„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1983/ Fyrsta sjóferðin með innfæddum í Aden í janúar 1970“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 2: Lína 2:


<big><big><big><center>'''Fyrsta sjóferðin með innfæddum í Aden í janúar 1970'''</center></big></big></big><br>
<big><big><big><center>'''Fyrsta sjóferðin með innfæddum í Aden í janúar 1970'''</center></big></big></big><br>
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-15 at 08.55.42.png|300px|thumb|Gísli Jónasson]]
Ég starfaði á árunum 1970-1972 suður í Yemen á vegum FAO, Matvæla-og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þegar ég kom þangað í janúar 1970 var báturinn, sem ég átti að starfa á, ekki tilbúinn. Þá fér ég þennan róður sem hér verður sagt frá.<br>
Ég starfaði á árunum 1970-1972 suður í Yemen á vegum FAO, Matvæla-og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þegar ég kom þangað í janúar 1970 var báturinn, sem ég átti að starfa á, ekki tilbúinn. Þá fér ég þennan róður sem hér verður sagt frá.<br>
Formaður FAO stöðvarinnar kom að máli við mig og spurði hvort ég hefði ekki áhuga á að fara á fiskveiðar með þeim innfæddu og sjá veiðiaðferðir þeirra. „Á veiðar með þeim innfæddu?" hugsaði ég og leist ekki meira en svo vel á, hvorki bátinn né mannskapinn. „Ha, jú jú. Ég hef áhuga á því," var ég búinn að segja áður en ég vissi af. Ekki gat ég verið þekktur fyrir að þora ekki á sjóinn með þeim eða hafa engan áhuga á því. Ég átti þó að fara að kenna þessum mönnum snurpunótaveiðar og þarna var ágætt tækifæri að kynnast lifnaðarháttum og fiskveiðum þessara manna. Jú, jú ég hef áhuga á því, og þar með var það ákveðið að ég skyldi fara með þeim innfæddu á veiðar laugardagskvöldið 17. janúar og átti ég að mæta á tilteknum stað kl. 9 um kvöldið.
Formaður FAO stöðvarinnar kom að máli við mig og spurði hvort ég hefði ekki áhuga á að fara á fiskveiðar með þeim innfæddu og sjá veiðiaðferðir þeirra. „Á veiðar með þeim innfæddu?" hugsaði ég og leist ekki meira en svo vel á, hvorki bátinn né mannskapinn. „Ha, jú jú. Ég hef áhuga á því," var ég búinn að segja áður en ég vissi af. Ekki gat ég verið þekktur fyrir að þora ekki á sjóinn með þeim eða hafa engan áhuga á því. Ég átti þó að fara að kenna þessum mönnum snurpunótaveiðar og þarna var ágætt tækifæri að kynnast lifnaðarháttum og fiskveiðum þessara manna. Jú, jú ég hef áhuga á því, og þar með var það ákveðið að ég skyldi fara með þeim innfæddu á veiðar laugardagskvöldið 17. janúar og átti ég að mæta á tilteknum stað kl. 9 um kvöldið.
Lína 10: Lína 10:
Hann trúði mér ekki þegar ég sagðist vera að fara út á sjó að veiða fisk með þeim innfæddu, enda enginn bátur kominn ennþá. Hann segist ætla að bíða eftir mér í hálftíma. Ég læt mér það vel líka, enda enginn bátur við bryggjuna. Hann vill endilega keyra mig til baka, en ég ætla að bíða, svo við spjöllum saman á meðan. Hann hatar Englendinga, þessi bílstjóri, eins og margir þar um slóðir, hann vill drepa þá alla. Svo vill hann endilega fá að keyra mig um á morgun og sýna mér staðinn. Ég vil fá að vita verðið á svoleiðis ökuferð. Hann kveður hana mjög ódýra,
Hann trúði mér ekki þegar ég sagðist vera að fara út á sjó að veiða fisk með þeim innfæddu, enda enginn bátur kominn ennþá. Hann segist ætla að bíða eftir mér í hálftíma. Ég læt mér það vel líka, enda enginn bátur við bryggjuna. Hann vill endilega keyra mig til baka, en ég ætla að bíða, svo við spjöllum saman á meðan. Hann hatar Englendinga, þessi bílstjóri, eins og margir þar um slóðir, hann vill drepa þá alla. Svo vill hann endilega fá að keyra mig um á morgun og sýna mér staðinn. Ég vil fá að vita verðið á svoleiðis ökuferð. Hann kveður hana mjög ódýra,
„special price for you". Hann vill hitta mig strax á morgun, en ég vil vita verðið. Þá dregur hann fram spjald með taxta fyrir leigubíla á staðnum. Ég sá að það var sem mig grunaði; hann hafði platað mig og látið mig greiða of hátt fargjald. Ég benti honum á þetta. „Allt í lagi, allt í lagi, vinur minn," sagði hann. Við sömdum uppá þetta. Jú, rétt var það, við sömdum, ekki gat ég neitað því og nennti ekki að þrasa við kauða um það, og ég sá að ég hafði tapað í þessum fyrstu viðskiptum okkar.<br>
„special price for you". Hann vill hitta mig strax á morgun, en ég vil vita verðið. Þá dregur hann fram spjald með taxta fyrir leigubíla á staðnum. Ég sá að það var sem mig grunaði; hann hafði platað mig og látið mig greiða of hátt fargjald. Ég benti honum á þetta. „Allt í lagi, allt í lagi, vinur minn," sagði hann. Við sömdum uppá þetta. Jú, rétt var það, við sömdum, ekki gat ég neitað því og nennti ekki að þrasa við kauða um það, og ég sá að ég hafði tapað í þessum fyrstu viðskiptum okkar.<br>
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-15 at 08.56.14.png|500px|center|thumb|Höfrungar að leik]]
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-15 at 08.56.34.png|500px|center|thumb|„Sambuck" að draga hringnet]]
Loksins kom sambukin upp að bryggjunni, korter yfir níu. Þeir voru þrír um borð og þrír aðrir menn á bryggjunni. Ég snaraði mér um borð og heilsaði körlum. „salaam aleikum," sagði ég. „Aleikum Salaam" svöruðu þeir. Arabar eru hrifnir af því ef maður gerir einhverja tilburði til að tala mál þeirra. Sama þó vitlaust sé borið fram. Þeir virða viljann fyrir verkið. Eitthvað sýndist mér slæmar heimtur á mannskap hjá karli því hann sendi strax þann yngsta upp í bæ, en hinir fóru að klæða sig í einhverja garma utanyfir það sem þeir voru í. Hálfgerðar druslur voru þetta og svo enduðu þeir með því að binda eða vefja heljarmikilli tusku um höfuðið. Alltaf voru þeir að gá upp í bæinn en stutt sást fyrir myrkri. Það vantaði tvo, sögðu þeir. Að síðustu hljóp karlinn upp sjálfur og kom að vörmu spori aftur einsamall og ekkert bólaði á þeim unga sem upp var sendur, en karl skipaði að sleppa, eða svo skildist mér því sleppt var og haldið frá bryggjunni. Þá var klukkan langt gengin tíu. Þeir voru fimm á og ég sá sjötti. Ég var að reyna að spjalla við strákana, einn af þeim talaði dálítið ensku en hinir sáralítið. Ég dró mig aftur eftir og settist á skutpallinn framan við þar sem karlinn stóð við hliðina á vélstjóranum en þeir hafa byggt kassa yfir vélina eins og þeir gera á trillunum heima í Eyjum, þeir sem ekki eru búnir að byggja stýrishús á sínar trillur.<br>
Loksins kom sambukin upp að bryggjunni, korter yfir níu. Þeir voru þrír um borð og þrír aðrir menn á bryggjunni. Ég snaraði mér um borð og heilsaði körlum. „salaam aleikum," sagði ég. „Aleikum Salaam" svöruðu þeir. Arabar eru hrifnir af því ef maður gerir einhverja tilburði til að tala mál þeirra. Sama þó vitlaust sé borið fram. Þeir virða viljann fyrir verkið. Eitthvað sýndist mér slæmar heimtur á mannskap hjá karli því hann sendi strax þann yngsta upp í bæ, en hinir fóru að klæða sig í einhverja garma utanyfir það sem þeir voru í. Hálfgerðar druslur voru þetta og svo enduðu þeir með því að binda eða vefja heljarmikilli tusku um höfuðið. Alltaf voru þeir að gá upp í bæinn en stutt sást fyrir myrkri. Það vantaði tvo, sögðu þeir. Að síðustu hljóp karlinn upp sjálfur og kom að vörmu spori aftur einsamall og ekkert bólaði á þeim unga sem upp var sendur, en karl skipaði að sleppa, eða svo skildist mér því sleppt var og haldið frá bryggjunni. Þá var klukkan langt gengin tíu. Þeir voru fimm á og ég sá sjötti. Ég var að reyna að spjalla við strákana, einn af þeim talaði dálítið ensku en hinir sáralítið. Ég dró mig aftur eftir og settist á skutpallinn framan við þar sem karlinn stóð við hliðina á vélstjóranum en þeir hafa byggt kassa yfir vélina eins og þeir gera á trillunum heima í Eyjum, þeir sem ekki eru búnir að byggja stýrishús á sínar trillur.<br>
Ég fór með mitt „Faðir vor" í hálfum hljóðum eins og ég er vanur í upphafi sjó-ferðar. Ekki sá ég neina tilburði hjá karli að biðja til Allah. Ég gaf honum gætur í laumi, en hann klappaði á öxlina á vélstjóranum og benti áfram eða aftur eftir því hvort hann vildi fá áfram, afturá eða meiri ferð. Ég fór að spjalla við vélstjórann og dást að vélinni hjá honum, hvað hún væri hrein og falleg. Hann tókst allur á loft við þetta, aumingjans karlinn, þótti hólið um vélina gott. Og satt var það, hrein var vélin og gljáandi. Líklega það eina af bátnum sem hreint var, en vélstjórinn var ekki að sama skapi hreinn. Hann var eitt olíubað frá hvirfli til ilja. Höfuðklúturinn eins og tuska sem hefur verið notuð til að skúra með upp úr olíu, og hann angaði af þessari fínu hráolíu, blessaður karlinn, ósköp mjór og þreytulegur þar sem hann sat á hækjum sér þarna í skotinu aftan við vélina. Það er alveg furðulegt hvað þeir geta látið fara lítið fyrir sér þegar þeir sitja þannig með krosslagða fætur undir sér. En góður var gangurinn í vélinni, hreinn og þýður, 30 hestafla Yamaha japönsk díselvél. Og við brunuðum út höfnina. Skipperinn stóð við stýrið á skutpallinum, gleiður og hálfboginn með mórauða prjónahúfu mikla á höfði og bar við ljósin í bænum.<br>
Ég fór með mitt „Faðir vor" í hálfum hljóðum eins og ég er vanur í upphafi sjó-ferðar. Ekki sá ég neina tilburði hjá karli að biðja til Allah. Ég gaf honum gætur í laumi, en hann klappaði á öxlina á vélstjóranum og benti áfram eða aftur eftir því hvort hann vildi fá áfram, afturá eða meiri ferð. Ég fór að spjalla við vélstjórann og dást að vélinni hjá honum, hvað hún væri hrein og falleg. Hann tókst allur á loft við þetta, aumingjans karlinn, þótti hólið um vélina gott. Og satt var það, hrein var vélin og gljáandi. Líklega það eina af bátnum sem hreint var, en vélstjórinn var ekki að sama skapi hreinn. Hann var eitt olíubað frá hvirfli til ilja. Höfuðklúturinn eins og tuska sem hefur verið notuð til að skúra með upp úr olíu, og hann angaði af þessari fínu hráolíu, blessaður karlinn, ósköp mjór og þreytulegur þar sem hann sat á hækjum sér þarna í skotinu aftan við vélina. Það er alveg furðulegt hvað þeir geta látið fara lítið fyrir sér þegar þeir sitja þannig með krosslagða fætur undir sér. En góður var gangurinn í vélinni, hreinn og þýður, 30 hestafla Yamaha japönsk díselvél. Og við brunuðum út höfnina. Skipperinn stóð við stýrið á skutpallinum, gleiður og hálfboginn með mórauða prjónahúfu mikla á höfði og bar við ljósin í bænum.<br>
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-15 at 08.56.51.png|500px|center|thumb|Rizk-Al-Bahr að snurpunótaveiðum í Adenflóa. Rannsóknir á sardínustofninum var aðal verkefnið.]]
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-15 at 08.57.38.png|300px|thumb|Kokkurinn á Rizk-Al-Bahr í fullum skrúða]]
Fljótlega sigldum við út fyrir hafnargarðinn og ljósin hurfu. Nú var eina ljósið, sem við höfðum, máninn hálfur sem lýsti þó það mikið að maður sá vel kringum sig, karlinn við stýrið og landið sem við sigldum meðfram. Stuttu eftir að við komum út fyrir hafnargarðinn á Adenhöfn fór að gefa á, ,,pusa yfir bátinn". Einna mest kom ágjöfin þar sem ég sat (að sjálfsögðu). Vélstjórinn vildi ólmur lána mér ullarteppi eitt mikið og olíublautt sem hann dró undan skutpalhnum, en ég þakkaði fyrir; ,,ask-ku-rak" sagði ég og sá að ég myndi fljótt blotna í gegnum teppið ef svona héldi áfram enda var ég nú orðinn hálfblautur í gegnum ullarpeysuna mína. Ekki var vætan köld, öðru nær, ylvolgur sjórinn, en það gæti orðið kalt síðar um nóttina ef ég væri mjög blautur, svo ég dró mig framundir fremstu þóftuna aftan við stefnið, en það var byggt yfir stefnisrúmið.<br>
Fljótlega sigldum við út fyrir hafnargarðinn og ljósin hurfu. Nú var eina ljósið, sem við höfðum, máninn hálfur sem lýsti þó það mikið að maður sá vel kringum sig, karlinn við stýrið og landið sem við sigldum meðfram. Stuttu eftir að við komum út fyrir hafnargarðinn á Adenhöfn fór að gefa á, ,,pusa yfir bátinn". Einna mest kom ágjöfin þar sem ég sat (að sjálfsögðu). Vélstjórinn vildi ólmur lána mér ullarteppi eitt mikið og olíublautt sem hann dró undan skutpalhnum, en ég þakkaði fyrir; ,,ask-ku-rak" sagði ég og sá að ég myndi fljótt blotna í gegnum teppið ef svona héldi áfram enda var ég nú orðinn hálfblautur í gegnum ullarpeysuna mína. Ekki var vætan köld, öðru nær, ylvolgur sjórinn, en það gæti orðið kalt síðar um nóttina ef ég væri mjög blautur, svo ég dró mig framundir fremstu þóftuna aftan við stefnið, en það var byggt yfir stefnisrúmið.<br>
Þarna undir þóftunni lágu tveir skipsverjanna. Þar var skjól fyrir ágjöfinni. Þeir tóku mér vel og rýmdu til svo að ég kæmist fyrir þarna hjá þeim undir þóftunni. Ekki dugði þetta skjólið lengi því ágjöfin jókst. Þá teygði annar vinurinn sig fram fyrir þóftuna og náði í segl sem við breiddum yfir okkur. Seglið var bara hreint og þokkalegt, sennilega nýlegt. Annar vatt í sundur samanrúllaðan teppisstranga og lét mig hafa teppi undir höfuðið og þá fór nú að fara bærilega um mann þarna á botninum á sambukinum, utan þess hvað hann lét illa, hjó og steypti stömpum í móti stíminu.<br>
Þarna undir þóftunni lágu tveir skipsverjanna. Þar var skjól fyrir ágjöfinni. Þeir tóku mér vel og rýmdu til svo að ég kæmist fyrir þarna hjá þeim undir þóftunni. Ekki dugði þetta skjólið lengi því ágjöfin jókst. Þá teygði annar vinurinn sig fram fyrir þóftuna og náði í segl sem við breiddum yfir okkur. Seglið var bara hreint og þokkalegt, sennilega nýlegt. Annar vatt í sundur samanrúllaðan teppisstranga og lét mig hafa teppi undir höfuðið og þá fór nú að fara bærilega um mann þarna á botninum á sambukinum, utan þess hvað hann lét illa, hjó og steypti stömpum í móti stíminu.<br>
Lína 24: Lína 28:
Mannskapurinn hafði nú hreiðrað um sig hingað og þangað um bátinn en skipperinn var á stjái. leit í kríngum sig, brá vasaljósi á úrið sitt og kveikti sér í sígarettu meðan sambukinn dinglaði i bandinu eins og óþægur kálfur. Ég velti mér á hliðina og reyndi að láta fara sem best um mig, dró teppið betur yfir mig. Það var heldur tekið að kólna. Hugurinn reikaði víða. Út frá hugrenningum mínum heim til Íslands hef ég sofnað því ég hrökk upp við að báturinn kippti í bandið. Ég reis upp og leit í kringum mig. Ekkert var að sjá nema ljósin í landi og stjörnurnar á himninum. Engin skipaumferð er síðan Súesskurðinum var lokað. Við þarna einir drífandi fyrir netunum, vita ljóslausir, ekki týra uppi nema glóðin í sígarettunni hjá karlinum. Hún hefði sennilega ekki sést langt frá öðrum skipum. Ég lagðist útaf aftur, klukkan var um þrjú og ekki laust við að mér væri orðið hálfkalt svo ég breiddi teppið vel yfir mig.<br>
Mannskapurinn hafði nú hreiðrað um sig hingað og þangað um bátinn en skipperinn var á stjái. leit í kríngum sig, brá vasaljósi á úrið sitt og kveikti sér í sígarettu meðan sambukinn dinglaði i bandinu eins og óþægur kálfur. Ég velti mér á hliðina og reyndi að láta fara sem best um mig, dró teppið betur yfir mig. Það var heldur tekið að kólna. Hugurinn reikaði víða. Út frá hugrenningum mínum heim til Íslands hef ég sofnað því ég hrökk upp við að báturinn kippti í bandið. Ég reis upp og leit í kringum mig. Ekkert var að sjá nema ljósin í landi og stjörnurnar á himninum. Engin skipaumferð er síðan Súesskurðinum var lokað. Við þarna einir drífandi fyrir netunum, vita ljóslausir, ekki týra uppi nema glóðin í sígarettunni hjá karlinum. Hún hefði sennilega ekki sést langt frá öðrum skipum. Ég lagðist útaf aftur, klukkan var um þrjú og ekki laust við að mér væri orðið hálfkalt svo ég breiddi teppið vel yfir mig.<br>
Fljótlega hef ég sofnað aftur því ekki man ég fyrr en karlinn ræsir mannskapinn. Þá var klukkan hálfsex og að byrja að rofa fyrir degi. Ég rauk upp, settist upp á þóftina. Ekki flýttu karlarnir sér á fætur heldur veltu sér á hina hliðina og kúrðu sig betur niður. Karlinn fór í hitabrúsann sinn og rétti mér málið fullt af kaffi. Ekki fannst mér kaffið jafnvont og kvöldið áður. Þetta var bara hressandi sopi í morgunsárið. En karlinn settist út á lunningu. Nú hlaut hann að fara að biðjast fyrir. Ég hafði heyrt að þeir bæðust alltaf fyrir um sólaruppkomu og sólsetur og nú fór að líða að því að sólin færi að gægjast upp.<br>
Fljótlega hef ég sofnað aftur því ekki man ég fyrr en karlinn ræsir mannskapinn. Þá var klukkan hálfsex og að byrja að rofa fyrir degi. Ég rauk upp, settist upp á þóftina. Ekki flýttu karlarnir sér á fætur heldur veltu sér á hina hliðina og kúrðu sig betur niður. Karlinn fór í hitabrúsann sinn og rétti mér málið fullt af kaffi. Ekki fannst mér kaffið jafnvont og kvöldið áður. Þetta var bara hressandi sopi í morgunsárið. En karlinn settist út á lunningu. Nú hlaut hann að fara að biðjast fyrir. Ég hafði heyrt að þeir bæðust alltaf fyrir um sólaruppkomu og sólsetur og nú fór að líða að því að sólin færi að gægjast upp.<br>
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-15 at 08.57.16.png|500px|center|thumb|Fiskimjölsverksmiðja í Múkalla í uppbyggingu]]
Ég drakk kaffið mitt og fylgdist með karli í laumi. Ekki gerði hann sig líklegan til bænaathafna. Ég lauk við kaffið mitt og þakkaði fyrir mig, en karlinn kallaði í mannskapinn í annað sinn og risu þeir nú upp og gengu beint í að draga bólfærið. Þeir fengu sér hvorki vott né þurrt allan róðurinn og var kaffibrúsinn karlsins það eina sem ég sá af þess háttar í róðrinum. Fyrst var bólfærið dregið fram á, og með stefnið á bátnum upp í vindinn, en hann hafði lægt mjög og var nú rétt gola. Þegar kom að netinu fóru þeir með korkateininn aftur í skut þar sem skipperinn sat á hækjum sér og dró korkið. Sá fremsti dró steinateininn og vélstjórinn handlangaði korkteininn fram í rúmið þar sem netið var dregið inn. Við hinir röðuðum okkur á garnið. Þetta var ekki ólíkt því og forðum að draga á síldarvertíðum fyrir norðan þegar nótin var dregin á höndum inn í nótabátinn. Fyrst komu nokkrir kuðungar, litlir með horn út úr sér á alla kanta, þeir vildu loka netinu. Síðan komu hauslausir humarhalar (sandlobster). Þeir voru eins og íslenski humarhalinn í laginu nema miklu stærri og létu þeir mjög illa, svo að vont var að greiða þá úr. Síðan kom fyrsti fiskurinn, „Blue fin" túnfiskur og síðan hver fiskurinn af öðrum og glaðnaði nú heldur betur yfir körlum því veiðin virðist lofa góðu. Fiskarnir voru greiddir úr netinu jafnóðum og þeir voru innbyrtir. Karlarnir rauluðu stöðugt fyrir munni sér meðan á drætti stóð. Ekki náði ég því sem þeir rauluðu þó ég reyndi að raula með þeim og vakti það kátínu hjá þeim því sjálfsagt hefur framburðurinn verið eitthvað skrytinn hjá mér.
Ég drakk kaffið mitt og fylgdist með karli í laumi. Ekki gerði hann sig líklegan til bænaathafna. Ég lauk við kaffið mitt og þakkaði fyrir mig, en karlinn kallaði í mannskapinn í annað sinn og risu þeir nú upp og gengu beint í að draga bólfærið. Þeir fengu sér hvorki vott né þurrt allan róðurinn og var kaffibrúsinn karlsins það eina sem ég sá af þess háttar í róðrinum. Fyrst var bólfærið dregið fram á, og með stefnið á bátnum upp í vindinn, en hann hafði lægt mjög og var nú rétt gola. Þegar kom að netinu fóru þeir með korkateininn aftur í skut þar sem skipperinn sat á hækjum sér og dró korkið. Sá fremsti dró steinateininn og vélstjórinn handlangaði korkteininn fram í rúmið þar sem netið var dregið inn. Við hinir röðuðum okkur á garnið. Þetta var ekki ólíkt því og forðum að draga á síldarvertíðum fyrir norðan þegar nótin var dregin á höndum inn í nótabátinn. Fyrst komu nokkrir kuðungar, litlir með horn út úr sér á alla kanta, þeir vildu loka netinu. Síðan komu hauslausir humarhalar (sandlobster). Þeir voru eins og íslenski humarhalinn í laginu nema miklu stærri og létu þeir mjög illa, svo að vont var að greiða þá úr. Síðan kom fyrsti fiskurinn, „Blue fin" túnfiskur og síðan hver fiskurinn af öðrum og glaðnaði nú heldur betur yfir körlum því veiðin virðist lofa góðu. Fiskarnir voru greiddir úr netinu jafnóðum og þeir voru innbyrtir. Karlarnir rauluðu stöðugt fyrir munni sér meðan á drætti stóð. Ekki náði ég því sem þeir rauluðu þó ég reyndi að raula með þeim og vakti það kátínu hjá þeim því sjálfsagt hefur framburðurinn verið eitthvað skrytinn hjá mér.
„Danger, danger" (hætta, hætta), hrópuðu þeir í kór þegar inn kom sex til átta tommu langur fiskur í netið þar sem ég var að draga næst blýteininum. Einn þeirra tók um hausinn á fiskinum og greiddi hann úr, síðan sýndi hann mér eitrað bein bak við bak- og hliðaruggana. „Hætta, dauður eftir sólarhring," sagði hann; síðan fleygði hann fiskinum fyrir borð. Tveir aðrir samskonar fiskar komu inn og eitt lítið kvikindi, grátt og loðið, sem einnig var eitrað. Þeir fylgdust vel með því, karlarnir, að láta mig ekki káfa á fiskunum ef þeir voru hættulegir. Ég hjálpaði við að draga inn netið og greiða úr. Þeir virtust hafa vel vit á því sjómennirnir þarna, að draga netið jafnt svo drátturinn yrði sem léttastur. Mér varð tíðlitið til belgsins á netendanum en hann smá þokaðist nær og jafnframt hækkaði í fiskirúminu. Loksins kom endinn inn og var sólin komin hátt á loft og farið að hlýna og alveg komið logn. Nú tóku þeir til við að snúa vélinni í gang en eitthvað var hún þung því ekki lét hún sig fyrr en þriðji og sá sterkasti reyndi, þá fór hún í gang.<br>
„Danger, danger" (hætta, hætta), hrópuðu þeir í kór þegar inn kom sex til átta tommu langur fiskur í netið þar sem ég var að draga næst blýteininum. Einn þeirra tók um hausinn á fiskinum og greiddi hann úr, síðan sýndi hann mér eitrað bein bak við bak- og hliðaruggana. „Hætta, dauður eftir sólarhring," sagði hann; síðan fleygði hann fiskinum fyrir borð. Tveir aðrir samskonar fiskar komu inn og eitt lítið kvikindi, grátt og loðið, sem einnig var eitrað. Þeir fylgdust vel með því, karlarnir, að láta mig ekki káfa á fiskunum ef þeir voru hættulegir. Ég hjálpaði við að draga inn netið og greiða úr. Þeir virtust hafa vel vit á því sjómennirnir þarna, að draga netið jafnt svo drátturinn yrði sem léttastur. Mér varð tíðlitið til belgsins á netendanum en hann smá þokaðist nær og jafnframt hækkaði í fiskirúminu. Loksins kom endinn inn og var sólin komin hátt á loft og farið að hlýna og alveg komið logn. Nú tóku þeir til við að snúa vélinni í gang en eitthvað var hún þung því ekki lét hún sig fyrr en þriðji og sá sterkasti reyndi, þá fór hún í gang.<br>
3.443

breytingar

Leiðsagnarval