„ÍBV“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
11.910 bætum bætt við ,  17. júlí 2019
Lína 70: Lína 70:
=== '''Samþykkt með tárum''' ===
=== '''Samþykkt með tárum''' ===
Fundur í Knattspyrnufélaginu Tý nokkrum dögum síðar, samþykkti að ganga að þessi tilboði Vestmannaeyjabæjar. Meira hik var á fundi hjá Íþróttafélaginu Þór sem haldin var 5. september. Fannst fundarmönnum að félaginu væri stillt upp við vegg. Á aðalfundum félaganna sem haldnir voru 10.  nóvember samþykktu  bæði félögin formlega að sameinast um stofnun nýs  íþróttafélags. Ekkert hik var á félagsfundi  Týs, tilboðið var samþykkt með samhljóða 38 atkvæðum. Hjá Þór var tillagan samþykkt með 20 atkvæðum gegn 10 og fjórir sátu hjá. Í  fundargerð Þórs  frá aðalfundinum segir  að tár hafi blikað á hvörmum margra félagsmanna, þegar samþykkt var að ganga að tilboði Vestmannaeyjabæjar.
Fundur í Knattspyrnufélaginu Tý nokkrum dögum síðar, samþykkti að ganga að þessi tilboði Vestmannaeyjabæjar. Meira hik var á fundi hjá Íþróttafélaginu Þór sem haldin var 5. september. Fannst fundarmönnum að félaginu væri stillt upp við vegg. Á aðalfundum félaganna sem haldnir voru 10.  nóvember samþykktu  bæði félögin formlega að sameinast um stofnun nýs  íþróttafélags. Ekkert hik var á félagsfundi  Týs, tilboðið var samþykkt með samhljóða 38 atkvæðum. Hjá Þór var tillagan samþykkt með 20 atkvæðum gegn 10 og fjórir sátu hjá. Í  fundargerð Þórs  frá aðalfundinum segir  að tár hafi blikað á hvörmum margra félagsmanna, þegar samþykkt var að ganga að tilboði Vestmannaeyjabæjar.
=== '''Samþykktin á aðalfundum félaganna''' ===
Tillagan sem samþykkt var á fundunum er svohljóðandi: Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Týs/Íþróttafélagsins Þórs haldnir sunnudaginn 10. nóvember 1996 samþykkja
samkomulag sem fulltrúar félaganna og bæjarstjórnar Vestmannaeyja undirrituðu þann 22. október 1996 með fyrirvara um samþykki félagsfunda. Efnisatriði samkomulagsins eru eftirfarandi:
'''Tillaga''' bæjarstjórnar Vestmannaeyja um aðkomu bæjarins og kaup á íþróttamannvirkjum, þ.e. fasteignum og íþróttavöllum í eigu félaganna.
'''Að sameina félögin í nýju félagi''' undir merkjum Íþróttabandalags Vestmannaeyja. Aðrar eignir er tilgreindar eru í tillögu bæjarstjórnar og skuldir sem kunna að standa eftir, verði yfirtekið af hinu nýja félagi. Týr og Þór eru því lögð niður en sameinast við stofnun nýs félags.
'''Niðurfelling á rammasamningi''' bæjarins við íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum.
'''Samkomulag um rekstur''' og afnotarétt íþróttamannvirkja við Hamarsveg fyrir hið nýja félag.
'''Samkomulag um rekstur íþróttavalla''' bæjarins auk þeirra valla sem nú eru í eigu félaganna.
'''Samstarfssamningur''' milli Vestmannaeyjabæjar og íþróttabandalags Vestmannaeyja og aðildarfélaga þess.
'''Samþykkt ofangreindrar tillögu''' er bundin því að félagsfundir beggja félaganna samþykki öll ofangreind efnisatriði, þ.m.t. sameiningu félaganna.
'''Fundirnir fela viðræðunefndum''' félaganna sem unnið hafa að ofangreindum málum að starfa áfram og samþykkir fullt og ótakmarkað umboð til þeirra að undirrita öll nauðsynleg skjöl til að fylgja eftir samþykkt þessari, þ.m.t. að undirrita afsöl fyrir fasteignum og öðrum íþróttamannvirkjum í eigu félagsins. Undir þetta rituðu stjórnir félaganna.
'''Samstarfssamningur milli'''  '''Vestmannaeyjabæjar og Íþróttabandalags Vestmannaeyja og aðildarfélaga þess'''
Hér með gera Vestmannaeyjabær annarsvegar og Íþróttabandalag Vestmannaeyja og aðildarfélög þess hins vegar, með sér eftirfarandi samstarfssamning:
'''1. grein.''' Með samningi þessum er leitast við að efla samstarf á milli bæjaryfirvalda og íþróttahreyfingarinnar í Vestmannaeyjum enn frekar, þannig að boðleiðir og samskipti verði einfaldar og árangursríkar. Samningur þessi gildir frá undirskriftardegi og þar til að annar hvor aðili samningsins segir honum upp og skal það þá gert skriflega með 6 mánaða fyrirvara.
'''2. grein.''' Vestmannaeyjabær greiðir árlega rekstrarstyrk til aðildarfélaga ÍBV að tillögu íþrótta - og æskulýðsráðs Vestmannaeyja og skal upphæð styrksins ákvarðast af bæjaryfirvöldum við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert. Á árinu 1997 verður gert ráð fyrir (þessi tala er ekki verið ákveðin) ??? krónum.
'''3. grein.''' Við úthlutun á rekstrarstyrk ár hvert skal íþrótta- og æskulýðsráð skal leggja til grundvallar tillögur frá Íþróttabandalaginu  um úthlutun og skal meta sérstaklega barna - unglinga- og æskulýðstarf sem fram fer hjá aðildarfélögum bandalagsins. Úthlutanir skulu taka mið af því starfi svo og ber einnig að meta möguleika félaganna á tekjuöflun í reglubundinni starfsemi félaganna og umfang starfseminnar.
'''4. grein.''' Aðildarfélög Íþróttabandalags Vestmannaeyja skuldbinda sig til að skila rekstraruppgjöri til íþrótta- og æskulýðsráðs á 6 mánaða fresti, auk ársskýrslu, reikningum og fjárhagsáætlun næsta rekstrarárs, strax að afloknum aðalfundum félaganna. Þar skulu m.a. koma fram launa- og vertakagreiðslur viðkomandi félags. Þetta ákvæði er skilyrði fyrir því að viðkomandi félag eigi möguleika á úthlutun sbr. 3. grein samningsins.
'''5. grein.''' Þau aðildarfélög sem hafa með höndum rekstur á íþróttamannvirkjum bæjarins, skulu einnig uppfylla ákvæði 4. greinar, burtséð frá því hvort þau hljóti árlegan rekstrarstyrk eða ekki. Ef rekstur íþróttamannvirkja er ekki tengdur venjubundnum rekstri félagsins skal ákvæði 4. greinar einnig eiga við um þann hluta starfseminnar.
'''6. grein.''' Aðilar samnings þessa eru sammála um að móta skuli heildar framtíðarstefnu í íþróttamálum í Vestmannaeyjum, sem taki m.a. mið af því mikla æskulýðs- og forvarnarstarfi sem íþróttahreyfingunni er ætlað að standa fyrir í framtíðinni. Vinna þarf markvisst að verkefninu, m.a. með þátttöku sérfróðra aðila.
'''7. grein.''' Íþróttahreyfingin í Vestmannaeyjum mun við ráðningar á leiðbeinendum og þjálfurum gera kröfur um góða hæfileika viðkomandi til starfsins, sem og að viðkomandi sé góð fyrirmynd. Samkvæmt mörgum könnunum sem gerðar hafa verið, þá líta börnin og unglingarnir mikið upp til þjálfara sinna og leita gjarnan tíl þeirra með persónuleg mál. Af þeirri ástæðu er rík áhersla lögð á að umræddar kröfur verði hafðar að meginreglu við ráðningu þjálfara.
'''8. grein.''' Aðildarfélög ÍBV skuldbinda sig til við ráðningu þjálfara (þar sem það á við) að hafa ákvæði í þjálfarasamningum sínum að þjálfari eða staðgengill hans skuli vera mættur 10 mínútum áður en æfing hefst, fylgja flokknum til búningsklefa og vera viðstaddur á meðan iðkendur hafa fataskipti. Að æfingastund lokinni skal þjálfari ekki yfirgefa búningsklefa fyrr en allir iðkendur eru farnir úr búningsklefanum. Þetta er gert til að bæta umgengni, hafa betri aga og koma í veg fyrir einelti. Þjálfari skal sjá um að umgengnisreglum mannvirkjanna sé framfylgt í hvívetna á meðan flokkur hans er í íþróttamannvirkjunum. Mæti þjálfari eða staðgengill hans ekki, fellur æfingin niður.
'''9. grein.''' Samningur þessi hefur engin áhrif á starfsvið og úthlutanir úr Afreks - og viðurkenningarsjóði Vestmannaeyja. Gert er ráð fyrir að sérstakar fjárveitingar verði áfram í  fjárhagsáætlun bæjarins vegna samninga um Pæjumót, Shellmót og Golfævintýri. Ákvörðun um framlag til reksturs golfvallar, móttöku íþróttahópa, afnota íþróttafélaga af íþróttamannvirkjum bæjarins, áramóta- og þrettándagleði, verður tekin af bæjaryfirvöldum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ár hvert.  Að öðru leyti verður ekki um frekari fjárveitingar til aðildarfélaga Íþróttabandalagsins að ræða á samningstímanum, nema þess sé sérstaklega getið í fjárhagsáætlun bæjarins.
'''10. grein.''' Samning þennan má endurskoða af beggja hálfu árlega, án þess að honum sé sagt upp. 
=== '''Nýja félagið sér um rekstur íþróttamannvirkjanna''' ===
Tveir samningar voru gerðir um rekstur íþróttamannavirkjanna milli KH ÍBV og Vestmannaeyjabæjar. Annars vegar um íþróttavellina og hins vegar um Týs og Þórsheimilið. Eru þeir að mörgu leyti samhljóða samningi milli Knattspyrnuráðs ÍBV og bæjarins um rekstur á íþróttavöllunum undanfarin ár. Hafði Vestmannaeyjabær greitt  knattspyrnuráði ákveðna upphæð, um 3 milljónir  króna á ári fyrir að sjá um allan rekstur og viðhald vallanna. Nú verða Týs- og Þórsheimilið í eigu bæjarins og verður gerður sams konar samningur við íþróttahreyfinguna um rekstur þeirra.
=== '''Helstu atriðin í samningi um félagsheimilin:''' ===
„KH ÍBV tekur að sér rekstur á íþróttamannvirkjum Vestmannaeyjabæjar, við Hamarsveg, það er húsnæði sem áður var í eigu Týs og Þórs. Samningur þessi tekur einungis til umræddra fasteigna, en gerður verður sérstakur samningur á milli þessara aðila, um rekstur allra íþróttavalla Vestmannaeyjabæjar, það er Löngulágar- Hásteins- Helgafellsvalla sem og fyrrum Þórs- og Týsvalla," segir í samningnum en enn hefur ekki verið ákveðin upphæð sem hreyfingin fær fyrir að reka mannvirkin. Önnur helstu atriði samningsins eru m.a: „Taka má greiðslur til uppgjörs á sorphirðu - sorpeyðingar- og orkureikningum frá Bæjarveitum, sem til falla vegna mannvirkjanna sem og skuldajöfnunar vegna viðskiptareiknings félagsins við Vestmannaeyjabæ, ef til skuldar hefur verið stofnað, áður en greiðsla til félagsins fer fram og dregst umrædd upphæð frá greiðslum, sem um getur í þessari grein, til félagsins. KH ÍBV annast allar skuldbindingar sem félagið gerir vegna mannvirkjanna og skal greiðsla frá Vestmannaeyjabæ til KH ÍBV, sem samningur þessi getur um, vera endanleg og fela í sér alla rekstrarliði umræddra mannvirkja, þar með talin starfsmannalaun, launatengd gjöld svo og öll opinber gjöld, sem af starfseminni hljótast, nema þess sé sérstaklega getið í samningi þessum, sbr. 6. grein samningsins.
=== '''Veðsetning óheimil''' ===
KH ÍBV er óheimilt að veðsetja mannvirkin eða hluta þeirra, enda um eign Vestmannaeyjabæjar að ræða. KH. ÍBV eru heimil afnot af mannvirkjunum til tekjuöflunar, í svipuðum mæli og verið hefur, svo sem skemmtanir, sýningar og þess háttar. Öllum mannvirkjum skal vel við haldið og þess kappkostað að mannvirkin séu ætíð vel þrifin og tilbúin til notkunar fyrir þá starfsemi sem um getur í 8. grein. vegna afnota er íþrótta - og æskulýðsráð Vestmannaeyjabæjar ákveður, í samræmi við ákvæði þessa samnings. Vísað er sérstaklega í þær kröfur sem gerðar eru til skólahúsnæðis. Samningur þessi gerir ráð fyrir að í greiðslum Vestmannaeyjabæjar sé kostnaður vegna venjubundins viðhalds á mannvirkjunum innifalinn. Ef framkvæma þarf umfangsmikla viðhaldsþætti á mannvirkjunum, skal Vestmannaeyjabær sjá um þær framkvæmdir sem og að greiða kostnað sem af verkinu hlýst. Breytingar á mannvirkjunum eru óheimilar nema með samþykki bæjaryfirvalda. KH IBV skal sjá um alla vinnu við mannvirkin, hvort heldur um er að ræða daglegan rekstur, eða að gera mannvirkin notkunarhæf vegna þeirra uppákoma sem fram fara í mannvirkjunum.  
=== '''Starfsfólk starfi hjá nýja félaginu''' ===
Allt starfsfólk sem til þarf vegna notkunar og reksturs mannvirkjanna, skal alfarið starfa á vegum KH IBV og á kostnað þess. KH ÍBV er ábyrgt fyrir skemmdum eða tjóni sem gestir þess eða starfslið kunna að valda á búnaði eða mannvirkjum og skuldbindur sig til að bæta slíkar skemmdir eða tjón að fullu. Vestmannaeyjabær ber ekki ábyrgð á tjóni eða meiðslum sem gestir eða starfslið KH ÍBV kunna að valda  sjálfum sér eða öðrum. Íþrótta- og æskulýðsráð Vestmannaeyjabæjar ráðstafar tímum í íþróttasal bæjarins við Hásteinsvöll, fyrir kennslu annars vegar og hins vegar til íþróttaæfinga til Íþróttabandalags Vestmannaeyja.  Sú úthlutun verður með sama hætti og við úthlutun á tímum í Íþróttamiðstöð vegna íþróttaæfinga félaganna. Utan þeirra tíma sem Íþrótta - og æskulýðsráð úthlutar, er KH ÍBV heimilt að ráðstafa tímum í umræddu mannvirki sbr. grein þessa, svo fremi sem afnotin séu innan þeirra marka sem KH ÍBV eru sett í samningi þessum. Tekjur sem skapast af ráðstöfun Íþrótta - og æskulýðsráðs samkvæmt þessari grein, til skóla í  Vestmannaeyjum og aðildarfélaga Íþróttabandalagsins, skulu vera eign bæjarins. Tekjur sem skapast af ráðstöfun KH. ÍBV samkvæmt þessari grein skulu vera eign félagsins og hið sama gildir um auglýsingatekjur í umræddum íþróttasal, sem og öðrum mannvirkjum sem samningur þessi tekur til. Allar auglýsingar skulu vera í samræmi við lög og reglur þar að lútandi, hverju sinni. KH ÍBV skal hafa fullt samráð við tómstunda- og íþróttafulltrúa við úthlutun og ákvörðun um afnot félaga og annarra aðila af mannvirkjunum.


=== '''Lausn á tilvistarkreppu''' ===
=== '''Lausn á tilvistarkreppu''' ===
160

breytingar

Leiðsagnarval