„ÍBV“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
5.925 bæti fjarlægð ,  17. júlí 2019
Lína 4.113: Lína 4.113:
Veðrið lék við gesti þrettándagleði IBV. Algjört logn var á malarvellinum við Löngulág og nutu kynjaverur þrettándans sín vel við þær aðstæður. Góð mæting var og fengu krakkarnir tækifæri til að kveðja jólasveinana og kannski ekki síður Grýlu og Leppalúða sem héldu aftur til fjalla. Glæsileg flugeldasýning var uppi við Höll líkt og síðustu ár á vegum Björgunarfélagsins. 
Veðrið lék við gesti þrettándagleði IBV. Algjört logn var á malarvellinum við Löngulág og nutu kynjaverur þrettándans sín vel við þær aðstæður. Góð mæting var og fengu krakkarnir tækifæri til að kveðja jólasveinana og kannski ekki síður Grýlu og Leppalúða sem héldu aftur til fjalla. Glæsileg flugeldasýning var uppi við Höll líkt og síðustu ár á vegum Björgunarfélagsins. 


=== '''Jóhann nýr formaður''' ===
=== Ingibjörg íþróttamaður Vestmannaeyja ===
Aðalfundur ÍBV íþróttafélags fór fram í lok febrúar 2005 og bar það helst til tíðinda að nýr formaður tók við en Óskar Freyr Brynjarsson lét af störfum eftir þriggja ára starf. Við lyklavöldunum tók Jóhann Pétursson, sem lengi hafði unnið með íþróttahreyfingunni, bæði sem leikmaður og stjórnarmaður.
Þann 12. janúar var tilkynnt um val á Íþróttamanni Vestmannaeyja 2003 í Oddfellowhúsinu. Um leið var tilkynnt um val einstakra félaga innan IBV-hérðassambands á íþróttamönnum sínum. Íþróttamaður ársins var valin Ingibjörg Jónsdóttir, handknattleikskona. Þá var Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona, kosin íþróttamaður æskunnar fyrir árið 2003. íþróttamenn félaga héraðssambandsins eru eftirfarandi: Knattspymumaður ársins var valinn Birkir Kristinsson, knattspymukona var Karen Burke, handknattleiksmaður ársins var Robert Bognar, handknattleikskona ársins var Ingibjörg Jónsdóttir.  


Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, var borin upp ályktun varðandi æfingaaðstöðu knattspymufólks yfir vetrarmánuðina og var ályktunin samþykkt einróma. Ályktunin er eftirfarandi: „''ÍBV-íþróttafélag fer þess á leit við bæjarstjórn Vestmannaeyja að hún hefji tafarlaust undirbúning og framkvæmdir með það að markmið í huga að bæta úr bráðnauðsynlegri aðstöðu knattspyrnunnar til æfinga að vetrarlagi. Aðstaða sú er boðið er upp á í dag er fyrir neðan allar hellur. Verði ekkert aðhafst, verður þess ekki langt að bíða að við drögumst langt aftur úr á knattspyrnusviðinu, miðað við þau félög sem við erum að keppa við í dag.“''
=== Gott hjá stelpunum ===
Annar flokkur kvenna í knattspyrnu tók þátt í Íslandsmótinu í riðli IB V sem leikinn var í Kópavogi. Eyjastúlkur unnu þrjá leiki af fjórum en töpuðu fyrir Breiðabliki og enduðu í öðru sæti riðilsins. Fyrir vikið komst IBV ekki í úrslit en aðeins eitt lið komst áfram úr riðlinum. Úrslit leikja ÍBV: ÍBV-Selfoss 16-0, ÍBV-Breiðablik 2-9, ÍBV-Grindavfk 6-1 og ÍBVKeflavík 6-0.


=== '''Fáheyrður árangur – Íslands- bikar- og deildarmeistarar''' ===
=== Sannfærandi sigur eftir langt hlé ===
Leik ÍBV og Hauka í bikarúrslitum kvenna í handbolta árið 2004 verður minnst sem eins skemmtilegasta bikarúrslitaleiks kvenna. Leikurinn bauð uppá allt sem prýðir góðan úrslitaleik, hraða, spennu, dramatík og góð tilþrif. Eyjastúlkur léku mjög hraðan handbolta síðari hluta   vetrar og áttu því margir von á Hafnfirðingar næðu ekki að fylgja þeim eftir, en annað kom á daginn. Það var í raun aðeins í blálokin sem stuðningsmenn ÍBV gátu létt af sér spennunni. Varnarleikur liðsins var slakur og sóknarleikurinn hægur. Liðið hafði oft leikið betur og í raun náðu stelpurnar sér aldrei á flug. Það sýndi hinsvegar styrk ÍBV að ná að sigra Haukastúlkur sem líklega voru að leika sinn besta leik þennan veturinn. Lokatölur urðu 35-32 fyrir ÍBV.  
Eftir rúmlega sjö vikna hlé lék kvennalið ÍBV gegn Gróttu/KR. Heimastúlkur byrjuðu betur og skoruðu fyrstu þrjú mörkin en smám saman náðu Eyjastúlkur að snúa leiknum sér í hag. Komust þær yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik, 5-4 og náðu mest fimm marka forystu 8-13 en það var staðan í hálfleik. Í síðari hálfleik minnkuðu heimastúlkur muninn niður í þrjú mörk, 12-15 og var munurinn það sem eftir lifði leiks tvö til þrjú mörk. Leikmenn ÍBV náðu hins vegar góðum spretti í lokin, skoruðu fimm mörk gegn aðeins tveimur mörkum heimaliðsins og lokatölur urðu 23-29 fyrir ÍBV. Mörk ÍBV: Alla Gokorian 8, Anna Yakova 7/2, Sylvia Strass 5, Anja Nielsen 4, Birgit Engl 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2. Varin skot: Julia Gantimorova 24/2.


Mörk ÍBV: Alla Gokorian 9/3, Sylvia Strass 9, Anna Yakova 8, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Birgit Engl 4, Þórsteina Sigurbjömsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 19.
=== Vel heppnað mót en árangur ÍBV ekki góður ===
Í byrjun janúar fór fram Íslandsmót í knattspymu innanhúss í þriðja flokki karla en einn riðill var leikinn hér í Eyjum. Var það Suðurlandsriðill þar sem liðin af Suðurlandi léku öll í einum riðli. Eyjamenn áttu fyrirfram að vera með eitt af sterkustu liðunum en þrátt fyrir að vera oft á tíðum sterkari aðilinn í leikjum sínum þá náðu leikmenn IBV ekki að nýta yfirburði sína og töpuðu jafnvel fyrir talsvert slakari liðum. Það er ljóst að ef ekki á illa að fara í sumar þurfa strákamir að líta í eigin barm og skoða hvað fór úrskeiðis. Annars var framkvæmd mótsins ágæt, aðstaðan er glæsileg fyrir knattspymumót sem þetta, stór völlur og aðstaða fyrir áhorfendur er góð þannig að nú þurfa Eyjamenn að sækja um að halda Islandsmót meistaraflokkanna. Úrslitleikja; ÍBV: ÍBV-KFR 2-3 ÍBV-UMFH 4-2 ÍBV-Ægir 1-2 ÍBV-Hamar 2-1 ÍBV-Selfoss 3-1  


=== '''''Bikarmeisturunum fagnað við heimkomuna''''' ===
=== Fimmti flokkur kvenna Íslandsmeistari í C-flokki ===
Það var mikið um dýrðir á Básaskersbryggju þegar Herjólfur lagðist bryggju rétt um klukkan 20.00 með nýkrýnda bikarmeistara ÍBV í kvennahandboltanum. Fjöldi manns var á bryggjunni og fagnaði stelpunum. Bæjarstjóri og forráðamenn íþróttahreyfingarinnar færðu þeim blóm og heillaóskir og að lokum var mikil flugeldasýning stelpunum til heiðurs. Þær fengu meðal annars blóm og heillaóskir frá Haukastelpum, andstæðingum þeirra í úrslitunum, og KA-sem vann karlabikarinn.
Í janúar héldu stelpurnar í fimmta flokki kvenna upp á land til leika í Íslandsmótinu í handknattleik. IBV fór með þrjú lið til leiks, A-, B- og C-lið en C liðið stóð sig best. Stelpurnar í C liðinu gerðu sér lítið fyrir og unnu þrjá af fjórum leikjum sínum í riðlinum og í milliriðli vann ÍBV alla þrjá leiki sína. Þar með var IBV komið í úrslitaleikinn þar sem liðið mætti KA og sigraði ÍBV í leiknum með einu marki, 10-9 og urðu þar með Íslandsmeistarar eftir þetta fjölliðamóL A- og B- Iiðum ÍBV gekk líka ágætlega. Bæði liðin enduðu í sjöunda sæti sem er þokkalegur árangur.


=== '''''Gat dottið báðum megin''''' ===
=== Huginn Helgason nýr aðstoðarþjálfari ===
Guðbjörg Guðmannsdóttir var kampakát í leikslok enda búin sigra í sínum fyrsta bikarúrslitaleik. ''„Þetta var alveg rosalega gaman og með því skemmtilegra sem ég hef upplifað. Þetta var sigur þó þetta hafi ekki verið fallegasti leikur okkar í vetur. Þetta var spennuleikur eins og þeir gerast bestir og svona eiga bikarúrslitaleikir að vera. Þetta hefði í sjálfu sér getað dottið báðum megin en við tókum þetta í dag og það var frábært."''  
Í byrjun janúar var gengið frá ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara hjá knattspyrnuliði ÍBV en Sveinn Sveinsson, aðstoðarþjálfari liðsins síðasta sumar, ákvað gefa ekki kost á sér á ný. Huginn Helgason, fyrrverandi leikmaður liðsins, var ráðinn í starfíð en auk þess mun hann sjá um annan flokk karla. Huginn mun sjá um æfingahóp IBV hér í Eyjum í vetur, í samstarfi við Magnús Gylfason þjálfara ÍBV


Á sjö dögum í mars lék lið ÍBV fjóra leiki í Íslandsmótinu og deildarmeistaratitillinn í húfi.  Vikan fór ekki vel af stað, eftir tap gegn Stjörnunni á heimavelli kom annar tapleikur í röð gegn Gróttu/KR og tækifærunum til tryggja sér deildarmeistaratitlilinn fækkaði. En tveir sigurleikir gegn Fram gerðu það verkum að ÍBV varð deildarmeistari 2004.
=== Gunnar Berg áfram ===
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik undirbýr sig nú af krafti fyrir Evrópumótið sem fram fer í Slóveníu í lok janúar en liðið spilaði m.a. þrjá leiki gegn Sviss um helgina. Eyjamennirnir í liðinu, Gunnar Berg Viktorsson og Birkir Ívar Guðmundsson fengu aðeins spreyta sig í leikjunum en eftir leikina var fækkað um fjóra í íslenska liðinu. Þrátt fyrir verja tíu skot á þrjátíu mínútum, var Birkir Ívar einn þeirra sem duttu út úr hópnum en Gunnar Berg er enn á meðal þeirra átján sem skipa hópinn.  


Þá tryggði ÍBV sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta árið 2004 eftir sigur í fjórða leik ÍBV og Vals, 30-26 -  í úrslitakeppninni  byrjun maí. Voru  yfirburðir ÍBV mun meiri en lokatölur gefa til kynna. Enginn fyrirliði í sögu handboltans hafði náð jafn góðum árangri og Elísa Sigurðardóttir en hún steig fram fyrir skjöldu á mikilvægum augnablikum gegn Val og skoraði mjög mikilvæg mörk og tók svo við Íslandsbikarnum í Valsheimilinu. Allir titlar vetrarins fóru því til ÍBV. – Fáheyrður árangur.  
=== Endurtaka Kolaportið ===
Á síðasta ári hélt kvennalið IBV í knattspyrnu lítið Kolaport þar sem gamlir munir voru til sölu á hlægilegu verði. Nú hafa stelpurnar ákveðið að endurtaka leikinn, ekki síst vegna góðra undirtekta bæjarbúa en áætlað er að setja upp lítið Kolaport í Týsheimilinu í lok febrúar. Íris Sæmundsdóttir, leikmaður ÍBV, segir að stemmningin síðast hafi verið góð en nú eigi að bæta um betur. ''„Við ætlum ekki bara að selja sjálf, heldur bjóðum við fólki að selja hluti fyrir það og svo ætlum við líka að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að taka bás á leigu til að selja sínar vörar. Við ætlum að búa til alvöru Kolaport og nú verður fólk bara að taka þátt í þessu með okkur.''" sagði Íris


Þar að auki komst ÍBV liðið í undanúrslit í Evrópukeppninn í handbolta. Sennilega er þetta ÍBV lið, besta handboltalið kvenna fyrr og síðar.
=== Þrír sigrar í æfíngaleikjum ===
Karlalið ÍBV hélt til Danmerkur um miðjan janúar og lék þar tvo æfingaleiki. Reyndar byrjaði æfingaferðin með leik gegn Fram sem verður í efri deild þegar Íslandsmótið hefst að nýju. Eyjamenn sigruðu í leiknum með 6 mörkum, 31 -37 og fengu þar með gott veganesti með sér til Danmerkur. Þar hélt velgengni Eyjamanna áfram því í Danaveldi mætti IBV einu úrvalsdeildarliði og toppliðinu í 1. deild. Fyrst var leikið gegn úrvalsdeildarliði Alaborg og sigruðu Eyjamenn í leiknum 26-32. Leikmenn IBV voru svo ekki í teljandi vandræðum með topplið 1. deildarinnar dönsku, Viborg en þann leik vann ÍBV með níu mörkum, 23- 32. Til stóð að Guðfinnur Kristmannsson myndi koma til móts við IBV og leika með liðinu í Danmörku en þegar á reyndi fékk hann sig ekki lausan úr vinnu. Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV var sáttur við ferðalagið. „''Þetta gekk alveg ljómandi vel. Þrír sigurleikir sem verður að teljast gott hjá karlaliði ÍBV, sérstaklega miðað við gengi okkar fram að þessu í vetur, þannig að ég er bara mjög sáttur. Svona ferð er líka mjög góð fyrir liðsheildina, hópurinn þjappar sér saman þannig að við eigum að vera nokkuð klárir fyrir átókin í 1. deild í næsta mánuði."''


Þegar nýkrýndir Íslandsmeistarar komu til  Eyja eftir hafa setið veðurtepptir á Selfossi um nóttina, var móttökuafhöfn haldin í Höllinni, þar sem og yfir 200 manns mættu og fögnuðu með stelpunum. Óskar Freyr Brynjarsson formaður ÍBV íþróttafélags stjórnaði hófinu. Bergur  Ágústsson bæjarstjóri, sagði í ávarpi sínu til meistaranna að hann væri feginn því að úrslitakeppnin væri loksins búin, hann hefði ekki haft heilsu til að fylgjast lengur með henni.
=== Stóðu uppi sem sigurvegarar ===
Knattspyrnulið IBV kvenna  lék sína fyrstu leiki fyrir komandi tímabil en þá tók liðið þátt í Hitaveitumótinu sem fram fór í Reykjaneshöll. Um var ræða tvo leiki, fyrst var leikið gegn Íslandsmeisturum KR og svo gegn Stjörnunni. Leikurinn gegn KR var hörkuviðureign en Olga Færseth skoraði tvö af mörkum ÍBV og Margrét Lára eitt. Þar með var IBV komið í úrslitaleik mótsins þar sem liðið mætti Stjömunni. Eyjastúlkur vora undir 1-3 þegar rúmlega 20 mínútur voua eftir en gerðu sér lítið fyrir og jöfnuðu áður en leiktíminn var úti. Úrslit leiksins fengust svo í vítaspyrnukeppni þar sem IBV skoraði úr fimm vítaspymum en Stjaman fjórum. 


=== '''Viðurkenning til ÍBV frá Eyjasýn''' ===
=== Sprækar stelpur í fimmta flokki ===
ÍBV íþróttafélag fékk viðurkenningu á árlegri verðlaunaafhendingu Eyjasýnar árið 2005 þar sem valinn var Eyjamaður ársins sem og aðrar viðurkenningar. ÍBV íþróttafélag fékk viðurkenningu fyrir framlag sitt til íþróttamála. Í umsögn Eyjasýnar segir: '',,Það er ekki sjálfgefið að bæjarfélag sem telur rúmlega fjögur þúsund íbúa tefli fram liðum í efstu deild bæði karla og kvenna í handbolta og fótbolta eins og staðreyndin er með Vestmannaeyjar“.''
Stelpurnar í 5. flokki C í handbolta hafa verið að gera það gott í vetur. Þær standa vel að vígi í Íslandsmótinu og á dögunum unnu þær fjölliðamót. Þetta er frábær árangur þar sem 25 lið taka þátt hverju sinni og tvisvar hafa þær orðið í öðru sæti og einu sinni í fyrsta. Einnig spiluðu þær sjö leiki, unnu sex og gerðu eitt jafntefli og markatalan var 106-53 A og B Iiðin voru einnig að standa sig vel þar sem margar af þeim stúlkum eru á yngra ári.  


=== '''Tæplega 500 peyjar á fjölliðamóti''' ===
=== Veðrið setti strik í ferðir yngri flokkanna ===
Í byrjun apríl 2005 fór fram fjölmennt handboltamót í Eyjum en þá var síðasta umferðin í Íslandsmóti sjötta flokks karla. Tæplega 500 þátttakendur voru í mótinu og komu frá sextán félögum en umgjörð mótsins var afar glæsileg. Leikið var á þremur völlum í einu og úrslitaleikirnir fóru fram á aðalvellinum í Íþróttamiðstöðinni og skapaðist afar skemmtileg stemmning. Leikið var frá föstudagi og fram á sunnudag en alls voru leiknir 126 leikir. Keppt var í A-, B- og C-liðum og voru alls 46 lið skráð til keppni frá félögunum sextán. Í lok mótsins fór fram verðlaunaafhending þar sem bæði voru veitt verðlaun fyrir sigur í mótinu og svo voru veitt verðlaun í Íslandsmótinu sem fór þannig fram að þrjú mót voru haldin í vetur, sem töldu til stiga, og varð stigahæsta liðið Íslandsmeistari. ÍBV liðunum gekk þokkalega á mótinu en aðeins var spilað um efstu átta sætin því lentu Eyjaliðin í 9-16 sæti.  
Um miðjan janúar átti unga fólkið í Eyjum að leika bæði í handbolta og fótbolta uppi á landi. Veðrið var mjög vont og ákvað ÍBV í samráði við foreldra að senda ekki börnin út í óvissuna. Enda var bæði slæmt sjóveður og slæm færð á vegum um allt land. Fyrir vikið fær fimmti flokkur karla ekki tækifæri á að leika í Íslandsmótinu innanhúss þar sem leikið hefur verið í öllum riðlum íslandsmótsins. KSÍ gat hins vegar komið fjórða flokki fyrir í öðrum riðli. Þá átti sjötti flokkur karla og kvenna að leika í handknattleik en hætt var við þá ferð. Eini flokkurinn sem fór upp á land var þriðji flokkur kvenna í knattspymu en liðið lék fimm leiki. Úrslit leikjanna urðu þessi: IBV-Stjarnan 0-1, ÍBV-Keflavík5-3, ÍBV-Víkingur 4-0, ÍBV-FH 2-2, ÍBV-Fylkir 7-1. ÍBV endaði í öðru sæti riðilsins og kemst þar með ekki í úrslit.


=== '''ÍBV fékk 400 svefnpoka''' ===
=== Stelpurnar áfram ===
Tæknivörur ehf, sem voru umboðsaðilar fyrir Sony Ericsson á Íslandi komu færandi hendi til Eyja í júní 2005, þegar þeir gáfu ÍBV 400 svefnpoka. Það var Ásgeir Sverrisson starfsmaður Tæknivara sem afhenti Páli Scheving Ingvarssyni framkvæmdastjóra ÍBV gjöfina. Ásgeir sagði við það tilefni að þeir gerðu sér grein fyrir þeim mikla kostnaði sem ÍBV þarf greiða vegna ferðakostnaðar og stefna Tæknivara ehf væri að stuðla að öflugu unglingastarfi og það ætla þeir sér að gera.
Eyjastúlkur mættu búlgarska liðinu Etar Veliko 64 tvívegis um miðjan janúar í Áskorendakeppni Evrópu og fóru báðir leikirnir fram í Eyjum. Eyjastúlkur renndu nokkuð blint í sjóinn en þegar á reyndi voru gestirnir mun slakari en IBV og áttu Eyjastúlkur ekki í vandræðum með að tryggja sig áfram með stórsigri í fyrri leiknum. Síðari leikurinn var hins vegar tilraunastarfsemi frá upphafi tíl enda, sem er í sjálfu sér góðra gjalda vert en ólíkt skemmtilegra hefði verið að vinna báða leikina. Það var ljóst strax á fyrstu mínútu að Eyjaliðið var mun sterkara. ÍBV byrjaði af miklum krafti, skoraði fyrstu þrjú mörkin áður en gestirnir svöruðu úr vítakasti. Eyjastúlkur bættu svo við átta mörkum í viðbót og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 11-1 fyrir ÍBV. Eftir þetta færðist ró yfir leikinn, liðin skiptust á skora en það duldist engum hvort liðið var betra og staðan í hálfleik var 19-8. Seinni hálfleikur var svo eins ójafn og sá fyrri, Eyjastúlkur juku muninn út leikinn og mestur varð munurinn 23 mörk, 38-15 en það voru gestirnir sem áttu síðasta orðið í leiknum og minnkuðu muninn niður í 22 mörk. Mörk ÍBV: Anna Yakova 12/4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Birgit Engl 4, Sylvia Strass 4, Alla Gokorian 4, Anja Nielsen 3, Eh'sa Sigurðardóttir 2, Edda Eggertsdóttir 2, Sæunn Magnúsdóttir 1, Hildur Jónsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 16.  


=== '''Stelpurnar unnu allt''' ===
Síðari leikurinn var hins vegar á allt öðrum nótum enda ljóst að erfitt var fyrir Aðalstein Eyjólfsson að fá leikmenn til að halda einbeitningu. Í stað þess að keyra á byrjunarliðinu, lét hann varamenn liðsins sjá um leikinn að mestu leyti og fyrir vikið var leikurinn jafn lengst af. Eyjastúlkur voru reyndar ávallt með örugga forystu, allt þar til fimm mínútur voru eftir búlgarska liðið jafnaði og komst svo yfir í næstu sókn, 18-17. Eyjastúlkur náðu ekki að skora mark síðustu mínúturnar og því urðu þetta lokatölur leiksins. IBV komst áfram í 16 liða úrslit og sigraði búlgarska liðið samanlagt 55- 34. Óneitanlega glæsilegur árangur en óneitanlega hefði verið skemmtilegra að vinna seinni leikinn. Mörk ÍBV: Anna Yakova 5/1, Birgit Engl 4, Ester Óskarsdóttir 3, Edda Eggertsdóttir 2, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 2, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1. Varin skot: Julia Ganfimorova 17.  
Eina helgi í október 2005 fór fram fjölliðamót hjá fjórða flokki kvenna og var leikið  í Eyjum. Þetta voru fyrstu leikir stelpnanna á Íslandsmótinu en leikið var gegn Gróttu, Víking og FH. Til gera langa sögu stutta þá unnu stelpurnar alla leiki sína en úrslitin urðu þessi: ÍBV-Grótta 15:10, ÍBV-Víkingur 18-7, ÍBVFH 9:8. Markahæstar voru þær Elísa Viðarsdóttir með 15 mörk og Andrea Káradóttir og Sædís Magnúsdóttir með 7 mörk hvor. Þá stóð Heiða Ingólfsdóttir í markinu og varði samtals 37 skot. 


=== '''Shellmótið fékk viðurkenningu''' ===
=== Eyjapeyjar á úrtaksæfingar ===
Shellmót ÍBV fékk viðurkenningu í lok ársins 2005 fyrir besta grasrótarviðburð ársins 2005. Fulltrúar KSÍ, sem voru staddir í Eyjum á formannafundi félaga í efstu deild, afhentu fulltrúum ÍBV viðurkenningarskjal og fimmtíu Adidas fótbolta af bestu gerð.
Þrír leikmenn ÍBV í knattspyrnu, Andri Ólafsson, Tryggvi Bjarnason og Jón Skaftason hafa verið boðaðir til æfinga hjá U-21 árs liði Íslands. Munu það vera fyrstu æfingar nýs þjálfara, Eyjólfs Sverrissonar. Þá hefur Ólafur Þór Berry verið boðaður á úrtaksæfingar hjá U-19 ára liðinu. Auk þess verða æfingar hjá U-17 ára landsliðinu og þar eiga Eyjamenn einn fulltrúa, Ellert Scheving Pálsson en nokkra athygli vekur að af 55 leikmönnum sem valdir voru á æfingar U-17 ára liðsins, eiga Eyjamenn aðeins einn fulltrúa


=== '''Íslandsmeistarar''' ===
=== Auðveldur sigur ===
Kvennalið ÍBV í handbolta hampaði Íslandsmeistaratitlinum í byrjun apríl 2006. Það var ljóst eftir að liðið sigraði HK í Kópavogi 31-27. Sigur ÍBV í Íslandsmótinu var afar athyglisverður þar sem ÍBV hafði hvorki besta, né stærsta leikmannahópinn, en nýtti sér styrkleika sína. Alfreð Örn Finnsson, þjálfari ÍBV, átti stóran þátt í þessum titli enda hagaði  hann leik ÍBV á skynsaman hátt, einbeitti sér að varnarleiknum þar sem sterkasti leikmaðurinn, markvörðurinn Florentina Grecu naut sín.  Þá er hverju liði mikilvægt að hafa Ingibjörgu Jónsdóttur í sínu liði, sannkallaður leiðtogi þar á ferð.  
Eyjastúlkur léku gegn botnliði Fram í Eyjum. Leikurinn var jafnari en flestir áttu von á en sigur IBV var hins vegar aldrei í hættu og lokatölur urðu 35-26. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, gaf varamónnum liðsins tækifæri í leiknum í gær, Edda Eggertsdóttir kom inn á línuna og Ester Óskarsdóttir stýrði sóknarleiknum. Hún sýndi hversu efnileg hún er en þess má geta að hún er enn aðeins í fjórða flokki. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en einkenndist fyrst og fremst af furðulega harðri dómgæslu. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður voru komnar sex brottvísanir í leiknum, sem urðu alls fimmtán og auk þess tvö rauð spjöld. Þetta er ekki síst furðulegt í ljósi þess að leikurinn var mjög prúðmannlega leikinn. Þá hafa vítin sjaldan verið fleiri, alls nítján í leiknum öllum og þurfti stundum ekki annað en að ryðjast á varnarmann til að fá víti. Staðan í hálfleik var hins vegar 19-14. Í upphafi síðari hálfleiks gerðu Eyjastúlkur svo út um leikinn, náðu mest átta marka forystu sem gestirnir náðu aldrei að brúa. Lokatölur leiksins urðu svo 35-26 en með sigrinum komst ÍBV aftur í efsta sæti deildarinnar. Mörk ÍBV: Anna Yakova 7/2, Birgit Engl 6, Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Anja Nielsen 4, Sylvia Strass 3/2, Ester Óskarsdóttir 3, Edda Eggertsdóttir 3, Sæunn Magnúsdóttir 2/1, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 19/1.


''„Ég fer ekki ofan af því að Vestmannaeyingar  eru bestu stuðningsmenn í heimi og ég er svo ánægður geta loksins farið með bikar heim til Eyja. Ég vil nú ekki vera eins og væminn sápuóperuleikari en ég dýrka Vestmannaeyjar og ég er svo ánægður geta komið með dolluna heim í kvöld með Herjólfi''," sagði Alfreð Finnsson þjálfari við heimkomuna. En ÍBV stelpunum var tekið með kostum og kynjum á Básaskersbryggju við heimkomuna, þrátt fyrir nístingskulda.
=== ÍBV með yfírburði ===
ÍBV tók á móti Víkingum seinni hluta janúar mánaðar. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað, gestirnir skoruðu fyrsta markið og fyrstu tíu mínúturnar skiptust liðin á að skora. En eftir það áttu Eyjastúlkur góðan leikkafla og náðu þriggja marka forystu. Leikmenn Víkings voru hins vegar ekkert á því að gefast upp og náðu minnka muninn niður í eitt mark, 13-12 en á lokakaflanum skoruðu leikmenn IBV fimm mörk gegn einu marki gestanna og staðan í hálfleik var 18-13. Síðari hálfleikur var svo lengst af í jafnvægi, það er að segja, liðin skiptust á að skora og munurinn var fimm til sjö mörk. Sigur ÍBV var því aldrei í hættu, varamenn IBV fengu tækifæri undir lokin og skiluðu sínu hlutverki, lokatölur 35-27. Mörk ÍBV: Alla Gokorian 7/3, Sylvia Strass 6, Birgit Engl 6, Anna Yakova 5, Anja Nielsen 4, Guðbjörg Guð- mannsdóttir 3, Elísa Sigurðardóttir 2, Þórsteina Sigurbjömsdóttir 1, Ester Óskarsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 17/1.


=== '''ÍBV dregið úr keppni í Íslandsmótinu''' ===
=== Sigur á Breiðabliki ===
Ekkert kvennalið í meistarflokki í knattspyrnu var tilkynnt til þátttöku í Íslandsmótinu 2006. Sú ákvörðun var tekin í lok mars og tók Þór/KA sæti ÍBV í efstu deild Íslandsmótsins en ÍBV var sömuleiðis dregið úr bikarkeppninni. Þetta var talsvert áfall fyrir félagið enda ekki nema eitt og hálft ár síðan ÍBV fagnaði bikarmeistaratitli og síðustu þrjú ár hafði ÍBV ekki endað neðar en í þriðja sæti.  
Karlalið IBV í knattspymu lék æfingaleik gegn 1. deildarliði Breiðabliks og fór leikurinn fram í Fífunni. Í liði Eyjamanna mátti sjá nokkra nýliða í hópnum, m.a. Daníel Hafliðason sem hefur æft með liðinu að undanfömu. Eyjamenn unnu leikinn, 3-1 og var Daníel einmitt einn af markaskorumm liðsins en Gunnar Heiðar og Bjarni Geir skoruðu hin mörkin. Magnús Gylfason, þjálfari liðsins var ánægður með leik sinna manna. „''Þetta var bara nokkuð öruggt hjá okkur, auðvitað enginn sambafótbolti en mér fannst Blikarnir ekki eiga séns gegn okkur. Það vantaði nokkra í okkar lið en í staðinn fékk ég tækifæri til að prófa nýja leikmenn sem stóðu sig vel. Í liðinu hjá okkur voru þrír leikmenn sem við emm að skoða, Daníel Hafliðason, Baldur Sigurðsson sem kemur frá Húsavík og svo Magnús Már Lúðvíksson. Þetta eru allt færir knattspyrnumenn og spurning hvort við semjum við á".  '''sagði Magnús.'''''


Vandamál kvennaknattspyrnunnar komu fyrst fram árinu áður en ÍBV tefldi fram mjög þunnskipuðum leikmannahópi. Fljótlega eftir tímabilið fóru svo skrautfjaðrirnar að reytast af liðinu og þegar upp var staðið stóð aðeins fámennur hópur Eyjastúlkna eftir. Kallað var til fundar á haustmánuðum þar sem ákvörðun var tekin um að halda því til streitu að tefla fram kvennaliði í knattspyrnu. Knattspyrnuráð kvenna var myndað og var strax ráðist í það fá leikmenn til ÍBV Það gekk ekki sem skyldi, einnig var tillaga um sameiningu við Selfoss felld á aðalfundi félagsins. Í kjölfarið hættu þrír meðlimir af sex í knattspyrnuráði kvenna og á fundi, með þeim sem eftir stóðu, var ákveðið að draga liðið úr keppni, bæði í Íslands- og bikarkeppninni en ÍBV hafði áður dregið sig úr keppni í deildarbikarnum.
=== Bikararnir raðast til Eyja ===
Kvennalið IBV í knattspymu hefur nú tekið þátt í tveimur æfingamótum í janúar og árangurinn hefur heldur betur verið góður. Þannig unnu stelpumar Hitaveitumótið og tóku svo þátt í Sparisjóðsmótinu á Akureyri. Eyjastelpur léku þrjá leiki í mótinu og unnu þá alla og markatala ÍBV í mótslok var glæsileg, 21 mark skorað en sex fengin á sig. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV sagði í samtali við Fréttír hann væri ánægður með mótið. ''„Já, núna komum við heim með bikar eftir hverja helgi. Þetta var samt strembið ferðalag, við lögðum af stað með Herjólfi á föstudagsmorgun og spiluðum svo fyrsta leikinn síðar um kvöldið á Akureyri. En stelpumar stóðu sig vel og ég var mjög ánægður með þær í þessari ferð,"'' sagði Heimir. Úrslit ÍBV um helgina: ÍBV-Þór/KA/KS 7-5 (Olga 3, Margrét 2, Ema Dögg og Elena) ÍBV-Norðurlandslið 7-0 (Olga 3, Thelma Sigurðard. Pálína, Margrét, Elena) ÍBV-Stjaman 7-1 (Bryndís 3, Karítas, Margrét, Olga)


=== '''Af væntumþykju''' ===
=== Góð ferð hjá öðrum flokki ===
Eftir þjóðhátíðina 2006 tilkynnti þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu, Guðlaugur Baldursson að hann væri hættur þjálfun liðsins. Gengi þess var afar dapurt þetta sumar og sat það í botnsætinu. Heimir Hallgrímsson tók þá við liðinu - hann hafði reyndar  verið í sömu stöðu áður, því árið 2002 tók hann við karlaliði ÍBV eftir að Njáli Eiðssyni hafði verið sagt upp störfum.  
Annar flokkur karla í handknattleik nýtir hlé Remaxdeilarinnar vel. Liðið hafði aðeins leikið einn leik fyrir áramót og á því fullt af leikjum inni. Strákarnir léku þrjá leiki eina helgi í janúar en þeir unnu tvo leiki og töpuðu einum. Úrslitin voru þessi: Afturelding - IBV 27-25, Stjaman - ÍBV 26-37, Fjölnir-ÍBV 30-38.  


Heimir sagði í samtali við Fréttir að það hefði fyrst og fremst verið af væntumþykju fyrir félaginu að hann ákvað að slá til. „''Það hefðu sjálfsagt einhverjir tekið við liðinu fyrir peningana og aðrir fyrir athyglina sem fæst út á það að stýra liði í efstu deild en fyrir mér er það mikilvægast að ÍBV eigi lið í efstu deild. Ég hef það kannski fram yfir aðra sem komu til greina að ég hef auðvitað fylgst mjög vel með liðinu í sumar og ekki er verra að ég vilji sjá liðið mitt áfram í efstu deild."''
Fjórði flokkur karla lék í fjölliðamóti en með ÍBV í riðli voru ÍR, Selfoss og Afturelding. Eyjapeyjar töpuðu öllum leikjunum og enduðu í neðsta sætí riðilsins.  


=== '''Fall um deild''' ===
Fjórði flokkur kvenna í knattspymu lék í sínum riðli í innanhúsknattspymu og var leikið á Hvolsvelli. Með ÍBV í riðli vom Afturelding, Fylkir, KFR, KR og Ungmf. Bessastaðahrepps en ÍBV endaði í öðru sæti riðilsins og komst ekki í úrslit. Úrslit voru þessi: IBV 6 -UMF-Bessastaðahr. 2, ÍBV 5-KR 0, ÍBV 2- KFR 3, ÍBV 2- Fylkir 2 og ÍB V 5 -Afturelding 0.
Eyjamenn kvöddu úrvalsdeild karla í knattspyrnu með sæmd þegar liðið lagði Fylki að velli á Hásteinsvelli um miðjan september 2006. Lokatölur urðu 2:0 og í raun áttu gestirnir aldrei möguleika í leiknum, slíkir voru yfirburðir ÍBV. Það kom svo í hlut Grindvíkinga að fylgja ÍBV eftir í 1. deildina. Þegar ljóst var að liðið væri fallið var Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins spurður í Eyjafréttum hvort hann hefði áhuga á að þjálfa liðið áfram: ''„Ég veit það ekki, þegar ég er spurður svona stuttu eftir að hafa fallið þá hef ég ekki nokkurn áhuga á því enda er ég mjög niðurdreginn eins og er en kannski snýst mér hugur eftir nokkra daga.“''


=== '''Einhugur að þjappa sér saman''' ===
=== Fjögur í úrtaki ===
Kvennaekla  hrjáði handboltalið ÍBV veturinn 2007. Liðið var afar þunnskipað Hlynur Sigmarsson formaður handknattleiksráð staðfesti að til umræðu væri að draga liðið úr keppni í Íslandsmótinu.  Aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags fundaði svo um málið og sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: ''„Ekki kemur til greina af hálfu ÍBV að draga liðið úr keppni á yfirstandandi Íslandsmóti. Stjórn félagsins, leikmenn, þjálfarar og allir stuðningsmenn ÍBV nœr og fjœr eru einhuga um að þjappa sér saman og yfirstíga þá erfiðleika, sem við er að etja. Aðalstjórn ÍBV hvetur stuðningsmenn félagsins alls staðar á landinu til að fjölmenna á leiki liðsins og sýna þannig stuðning í verki."''
Þær Margrét Lára Viðarsdóttir, Sara Sigurlásdóttir og Karítas Þórarinsdóttir hafa verið kallaðar á úrtaksasfingar hjá U-19 ára landsliði Íslands í knattspymu. Æfingarnar í Reykjaneshöll og Egilshöll síðustu helgina í janúar. Þá er Ólafur Berry í úrtaki í U-19.  


=== '''Friðbjörn framkvæmdastjóri''' ===
=== Verða með fískidag einu sinni í mánuði ===
Í byrjun febrúar 2007 var  Friðbjörn Valtýsson ráðinn framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags. Hann tók við af Páli Scheving sem fór til annarra starfa. Friðbjörn sagði í viðtali við Fréttir:
Kvennaráð IBV í handknattleik hélt fiskidag þar sem í boði voru alls kyns kræsingar úr sjávardjúpunum. Bryggjudagur hefur ávallt verið haldin af handknattleiksráði kvenna yfír sumartímann þar sem slegið er upp heljarmikilli veislu á bryggjunni en fiskidagurinn hefur minni umgjörð og áherslan lögð á góðan fisk á góðu verði. Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksráðs kvenna, sagði í samtali við Fréttir að viðtökurnar hefðu verið ágætar. ''„Við reyndar heyrðum það svo eftir helgi að það voru einhverjir sem voru bara búnir að gleyma þessu eða vissu ekki af þessu. En við ætlum að laga það, auglýsa þetta betur næst þannig að þetta ætti ekki að fara framhjá neinum."'' Næst segirðu, stefnið þið á að halda svona fiskidag aftur? ''„Já, hugmyndin er að hafa fiskidag einu sinni í mánuði. Fólk þekkir þessa þjónustu hjá okkur frá Bryggju-deginum og þó við bjóðum upp á mikið úrval af fiski á fiskidegi þá er umgjörðin ekkert í líkingu við Bryggjudaginn. Við hins vegar bjóðum þetta á góðu verði og njótum góðs af velvilja fiskvinnslufyrírtækja í bænum. Mörg eru að gefa okkur þessar afurðir og þannig höfum við möguleika á að halda þetta."'' Hlynur og félagar voru ekki aðeins að bjóða upp á ferska ýsu um helgina því þar mátti finna saltfisk, kleinur og kjúklinga.


''„Ég tel sameining félaganna hafi verið eitt mesta gæfuspor sem Vestmannaeyingar hafi tekið á síðustu árum“.''
=== Garðbæingar léttur biti ===
ÍBV lék gegn Stjörnunni í Garðabænum en Stjarnan hefur verið á mikilli siglingu í undanförnum leikjum. En Eyjastúlkur voru greinilega of stór biti fyrir Garðbæinga því lokatölur leiksins urðu 29-38. Leikurinn var í jafnvægi fyrstu tuttugu mínúturnar og liðin skiptust á hafa forystu í leiknum. En síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks blómstraði lið ÍBV og skoruðu stelpurnar níu mörk gegn fimm mörkum heimastúlkna og breyttu stöðunni úr 10-12 í 15-21, sem voru hálfleikstölur. Það tók Eyjastúlkur svo ekki langan tíma í síðari hálfleik að gera út um leikinn því í stað þess að heimastúlkur minnkuðu muninn þá juku Eyjastúlkur hann og mestur varð munurinn tíu mörk, 24-34. Í lok leiksins sýndi leikklukkan í Garðabæ 29-37 en eftir að hafa horft á myndbandsupptöku af leiknum þá er ekki annað að sjá en að leikurinn hafi endað 29-38. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV staðfesti þetta og sagðist hafa grunað að það vantaði eitt mark upp á en vildi ekki gera mál úr því þar sem sigurinn skipti öllu máli. Mörk ÍBV: Anna Yakova 10, Alla Gokorian 8/3, Anja Nielsen 6, Sylvia Strass 4, Birgit Engl 4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3, Edda Eggertsdóttir 1, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 15/1.


=== '''Stjórnin endurkjörinn''' ===
=== 2. flokkur karla á siglingu ===
Á aðalfundi félagsins 30. apríl 2007,  var aðalstjórn  öll endurkjörin en hún var þannig skipuð: Jóhann Pétursson formaður, Tryggvi Már Sæmundsson varaformaður, Olga Bjarnadóttir ritari, Magnús Steindórsson meðstjórnandi, Guðný Hrefna Einarsdóttir meðstjórnandiVaramenn Unnur Sigmarsdóttir og Örn Hilmisson.
2. flokkur karla lék tvo leiki gegn HK síðustu helgina í janúar. Leikirnir fóru þannig að í fyrri leiknum sigraði ÍBV með tíu marka mun en í þeim síðari með átta, 32- 24. Staðan í riðlinum er þannig að ÍBV er í þriðja sæti með tíu stig eftir sex leiki, Stjarnan er í öðru sæti með tólf stig eftir sjö leiki og Haukar eru efstir með tólf stig eftir átta leiki. Fjórði flokkur kvenna lék í þriðju umferð Íslandsmótsins en í sama riðli og IBV voru Fylkir, Valur og Stjarnan. ÍBV tapaði gegn Fylki, 12-11 og gegn Val 14-18 en unnu svo Stjörnuna 17-11.  


Í ræðu formanns félagsins, Jóhanns  Péturssonar sagði hann að ÍBV væri sterkt félag sem byggi á grasrótinni. „''Og vissulega eigi kvennaíþróttir undir högg sækja hjá okkur og eru ýmsar ástæður fyrir því, t.d. forgangsröðun hjá kvenfólkinu og gulrótin ekki sú sama og hjá körlunum sem sjá möguleika á komast í atvinnumennsku."''
=== Nýr starfsmaður hjá ÍBV ===
ÍBV-íþróttafélag hefur ráðið nýjan starfsmann en þar er á ferðinni Eyjamaðurinn Kristján Georgsson, betur þekktur sem Kiddi Gogga. Starf hans verður þjálfa þrjá flokka félagsins í knattspyrnu en auk þess mun Kiddi skipuleggja ferðir allra flokka félagsins og í sumar mun hann aðstoðar við skipulagningu mótanna tveggja, Shellmótsins og Vöruvalsmótsins. Páll Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV sagði það væri mikill fengur fyrir félagið fá Kidda til starfa.  


=== '''Íslandsmeistaratitlar hjá 4. flokki kvenna''' ===
=== Tillaga ÍBV um undanúrslit í bikarnum ekki samþykkt ===
Bæði A- og B-lið fjórða flokks kvenna urðu Íslandsmeistarar í handbolta á vordögum 2007. Bæði lið enduðu í öðru sæti í deildarkeppninni en í úrslitaleikjunum sigraði B-liðið  KA en  A-liðið sigraði Stjörnuna.  
Ársþing KSÍ fór fram síðustu helgina í janúar á Selfossi en ÍBV lagði fram eina tillögu, um að færa undanúrslitaleiki bikarkeppninnar aftur heim í hérað í stað þess að spila þá á Laugardalsvellinum. Tillagan var felld. Menn virðast ekki vera sammála hvemig atkvæðagreiðslan fór, forráðamenn IBV segja að tillagan hafi verið naumlega felld en aðrir segja að tillagan hafi verið kolfelld. Það sem kannski svíður mest er andstaða landsbyggðaliða en sem dæmi má nefna að bæði ÍA og KA greiddu gegn tillögunni sem kom veralega á óvart. Birgir Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍBV, sagði það vera mikil vonbrigði að tillagan hafi ekki náð í gegn.


=== '''Í  úrvalsdeild á ný''' ===
=== '''<u>FEBRÚAR:</u>''' ===
Karlalið ÍBV tryggði sér sæti í úrvalsdeild í handbolta á ný á vordögum 2007 með því að leggja FH að velli í Hafnarfirði 24:29. Eyjamenn byrjuðu vel í leiknum og náðu góðri forystu, komust m.a. í 7:12 en heimamenn náðu að minnka muninn fyrir leikhlé og staðan var 12:13 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Jafnræði var með liðunum framan af síðari hálfleik en FH-ingar komust í fyrsta sinn yfir í seinni hálfleik 20:19. Eyjamenn svöruðu hins vegar með þremur mörkum í röð og lögðu þar með grunninn að sigrinum.


Lítil móttökuathöfn var á flugvellinum í Vestmannaeyjum þegar liðið kom til Eyja en formaður félagsins, Jóhann Pétursson, færði liðinu blómvönd og óskaði leikmönnum, forráðamönnum og stuðningsmönnum til hamingju með árangurinn.  
=== '''Finnbogi semur''' ===
Ungur og efnilegur Eyjapeyji skrifaði undir hjá félaginu á upphafsdögum febrúar en það er Finnbogi Friðfinnsson, sonur Friðfinns Finnbogasonar í Eyjabúð og fyrrverandi leikmanns ÍBV. Finnbogi hefur leikið með yngri flokkum félagsins og er án efa einn efnilegasti markvörðurinn sem komið hefur upp í Eyjum í áraraðir.  


Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV leyndi  ekki þeirri skoðun sinni að þjálfari liðsins, Gintaras Savukynas, ætti stóran þátt í góðu gengi liðsins. ''„Hann smellpassar inn í þennan hóp hjá okkur og passar líka mjög vel inn í þetta samfélag hérna“.''
=== '''ÍBV afhenda áritaðan búning''' ===
Í byrjun febrúar fóru leikmenn ÍBV í heimsókn til Gunnars Karls Haraldssonar og afhentu honum ÍBV-búning áritaðan af leikmönnum liðsins. Gunnar er mikill keppnismaður og gefur ekki tommu eftir í baráttu sinni við veikindin. Gunnar myndi sóma sér vel í búningi ÍBV sem fulltrúi metnaðar og keppnishörku. Einnig afhentu leikmenn meistaraflokks Gunnari íþróttagalla sem er gjöf frá ÍBVaðalstjóm. Hvöttu leikmenn Gunnar til dáða um leið og Gunnar vildi fara sjá leikmenn vinna titil næsta sumar. Var þetta til að kitla hláturstaugar leikmanna sem sáu að þeir gátu engu svarað skemmtilegu skoti Gunnars.  


=== '''Sókn í kvennaboltanum''' ===
=== '''Petra í raðir KR''' ===
Um haustið 2007, blásið til sóknar í kvennaknattspyrnunni, stofnuð var knattspyrnudeild kvenna og19 stúlkur skrifuðu undir leikmannasamning við ÍBV íþróttafélag, voru þær allar í 2. flokki.
Fyrrum markvörður ÍBV í knattspyrnu, Petra Fanney Bragadóttir gekk í raðir Íslandsmeistara KR en Petra lék síðast með ÍBV síðastliðið sumar. Petra þekkir ágætlega til í herbúðum KR en hún hefur æft með liðinu meðan hún dvelur í Reykjavík. Markvörður KR-inga, landsliðsmarkvörðurinn Þóra Helgadóttir, er í námi í Bandaríkjunum og hefur ávallt misst úr nokkra leiki á hverju sumri og er Petru ætlað að fylla í skarðið á meðan. Petra hefur leikið með IBV alla tíð og lék sex leiki með liðinu í efstu deild sumarið 2003. Koma enska landsliðsmarkvarðarins Rachel Brown varð hins vegar til þess að Petra lagði skóna á hilluna tímabundið.


=== '''Fall í 1. deild í karlahandboltanum''' ===
=== '''Stórsigur á ÍR-ingum''' ===
Hvorki gekk né rak hjá meistaraflokki karla í handbolta, tímbilið 2007-2008. Lengst af var liðið í neðsta sætinu í efstu deild. Liðið sýndi þó af og til góða leiki, en féll á lágt plan þess á milli. Í síðast leik sínum mættu þeir Val sem endaði með fjórtán marka tapi, 24-38. Liðið féll niður um deild.
Karlalið ÍBV lék tvo æfingaleiki fyrstu helgina í febrúar en liðið undirbýr sig nú af krafti fyrir komandi átök í 1. deild Íslandsmótsins. Leikið var gegn úrvalsdeildarliðunum Haukum og ÍR og var leikið gegn Haukum á föstudag. Guðfinnur Kristmannsson var að leika sína fyrstu leiki með liðinu og ljóst að leikmenn þurftu tíma til að kynnast honum og hann liðinu. Haukarnir voru mun sterkari í leiknum og lokatölur urðu 31-21 fyrir Haukana. Daginn eftir léku strákarnir svo gegn ÍR-ingum en þeir enduðu í efsta sæti suðurriðils á meðan IBV endaði í því sjötta. En Eyjamenn báru litla virðingu fyrir silfurliði síðustu leiktíðar og sigruðu mjög örugglega, 17-30.


=== '''18 marka sigur''' ===
=== '''Tveir nýir leikmenn í bætast í hópinn'''  ===
2. flokkur ÍBV kvenna í knattspyrnu sótti  Hauka heim í Hafnarfjörð í 16 liða úrslitum Visa-bikarsins sumarið 2008. Leikurinn reyndist stelpunum okkar ekki mjög erfiður þar sem þær unnu með átján marka mun. Í hálfleik var staðan 0:8 svo stelpurnar skoruðu tíu mörk í seinni hálfleik.
Knattspyrnuliði IBV í kvennaflokki hefur borist góður liðsauki fyrir komandi sumar því um helgina skrifuðu þær Elín Anna Steinarsdóttir og Bryndís Jóhannesdóttir undir tveggja ára samning við félagið. Bryndís lék upp alla yngri flokka með Tý og IBV og svo í meistaraflokki IBV en ákvað að söðla um fyrir síðasta tímabil og lék í 1. deildinni með ÍR. Þeir sem þekkja til kvennaknattspyrnunnar vita að Bryndís er allt of góður leikmaður til að vera í 1. deild og ákvað hún á dögunum að snúa aftur heim til ÍBV. Félagsskipti Elínar Önnu hafa legið nokkuð lengi í loftinu en Elín Anna var samningsbundin Breiðabliki. Félagið braut hins vegar á samningi við hana sem gerði henni kleift að rifta samningnum og ganga í raðir IBV.  


Um mitt sumar var meistaraflokkur kvenna í 2. sæti 2. deildar. Endurreisn kvennaknattspyrnunnar var komin á fullt skrið. Ekki tókst liðinu þó komast upp í efstu deild þetta sumarið.
=== '''Handboltinn óskar eftir styrk''' ===
Þrjú erindi frá handknattleiksdeild kvenna ÍBV voru tekin fyrir á fundi bæjarráðs mánudaginn 10.febrúar. Fyrst var það vegna greiðslu fyrir matarboð í tengslum við Evrópukeppnina en það gleymdist að ræða það fyrir leikinn að vaninn sé að bærinn borgi fyrir veisluna. Kostnaðurinn var um 200 þúsund krónur. Annað bréf var um sama mál og óskaði Hlynur Sigmarsson formaður handknattleiksráðs að í stað greiðslu fyrir veisluna var óskað eftir því að bæjaryfirvöld komi að ferðakostnaði vegna ferðar stelpnanna til Frakklands. Þriðja bréfið var svo tekið fyrir en þar er formlega óskað eftir styrk vegna ferðarinnar til Frakklands og kemur fram að kostnaður sé allt að ein og hálf milljón króna. Engin styrkur kemur frá Evrópusambandinu líkt og gerist í knattspyrnunni og fellur því allur kostnaður á handknattleiksdeildina. Bæjarráð samþykkti eiga fund með forráðamönnum ÍBV - íþróttafélags til að ræða fjárhagsleg samskipti þessarra aðila.


=== '''Í efstu deild á ný''' ===
=== '''Aðalfundur ÍBV íþróttafélags''' ===
Um þjóðhátíðina 2008 var karlalið ÍBV í knattspyrnu í efsta sæti 1. deildar með 34 stig og höfðu 3 stig á næsta lið. Væntingar um liðið nái aftur sæti í efstu deild voru miklar, enda liðið á fljúgandi ferð undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Í fyrstu leikjunum eftir þjóðhátíð sigraði liðið Víking Ólafsvík 3-1 og Fjarðarbyggð 1-0.
Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags var haldinn um miðjan febrúar og voru um fimmtíu manns á fundinum. Farið var yfir reikninga síðasta árs auk þess sem nokkrar tillögur lágu fyrir fundinum. I umræðu um reikninga aðalstjómar og deilda ÍBV-íþróttafélag kom fram að nokkurrar óreiðu gætir hjá sumum deildum. Skoðunarmenn félagsins treystu sér ekki til að skrifa undir reikninga félagsins en fundurinn samþykkti þá engu að síður með þeim formerkjum að senda ársreikninga aftur til skoðunarmanna tíl samþykktar. Þá voru menn sammála um að færa þurfi bókhald deilda félagsins til betri vegar og jafnvel yrði það hlutverk skrifstofu ÍBV að sjá um bókhald deildanna. Ekkert var ákveðið í þeim efnum. Af tillögum sem lágu fyrir má nefna að allar fjáraflanir á vegum ÍBV fara nú í gegnum aðalstjóm en áður voru deildimar hver í sínu homi og rákust fjáraflandir jafnvel á. Þá var samþykkt að félagið fjárfesti í nýju bókhaldsforriti í þeirri viðleitni koma bókhaldi deilda í réttan farveg. Þá benti Viðar Elíasson, formaður knattspymudeildar á að þó að margt mætti betur fara í starfinu þá væri unnið mjög gott starf hjá ÍBV sem ekki mætti falla í skuggann á umræðunni um það sem þarf að bæta og tóku menn undir það. Ný stjórn var kosin, Óskar Freyr Brynjarsson var endurkjörinn sem formaður félagsins en auk hans eru þau Björgvin Eyjólfsson, Tryggvi Már Sæmundsson, Guðný Einarsdóttir og Olga Bjamadóttir í stjórn en varamenn em þeir Tryggvi Kr. Ólafsson og Magnús Bragason. Skoðunarmenn reikninga félagsins fyrir árið 2004 eru þeir Gísli Valtýsson og Hörður Óskarsson.


Í síðasta leik lék liðið við KS/Leiftur á Siglufirði og sigraði 1-0. Þar með var ljóst að ÍBV var komið í efstu deild á ný eftir tvö ár í 1. deild.
ÍBV afhenti fjórum leikmönnum viðurkenningu samkvæmt nýjum reglum um slíkt. Nú verður miðað við leiki í deild, bikar, deildarbikar og Evrópukeppni með ÍBV og einstaklingum afhentar viðurkenningar fyrir 100 leiki, 150 leiki, 200 Ieiki og svo framvegis. Í ár fengu þeir Birkir Kristinsson (116), Bjarnólfur Lárusson (134), Hjalti Jóhannesson (139) og Ingi Sigurðsson (320) viðurkenningar fyrir leikjafjölda.  


Það sem var óvenjulegt og sennilega einstakt, var að þjálfari meistarflokksins, Heimir Hallgrímsson, var einnig þjálfari 5. flokks drengja þetta sama sumar, sem náði líka frábærum árangri eins og fram kemur hér neðan.
=== '''Í úrslit fjórða árið í röð''' ===
ÍBV komst í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð eftir að hafa unnið FH nokkuð sannfærandi í undanúrslitunum, 34 - 24. Í úrslitaleiknum mætir ÍBV hins vegar hinu Hafnarfjarðarliðinu, Haukum en þessi lið mættust einmitt í úrslitaleiknum í fyrra þar sem Haukar höfðu betur. Leikurinn var nánast eftir bókinni og í samræmi við það sem ÍBV hefur verið að gera í síðustu leikjum. Hraðinn var mikill og FH-ingar virtust ráða ágætlega við hann framan af. Varnarleikur ÍBV var reyndar afar slakur í fyrri hálfleik og þannig áttu gestirnir auðveldara með að fá góð færi. Þó að ÍBV hafi ávallt verið skrefinu á undan þá náðu þær aldrei að hrista Hafnfirðinga af sér og í hálfleik munaði aðeins tveimur mörkum, 16-14. Það var augljóst ræða Aðalsteins Eyjólfssonar, þjálfara ÍBV hitti beint í mark í leikhléi því Eyjastúlkur voru mun grimmari í síðari hálfleik. Strax frá fyrstu mínútu tóku þær völdin á vellinum, skoruðu fjögur mörk úr fyrstu fimm sóknum sínum á meðan gestirnir náðu aðeins einu sinni að koma boltanum í netið. Reyndar var varnarleikur og markvarsla hjá IBV í upphafi síðari hálfleiks í hæsta gæðaflokki og Hafnfirðingar náðu aðeins að skora tvívegis úr fyrstu sautján sóknum sínum. Um miðjan hálfleikinn voru Eyjastúlkur komnar tíu mörkum yfir, 29-19 og úrslitin ráðin. Undir lokin virtust gestirnir ætla að minnka muninn en Guðbjörg Guðmannsdóttir tók þá loksins við sér, skoraði síðustu fjögur mörk leiksins og tryggði ÍBV farseðil í úrslitaleik bikarkeppninnar og lokatölur leiksins urðu 34-24. Mörk ÍBV: Anna Yakova 8, Alla Gokorian 8, Sylvia Strass 7, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Anja Nielsen 4, Birgit Engl 2, Þórsteina Sigurbjömsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 23/1 GUÐBJÖRG Guðmannsdóttir gerði vonir FH engu á lokasprettinum þar sem hún skoraði fjögur síðustu mörkin.


=== '''Flott uppskera''' ===
=== '''Tryggvi til Orgryte''' ===
Strákarnir í fimmta flokki drengja gátu sannarlega fagnað frábærum árangri sumarið 2008 en peyjarnir unnu til silfurverðlauna í tveimur flokkum, A og C. Fimmti flokkur fór með fjögur lið, A, B, C og D alla leið í úrslitakeppni Íslandsmótsins. A-liðið lék undanúrslitaleik gegn HK og vann 2:1 og lék því gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn á Stjörnuvelli en sá leikur fór 4:1 fyrir Stjörnuna og strákarnir lentu því í öðru sæti. D-liðið vann leiki gegn Val og KR 1:0 og lék gegn Þrótti um Íslandsmeistaratitilinn, en töpuðu eftir framlengdan leik.
Tryggvi Guðmundsson gekk í febrúar í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Örgryte en fyrir eru tveir Íslendingar hjá liðinu, Jóhann Bimir Guðmundsson og Atli Sveinn Þórarinsson. Tryggvi hafði sett stefnuna suður á bóginn, helst á meginland Evrópu eða til Englands en erfið meiðsli settu strik í reikninginn hjá þessum snjalla sóknarmanni þannig að engin spennandi tilboð bárust.  


Þessir sömu strákar unni líka N1 bikarinn á Akureyri, sem veittur var fyrir besta samanlagða árangur A,B,C,D og E-liða. Þjálfari strákanna var Heimir Hallgrímsson sem einnig þjálfaði meistaraflokk félagsins.
=== '''Tvö stór töp fyrir Íslandsmeisturunum''' ===
 
Kvennalið ÍBV lék sína fyrstu leiki í Reykjavíkurmótinu en þá lék liðið tvívegis gegn KR. Leikirnir fóra báðir fram í Egilshöll. IBV tapaði báðum leikjunum stórt, annars vegar 5-1 og hins vegar 5-3 en Eyjastúlkur höfðu unnið KR fyrr í vetur í Hitaveitumótinu og því komu þessi töp nokkuð á óvart. Mörk ÍBV: Olga Færseth (2), Íris Sæmundsdóttir og Fanndís Frið- riksdóttir eitt hvor
=== '''Íslandsmeistarar og Kristín Erna með þrennu''' ===
Stelpurnar í 2. flokki kvenna urðu  Íslandsmeistarar í knattspyrnu árið 2008,  en þær tryggðu sér titilinn á sannfærandi hátt þegar þær unnu Val 3-1 . Leiðindarok var á Helgafellsvelli þegar leikurinn fór fram og bætti í vindinn eftir því sem leið á leikinn. Stelpurnar létu það þó ekki á sig fá og voru það Eyjastelpur sem byrjuðu á að leika á móti vindi. Það kom ekki að sök því markamaskínan, Kristín Erna Sigurlásdóttir, var búinn að skora tvö mörk þegar aðeins sex mínútur voru liðnar. Hún bætti síðan við þriðja marki sínu.
 
Eyjastúlkur  fögnuðu ákaft í leikslok, tóku sigurhring, tolleruðu Jón Ólaf  þjálfara sinn og  sungu og dönsuðu um völlinn.
 
=== '''Mikil minnkun tekna hjá knattspyrnudeild''' ===
Sigursveinn Þórðarson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV var í viðtali við Fréttir haustið 2008.  Þar lýsir hann m.a. áhyggjum sínum vegna minnkandi tekna knattspyrnudeildar karla'': „Það varð tap á rekstri deildarinnar og sumarið var mjög erfitt rekstrarlega séð. Ákveðnar fjáraflanir gengu ekki eftir en árið er ekki búið. Það eru ákveðin atriði sem enn eru óviss og geta haft töluverð áhrif á rekstrarniðurstöðuna. Það var mjög slæmt að missa Toyota út, styrkur þeirra einn og sér var tæplega 40% af tekjum deildarinnar og auk þess má reikna með að aðrir dragi úr sínum styrkjum. Ég gæti trúað að tekjur deildarinnar af styrkjum fyrirtækja minnki um allt að 50 til 60%“.''
 
=== '''Björt framtíð''' ===
Deildarbikarkeppni HSÍ í 6. flokki var haldin Kópavogi síðla janúar 2009.  ÍBV sendi fjögur lið til keppni og óhætt að segja að árangurinn hafi verið frábær. C-lið ÍBV varð Deildarbikarmeistari, vann alla sína leiki en þjálfari þeirra var Unnur Sigmarsdóttir. Í heildina var árangur ÍBV einnig mjög athyglisverður en lið ÍBV unnu ellefu leiki af tólf í riðlakeppninni. 
 
=== '''Átök í knattspyrnunni''' ===
Í janúar 2009 var boðað til fundar í Týsheimilinu og til  umræðu voru málefni knattspyrnunnar. Erfið fjárhagsstaða deildarinnar var m.a. rædd og fór Jóhann Pétursson formaður félagsins yfir þá stöðu. Hjá honum kom m.a. fram að  ekki hafi verið staðið við fjárhagsætlunina sem gerð var fyrir tímabilið,  en formaður knattspyrnudeildar Sigursveinn Þórðarson var hinsvegar ekki sáttur við skiptingu tekna ekki síst af þjóðhátíðinni þar sem hann taldi að hallað hefði á knattspyrndeildina.  En viðurkenndi að skelfileg ákveðin mistök hefðu verið gerð sem skrifast verði á  reynsluleysi knattspyrnuráðs.
 
Fleiri tóku til máls. Heimir Hallgrímsson þjálfari bað menn um að horfa til framtíðar í stað þess að rífast um liðna hluti. Hann benti á að framtíð knattspyrnunnar væri björt, 3., 4., 5. og 6. flokkur drengja væri að berjast um titla og langt síðan að slíkt hefði gerst hjá ÍBV. Auk þess væri knattspyrnuhús að rísa með tilheyrandi innspýtingu fyrir íþróttina. ''„Það sem mér sárnar mest er þessi félagslegi doði í félaginu. Ég hef sagt það áður að mér hefur fundist ÍBV vera metnaðarlega gjaldþrota, það er nánast engin stefna nema peningaleg stefna“.''
 
=== '''Hagnaður af rekstrinum''' ===
Á aðalfundi félagsins 29. mars 2009  kom fram að rekstrartekjur félagsins í heild voru rúmar 241 milljónir á árinu 2008 en rekstrargjöld rúmar 212 milljónir. Hagnaður varð af rekstri félagsins á árinu upp á 5,5 milljónir þegar fjármagnskostnaður er tekinn inn í. Til samanburðar varð tap á rekstri félagsins árið 2007 upp á tæpar 17 milljónir og viðsnúningur á rekstrinum því um 22,5 milljónir. Heildarskuldir félagsins voru rúmar 70 milljónir.
 
Tvær breytingar urðu á stjórn ÍBV- íþróttafélags. Unnur Sigmarsdóttir og Örn Hilmisson hættu en bæði höfðu þau tekið sæti í stjórnum ráða hjá félaginu, Unnur í handknattleiksráði og Örn í knattspyrnuráði karla. Í þeirra stað komu þeir Sigurður Smári Benónýsson og Guðjón Gunnsteinsson inn sem varamenn en í stjórn sitja áfram Jóhann Pétursson, formaður, Tryggvi Már, varaformaður, Guðný Einarsdóttir, gjaldkeri, Olga Bjarnadóttir ritari og  Þórunn Ingvarsdóttir meðstjórnandi.
 
=== '''Friðbirni sagt upp störfum og Tryggvi Már tók við''' ===
Friðbirni Ólafi Valtýssyni var sagt upp störfum framkvæmdastjóra ÍBV íþróttafélags um miðjan apríl 2009.  Friðbjörn staðfesti við Morgunblaðið, að ástæðan sem gefin var vegna brottrekstursins væri sögð vera ummæli hans við mbl.is í marsmánuði, þar sem hann sagðist vona að síldveiðar í Vestmannaeyjahöfn myndu skila um 15 milljónum í tekjur handa ÍBV. Hann sagði einnig að stjórnarmaður innan ÍBV hefði sagt við sig, að ummæli hans hefðu eyðilagt þessa fjáröflunarleið. ''„Það hefur greinilega gleymst að láta mig vita af því að ekki mætti tala um þetta. Þetta var eitthvert tabú hjá þeim. Ég var í góðri meiningu að segja frá skemmtilegu máli sem vakti þjóðarathygli, en svona fór þetta,“ sagði Friðbjörn, sem sagðist ekki ætla að gera meira veður út af málinu, þó svo hann væri mjög ósáttur''.
 
Við starfi Friðbjarnar tók Tryggvi Már Sæmundsson.
 
=== '''Áfram í 1. deild''' ===
Kvennalið ÍBV í handbolta 2009 lauk keppni í 2. deild Íslandsmótsins í lok apríl.
 
þegar liðið lék gegn KA í átta liða úrslitum deildarinnar. Eyjastúlkur áttu ekki möguleika gegn KA-liðinu og töpuðu með 18 mörkum, 36:18 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 17:7. Björn Elíasson, þjálfari liðsins, sagði í samtali við Fréttir að ÍBV hafi einfaldlega spilað illa.
 
''„Við erum auðvitað að hefja okkar þriggja ára ferðalag upp í úrvalsdeild, erum að taka fyrstu skrefin í uppbyggingu á kvennahandboltanum í Eyjum. Næstu skref er að nýta sumarið vel og byggja stelpurnar betur upp líkamlega fyrir næsta vetur.“''
 
=== '''Stór handboltamót''' ===
Síðustu helgina í apríl 2009 fór fram fjölmennasta handboltamót sem haldið hafði verið í Vestmannaeyjum þegar lokamót í 6. flokki karla í handbolta fór þar fram. Líklega var aðstaða fyrir stórmót sem þetta hvergi betri en einmitt í Vestmannaeyjum þar sem er að finna þrjá löglega handboltavelli og sundlaug, allt undir einu þaki. Tæplega fimmhundruð strákar sýndu hæfileika sína en leikið var á föstudegi og laugardegi. Unnur Sigmarsdóttir þjálfari 6. flokks drengja var ánægð með sína stráka, frammistöðu og hegðun.
 
=== '''Markmiðið að halda sér meðal þeirra bestu''' ===
Karlalið ÍBV í knattspyrnu lék sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni á ný árið 2009, þegar liðið heimsótti Fram á Laugardalsvöll. Lokatölur leiksins urðu 2:0 Fram í vil. Heimir Hallgrímsson þjálfari liðsins sagði markmiðið að halda liðinu upp í úrvalsdeildinni.
 
Liðið var við botninn mestallt leiktímabilið en slapp við fall.
 
=== '''Stórsigur í kvennaboltanum og tap í bikarnum''' ===
Stelpurnar í meistaraflokki í knattspyrnu byrjuðu tímabilið 2009 með sannkölluðum stórsigri á útivelli þegar þær sóttu sameiginlegt lið Tindastóls og Neista heim í Skagafjörðinn. ÍBV sigraði norðanstúlkur 0:11 en staðan í hálfleik var 0:8 fyrir ÍBV. Liðin léku í B-riðli 2. deildar eða næstefstu deild.
 
Liðið var síðan slegið út í 8 liða úrslitum Visa-bikarsins, þegar það tapaði fyrir Fylki 4-0.
 
Takmarkið að vinna sig upp í efstu deild þetta sumarið tókst ekki.
 
=== '''Bæði lið slegin út í 16 liða  úrslitum''' ===
Bikarveisla var í Íþróttamiðstöðinni  21. nóvember þegar bæði karla- og kvennaliðin léku við Fram í 16 liða úrslitum í Eimskipsbikarkeppninni í handbolta. Ekki gekk Eyjaliðunum sem skyldi. Karlaliðið tapaði 26-28 og kvennaliðið 22-40.
 
=== '''Íslandsmeistarar í Futsal''' ===
Kvennalið ÍBV í knattspyrnu varð Íslandsmeistari í Futsal í fyrsta sinn í byrjun árs 2010. Liðið vann Þrótt í úrslitaleik 5:1. Áður hafði ÍBV lagt ÍR að velli í undanúrslitum 5:3. Sjö lið skráðu sig til leiks.
 
Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður með að vinna titilinn''. „Það er eitt sem breytist seint í íþróttum. Að vinna titla er alltaf skemmtilegt,"'' sagði Jón Ólafur þegar Fréttir heyrðu í honum hljóðið.  
 
=== '''Konurnar áfram í 2. deild''' ===
Kvennalið ÍBV reið ekki feitum hesti frá úrslitakeppni 2. deildar í handbolta, sem fór fram á Seltjarnarnesi vorið 2010.  Fjögur lið tóku þátt í úrslitakeppninni en auk ÍBV voru það Grótta, FH og Víkingur. ÍBV tapaði öllum leikjunum og niðurstaðan því fjórða sætið sem hljóta að teljast vonbrigði.
 
Unnur Sigmarsdóttir, annar tveggja þjálfara liðsins sá þó ekki bara svartnættið þótt niðurstaðan hafi ekki verið eins og stefnt var að. Hún sagði í viðtali við Fréttir: ''„Þetta er dýrmæt reynsla sem stelpurnar fá úr þessum leikjum. Framtíðin er björt, við erum komnar í átta liða úrslit Íslandsmótsins í unglingaflokki og 4. flokkur er í undanúrslitum, bæði í A- og B-liðum þannig að hér er efniviður fyrir hendi. En eins og staðan er í dag, þá verðum við áfram í 2. deild næsta vetur."''
 
=== '''......og karlarnir líka''' ===
Karlalið ÍBV í handbolta féll úr leik í umspili um laust sæti í úrvalsdeild haustið 2010. Eyjamenn töpuðu viðureigninni gegn Aftureldingu 2:0 en leikið var heima og heiman. Tvo sigurleiki þurfti til að komast áfram.   Þetta var annað tap ÍBV á heimavelli um veturinn. Þrátt fyrir það komst liðið ekki upp í efstu deild, og voru að vonum mikil vonbrigði.
 
=== '''Hvenær opna hvítu tjöldin? – Gleymst að spyrja bæjarbúa''' ===
Í aðdraganda þjóðhátíða birtast árlega margar greinar í bæjarblöðunum um þessa einstöku hátíð. Árið 2010 var árið sem Landeyjahöfn var tekin í notkun. Þjóðhátíðarhaldarar bjuggust því við miklum fjölda gesta á hátíðina og undirbjuggu það með ýmsu móti. Sitt sýndist þó hverjum, að fá allt þetta fólk til Eyja. Valgerður Magnúsdóttir skrifaði grein í Fréttir og þar sagði hún m.a.: ''„ÍBV hefur notið mikils velvilja í samfélaginu og verður vonandi áfram, en hrædd er ég um að það geti breyst ef græðgin ein er höfð að leiðarljósi. Hætt er við að þjóðhátíðin glati sérstöðu sinni og verði eins og hver önnur Hróarskelduhátíð. Forsvarsmenn hátíðarinnar mega líka fara að hemja sig í fjölmiðlunum, um gestrisni Eyjamanna. Það veldur bara misskilningi. Samanber unga parið sem bankaði uppá eitt kvöldið og spurði „hvenær opna hvítu tjöldin?"''
 
Þá skrifaði Sigurður  Vilhelmsson einnig í  Fréttir og gagnrýndi hvernig staðið var að byggingu á stóra sviðinu í Herjólfsdal''. „Engin tilraun var verið gerð til að spyrja bæjarbúa að því hvort þeir vilji yfir höfuð þessi varanlegu mannvirki. Engin umræða fór fram um þessar framkvæmdir og þeim var beinlínis laumað í gegnum umhverfis- og skipulagsráð. Kærufrestur vegna deiliskipulags var ekki einu sinni runninn út þegar framkvæmdir voru komnar á fullt. Því miður eru þessi vinnubrögð ekkert einsdæmi hér í bæ. Svo virðist sem einhugur hafi ríkt í bæjarstjórn um þessar framkvæmdir, en einhverra hluta vegna hefur gleymst að spyrja bæjarbúa“.''
 
=== '''Markmiðið er Evrópusæti''' ===
Fyrsti leikur karlaliðs ÍBV í Íslandsmótinu í knattspyrnu var um miðjan maí 2010 þegar liðið sótti  Fram heim á þjóðarleikvanginn. Leikurinn tapaðist 2:0. Liðin mættust einnig í fyrstu umferð Íslandsmótsins í fyrra á sama velli þar sem Framarar höfðu betur í jöfnum leik, 2:0. Leikurinn þá var upphafið að einni verstu byrjun ÍBV í Íslandsmótinu,  en liðið tapaði fyrstu fjórum leikjunum og skoraði ekki mark. Heimir Hallgrímsson var áfram þjálfari liðsins.  Hann gaf það út,  að markmiðið fyrir ÍBV sé að berjast um Evrópusæti. Hann segir það eðlilegt næsta skref hjá ÍBV ''„Hvaða markmið er það að ætla sér að ná aftur 10. sætinu? Er það eitthvert markmið“?''
 
Vegna gossins í Eyjafjallajökli á þessum tíma, var ekki hægt að æfa á Hásteinsvelli en ekki þótti fært að æfa utandyra vegna öskufalls. ÍBV strákarnir héldu því til á fastalandinu við æfingar um nokkurn tíma.
 
=== '''Þjóðhátíðin eftir Landeyjahöfn''' ===
Tilkoma Landeyjahafnar gerði Þjóðhátíðina 2010 þá fjölmennustu fram til þess. Allt í einu voru Vestmannaeyjar komnar í alfaraleið og samgöngur ekki sami hemill á fjölda þjóðhátíð- argesta og áður. Það var því með nokkrum kvíða sem Eyjamenn horfðu til þjóðhátíðarinnar 2010, óttuðust að með metfjölda gætu skapast aðstæður sem erfitt yrði að ráða við. Fjöldi gesta var tæplega 14 þúsund. Sá fjöldi reyndist viðráðanlegur og veður með ágætum. Þjóðhátíðarhaldarar, lögregla og gestir báru hátíðinni vel söguna, en einhverjar stimpingar fylgja alltaf þar svo margir koma saman.  Búið var að reisa neðri hluta Brekkusviðsins þar sem er aðstaða sölubúðanna og sviðsfólksins, sú aðstaða er síðan er notað sem geymsla milli þjóðhátíða. Bráðabirgðahús var að þessu sinni sett þar ofan á sem svið. Fjöldi hústjalda var með mesta móti á þessari þjóðhátíð sem bendir til að fjöldi heimamanna hafi líka verið með mesta móti. Miðaverð í Dalinn var kr. 13.900 og kr. 11.900 í forsölu.
 
=== '''Kvennaliðið í efstu deild á ný''' ===
Á sameiginlegum fundi leikmanna kvennaliðs ÍBV í handbolta og handknattleiksráðs í sumarið 2010, var ákveðið að sækja um þátttöku í efstu deild á ný. - ÍBV hafði leikið í 2. deild undanfarin þrjú ár, en sú deild er eins og utandeild og lið vinna sig ekki upp um deild. Handknattleiksráð taldi að kominn væri tími til að stelpurnar reyni sig meðal þeirra bestu. HSÍ fagnaði þessari ákvörðun og samþykkti  beiðnina.
 
=== '''2. flokkur dreginn úr keppni''' ===
Seinni part sumars 2010 var ákveðið að draga 2. flokk kvenna hjá ÍBV í knattspyrnu úr keppni Íslandsmótsins. Ákvörðunin kom talsvert á óvart enda byrjaði liðið mjög vel, vann fyrstu sex leiki sína í mótinu og var um tíma í efsta sæti A-deildar. En liðið gaf eftir og hafði tapað  þremur leikjum sínum í röð,  síðast 7:1 gegn Aftureldingu. Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, sagði ástæðu þess að flokkurinn er dreginn úr keppni ekki vera uppgjöf, heldur að öll áhersla sé lögð á meistaraflokk.
 
=== '''Halló úrvalsdeild''' ===
Kvennalið ÍBV í knattspyrnu komst haustið 2010  upp í úrvalsdeild eftir fimm ára hlé. Stelpurnar tryggðu sér sæti meðal þeirra bestu með því að vinna Selfoss afar sannfærandi 8:1 samanlagt eftir tvo leiki. Í kjölfarið var svo spilað gegn Þrótti í úrslitaleik 1. deildar, en bæði lið voru örugg með sæti í úrvalsdeild næsta sumar. Þar höfðu Eyjastelpur sigur og fóru því í gegnum sumarið með því að tapa aðeins tveimur leikjum, einum í Íslandsmótinu og einum í bikarkeppninni.
 
=== '''Evrópusæti tryggt''' ===
Karlalið ÍBV í knattspyrnu lauk keppni í Pepsídeildinni árið 2010  með tapi gegn Keflavík, 4:1, í Keflavík, stærsta tapi ÍBV þá um sumarið. Leiðinlegur endir á annars frábæru tímabili hjá ÍBV, sem átti möguleika allt fram á síðustu stundu á Íslandsmeistaratitlinum. Það var eitthvað sem enginn átti von á þegar lagt var af stað um vorið en Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV hafði mikla trú á sínu liði og stefndi ótrauður á að tryggja liðinu sæti í Evrópukeppninni.  Það tókst og gott betur en Heimir viðurkennir að úr því sem komið var, hafi verið súrt að ná ekki enn lengra''. „Auðvitað er maður sáttur og verður eflaust ánægðari með árangurinn því lengra sem líður frá síðasta leik. Miðað við það sem við lögðum upp með í sumar þá erum við að ná mun betri árangri en flestir áttu von á og það eitt að við skyldum vera búnir að tryggja okkur Evrópusæti þegar einhverjar fjórar til fimm umferðir voru eftir, var alveg frábært.“''
 
=== '''Samstarf við Rangæinga''' ===
Haustið 2010  skrifuðu forsvarsmenn ÍBV íþróttafélags og Knattspyrnufélags Rangæinga undir samstarfssamning fyrir sumarið 2011.  Samningurinn náði yfir samstarf í knattspyrnunni en félögin tvö munu halda úti æfingum í sínum sveitarfélögum en halda sameiginlegar æfingahelgar reglulega. Þá munu félögin tvö tefla fram sameiginlegu liði undir merkjum ÍBV í yngri flokkunum í Íslandsmótinu. Samningurinn er ótímasettur en skal endurskoðaður í lok hvers sumars.
 
=== '''Nýtt fjölnota íþróttahús tekið í notkun''' ===
Laugardaginn  8. janúar 2011 var nýtt fjölnota íþróttahús við Hásteinsvöll vígt, að viðstöddu fjölmenni. Framkvæmdir við grunn hússins hófust í ársbyrjun 2010 og fyrsta skóflustungan var tekin í september 2007.  Húsið gjörbylti vetraræfingaaðstöðu knattspymufólks í Vestmannaeyjum og langþráð æfíngaaðstaða frjálsra íþrótta varð að veruleika með nýja húsinu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sagði í vígsluræðu, íþróttaaðstöðu í Vestmannaeyjum vera einstaka á landsvísu, jafnvel á heimsvísu. ''„Húsið markar tímamót í sögu íþróttaiðkunar í Vestmannaeyjum og því ber að fagna,"'' sagði Elliði og bætti við að Vestmannaeyjabær hafi í gegnum tíðina lagt mikinn metnað í að búa öflugu íþrótta- og tómstundastarfí góða aðstöðu. ''„Við erum með fjóra grasvelli, þrjá stóra íþróttavelli innanhúss, lítinn íþróttasal, þrjá líkamsræktarsali, hálfan yfirbyggðan knattspyrnuvöll, 18 holu golfvöll, 25 metra innilaug, vatnagarð með rennibrautum og heitum pottum, motocrossbraut og tvö tjaldstæði."''
 
Nýja knattspyrnuhúsið er 50x60 metrar, með gervigrasi. Kostnaður við byggingu hússins losar 500 milljónir króna.
 
=== '''Torfþak á sviðið í Herjólfsdal''' ===
ÍBV-íþróttafélag sótti um byggingaleyfi fyrir yfirbyggingu á stóra sviðið í Herjólfsdal, en neðri hæðin var byggð sumarið 2010. Umsóknin var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í byrjun mars en ráðið frestaði erindinu og óskaði eftir frekari gögnum. Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjórí ÍBV, sagði að félagið geri ráð fyrir að byggingin í Herjólfsdal yrði byggð í þremur áföngum. ''„Við erum búin að byggja fyrstu hæðina, gerum ráð fyrir að byggja efri hæðinni 2011  en í síðasta áfanga er gert ráð fyrir að klára bygginguna að utan. Þá verða settar grjóthleðslur utan á veggi og húsið gert þannig úr garði að það myndi samfellu og þakið tyrft. Þakið verður dregið yfir alla bygginguna og fellt niður til suðurs þannig að það falli inn í brekkuna,"'' sagði Tryggvi Már.
 
=== '''Jón Óli sá besti''' ===
Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, var  valinn besti þjálfari fyrri umferðar Pepsídeildar kvenna sumarið 2011. Það voru sérfræðingar á vegum KSÍ sem völdu hann bestan en þeir völdu einnig lið fyrri umferðarinnar og þar voru þær Elísa Viðarsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir. Jón Ólafur var einnig valinn besti þjálfari fyrri umferðarinnar á vefnum Fótbolti.net og skal engan undra enda komu nýliðar ÍBV mest á óvart í Íslandsmótinu.


=== '''Þegar  nálgast Þjóðhátíð''' ===
=== '''Þegar  nálgast Þjóðhátíð''' ===
160

breytingar

Leiðsagnarval