„Annáll ÍBV íþróttafélags í 20 ár/2011 -“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 24: Lína 24:
Snemma árs 2006 tók bæjarstjórn Vestmannaeyja ákvörðun um að reisa knattspyrnuhús í Vestmannaeyjum og var fyrsta skóflustungan tekin af Þorkeli Sigurjónssyni 28. september 2007. „Síðan þá hafa riðið yfir þjóðina fjármálakreppa, bankakerfíð hrundi með öllu, gjaldmiðillinn var verðlaus og áfram má telja. Engu að síður stöndum við hér í dag, rúmum þremur árum síðar, við vígslu á þessu glæsilega mannvirki," sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri við vígsluna. Húsið, sem er 60x70 m, með bogahvolfþaki úr stáli og stækkanlegt, markar enn ein tímamótin í sögu íþróttaiðkunar í Vestmannaeyjum og því ber að fagna að mati Elliða. „Vestmannaeyjabær hefur í gegn um tíðina lagt mikinn metnað í að búa öflugu íþrótta -og tómstundastarfi góða aðstöðu. Nú er svo komið að íþróttasvæði Vestmannaeyjabæjar, sem nær frá Hásteíni, upp að Brimhól, út að Hamri, inn í Dal og aftur að Hásteini, er einstakt og þá ekki bara á landsvísu heldur er mér til efs að nokkurs staðar megi finna sambærilega aðstöðu. Hér í Vestmannaeyjum eru nú fjórir grasvellir, þrír handbolta- og körfuboltavellir, fullkomin fimleikaaðstaða með stökkgryfju og fl, glæsilegt vatnasvæði með heitum pottum, vatnsgufu og rennibrautum, 25 metra innilaug, frjálsíþróttaaðstaða innanhúss, 18 holu golfvöllur, lfkamsræktarstöð, lyftingaaðstaða, félagsaðstaða, tvö tjaldstæði og fl. Bara hér í 500 metra radíus frá því sem við nú stöndum eru 16 búningsklefar og á annað hundrað sturtur. Ekki þarf að minna ykkur á að hér búa 4200 manns."
Snemma árs 2006 tók bæjarstjórn Vestmannaeyja ákvörðun um að reisa knattspyrnuhús í Vestmannaeyjum og var fyrsta skóflustungan tekin af Þorkeli Sigurjónssyni 28. september 2007. „Síðan þá hafa riðið yfir þjóðina fjármálakreppa, bankakerfíð hrundi með öllu, gjaldmiðillinn var verðlaus og áfram má telja. Engu að síður stöndum við hér í dag, rúmum þremur árum síðar, við vígslu á þessu glæsilega mannvirki," sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri við vígsluna. Húsið, sem er 60x70 m, með bogahvolfþaki úr stáli og stækkanlegt, markar enn ein tímamótin í sögu íþróttaiðkunar í Vestmannaeyjum og því ber að fagna að mati Elliða. „Vestmannaeyjabær hefur í gegn um tíðina lagt mikinn metnað í að búa öflugu íþrótta -og tómstundastarfi góða aðstöðu. Nú er svo komið að íþróttasvæði Vestmannaeyjabæjar, sem nær frá Hásteíni, upp að Brimhól, út að Hamri, inn í Dal og aftur að Hásteini, er einstakt og þá ekki bara á landsvísu heldur er mér til efs að nokkurs staðar megi finna sambærilega aðstöðu. Hér í Vestmannaeyjum eru nú fjórir grasvellir, þrír handbolta- og körfuboltavellir, fullkomin fimleikaaðstaða með stökkgryfju og fl, glæsilegt vatnasvæði með heitum pottum, vatnsgufu og rennibrautum, 25 metra innilaug, frjálsíþróttaaðstaða innanhúss, 18 holu golfvöllur, lfkamsræktarstöð, lyftingaaðstaða, félagsaðstaða, tvö tjaldstæði og fl. Bara hér í 500 metra radíus frá því sem við nú stöndum eru 16 búningsklefar og á annað hundrað sturtur. Ekki þarf að minna ykkur á að hér búa 4200 manns."


'''Hvernig verður árið 2011'''
=== '''Hvernig verður árið 2011''' ===
 
Sigurður Bragason var í viðtali við Eyjafréttir í upphafi árs. Þar er hann spurður hvernig honum lítist á íþróttaárið 2011:  
Sigurður Bragason var í viðtali við Eyjafréttir í upphafi árs. Þar er hann spurður hvernig honum lítist á íþróttaárið 2011:  


„Árið 2011 tel ég að eigi eftir að verða frábært, allavega hérna í Eyjum. Það á margt skemmtilegt eftir að gerast í sumar þar sem sigrarnir eiga vonandi eftir að hrannast upp bæði hjá körlunum og konunum. Var að pæla í því að segja kerlingar en þá verður víst allt brjálað. Við höfum fengið til okkar leikmenn á borð við Brynjar Gauta frá Hóli, Jeffsy er kominn heim og Gummi Tóta er mættur til að syngja eitthvað. Konurnar eru líka búnar að styrkja sig fyrir komandi átök en því miður þekki ég ekki þá leikmenn. Menn hafa misst vatnið yfir nýju höllinni og þá á ég aðallega við Jón Óla og Heimi. Mætti halda að þeir fari út að borða saman eftir að allar æfingarnar eru búnar. Kostirnir við þessa höll eru auðvitað margir og er búið að tala nóg um þá í fjölmiðlum Eyjanna undanfarið. Ég vona bara að þetta eigi eftir að hjálpa öllum liðum í komandi baráttu. Það sem á eftir að standa upp úr á árinu 2011 er það að við náum vonandi að landa þessari blessuðu dollu og að stelpurnar eiga eftir að standa vel að vígi í úrvalsdeild kvenna.
„Árið 2011 tel ég að eigi eftir að verða frábært, allavega hérna í Eyjum. Það á margt skemmtilegt eftir að gerast í sumar þar sem sigrarnir eiga vonandi eftir að hrannast upp bæði hjá körlunum og konunum. Var að pæla í því að segja kerlingar en þá verður víst allt brjálað. Við höfum fengið til okkar leikmenn á borð við Brynjar Gauta frá Hóli, Jeffsy er kominn heim og Gummi Tóta er mættur til að syngja eitthvað. Konurnar eru líka búnar að styrkja sig fyrir komandi átök en því miður þekki ég ekki þá leikmenn. Menn hafa misst vatnið yfir nýju höllinni og þá á ég aðallega við Jón Óla og Heimi. Mætti halda að þeir fari út að borða saman eftir að allar æfingarnar eru búnar. Kostirnir við þessa höll eru auðvitað margir og er búið að tala nóg um þá í fjölmiðlum Eyjanna undanfarið. Ég vona bara að þetta eigi eftir að hjálpa öllum liðum í komandi baráttu. Það sem á eftir að standa upp úr á árinu 2011 er það að við náum vonandi að landa þessari blessuðu dollu og að stelpurnar eiga eftir að standa vel að vígi í úrvalsdeild kvenna.


'''Þrettándinn'''
=== '''Þrettándinn''' ===
 
Það reyndist rétt ákvörðun að færa dagskrá þrettándans frá föstudegi til laugardags því þá var komið hið besta veður nema hvað kuldinn var talsverður. Hann hafði þó ekki áhrif á aðsóknina því sennilega hafa aldrei verið fleiri við í kringum völlinn við Löngulág þar sem Grýla og Leppalúði, jólasveinar, tröll af öllum stærðum og álfar og púkar söfnuðust saman við álfabrennuna. Dagskráin var hefðbundin, jólasveinarnir þrettán gengu af Hánni. Þegar niður var komið fóru þeir ásamt tröllum og öðrum forynjum í skrúðgöngu um bæinn og fylgdi fjöldi fólks. Haldið var upp Illugagötu, tekinn krókur að Hraunbúðum, upp á Hrauntún, niður Höfðaveg þaðan sem leiðin lá að Löngulág. Mikill fjöldi var í göngunni og enn fleiri biðu eftir hersingunni við Löngulág. Jólasveinar heilsuðu upp á yngsta fólkið og sum tröllin fóru mikinn, svo mjög að þeim allra yngstu leist ekkert á blikuna. En úr augum allra annarra skein gleði og kátína sem hljóta að vera laun erfiðis þeirra sem koma að undirbúningi og framkvæmd þrettándagleðinnar. Það er ÍBV-íþróttafélag sem sér um framkvæmdina og er hún félaginu til mikils sóma. ÍBV getur verið stolt af sínu, bæði skrúðgöngunni, flugeldasýningu af Hánni og í Löngulág að ógleymdum tröllunum sem verða ógurlegri með hverju árinu. Þetta framtak hefur dregið að sér brottflutta sem vilja gefa börnum sínum tækifæri til að upplifa þrettándagleðina í Eyjum. Þeim hefur fjölgað með hverju árinu og nú er að bætast við fólk sem kemur hingað af einskærri forvitni.
Það reyndist rétt ákvörðun að færa dagskrá þrettándans frá föstudegi til laugardags því þá var komið hið besta veður nema hvað kuldinn var talsverður. Hann hafði þó ekki áhrif á aðsóknina því sennilega hafa aldrei verið fleiri við í kringum völlinn við Löngulág þar sem Grýla og Leppalúði, jólasveinar, tröll af öllum stærðum og álfar og púkar söfnuðust saman við álfabrennuna. Dagskráin var hefðbundin, jólasveinarnir þrettán gengu af Hánni. Þegar niður var komið fóru þeir ásamt tröllum og öðrum forynjum í skrúðgöngu um bæinn og fylgdi fjöldi fólks. Haldið var upp Illugagötu, tekinn krókur að Hraunbúðum, upp á Hrauntún, niður Höfðaveg þaðan sem leiðin lá að Löngulág. Mikill fjöldi var í göngunni og enn fleiri biðu eftir hersingunni við Löngulág. Jólasveinar heilsuðu upp á yngsta fólkið og sum tröllin fóru mikinn, svo mjög að þeim allra yngstu leist ekkert á blikuna. En úr augum allra annarra skein gleði og kátína sem hljóta að vera laun erfiðis þeirra sem koma að undirbúningi og framkvæmd þrettándagleðinnar. Það er ÍBV-íþróttafélag sem sér um framkvæmdina og er hún félaginu til mikils sóma. ÍBV getur verið stolt af sínu, bæði skrúðgöngunni, flugeldasýningu af Hánni og í Löngulág að ógleymdum tröllunum sem verða ógurlegri með hverju árinu. Þetta framtak hefur dregið að sér brottflutta sem vilja gefa börnum sínum tækifæri til að upplifa þrettándagleðina í Eyjum. Þeim hefur fjölgað með hverju árinu og nú er að bætast við fólk sem kemur hingað af einskærri forvitni.  
 
Eftir að Grýla og hennar hyski hélt til fjalla var slegið upp balli í Höllinni þar sem Vinir vors og blóma og Sóldögg sáu um fjörið. Var góð mæting og fór ballið vel fram í alla staði. Þeir drengir höfðu reyndar látið til sín taka á þrettándagleðinni þar sem þeir sáu um tónlistina. Voru þeir í norðausturhorni vallarins og naut tónlistin sín vel. Það eina sem angraði þetta kvöld var kuldinn, þess vegna fór fólk að tínast heim fyrr en ella en það gerði ekkert til því þetta kvöld tókst að skapa börnum á öllum aldri upplifun sem seint mun fyrnast. Og það sem einn átta ára, sem hingað kom í fyrsta skipti, sagði við mömmu sína þegar heim var komið: -Þetta er besta helgi lífs míns; þau orð segja allt sem segja þarf.
 
''(Eyjafréttir)'' 


'''Skiptist á skin og skúrir í handboltanum'''
Eftir að Grýla og hennar hyski hélt til fjalla var slegið upp balli í Höllinni þar sem Vinir vors og blóma og Sóldögg sáu um fjörið. Var góð mæting og fór ballið vel fram í alla staði. Þeir drengir höfðu reyndar látið til sín taka á þrettándagleðinni þar sem þeir sáu um tónlistina. Voru þeir í norðausturhorni vallarins og naut tónlistin sín vel. Það eina sem angraði þetta kvöld var kuldinn, þess vegna fór fólk að tínast heim fyrr en ella en það gerði ekkert til því þetta kvöld tókst að skapa börnum á öllum aldri upplifun sem seint mun fyrnast. Og það sem einn átta ára, sem hingað kom í fyrsta skipti, sagði við mömmu sína þegar heim var komið: -Þetta er besta helgi lífs míns; þau orð segja allt sem segja þarf. ''(Eyjafréttir)''


=== '''Skiptist á skin og skúrir í handboltanum''' ===
Kvennalið ÍBV lék tvo leiki í byrjun janúar í Nl deildinni en báðir leikirnir fóru fram á útivelli. Fyrst léku stelpurnar gegn einu af toppliðum deildarinnar, Val. Stelpurnar áttu aldrei möguleika í leiknum og töpuðu að lokum með 26 marka mun, 44:18 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 22:12.  
Kvennalið ÍBV lék tvo leiki í byrjun janúar í Nl deildinni en báðir leikirnir fóru fram á útivelli. Fyrst léku stelpurnar gegn einu af toppliðum deildarinnar, Val. Stelpurnar áttu aldrei möguleika í leiknum og töpuðu að lokum með 26 marka mun, 44:18 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 22:12.  


En stelpurnar voru ekki lengi að hrista þetta slæma tap af sér því þær léku  gegn FH í Kaplakrika. Eyjastúlkur gerðu sér lítið fyrir og lögðu Hafnfirðinga að velli 24:25 í spennandi leik eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13:10. Þar með lauk fyrri umferð Íslandsmótsins og uppskera ÍBV er sjö stig eftir níu leiki, þrír sigrar, eitt jafntefli og fimm tapleikir.  
En stelpurnar voru ekki lengi að hrista þetta slæma tap af sér því þær léku  gegn FH í Kaplakrika. Eyjastúlkur gerðu sér lítið fyrir og lögðu Hafnfirðinga að velli 24:25 í spennandi leik eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13:10. Þar með lauk fyrri umferð Íslandsmótsins og uppskera ÍBV er sjö stig eftir níu leiki, þrír sigrar, eitt jafntefli og fimm tapleikir.  


'''Snemma á fætur'''
=== '''Snemma á fætur''' ===
 
Fjölskyldu- og tómstundaráð tók fyrir ósk frá íþróttaakademíu ÍBV-íþróttafélags og FIV um afnot af fjölnota íþróttahúsi 1 og íþróttamiðstöð milli kl. 6.45 og 7.30 á morgnana til að halda úti tækniæfingum í knattspyrnu og handknattleik. Ráðið er samþykkt því að lána íþróttaakademíunni æfingaaðstöðuna endurgjaldslaust gegn því að ÍBV-íþróttafélag taki að hluta að sér umsjón með fjölnota íþróttahúsi. Ráðið felur framkvæmdastjóra og íþróttafulltrúa að ganga frá formlegu samkomulagi við ÍBV-íþróttafélag þar um.
Fjölskyldu- og tómstundaráð tók fyrir ósk frá íþróttaakademíu ÍBV-íþróttafélags og FIV um afnot af fjölnota íþróttahúsi 1 og íþróttamiðstöð milli kl. 6.45 og 7.30 á morgnana til að halda úti tækniæfingum í knattspyrnu og handknattleik. Ráðið er samþykkt því að lána íþróttaakademíunni æfingaaðstöðuna endurgjaldslaust gegn því að ÍBV-íþróttafélag taki að hluta að sér umsjón með fjölnota íþróttahúsi. Ráðið felur framkvæmdastjóra og íþróttafulltrúa að ganga frá formlegu samkomulagi við ÍBV-íþróttafélag þar um.


'''Febrúar'''
=== '''<u>FEBRÚAR:</u>''' ===
 
'''Komust í úrslitaleikinn'''


=== '''Komust í úrslitaleikinn''' ===
Karlalið ÍBV tryggði sér sæti í úrslitaleik Fótbolti.net mótsins. ÍBV lagði ÍA að velli á Akranesi, 0:1 en mark ÍBV gerði Denis Sytnik. ÍBV lagði svo  bikarmeistara FH í Kórnum en FH komst í 2:0. Ian Jeffs, Denis Sytnik og Tonny Mawejje tryggðu ÍBV hins vegar sigurinn í seinni hálfleik. ÍBV endaði þar með í efsta sæti B-riðils, vann alla sína leiki og mætir Keflavík í úrslitum.
Karlalið ÍBV tryggði sér sæti í úrslitaleik Fótbolti.net mótsins. ÍBV lagði ÍA að velli á Akranesi, 0:1 en mark ÍBV gerði Denis Sytnik. ÍBV lagði svo  bikarmeistara FH í Kórnum en FH komst í 2:0. Ian Jeffs, Denis Sytnik og Tonny Mawejje tryggðu ÍBV hins vegar sigurinn í seinni hálfleik. ÍBV endaði þar með í efsta sæti B-riðils, vann alla sína leiki og mætir Keflavík í úrslitum.


'''Basl gegn botnliði'''
=== '''Basl gegn botnliði''' ===
 
Karlalið íBV lenti í basli með botnlið Fjölnis á heimavelli. Fjölnir var án stiga í 1. deildinni en veitti Eyjamönnum harða keppni. Leikmenn ÍBV höfðu þó að lokum þriggja marka sigur, 32:29, en í hálfleik var staðan 16:15. Gísli Jón Þórísson spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍBV og Sigurður Bragason lék sinn fyrsta leik á þessu tímabili. Fyrirliðinn var ekki ánægður með leikinn. „Við lögðum upp með það eftir áramót að fara ferskir inn í lokasprettinn með tvo nýja leikmenn og hafa bara gaman af þessu. En það var ekki að sjá í þessum leik, þetta var bara andlaust og lélegt, því miður. Við tökum tvö stig út úr þessum leik og ekkert annað. Það var mikilvægt að ná þessum tveimur stigum. Það hefði verið hrikalegt að missa þetta í jafntefli, hvað þá tap og þá jafnvel búnir með tækifærið í vetur. Við höfum sett okkur það takmark að komast í úrslitakeppnina, ætlum að gera það og erum klárlega komnir með lið í að berjast um að komast upp í úrvalsdeild."
Karlalið IBV lenti í basli með botnlið Fjölnis á heimavelli. Fjölnir var án stiga í 1. deildinni en veitti Eyjamönnum harða keppni. Leikmenn ÍBV höfðu þó að lokum þriggja marka sigur, 32:29, en í hálfleik var staðan 16:15. Gísli Jón Þórísson spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍBV og Sigurður Bragason lék sinn fyrsta leik á þessu tímabili. Fyrirliðinn var ekki ánægður með leikinn. „Við lögðum upp með það eftir áramót að fara ferskir inn í lokasprettinn með tvo nýja leikmenn og hafa bara gaman af þessu. En það var ekki að sjá í þessum leik, þetta var bara andlaust og lélegt, því miður. Við tökum tvö stig út úr þessum leik og ekkert annað. Það var mikilvægt að ná þessum tveimur stigum. Það hefði verið hrikalegt að missa þetta í jafntefli, hvað þá tap og þá jafnvel búnir með tækifærið í vetur. Við höfum sett okkur það takmark að komast í úrslitakeppnina, ætlum að gera það og erum klárlega komnir með lið í að berjast um að komast upp í úrvalsdeild."  


Mörk ÍBV: Vignir Stefánsson 10, Leifur Jóhannesson 5, Gísli Jón Þórisson 5, Davíð Óskarsson 4, Theodór Sigurbjörnsson 3, Sigurður Bragason 2, Einar Gauti Ólafsson 1, Grétar Eyþórsson 1, Björn Kristmannsson 1. Varin skot: Kolbeinn Arnarson 12, Haukur Jónsson 3.
Mörk ÍBV: Vignir Stefánsson 10, Leifur Jóhannesson 5, Gísli Jón Þórisson 5, Davíð Óskarsson 4, Theodór Sigurbjörnsson 3, Sigurður Bragason 2, Einar Gauti Ólafsson 1, Grétar Eyþórsson 1, Björn Kristmannsson 1. Varin skot: Kolbeinn Arnarson 12, Haukur Jónsson 3.


'''Skyldusigur'''
=== '''Skyldusigur''' ===
 
Kvennalið ÍBV kláraði eitt af skyjduverkunum þegar þær lögðu ÍR að velli í Eyjum. Leikur ÍBV og ÍR var jafn framan af en um miðjan hálfleikinn tókst ÍBV að skora sjö mörk gegn einu marki IR og eftirleikurinn var auðveldur fyrir heimastúlkur. „Þetta var fyrst og fremst skyldusigur, við vissum að við þyrftum að ná í tvö stig ef við ætluðum lengra. Markmiðið er fimmta og fjórða sætið. Við getum alveg klórað okkur upp í fjórða sætið ef við höldum rétt á spilunum," sagði Guðbjörg Guðmannsdóttir eftir leikinn en fjögur efstu lið deildarinnar fara í úrslitakeppni Islandsmótsins í vor.
Kvennalið ÍBV kláraði eitt af skyjduverkunum þegar þær lögðu ÍR að velli í Eyjum. Leikur ÍBV og ÍR var jafn framan af en um miðjan hálfleikinn tókst ÍBV að skora sjö mörk gegn einu marki IR og eftirleikurinn var auðveldur fyrir heimastúlkur. „Þetta var fyrst og fremst skyldusigur, við vissum að við þyrftum að ná í tvö stig ef við ætluðum lengra. Markmiðið er fimmta og fjórða sætið. Við getum alveg klórað okkur upp í fjórða sætið ef við höldum rétt á spilunum," sagði Guðbjörg Guðmannsdóttir eftir leikinn en fjögur efstu lið deildarinnar fara í úrslitakeppni Islandsmótsins í vor.


Mörk IBV: Guðbjörg Guðmannsdóttir 8, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 7, Ester Óskarsdóttir 4, Renata Horvath 3, Aníta Elíasdóttir 3, Lovfsa Jóhannsdóttir 2, Drífa Þorvaldsdóttir 2 Guðrún Ósk Guðmundsdóttir 1, Hildur Dögg Jónsdóttir 1.
Mörk IBV: Guðbjörg Guðmannsdóttir 8, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 7, Ester Óskarsdóttir 4, Renata Horvath 3, Aníta Elíasdóttir 3, Lovfsa Jóhannsdóttir 2, Drífa Þorvaldsdóttir 2 Guðrún Ósk Guðmundsdóttir 1, Hildur Dögg Jónsdóttir 1.


'''Yngri flokkarnir'''
=== '''Yngri flokkarnir''' ===
 
2. flokkur karla tók á móti FH í Íslandsmótinu.  Eyjamenn voru yfir í hálfleik 16:14 en FH-ingar reyndust sterkari í síðari hálfleik og unnu 26:28. ÍBV er í áttunda og næstneðsta sæti 1. deildar með fjögur stig eftir átta leiki.  
2. flokkur karla tók á móti FH í Íslandsmótinu.  Eyjamenn voru yfir í hálfleik 16:14 en FH-ingar reyndust sterkari í síðari hálfleik og unnu 26:28. ÍBV er í áttunda og næstneðsta sæti 1. deildar með fjögur stig eftir átta leiki.  


Lína 76: Lína 66:
4. flokkur kvenna lék fjóra leiki. A- og B-liðin léku gegn HK, Aliðið tapaði 20:18 og B-liðið 18:12. Daginn áður hafði B-liðið tapað gegnFylki 9:14. A-liðiðlék svo gegn Stjörnunni og tapaði 9:31. 
4. flokkur kvenna lék fjóra leiki. A- og B-liðin léku gegn HK, Aliðið tapaði 20:18 og B-liðið 18:12. Daginn áður hafði B-liðið tapað gegnFylki 9:14. A-liðiðlék svo gegn Stjörnunni og tapaði 9:31. 


'''Naumur sigur'''
=== '''Naumur sigur''' ===
 
Eyjamenn hafa farið rólega af stað eftir áramót í 1. deildinni. Liðið hefur nú spilað tvo heimaleiki gegn Iiðum í neðri hluta deildarinnar en í báðum leikjunum hafa Eyjamenn verið í miklu basli. En oft er sagt að það sé einkenni góðra liða að spila illa en vinna samt og vonandi á það við um fBV. Nú síðast lagði ÍBV ungmennalið FH að velli með minnsta mögulega mun, 26:25.
Eyjamenn hafa farið rólega af stað eftir áramót í 1. deildinni. Liðið hefur nú spilað tvo heimaleiki gegn Iiðum í neðri hluta deildarinnar en í báðum leikjunum hafa Eyjamenn verið í miklu basli. En oft er sagt að það sé einkenni góðra liða að spila illa en vinna samt og vonandi á það við um fBV. Nú síðast lagði ÍBV ungmennalið FH að velli með minnsta mögulega mun, 26:25.


Mörk ÍBV: Sigurður Bragason 8, Gísli Jón Þórisson 4, Grétar Eyþórsson 3, Davíð Þór Óskarsson 3, Leifur Jóhannesson 2, Brynjar Karl Óskarsson 2. Varin skot: Kolbeinn Arnarson 10, Þorgils Orri Jónsson 7.
Mörk ÍBV: Sigurður Bragason 8, Gísli Jón Þórisson 4, Grétar Eyþórsson 3, Davíð Þór Óskarsson 3, Leifur Jóhannesson 2, Brynjar Karl Óskarsson 2. Varin skot: Kolbeinn Arnarson 10, Þorgils Orri Jónsson 7.


'''Halda kúrs'''
=== '''Halda kúrs''' ===
 
Kvennalið ÍBV hefur ekki misstigið sig í baráttunni um fjórða sætið en liðið situr nú í fimmta sæti Nl deildarinnar, einu stigi á eftir Fylki sem er í fjórða sæti. Nú síðast lögðu stelpurnar Hauka að velli á útivelli en sigurinn er ekki síst sætur fyrir þá staðreynd að Haukar höfðu unnið ÍBV í Eyjum í vetur þegar liðin mættust í íslandsmótinu. En lokatölur í leiknum í Hafnarfrði  urðu 21:27 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 8:11.
Kvennalið ÍBV hefur ekki misstigið sig í baráttunni um fjórða sætið en liðið situr nú í fimmta sæti Nl deildarinnar, einu stigi á eftir Fylki sem er í fjórða sæti. Nú síðast lögðu stelpurnar Hauka að velli á útivelli en sigurinn er ekki síst sætur fyrir þá staðreynd að Haukar höfðu unnið ÍBV í Eyjum í vetur þegar liðin mættust í íslandsmótinu. En lokatölur í leiknum í Hafnarfrði  urðu 21:27 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 8:11.


Mörk ÍBV: Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 6, Aníta Elíasdóttir 6, Renata Kári Horvath 4, Guðbjörg Guð- mannsdóttir 4, Ester Óskarsdóttir 4, Rakel Hlynsdóttir 2, Sandra Gísladóttir 1. 
Mörk ÍBV: Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 6, Aníta Elíasdóttir 6, Renata Kári Horvath 4, Guðbjörg Guð- mannsdóttir 4, Ester Óskarsdóttir 4, Rakel Hlynsdóttir 2, Sandra Gísladóttir 1. 


'''Strákarnir í ströggli'''
=== '''Strákarnir í ströggli''' ===
 
Karlalið ÍBV tapaði fyrir Víkingi á útivelli en liðið hefur ekki náð sér almennilega á strik frá því í fyrstu umferð 1. deildarinnar en í henni eru leiknar þrjár umferðir. Lokatölur í leiknum gegn Víkingum urðu 30:27 en staðan í hálfleik var 15:9 Víkingum í vil. Með sigrinum heldur Víkingur voninni um fjórða sætið lifandi því liðið er nú aðeins fjórum stigum á eftir ÍBV. 
Karlalið ÍBV tapaði fyrir Víkingi á útivelli en liðið hefur ekki náð sér almennilega á strik frá því í fyrstu umferð 1. deildarinnar en í henni eru leiknar þrjár umferðir. Lokatölur í leiknum gegn Víkingum urðu 30:27 en staðan í hálfleik var 15:9 Víkingum í vil. Með sigrinum heldur Víkingur voninni um fjórða sætið lifandi því liðið er nú aðeins fjórum stigum á eftir ÍBV. 


'''Skelltu sér í 4. sæti'''
=== '''Skelltu sér í 4. sæti''' ===
 
Kvennalið ÍBV nýtti tækifærið og skellti sér upp í fjórða sæti deildarinnar. ÍBV hefur ekki verið jafn ofarlega í efstu deild Íslandsmótsins í háa herrans tíð en eins og áður hefur komið fram, spila fjögur efstu lið deildarinnar til úrslita um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Það verð- ur þó ærið verkefni að halda sætinu því í þeim fjórum leikjum sem ÍBV á eftir, eru þrír gegn efstu liðunum þremur sem eru í sérflokki. ÍBV komst upp í fjórða sætið með sigri á FH um helgina en lokatölur urðu 24:22, eftir að staðan var 9:10 í hálfleik.
Kvennalið ÍBV nýtti tækifærið og skellti sér upp í fjórða sæti deildarinnar. ÍBV hefur ekki verið jafn ofarlega í efstu deild Íslandsmótsins í háa herrans tíð en eins og áður hefur komið fram, spila fjögur efstu lið deildarinnar til úrslita um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Það verð- ur þó ærið verkefni að halda sætinu því í þeim fjórum leikjum sem ÍBV á eftir, eru þrír gegn efstu liðunum þremur sem eru í sérflokki. ÍBV komst upp í fjórða sætið með sigri á FH um helgina en lokatölur urðu 24:22, eftir að staðan var 9:10 í hálfleik.


'''Byrjunin olli tapinu'''
=== '''Byrjunin olli tapinu''' ===
 
Ekki náði karlalið ÍBV í handbolta að hrista af sér slæmt gengi undanfarinna vikna gegn toppliði 1. deildar, Gróttu þegar liðin áttust við í Eyjum. Til að gera langa sögu stutta þá var fyrri hálfleikur hreint hræðilegur hjá ÍBV, allan vilja skorti, baráttuna og gleðina. I hálfleik var staðan 9:18 en mestur varð munurinn ellefu mörk, 7:18.  
Ekki náði karlalið ÍBV í handbolta að hrista af sér slæmt gengi undanfarinna vikna gegn toppliði 1. deildar, Gróttu þegar liðin áttust við í Eyjum. Til að gera langa sögu stutta þá var fyrri hálfleikur hreint hræðilegur hjá ÍBV, allan vilja skorti, baráttuna og gleðina. I hálfleik var staðan 9:18 en mestur varð munurinn ellefu mörk, 7:18.  


Hálfleiksræða Arnars Péturssonar, þjálfara liðsins, virtist hins vegar hitta beint í mark því það var allt annað að sjá til liðsins í síðari hálfleik. Hægt og sígandi minnkaði munurinn á liðunum og þegar tíu mínútur voru eftir munaði aðeins fjórum mörkum. En þá tóku gestirnir aftur við sér, skoruðu næstu tvö mörkin og unnu að lokum með sjö marka mun, 24:31. Mörk ÍBV: Sigurður Bragason 6, Grétar Eyþórson 5, Vignir Stefánsson 4, Theodór Ófeigsson 4, Sindri Ólafsson 2, Davfð Þór Óskarsson 1, Bragi Magnússon. 1, Gísli Jón Þórisson 1. Varin skot: Kolbeinn Arnarson 4, Þorgils Orri Jónsson 14/1.
Hálfleiksræða Arnars Péturssonar, þjálfara liðsins, virtist hins vegar hitta beint í mark því það var allt annað að sjá til liðsins í síðari hálfleik. Hægt og sígandi minnkaði munurinn á liðunum og þegar tíu mínútur voru eftir munaði aðeins fjórum mörkum. En þá tóku gestirnir aftur við sér, skoruðu næstu tvö mörkin og unnu að lokum með sjö marka mun, 24:31. Mörk ÍBV: Sigurður Bragason 6, Grétar Eyþórson 5, Vignir Stefánsson 4, Theodór Ófeigsson 4, Sindri Ólafsson 2, Davfð Þór Óskarsson 1, Bragi Magnússon. 1, Gísli Jón Þórisson 1. Varin skot: Kolbeinn Arnarson 4, Þorgils Orri Jónsson 14/1.


'''Dýrmæt stig töpuðust'''
=== '''Dýrmæt stig töpuðust''' ===
 
Stelpurnar í ÍBV mega hafa sig allar við til að halda fjórða sætinu eftir stórt tap gegn HK. Sigur þar hefði gulltryggt ÍBV fimmta sætið í það minnsta en nú er HK komið í baráttuna við ÍBV og Fylki um fjórða sætið. Af þessum þremur liðum á IBV langerfiðustu leikina eftir, þrjú efstu liðin í síðustu þremur umferðunum. Lokatölur í leiknum gegn HK urðu 30:24 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13:10. ÍBV náði að minnka muninn niður í 14:13 í síðari hálfleik en þá hrökk allt í baklás og HK vann að lokum með sex mörkum.  
Stelpurnar í ÍBV mega hafa sig allar við til að halda fjórða sætinu eftir stórt tap gegn HK. Sigur þar hefði gulltryggt ÍBV fimmta sætið í það minnsta en nú er HK komið í baráttuna við ÍBV og Fylki um fjórða sætið. Af þessum þremur liðum á IBV langerfiðustu leikina eftir, þrjú efstu liðin í síðustu þremur umferðunum. Lokatölur í leiknum gegn HK urðu 30:24 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13:10. ÍBV náði að minnka muninn niður í 14:13 í síðari hálfleik en þá hrökk allt í baklás og HK vann að lokum með sex mörkum.  


Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 11, Renata Horvath 6, Aníta Elíasdóttir 3, Hildur Dögg Jónsdóttir 2, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2. Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 5, Birna Þórsdóttir 9.
Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 11, Renata Horvath 6, Aníta Elíasdóttir 3, Hildur Dögg Jónsdóttir 2, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2. Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 5, Birna Þórsdóttir 9.


'''Gregg Oliver Ryder er nýr þjálfari hjá ÍBV'''  
=== '''Gregg Oliver Ryder er nýr þjálfari hjá ÍBV''' ===
 
ÍBV hefur síðustu misseri verið í samstarfi við enska úrvalsdeildarliðið Newcastle United. Enska félagið hefur útvegað IBV þrjá þjálfara, nú síðast Gregg Oliver Ryder, 23 ára. Sá tók við af Richard Scott sem hafði verið hér í vetur og tekið þátt í að koma Akademíu FIV og ÍBV af stað. Honum var hins vegar boðin ný þjálfarastaða í Newcastle og var Gregg því fenginn til að taka við af félaga sínum.
ÍBV hefur síðustu misseri verið í samstarfi við enska úrvalsdeildarliðið Newcastle United. Enska félagið hefur útvegað IBV þrjá þjálfara, nú síðast Gregg Oliver Ryder, 23 ára. Sá tók við af Richard Scott sem hafði verið hér í vetur og tekið þátt í að koma Akademíu FIV og ÍBV af stað. Honum var hins vegar boðin ný þjálfarastaða í Newcastle og var Gregg því fenginn til að taka við af félaga sínum.


160

breytingar

Leiðsagnarval