjálfarateymi liðsins hverfi allt á braut en í því voru, auk Hermanns, David James og Gregg Ryder.  Ólíklegt þykir að James snúi aftur og Ryder hefur verið ráðinn aðalþjálfari 1. deildarliðs Þróttar.
Ragnar skrifaði undir þriggja ára samning seinnipart október en hann tekur við af Eyjamanninum Hermanni Hreiðarssyni.  Allt bendir til þess að þjálfarateymi liðsins hverfi allt á braut en í því voru, auk Hermanns, David James og Gregg Ryder.  Ólíklegt þykir að James snúi aftur og Ryder hefur verið ráðinn aðalþjálfari 1. deildarliðs Þróttar.


'''Þjóðhátíðarslútt'''
=== '''Þjóðhátíðarslútt''' ===
 
Sjálfboðaliðar Þjóðhátíðar komu saman í Týsheimilinu í lok október og gerðu sér glaðan dag en ÍBV-íþróttafélag bauð þeim þá til matarveislu.  ''„Ekki er hægt að halda Þjóðhátíð án sjálfboðaliðanna okkar og langaði aðalstjórn ÍBV íþróttafélags að þakka þeim fyrir vel unnin störf fyrir félagið. Þjóðhátíð er stór tekjuöflun í rekstri félagsins sem nýtist öllum deildum. Ekki má samt gleyma því að það eru mun fleiri sjálfboðaliðar sem vinna fyrir félagið og eru þeir félaginu einnig mjög mikilvægir“,'' sagði Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins.
Sjálfboðaliðar Þjóðhátíðar komu saman í Týsheimilinu í lok október og gerðu sér glaðan dag en ÍBV-íþróttafélag bauð þeim þá til matarveislu.  ''„Ekki er hægt að halda Þjóðhátíð án sjálfboðaliðanna okkar og langaði aðalstjórn ÍBV íþróttafélags að þakka þeim fyrir vel unnin störf fyrir félagið. Þjóðhátíð er stór tekjuöflun í rekstri félagsins sem nýtist öllum deildum. Ekki má samt gleyma því að það eru mun fleiri sjálfboðaliðar sem vinna fyrir félagið og eru þeir félaginu einnig mjög mikilvægir“,'' sagði Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins.


'''Sannfærandi sigur'''
=== '''Sannfærandi sigur''' ===
 
Kvennalið ÍBV var ekki í teljandi vandræðum með HK þegar liðin áttust við í Eyjum á 19. október. Lokatölur urðu 30:22 en staðan í hálfleik var 15:11.  Nú tekur við landsleikjahlé í Olísdeild kvenna en næsti leikur ÍBV er ekki fyrr en laugardaginn 2. nóvember.
Kvennalið ÍBV var ekki í teljandi vandræðum með HK þegar liðin áttust við í Eyjum á 19. október. Lokatölur urðu 30:22 en staðan í hálfleik var 15:11.  Nú tekur við landsleikjahlé í Olísdeild kvenna en næsti leikur ÍBV er ekki fyrr en laugardaginn 2. nóvember.


Mörk ÍBV: Vera Lopes 10, Telma Amado 5, Ester Óskarsdóttir 4, Drífa Þorvaldsdóttir 4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 1, Kristrún Hlynsdóttir 1, Sandra Gísladóttir 1, Arna Þyrí Ólafs dóttir 1. Varin skot: Dröfn Haraldsdóttir 16, Erla Rós Sigmarsdóttir 7/3.
Mörk ÍBV: Vera Lopes 10, Telma Amado 5, Ester Óskarsdóttir 4, Drífa Þorvaldsdóttir 4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 1, Kristrún Hlynsdóttir 1, Sandra Gísladóttir 1, Arna Þyrí Ólafs dóttir 1. Varin skot: Dröfn Haraldsdóttir 16, Erla Rós Sigmarsdóttir 7/3.


'''Vill frekar spila í gamla salnum'''
=== '''Vill frekar spila í gamla salnum''' ===
 
Karlalið ÍBV valtaði yfir HK 19. október í Kópavogi.  Þrátt fyrir að hafa unnið leikinn með níu mörkin, 28:37, þá gefa lokatölur engan veginn rétta mynd af gangi mála því Eyjamenn voru nokkrum klössum fyrir ofan HK enda var staðan í hálfleik 12:24.  Það eitt að skora 24 mörk á 30 mínútum sýnir vel þá miklu yfirburði sem Eyjamenn höfðu í leiknum.
Karlalið ÍBV valtaði yfir HK 19. október í Kópavogi.  Þrátt fyrir að hafa unnið leikinn með níu mörkin, 28:37, þá gefa lokatölur engan veginn rétta mynd af gangi mála því Eyjamenn voru nokkrum klössum fyrir ofan HK enda var staðan í hálfleik 12:24.  Það eitt að skora 24 mörk á 30 mínútum sýnir vel þá miklu yfirburði sem Eyjamenn höfðu í leiknum.


Lína 853: Lína 835:
Að þessu sinni fór leikurinn fram í nýja sal Íþróttamiðstöðvarinnar. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV sagði í viðtali við Eyjafréttir ekki fara leynt með það að vilja helst  spila í gamla salnum.  „''Þar er meiri nánd við áhorfendur, meiri stemmning og svo fer parketið mun betur með skrokkinn en dúkurinn.  En að sama skapi er aðstaðan fyrir áhorfendur ekki boðleg þar og við vitum af fólki sem treystir sér ekki á leiki í gamla salnum.  Við erum að svara kalli áhorf enda og ætlum því að prófa þetta, að færa okkur yfir í nýja salinn.  Markmiðið númer eitt er hins vegar að vinna fyrsta heimaleikinn, sama í hvorum salnum við verðum.“''
Að þessu sinni fór leikurinn fram í nýja sal Íþróttamiðstöðvarinnar. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV sagði í viðtali við Eyjafréttir ekki fara leynt með það að vilja helst  spila í gamla salnum.  „''Þar er meiri nánd við áhorfendur, meiri stemmning og svo fer parketið mun betur með skrokkinn en dúkurinn.  En að sama skapi er aðstaðan fyrir áhorfendur ekki boðleg þar og við vitum af fólki sem treystir sér ekki á leiki í gamla salnum.  Við erum að svara kalli áhorf enda og ætlum því að prófa þetta, að færa okkur yfir í nýja salinn.  Markmiðið númer eitt er hins vegar að vinna fyrsta heimaleikinn, sama í hvorum salnum við verðum.“''


'''Margir leikir gegn HK'''
=== '''Margir leikir gegn HK''' ===
 
ÍBV og HK áttust við í átta leikjum síðustu laugardag í október,  í handboltanum en líklega hafa tvö félög aldrei mæst í jafn mörgum leikjum á einum degi.  Eins og fram kemur hér að ofan höfðu meistaraflokkar ÍBV betur í leikjum sínum gegn HK.  Í yngri flokkunum vann ÍBV sex leiki, einn endaði með jafntefli og einn tapaðist. ÍBV hafði því talsverða yfirburði þennan laugardag. 2. flokkur karla lagði HK að velli með stórsigri 24:41 í Kópavogi.  
ÍBV og HK áttust við í átta leikjum síðustu laugardag í október,  í handboltanum en líklega hafa tvö félög aldrei mæst í jafn mörgum leikjum á einum degi.  Eins og fram kemur hér að ofan höfðu meistaraflokkar ÍBV betur í leikjum sínum gegn HK.  Í yngri flokkunum vann ÍBV sex leiki, einn endaði með jafntefli og einn tapaðist. ÍBV hafði því talsverða yfirburði þennan laugardag. 2. flokkur karla lagði HK að velli með stórsigri 24:41 í Kópavogi.  


Lína 869: Lína 850:
Yngra lið 4. flokks kvenna hafði betur gegn HK 1 í Eyjum á laugar daginn 23:21 en daginn eftir lagði liðið svo Hauka að velli 28:23.
Yngra lið 4. flokks kvenna hafði betur gegn HK 1 í Eyjum á laugar daginn 23:21 en daginn eftir lagði liðið svo Hauka að velli 28:23.


'''Umgjörðin var fyrsta flokks'''
=== '''Umgjörðin var fyrsta flokks''' ===
 
Ívar Ingimarsson, sem lék með meistaraliði ÍBV 1998 og 1999 var í viðtali við Eyjafréttir á haustdögum. Hann minnst þessa tíma í viðtalinu:  ''„Umgjörðin hjá ÍBV var fyrsta flokks og í kringum liðið var öflugur og vel sjóaður hópur. Sjálft liðið var samstillt, góð blanda af yngri leikmönnum og eldri og reyndari. Allir með sama markmiðið, að ná betri árangri.  Þetta var flottur tími og svona árangur næst ekki nema allir séu á sömu línunni. Það var þannig í Vestmannaeyjum þetta sumar. Auðvitað var engin lognmolla í hópnum en menn leystu það bara eins og fullorðnir menn. Og það virkaði,“'' segir Ívar sem þarna var kominn verulega á flug á ferðalagi okkar 15 ár aftur í tímann. „''Við unnum deild, bikar og urðum Meistarar meistaranna og hámarkið var að vinna Íslandsmeistaratitilinn á KR-vellinum. Það hafa heldur ekki fleiri mætt á úrslitaleik hjá liðum utan af landi en þegar Eyja- menn flykktust á völlinn í Reykjavík þetta sumar. Umgjörðin í kringum bikarleikinn gegn Leiftri Ólafsvík var stórkostleg og að koma til Eyja með bikarinn var einstakt. Það var tekið á móti okkur með flugeldasýningu og veisluhöldum.“''
Ívar Ingimarsson, sem lék með meistaraliði ÍBV 1998 og 1999 var í viðtali við Eyjafréttir á haustdögum. Hann minnst þessa tíma í viðtalinu:  ''„Umgjörðin hjá ÍBV var fyrsta flokks og í kringum liðið var öflugur og vel sjóaður hópur. Sjálft liðið var samstillt, góð blanda af yngri leikmönnum og eldri og reyndari. Allir með sama markmiðið, að ná betri árangri.  Þetta var flottur tími og svona árangur næst ekki nema allir séu á sömu línunni. Það var þannig í Vestmannaeyjum þetta sumar. Auðvitað var engin lognmolla í hópnum en menn leystu það bara eins og fullorðnir menn. Og það virkaði,“'' segir Ívar sem þarna var kominn verulega á flug á ferðalagi okkar 15 ár aftur í tímann. „''Við unnum deild, bikar og urðum Meistarar meistaranna og hámarkið var að vinna Íslandsmeistaratitilinn á KR-vellinum. Það hafa heldur ekki fleiri mætt á úrslitaleik hjá liðum utan af landi en þegar Eyja- menn flykktust á völlinn í Reykjavík þetta sumar. Umgjörðin í kringum bikarleikinn gegn Leiftri Ólafsvík var stórkostleg og að koma til Eyja með bikarinn var einstakt. Það var tekið á móti okkur með flugeldasýningu og veisluhöldum.“'' 
 
'''Leikir sem aldrei gleymast'''


=== '''Leikir sem aldrei gleymast''' ===
Ingi Sigurðsson er einnig í viðtali við Eyjafréttir í þessu sama blaði. Hann rifjar líka upp minningar frá gullaldarárunum.  
Ingi Sigurðsson er einnig í viðtali við Eyjafréttir í þessu sama blaði. Hann rifjar líka upp minningar frá gullaldarárunum.  


Ingi segir að toppurinn á sumrinu 1998 hafi verið leikurinn á KR- vellinum í lokaumferðinni. ''„Að fá hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan 5400 áhorfendur, gleymist aldrei, hvað þá að hampa Íslandsmeistaratitlinum þar og sigla með hann heim til Eyja. Það hefur alltaf verið góðlátlegur rígur á milli þessara félaga og það var því ekki leiðinlegt að fara heim með bikarinn.“''  Úrslitaleikurinn á Laugardalsvelli í bikarnum þetta sumar er ekki síður minnisverður þar sem flestir leikmenn náðu þeim áfanga að hampa bikarnum í fyrsta sinn. ''„Ég held að ekkert lið hafi átt þvílíka stuðningsmenn eins og ÍBV, þegar heilli götu var lokað og flugskýli tekið á leigu til að hita upp fyrir bikarleikina 1997 þegar við töpuðum fyrir Keflavík, og 1998 þegar við stóðum uppi sem Bikarmeistarar eftir sigur á Leiftri. Í bikarleiknum 1998 stendur upp úr að það voru bræðurnir Steingrímur og Hjalti Jóhannessynir sem sko uðu mörkin. Þarna náði Hjalti líka að skora sitt fyrsta mark í mikil- vægum leik og það með hægri, örvfætti maðurinn.“''
Ingi segir að toppurinn á sumrinu 1998 hafi verið leikurinn á KR- vellinum í lokaumferðinni. ''„Að fá hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan 5400 áhorfendur, gleymist aldrei, hvað þá að hampa Íslandsmeistaratitlinum þar og sigla með hann heim til Eyja. Það hefur alltaf verið góðlátlegur rígur á milli þessara félaga og það var því ekki leiðinlegt að fara heim með bikarinn.“''  Úrslitaleikurinn á Laugardalsvelli í bikarnum þetta sumar er ekki síður minnisverður þar sem flestir leikmenn náðu þeim áfanga að hampa bikarnum í fyrsta sinn. ''„Ég held að ekkert lið hafi átt þvílíka stuðningsmenn eins og ÍBV, þegar heilli götu var lokað og flugskýli tekið á leigu til að hita upp fyrir bikarleikina 1997 þegar við töpuðum fyrir Keflavík, og 1998 þegar við stóðum uppi sem Bikarmeistarar eftir sigur á Leiftri. Í bikarleiknum 1998 stendur upp úr að það voru bræðurnir Steingrímur og Hjalti Jóhannessynir sem sko uðu mörkin. Þarna náði Hjalti líka að skora sitt fyrsta mark í mikil- vægum leik og það með hægri, örvfætti maðurinn.“''


'''Nýr þjálfari yngri flokkanna'''
=== '''Nýr þjálfari yngri flokkanna''' ===
 
Austfirðingurinn Eysteinn Húni Hauksson var á dögunum ráðinn til starfa hjá ÍBVíþróttafélagi.  Eysteinn er fæddur og uppalinn á Egilsstöðum en gerði garðinn frægan með Keflavík og síðar Grindavík sem leikmaður.  Eysteinn hefur alltaf verið viðloðandi þjálfun en var síðast í brúnni hjá uppeldisfélagi sínu, Hetti, en hætti þar í sumar.  Eysteinn er með svokalla UEFA A gráðu í þjálfaramenntun en hann lagði sjálfur skóna á hilluna sem leikmaður 2009.
Austfirðingurinn Eysteinn Húni Hauksson var á dögunum ráðinn til starfa hjá ÍBVíþróttafélagi.  Eysteinn er fæddur og uppalinn á Egilsstöðum en gerði garðinn frægan með Keflavík og síðar Grindavík sem leikmaður.  Eysteinn hefur alltaf verið viðloðandi þjálfun en var síðast í brúnni hjá uppeldisfélagi sínu, Hetti, en hætti þar í sumar.  Eysteinn er með svokalla UEFA A gráðu í þjálfaramenntun en hann lagði sjálfur skóna á hilluna sem leikmaður 2009.


'''Fyrsti sigurinn á nýjum heimavelli'''
=== '''Fyrsti sigurinn á nýjum heimavelli''' ===
 
Eyjamenn unnu sinn fyrsta heimasigur 26. október þegar Íslandsmeistarar Fram komu í heimsókn.  Fram að því hafði ÍBV tapað fyrstu tveimur heimaleikjunum en unnið alla þrjá útileikina. Eyjamenn færðu sig yfir í stóra sal Íþróttamiðstöðvarinnar og verða þar væntanlega áfram því ÍBV lagði Fram að velli 30:25 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 15:13.
Eyjamenn unnu sinn fyrsta heimasigur 26. október þegar Íslandsmeistarar Fram komu í heimsókn.  Fram að því hafði ÍBV tapað fyrstu tveimur heimaleikjunum en unnið alla þrjá útileikina. Eyjamenn færðu sig yfir í stóra sal Íþróttamiðstöðvarinnar og verða þar væntanlega áfram því ÍBV lagði Fram að velli 30:25 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 15:13.


Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur því Framarar voru betri framan af í fyrri hálfleik og ekki bætti úr skák að varnarmaðurinn sterki, Sindri Haraldsson, fékk að líta rauða spjaldið strax á 12. mínútu fyrir frekar litlar sakir. Það verður að segjast eins og er að dómarapar leiksins hefur átt betri daga og hallaði verulega á ÍBV í upphafi leiks. Mótlætið kveikti hins vegar neista, bæði hjá leikmönnum og áhorfendum sem varð að myndarlegu báli um miðbik leiksins. Þannig lokuðu Eyjamenn leiðinni að markinu undir lok hálfleiksins og breyttu stöðunni úr 9:12 í 15:13.  Eyjamenn héldu svo áfram á sömu braut í seinni hálfleik, náðu þægilegu forskoti sem mest varð níu mörk.  Leikmenn ÍBV slökuðu svo á klónni undir lokin þannig að Framarar gátu lagað stöðuna aðeins.  Það kom í raun á óvart hversu góð stemmning var í stóra salnum.  Yfirleitt hefur verið talað um meiri stemmningu í litla salnum, sem er mun minni og um leið er aðstaða áhorfenda mun verri.  En vel fór um alla og stemmningin var síst minni en hinum megin við þilið.  Síðast lék ÍBV heimaleiki sína þarna þegar liðið var í úrvalsdeild, veturinn 2005 til 2006 en þá var einu deild Íslandsmótsins skipt í tvær og ÍBV fór niður í 1. deild.  Í kjölfarið var ákveðið að spila í gamla salnum og hefur það verið gert síðan.  En það sannaðist að stóri salurinn er síst lakari heimavöllur. 
Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur því Framarar voru betri framan af í fyrri hálfleik og ekki bætti úr skák að varnarmaðurinn sterki, Sindri Haraldsson, fékk að líta rauða spjaldið strax á 12. mínútu fyrir frekar litlar sakir. Það verður að segjast eins og er að dómarapar leiksins hefur átt betri daga og hallaði verulega á ÍBV í upphafi leiks. Mótlætið kveikti hins vegar neista, bæði hjá leikmönnum og áhorfendum sem varð að myndarlegu báli um miðbik leiksins. Þannig lokuðu Eyjamenn leiðinni að markinu undir lok hálfleiksins og breyttu stöðunni úr 9:12 í 15:13.  Eyjamenn héldu svo áfram á sömu braut í seinni hálfleik, náðu þægilegu forskoti sem mest varð níu mörk.  Leikmenn ÍBV slökuðu svo á klónni undir lokin þannig að Framarar gátu lagað stöðuna aðeins.  Það kom í raun á óvart hversu góð stemmning var í stóra salnum.  Yfirleitt hefur verið talað um meiri stemmningu í litla salnum, sem er mun minni og um leið er aðstaða áhorfenda mun verri.  En vel fór um alla og stemmningin var síst minni en hinum megin við þilið.  Síðast lék ÍBV heimaleiki sína þarna þegar liðið var í úrvalsdeild, veturinn 2005 til 2006 en þá var einu deild Íslandsmótsins skipt í tvær og ÍBV fór niður í 1. deild.  Í kjölfarið var ákveðið að spila í gamla salnum og hefur það verið gert síðan.  En það sannaðist að stóri salurinn er síst lakari heimavöllur. 


'''Drífa lykilmaður'''
=== '''Drífa lykilmaður''' ===
 
Kvennalið ÍBV tapaði fyrir Gróttu á Seltjarnarnesi  laugardaginn 2. nóvember en lokatölur leiksins urðu 26:24.  Staðan í hálfleik var hins vegar 11:13 ÍBV í vil, ÍBV var yfir lengst af í leiknum en á lokametrunum náðu heimakonur að snúa leiknum sér í vil og innbyrða mikilvæg þrjú stig.
Kvennalið ÍBV tapaði fyrir Gróttu á Seltjarnarnesi  laugardaginn 2. nóvember en lokatölur leiksins urðu 26:24.  Staðan í hálfleik var hins vegar 11:13 ÍBV í vil, ÍBV var yfir lengst af í leiknum en á lokametrunum náðu heimakonur að snúa leiknum sér í vil og innbyrða mikilvæg þrjú stig.


Drífa er orðin lykilmaður í liði ÍBV og hún er ánægð með að fá stærra hlutverk. „Ég hef fengið að spila talsvert undanfarið en fæ stærra hlutverk í ár og ég er bara ánægð með það.  Ég er sátt með spilamennskuna í vetur, þetta er búið að vera gaman og flottir leikir hjá okkur,“ sagði Drífa sem hvatti stuðningsmenn liðsins til að halda áfram þeim flotta stuðningi sem verið hefur á leikjum liðsins í vetur. Mörk ÍBV: Vera Lopes 6, Drífa Þorvaldsdóttir 6, Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Ester Óskarsdóttir 5, Telma Amado 1. 
Drífa er orðin lykilmaður í liði ÍBV og hún er ánægð með að fá stærra hlutverk. „Ég hef fengið að spila talsvert undanfarið en fæ stærra hlutverk í ár og ég er bara ánægð með það.  Ég er sátt með spilamennskuna í vetur, þetta er búið að vera gaman og flottir leikir hjá okkur,“ sagði Drífa sem hvatti stuðningsmenn liðsins til að halda áfram þeim flotta stuðningi sem verið hefur á leikjum liðsins í vetur. Mörk ÍBV: Vera Lopes 6, Drífa Þorvaldsdóttir 6, Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Ester Óskarsdóttir 5, Telma Amado 1. 


'''Fóru létt með Fylki'''
=== '''Fóru létt með Fylki''' ===
 
Kvennalið ÍBV átti ekki í miklum vandræðum með Fylki þegar liðin áttust við í Eyjum um miðjan nóvember.  Fylkir náði þó aðeins að stríða heimaliðinu í byrjun leiks en Fylkir var tveimur mörkum yfir í upphafi leiks, 0:2, 1:3 og 2:4 en ÍBV jafnaði 4:4 og eftir það var jafnræði með liðunum.  En undir lok hálfleiksins tóku Eyjastelpur við sér, náðu tveggja marka forystu og staðan í leikhléi var 16:14.
Kvennalið ÍBV átti ekki í miklum vandræðum með Fylki þegar liðin áttust við í Eyjum um miðjan nóvember.  Fylkir náði þó aðeins að stríða heimaliðinu í byrjun leiks en Fylkir var tveimur mörkum yfir í upphafi leiks, 0:2, 1:3 og 2:4 en ÍBV jafnaði 4:4 og eftir það var jafnræði með liðunum.  En undir lok hálfleiksins tóku Eyjastelpur við sér, náðu tveggja marka forystu og staðan í leikhléi var 16:14.


Mörk ÍBV: Vera Lopes 13, Guðbjörg Guðmannsdóttir 9, Thelma Amado 5, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Ester Óskarsdóttir 3, Drífa Þorvaldsdóttir 1. Varin skot: Erla Rós Sigmarsdóttir 6, Dröfn Haraldsdóttir 6.
Mörk ÍBV: Vera Lopes 13, Guðbjörg Guðmannsdóttir 9, Thelma Amado 5, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Ester Óskarsdóttir 3, Drífa Þorvaldsdóttir 1. Varin skot: Erla Rós Sigmarsdóttir 6, Dröfn Haraldsdóttir 6.


'''Strákanir töpuðu fyrir Val'''
=== '''Strákanir töpuðu fyrir Val''' ===
 
Eyjamenn töpuðu fyrir Val  þegar liðin áttust við í Reykjavík í Olísdeild karla.  Lokatölur urðu 32:26 en Eyjamenn byrjuðu betur og komust fjórum mörkum yfir strax í byrjun, 1:5 en Valsmenn voru hins vegar yfir í hálfleik 16:13. Valsmenn héldu Eyjamönnum svo í hæfilegri fjarlægð í síðari hálfleik og undir lokin juku þeir muninn enn frekar.
Eyjamenn töpuðu fyrir Val  þegar liðin áttust við í Reykjavík í Olísdeild karla.  Lokatölur urðu 32:26 en Eyjamenn byrjuðu betur og komust fjórum mörkum yfir strax í byrjun, 1:5 en Valsmenn voru hins vegar yfir í hálfleik 16:13. Valsmenn héldu Eyjamönnum svo í hæfilegri fjarlægð í síðari hálfleik og undir lokin juku þeir muninn enn frekar.


Mörk ÍBV: Agnar Smári Jónsson 6, Andri Heimir Friðriksson 5, Theodór Sigurbjörnsson 4, Róbert Aron Hostert 3, Magnús Stefánsson 2, Guðni Ingvarsson 2, Dagur Arnarsson 1, Filip Scepanovic 1, Matjaz Mlakar 1, Sindri Haraldsson 1. Varin skot: Kolbeinn Arnarson 7, Haukur Jónsson 1.
Mörk ÍBV: Agnar Smári Jónsson 6, Andri Heimir Friðriksson 5, Theodór Sigurbjörnsson 4, Róbert Aron Hostert 3, Magnús Stefánsson 2, Guðni Ingvarsson 2, Dagur Arnarsson 1, Filip Scepanovic 1, Matjaz Mlakar 1, Sindri Haraldsson 1. Varin skot: Kolbeinn Arnarson 7, Haukur Jónsson 1.


'''B-liðið lenti á vegg'''
=== '''B-liðið lenti á vegg''' ===
 
Ekkert bikarævintýri verður hjá B-liði ÍBV í ár eins og stundum áður. Liðið mætti B-liði Vals í 32liða úrslitum keppninnar í Eyjum.  Undirbúningur Eyjamanna var greinilega ekki góður fyrir leikinn og æfingin í ár hefur ekki verið jafn góð og undanfarin ár.  Lokatölur urðu 25:30 en staðan í hálfleik var 9:17.
Ekkert bikarævintýri verður hjá B-liði ÍBV í ár eins og stundum áður. Liðið mætti B-liði Vals í 32liða úrslitum keppninnar í Eyjum.  Undirbúningur Eyjamanna var greinilega ekki góður fyrir leikinn og æfingin í ár hefur ekki verið jafn góð og undanfarin ár.  Lokatölur urðu 25:30 en staðan í hálfleik var 9:17.


Lína 915: Lína 888:
Mörk ÍBV: Hreiðar Óskarsson 6, Sindri Ólafsson 4, Karl Haraldsson 4, Sigurður Bragason 3, Davíð Þór Óskarsson 3, Óttar Steingrímsson 2, Daði Magnússon 2, Daði Ólafsson. Varin skot: Hjörvar Gunnarsson 20.
Mörk ÍBV: Hreiðar Óskarsson 6, Sindri Ólafsson 4, Karl Haraldsson 4, Sigurður Bragason 3, Davíð Þór Óskarsson 3, Óttar Steingrímsson 2, Daði Magnússon 2, Daði Ólafsson. Varin skot: Hjörvar Gunnarsson 20.


'''Tonny verðmætastur'''
=== '''Tonny verðmætastur''' ===
 
Tonny Mawejje er verðmætasti leikmaður Pepsídeildar karla í fótbolta, samkvæmt afreksstuðli Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Sambandið gefur út afreksstuðla fyrir alla leikmenn en Tonny er eini leikmaðurinn sem er með hæsta stuðul eða 10. Þegar leikmenn eru metnir, er farið eftir reglugerðum sambandsins um félagsskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga þeirra.  Stuðullinn 10 þýðir að Tonny er metinn á eina milljón króna en ætli það megi ekki margfalda þá upphæð ef af sölu yrði.
Tonny Mawejje er verðmætasti leikmaður Pepsídeildar karla í fótbolta, samkvæmt afreksstuðli Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Sambandið gefur út afreksstuðla fyrir alla leikmenn en Tonny er eini leikmaðurinn sem er með hæsta stuðul eða 10. Þegar leikmenn eru metnir, er farið eftir reglugerðum sambandsins um félagsskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga þeirra.  Stuðullinn 10 þýðir að Tonny er metinn á eina milljón króna en ætli það megi ekki margfalda þá upphæð ef af sölu yrði.


'''Heimir'''
=== '''Heimir''' ===
 
Heimir Hallgrímsson er án efa sá þjálfari sem hefur náð lengst af þeim íþróttaþjálfurum sem Eyjarnar hafa alið af sér.  Heimir náði frábærum árangri með karlalið ÍBV og var í kjölfarið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari.  Undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis náði íslenska karlalandsliðið sögulegum árangri, þótt sætið á HM hafi runnið úr greipum á lokasprettinum.  Í vikunni var Heimir svo ráðinn landsliðsþjálfari og munu hann og Lars vinna hlið við hlið til ársins 2016, þegar Heimir tekur einn við liðinu.
Heimir Hallgrímsson er án efa sá þjálfari sem hefur náð lengst af þeim íþróttaþjálfurum sem Eyjarnar hafa alið af sér.  Heimir náði frábærum árangri með karlalið ÍBV og var í kjölfarið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari.  Undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis náði íslenska karlalandsliðið sögulegum árangri, þótt sætið á HM hafi runnið úr greipum á lokasprettinum.  Í vikunni var Heimir svo ráðinn landsliðsþjálfari og munu hann og Lars vinna hlið við hlið til ársins 2016, þegar Heimir tekur einn við liðinu.


'''Tveir sigrar á KA/Þór'''
=== '''Tveir sigrar á KA/Þór''' ===
 
Kvennalið ÍBV í handbolta tryggði sér sæti í Deildarbikarnum í desember með sigri á KA/ Þór.  Liðin léku reyndar tvívegis um helgina, fyrst í bikarkeppninni  og síðan í deildinni daginn eftir.  ÍBV vann báða leikina, fyrst 21:29 í bikarnum og svo 30:23.
Kvennalið ÍBV í handbolta tryggði sér sæti í Deildarbikarnum í desember með sigri á KA/ Þór.  Liðin léku reyndar tvívegis um helgina, fyrst í bikarkeppninni  og síðan í deildinni daginn eftir.  ÍBV vann báða leikina, fyrst 21:29 í bikarnum og svo 30:23.


'''Vængbrotið lið tapaði'''
=== '''Vængbrotið lið tapaði''' ===
 
ÍBV tapaði fyrir Haukum í Olísdeild karla en liðin áttust við í Hafnarfirði. Leikurinn var lengst af jafn og spennandi en Haukar leiddu í hálfleik með einu marki, 16:15.  Lokatölur urðu hins vegar 30:24 en lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins.
ÍBV tapaði fyrir Haukum í Olísdeild karla en liðin áttust við í Hafnarfirði. Leikurinn var lengst af jafn og spennandi en Haukar leiddu í hálfleik með einu marki, 16:15.  Lokatölur urðu hins vegar 30:24 en lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins.


Eyjamenn léku án tveggja lykilmanna, þeirra Róberts Arons Hostert og Theodórs Sigurbjörnssonar en þeir voru markahæstu leikmenn liðsins áður en þeir meiddust og munar því um minna.  Auk þess er Magnús Stefánsson meiddur í öxl en hann harkaði af sér, spilaði gegn Haukum og skoraði eitt mark.
Eyjamenn léku án tveggja lykilmanna, þeirra Róberts Arons Hostert og Theodórs Sigurbjörnssonar en þeir voru markahæstu leikmenn liðsins áður en þeir meiddust og munar því um minna.  Auk þess er Magnús Stefánsson meiddur í öxl en hann harkaði af sér, spilaði gegn Haukum og skoraði eitt mark.


'''90 nemendur í Íþróttaakademíunni'''
=== '''90 nemendur í Íþróttaakademíunni''' ===
 
Íþróttaakademía Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum er nú starfrækt þriðja árið og íþróttaakademía Grunnskóla Vestmannaeyja annað árið.  Góður rómur hefur verið gerður að starfinu en auk þess að fá góða kennslu í viðkomandi íþróttagrein, þá er gerð krafa á nemendur beggja akademía um hollt líferni, góða framkomu og námsárangur.    Í dag eru samtals 90 nemendur í íþróttaakademíu, 39 í FÍV og 51 í GRV.
Íþróttaakademía Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum er nú starfrækt þriðja árið og íþróttaakademía Grunnskóla Vestmannaeyja annað árið.  Góður rómur hefur verið gerður að starfinu en auk þess að fá góða kennslu í viðkomandi íþróttagrein, þá er gerð krafa á nemendur beggja akademía um hollt líferni, góða framkomu og námsárangur.    Í dag eru samtals 90 nemendur í íþróttaakademíu, 39 í FÍV og 51 í GRV.


Ian David Jeffs er skólastjóri í ár en hann er þriðji til að sinna starfinu. Árni Stefánsson byrjaði, Erlingur Richardsson tók við af honum og nú Jeffsy, eins og hann er kallaður.
Ian David Jeffs er skólastjóri í ár en hann er þriðji til að sinna starfinu. Árni Stefánsson byrjaði, Erlingur Richardsson tók við af honum og nú Jeffsy, eins og hann er kallaður.


'''45 milljónir á ári'''
=== '''45 milljónir á ári''' ===
 
Starfsmenn ÍBV-íþróttafélags hafa undanfarnar vikur tekið saman ferðakostnað félagsins við að senda lið í hinum ýmsu flokkum á Íslandsmót í handbolta og fótbolta.  Niðurstaðan liggur nú fyrir en ferðakostnaður er 45.300.000 kr á ári.  Rétt er að taka það fram að hér er eingöngu átt við ferðakostnað fyrir lið í Íslandsmót, ekki í bikarkeppni, deildarbikar eða æfingaleiki. ÍBVíþróttafélag hefur auk þess eingöngu handbolta og fótbolta á sínum snærum og ljóst að ferðakostnaður íþróttahreyfingarinnar í Eyjum í heild sinni er nokkuð meiri.
Starfsmenn ÍBV-íþróttafélags hafa undanfarnar vikur tekið saman ferðakostnað félagsins við að senda lið í hinum ýmsu flokkum á Íslandsmót í handbolta og fótbolta.  Niðurstaðan liggur nú fyrir en ferðakostnaður er 45.300.000 kr á ári.  Rétt er að taka það fram að hér er eingöngu átt við ferðakostnað fyrir lið í Íslandsmót, ekki í bikarkeppni, deildarbikar eða æfingaleiki. ÍBVíþróttafélag hefur auk þess eingöngu handbolta og fótbolta á sínum snærum og ljóst að ferðakostnaður íþróttahreyfingarinnar í Eyjum í heild sinni er nokkuð meiri.


'''Deildarbikarinn'''
=== '''Deildarbikarinn''' ===
 
Karla- og kvennalið ÍBV riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í Deildarbikarnum, sem fram fór í íþróttahúsinu í Strandgötu. Deildarbikarinn fer þannig fram að fjögur efstu lið Íslandsmótsins taka þátt í keppninni, liðið í fyrsta sæti mætir liðinu í fjórða sæti og liðin í öðru og þriðja sæti mætast í undanúrslitum. Kvennalið ÍBV er í fjórða sæti og mætti Stjörnunni en átti ekki möguleika og tapaði 27:18.  Strákarnir voru einnig nokkuð frá sínu besta en Eyjamenn töpuðu fyrir FH 24:18.
Karla- og kvennalið ÍBV riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í Deildarbikarnum, sem fram fór í íþróttahúsinu í Strandgötu. Deildarbikarinn fer þannig fram að fjögur efstu lið Íslandsmótsins taka þátt í keppninni, liðið í fyrsta sæti mætir liðinu í fjórða sæti og liðin í öðru og þriðja sæti mætast í undanúrslitum. Kvennalið ÍBV er í fjórða sæti og mætti Stjörnunni en átti ekki möguleika og tapaði 27:18.  Strákarnir voru einnig nokkuð frá sínu besta en Eyjamenn töpuðu fyrir FH 24:18.


'''Öflugt barna- og unglingastarf'''
=== '''Öflugt barna- og unglingastarf''' ===
 
ÍBV rekur öflugt barna- og unglingastarf, um það verður vart deilt. Það kostar peninga að reka öflugt barna- og unglingastarf. Nánar tiltekið kostaði það ÍBV íþróttafélag 51,4 milljónir að reka þetta starf á árinu 2013. Tekjur félagsins vegna þessa reksturs námu 30,9 milljónum króna. Þannig rak félagið barna- og unglingastarf félagsins á árinu 2013 með 20,4 milljón króna tapi. Með öðrum orðum styrkti ÍBV íþróttafélag heimilin í Vestmannaeyjum um rúmar 20 milljónir króna á árinu 2013.
ÍBV rekur öflugt barna- og unglingastarf, um það verður vart deilt. Það kostar peninga að reka öflugt barna- og unglingastarf. Nánar tiltekið kostaði það ÍBV íþróttafélag 51,4 milljónir að reka þetta starf á árinu 2013. Tekjur félagsins vegna þessa reksturs námu 30,9 milljónum króna. Þannig rak félagið barna- og unglingastarf félagsins á árinu 2013 með 20,4 milljón króna tapi. Með öðrum orðum styrkti ÍBV íþróttafélag heimilin í Vestmannaeyjum um rúmar 20 milljónir króna á árinu 2013.


160

breytingar

Leiðsagnarval