„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2006/Farsæll Eyjaskipstjóri - Einar Runólfsson“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 9: Lína 9:
::::::Aflasæld og heppni hans<br>
::::::Aflasæld og heppni hans<br>
::::::hróður með réttu veitir.<br><br>
::::::hróður með réttu veitir.<br><br>
Þannig yrkir [[Loftur Guðmundsson]] í Formannavísum frá 1944 um Einar Runólfsson á Velli, þá skipstjóra á Ísleifi. Einar var einn farsælasti og fengsælasti skipstjóri Eyjaflotans á blómatíma útgerðar í Vestmannaeyjum um miðbik síðustu aldar, 1940-1960. Hann er nú hátt á níræðisaldri, en er vel ern, hugurinn skýr, minnið ótrúlega traust og dómgreindin óbiluð. Þótt heilsan sé ekki fullkomin er Einar vel á sig kominn, hugsar um sig sjálfur í íbúð sinni á Digranesvegi 36 í Kópavogi þar sem hann hefur búið síðan hann fluttist frá Eyjum 1964. Einar varð ekkjumaður á síðasta ári þegar Vilborg („Monna“), eiginkona hans, lést eftir 64 ára sambúð.<br>
Þannig yrkir [[Loftur Guðmundsson]] í Formannavísum frá 1944 um Einar Runólfsson á Velli, þá skipstjóra á Ísleifi. Einar var einn farsælasti og fengsælasti skipstjóri Eyjaflotans á blómatíma útgerðar í Vestmannaeyjum um miðbik síðustu aldar, 1940-1960. Hann er nú hátt á níræðisaldri, en er vel ern, hugurinn skýr, minnið ótrúlega traust og dómgreindin óbiluð. Þótt heilsan sé ekki fullkomin er Einar vel á sig kominn, hugsar um sig sjálfur í íbúð sinni á Digranesvegi 36 í Kópavogi þar sem hann hefur búið síðan hann fluttist frá Eyjum 1964. Einar varð ekkjumaður á síðasta ári þegar Vilborg („Monna“), eiginkona hans, lést eftir 64 ára sambúð.<br>[[Mynd:Stoltur sjómaður með veiði sína.png|250px|thumb|Stoltur sjómaður með veiði sína. Einar Runólfsson var á lúðulínu við Eyjar nokkur sumur. Myndin var tekin 1952. Einar telur að Guðfinnur Þorgeirsson vélstjóri hafi innbyrt þessa stórlúðu]]
Einar var vel metinn í sinni stétt í Vestmannaeyjum, öflugur fiskimaður og öruggur og eftirsóttur sjómaður. Skipstjórnarsaga hans var nær áfallalaus, og hann naut virðingar samborgara sinna fyrir prúðmennsku og hógværð. Faðir hans var skipstjóri og synir hans urðu sjómenn. Þrjá ættliði úr fjölskyldunni má finna í Skipstjóra- og stýrimannatali, Runólf, Einar og Atla! Og Hlöðver, yngri sonur Einars, var virkur í félags- og öryggismálum sinnar stéttar, vélstjóranna.<br><br>
Einar var vel metinn í sinni stétt í Vestmannaeyjum, öflugur fiskimaður og öruggur og eftirsóttur sjómaður. Skipstjórnarsaga hans var nær áfallalaus, og hann naut virðingar samborgara sinna fyrir prúðmennsku og hógværð. Faðir hans var skipstjóri og synir hans urðu sjómenn. Þrjá ættliði úr fjölskyldunni má finna í Skipstjóra- og stýrimannatali, Runólf, Einar og Atla! Og Hlöðver, yngri sonur Einars, var virkur í félags- og öryggismálum sinnar stéttar, vélstjóranna.<br><br>
'''Austfirðingur kemur til Eyja.'''<br>
'''Austfirðingur kemur til Eyja.'''<br>[[Mynd:Friðrikka Einarsdóttir sj.blaðið.png|250px|thumb|Friðrikka Einarsdóttir (1890 - 1979), móðir Einars]]
Einar er Austfirðingur að ætt, fæddur á Seyðisfirði á jóladag 1918 þegar aðeins nokkrar vikur voru liðnar frá lokum fyrri heimsstyrjaldar. Hann fluttist til Vestmannaeyja með foreldrum sínum 5 ára gamall, síðla árs 1924. Hann segist ekki muna mikið úr æsku sinni á Seyðisfirði, en eiga margar minningar frá Austurlandi síðar, t.d. þegar hann var sendur austur á firði, Vopnafjörð, fyrir fermingu og eins þegar hann var á bátum fyrir austan síðar á ævinni. „Það var uppgangur á Austfjörðum í byrjun aldarinnar, en orðin stöðnun þar þegar hér var komið og meiri möguleikar í Vestmannaeyjum þar sem allt var á fullri ferð á þessum tíma. Faðir minn var kunnugur þar því að hann var á vetrarvertíðum í Eyjum nokkur ár áður en við fluttumst þangað og móðir mín hafði verið búsett þar um tíma. Eins komu Eyjamenn oft austur á sumrin á þessum árum til róðra og kynntust mönnum þar eystra vel.“<br>
Einar er Austfirðingur að ætt, fæddur á Seyðisfirði á jóladag 1918 þegar aðeins nokkrar vikur voru liðnar frá lokum fyrri heimsstyrjaldar. Hann fluttist til Vestmannaeyja með foreldrum sínum 5 ára gamall, síðla árs 1924. Hann segist ekki muna mikið úr æsku sinni á Seyðisfirði, en eiga margar minningar frá Austurlandi síðar, t.d. þegar hann var sendur austur á firði, Vopnafjörð, fyrir fermingu og eins þegar hann var á bátum fyrir austan síðar á ævinni. „Það var uppgangur á Austfjörðum í byrjun aldarinnar, en orðin stöðnun þar þegar hér var komið og meiri möguleikar í Vestmannaeyjum þar sem allt var á fullri ferð á þessum tíma. Faðir minn var kunnugur þar því að hann var á vetrarvertíðum í Eyjum nokkur ár áður en við fluttumst þangað og móðir mín hafði verið búsett þar um tíma. Eins komu Eyjamenn oft austur á sumrin á þessum árum til róðra og kynntust mönnum þar eystra vel.“<br>
Foreldrar Einars voru þau [[Runólfur Sigfússon]] og [[Friðrikka Einarsdóttir]]. Þau bjuggu fyrst í Eyjum hjá [[Jón Jónsson|Jóni Jónssyni]] í [[Hlíð]] og [[Þórunn Snorradóttir|Þórunni Snorradóttur]], konu hans, en Runólfur hóf skipstjóraferil sinn í Vestmannaeyjum vertíðina 1925 á Kap sem Jón gerði út. Einar segist muna vel eftir sér í Hlíð.
Foreldrar Einars voru þau [[Runólfur Sigfússon]] og [[Friðrikka Einarsdóttir]]. Þau bjuggu fyrst í Eyjum hjá [[Jón Jónsson|Jóni Jónssyni]] í [[Hlíð]] og [[Þórunn Snorradóttir|Þórunni Snorradóttur]], konu hans, en Runólfur hóf skipstjóraferil sinn í Vestmannaeyjum vertíðina 1925 á Kap sem Jón gerði út. Einar segist muna vel eftir sér í Hlíð.[[Mynd:Runólfur Sigfússon sj.blaðið.png|250px|thumb|Runólfur Sigfússon (1893 - 1936), faðir Einars]]
„Ég man vel eftir því þegar við fluttumst til Eyja haustið 1924. Ég var á 6. ári. Við komum að austan með Esjunni og Jón í Hlíð kom út á Víkina á árabát að sækja okkur. Veðrið var gott þennan dag og ég man eftir Hreggviði, syni Jóns, í árabátnum.“<br><br>
„Ég man vel eftir því þegar við fluttumst til Eyja haustið 1924. Ég var á 6. ári. Við komum að austan með Esjunni og Jón í Hlíð kom út á Víkina á árabát að sækja okkur. Veðrið var gott þennan dag og ég man eftir Hreggviði, syni Jóns, í árabátnum.“<br><br>
'''Upp og niður.'''<br>
'''Upp og niður.'''<br>
Lína 29: Lína 29:
Runólfur Sigfússon var fæddur 16. febr. 1893 í Stóru-Breiðuvík í Helgustaðahreppi í Reyðarfirði; það er norðan megin í firðinum, austan við mynni Eskifjarðar. Hann varð sjómaður ungur að árum, fyrst á árabátum og síðar vélbátum. Hann var með báta fyrir austan og fiskaði ágætlega, en var líka í transporti milli fjarða.<br>
Runólfur Sigfússon var fæddur 16. febr. 1893 í Stóru-Breiðuvík í Helgustaðahreppi í Reyðarfirði; það er norðan megin í firðinum, austan við mynni Eskifjarðar. Hann varð sjómaður ungur að árum, fyrst á árabátum og síðar vélbátum. Hann var með báta fyrir austan og fiskaði ágætlega, en var líka í transporti milli fjarða.<br>
Eins og margir Austfirðingar fór Runólfur til Eyja yfir vetrarvertíðina og réri þar. Hann var m.a. vélstjóri með [[Sigurður Oddsson|Sigurði Oddssyni]] í [[Skuld.]] Honum bauðst svo formennska á Kap árið 1925, en góður kunningsskapur var með þeim nágrönnum, Sigurði í Skuld og Jóni í Hlíð sem gerði út Kapina. Runólfur tók sig því upp með eiginkonu og fjögur börn og fluttist til Eyja síðla árs 1924. Eftir formennsku á Kap vertíðina 1925 tók hann við Tjaldi 1926 og 1927, bát sem [[Ólafur Auðunsson]] í [[Þinghóll|Þinghól]] átti, en var á síld fyrir norðan á sumrin, stundum skipstjóri, stundum vélstjóri hjá öðrum. Skipstjóri á Olgu, sem Guðmundur á Háeyri átti, var hann 1928 og tók svo 1929 við Hilmi VE 282. Hann átti hlut í bátnum. Hilmir var með ónýta vél og dró ekki til hafnar þegar var austan hvassviðri, komst kannski upp undir [[Hamarinn]] eða [[Eiðið]] og varð að halda sig þar þangað til að veðrum slotaði. Það gekk illa um veturinn. Bátnum var lagt við ból sitt á legunni um lokin 11. maí. Runólfur hætti þá útgerð með sameignarmönnum sínum en fékk á sig skuldabagga og missti húseign sína, Kirkjuveg 82.<br>
Eins og margir Austfirðingar fór Runólfur til Eyja yfir vetrarvertíðina og réri þar. Hann var m.a. vélstjóri með [[Sigurður Oddsson|Sigurði Oddssyni]] í [[Skuld.]] Honum bauðst svo formennska á Kap árið 1925, en góður kunningsskapur var með þeim nágrönnum, Sigurði í Skuld og Jóni í Hlíð sem gerði út Kapina. Runólfur tók sig því upp með eiginkonu og fjögur börn og fluttist til Eyja síðla árs 1924. Eftir formennsku á Kap vertíðina 1925 tók hann við Tjaldi 1926 og 1927, bát sem [[Ólafur Auðunsson]] í [[Þinghóll|Þinghól]] átti, en var á síld fyrir norðan á sumrin, stundum skipstjóri, stundum vélstjóri hjá öðrum. Skipstjóri á Olgu, sem Guðmundur á Háeyri átti, var hann 1928 og tók svo 1929 við Hilmi VE 282. Hann átti hlut í bátnum. Hilmir var með ónýta vél og dró ekki til hafnar þegar var austan hvassviðri, komst kannski upp undir [[Hamarinn]] eða [[Eiðið]] og varð að halda sig þar þangað til að veðrum slotaði. Það gekk illa um veturinn. Bátnum var lagt við ból sitt á legunni um lokin 11. maí. Runólfur hætti þá útgerð með sameignarmönnum sínum en fékk á sig skuldabagga og missti húseign sína, Kirkjuveg 82.<br>
Vertíðina 1930 var hann formaður með Kára Sölmundarson og 1931 með Magnús VE 210. Þetta voru bátar sem [[Gunnar Ólafsson]] á [[Tanginn|Tanganum]] átti og gerði út. Þá tekur hann vertíðina 1932 við Snyg VE 247 („Snugg“ eins og Einar ber það fram) sem Tangamenn áttu líka. Það var 27 tonna bátur sem var upphaflega smíðaður í Noregi, og gekk lengi fyrir vestan, á Bíldudal m.a., og síðar fyrir norðan, og var lengdur þar og endurbyggður. „Hann var áður skúta með einu mastri. Þeir [[Þórður H. Gíslason]] og [[Ottóníus Árnason]] keyptu hann til Eyja 1924, frá Eskifirði“ segir Einar. Runólfur var með Snyg á vetrarvertíðum 1932 og meðan heilsan leyfði, fram til vertíðarloka 1935. Sumarið 1935 leigði [[Gunnar Guðjónsson]] á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] Snyg og var á reknetum við Suðurströndina. En svo illa tókst til að báturinn sló úr sér. Þeir voru skammt undan landi, voru að koman vestan að í austan hvassviðri og fóru þess vegna grunnslóð. Gunnari tókst að sigla bátnum upp í fjöru, Ragnheiðarstaðarfjöru í Flóa, og mannbjörg varð. Þeir hirtu úr honum vélina, öfluga vél, og hún var sett í Geir goða. Með þann bát átti Runólfur að vera vertíðina 1936, var búinn að fullráða skipshöfn, þar á meðal Einar, son sinn, en Runólfur komst aldrei á sjó meira. [[Óskar Gíslason]] frá Skálholti tók við bátnum. Runólfur var fyrst lagður inn á spítala í Eyjum og síðar í Reykjavík og þar lést hann á Landakoti 25. september 1936.<br><br>
Vertíðina 1930 var hann formaður með Kára Sölmundarson og 1931 með Magnús VE 210. Þetta voru bátar sem [[Gunnar Ólafsson]] á [[Tanginn|Tanganum]] átti og gerði út. Þá tekur hann vertíðina 1932 við Snyg VE 247 („Snugg“ eins og Einar ber það fram) sem Tangamenn áttu líka. Það var 27 tonna bátur sem var upphaflega smíðaður í Noregi, og gekk lengi fyrir vestan, á Bíldudal m.a., og síðar fyrir norðan, og var lengdur þar og endurbyggður. „Hann var áður skúta með einu mastri. Þeir [[Þórður H. Gíslason]] og [[Ottóníus Árnason]] keyptu hann til Eyja 1924, frá Eskifirði“ segir Einar. Runólfur var með Snyg á vetrarvertíðum 1932 og meðan heilsan leyfði, fram til vertíðarloka 1935. Sumarið 1935 leigði [[Gunnar Guðjónsson]] á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] Snyg og var á reknetum við Suðurströndina. En svo illa tókst til að báturinn sló úr sér. Þeir voru skammt undan landi, voru að koman vestan að í austan hvassviðri og fóru þess vegna grunnslóð. Gunnari tókst að sigla bátnum upp í fjöru, Ragnheiðarstaðarfjöru í Flóa, og mannbjörg varð. Þeir hirtu úr honum vélina, öfluga vél, og hún var sett í Geir goða. Með þann bát átti Runólfur að vera vertíðina 1936, var búinn að fullráða skipshöfn, þar á meðal Einar, son sinn, en Runólfur komst aldrei á sjó meira. [[Óskar Gíslason]] frá Skálholti tók við bátnum. Runólfur var fyrst lagður inn á spítala í Eyjum og síðar í Reykjavík og þar lést hann á Landakoti 25. september 1936.<br><br>[[Mynd:Snyg VE 247.png|250px|thumb|Snyg VE 247. Runólfur, faðir Einars, var með bátinn 1932-35. Þar hófst sjómennska Einars, á vetrarvertíðinni 1933. Myndin er tekin að lokinni vertíð 1933 þegar skipverjar ætluðu að kústa botn bátsins inni í botni. Siglt var upp í fjöru á flóði (myndin) og botnhreinsun hóst svo  þegar fjaraði undan]]
'''Ráðið fest.'''<br>
'''Ráðið fest.'''<br>
Einar giftist 3. maí 1941 Vilborgu S. Einarsdóttur. Hún var Austfirðingur eins og Einar, fædd á Þórarinsstaðaeyrum 21. nóv. 1921. Foreldrar hennar voru Einar Guðjónsson og Anna Bekk Guðmundsdóttir. Hún var hins vegar alin upp hjá móðurafa og ömmu, Vilborgu Jónsdóttur og Guðmundi Bekk Einarssyni, sem bjuggu lengst á Gullsteinseyri við sunnanverðan Seyðisfjörð. Guðmundur Bekk var bróðir Friðrikku, móður Einars, svo að þau Einar og Vilborg voru frændsystkin, af öðrum og þriðja.<br>
Einar giftist 3. maí 1941 Vilborgu S. Einarsdóttur. Hún var Austfirðingur eins og Einar, fædd á Þórarinsstaðaeyrum 21. nóv. 1921. Foreldrar hennar voru Einar Guðjónsson og Anna Bekk Guðmundsdóttir. Hún var hins vegar alin upp hjá móðurafa og ömmu, Vilborgu Jónsdóttur og Guðmundi Bekk Einarssyni, sem bjuggu lengst á Gullsteinseyri við sunnanverðan Seyðisfjörð. Guðmundur Bekk var bróðir Friðrikku, móður Einars, svo að þau Einar og Vilborg voru frændsystkin, af öðrum og þriðja.<br>
Vilborg, eða „Monna“ eins og hún var kölluð á æskuheimili sínu og lengi síðan, kom til Eyja 1939 til að vinna, var í vist hjá Hjálmari Jónssyni í Dölum, sem þá bjó á Reynivöllum, Kirkjuvegi 66, og síðar hjá Kristni á Látrum og Önnu frá London, konu hans. Hjá henni lærði hún saumaskap, og einnig hjá Kristínu í Merkisteini sem var meistari í faginu.<br>
Vilborg, eða „Monna“ eins og hún var kölluð á æskuheimili sínu og lengi síðan, kom til Eyja 1939 til að vinna, var í vist hjá Hjálmari Jónssyni í Dölum, sem þá bjó á Reynivöllum, Kirkjuvegi 66, og síðar hjá Kristni á Látrum og Önnu frá London, konu hans. Hjá henni lærði hún saumaskap, og einnig hjá Kristínu í Merkisteini sem var meistari í faginu.<br>[[Mynd:Einar og Vilborg.png|250px|thumb|Einar Runólfsson skipstjóri og Vilborg Einarsdóttir (Monna), kona Einars. Myndin er tekin 1943]]
Eins og gefur að skilja kom Monna oft til frænku sinnar, Friðrikku. Þangað átti hún líka annað erindi sem fór í fyrstu dálítið leynt. Sumarið áður, 1938, var Einar mótoristi á Hilmi. Sama sumar var Sigfríð, systir hans, og vinkona hennar úr Eyjum, á Seyðisfirði hjá frændfólki sínu í Sjávarborg. Eitt sinn, þegar Hilmir kom af síldarmiðunum inn á Seyðisfjörð, vildi Sigfríð, sem þekkti bátinn, endilega fara inn eftir að heilsa upp á bróður sinn. Monna slóst í för. „Þetta er maðurinn sem ég ætla að eiga“ sagði Monna við sjálfa sig eftir þennan fyrsta fund þeirra. „Ja, þetta var a.m.k. fyrsta fræið“ segir Einar nú og brosir. Og Monna ákvað að demba sér til Eyja næsta ár. Stuttu síðar voru ráð ráðin. Þau bjuggu fyrst eitt ár í Birtingarholti, voru á efri hæðinni, en Friðrikka bjó niðri. Þau fóru þó úr Birtingarholti eftir erfiða reynslu, en fyrsta barn þeirra fæddist þar andvana. Þau fengu leigða íbúð í Drífanda, við Bárustíg 2. Það hús áttu Tangamenn og Jóhann Þ. Jósefsson alþingismaður og þar voru margir kontórar, m.a. hið þýska konsúlat Jóhanns Þ., en „dömubúð“ niðri.<br>
Eins og gefur að skilja kom Monna oft til frænku sinnar, Friðrikku. Þangað átti hún líka annað erindi sem fór í fyrstu dálítið leynt. Sumarið áður, 1938, var Einar mótoristi á Hilmi. Sama sumar var Sigfríð, systir hans, og vinkona hennar úr Eyjum, á Seyðisfirði hjá frændfólki sínu í Sjávarborg. Eitt sinn, þegar Hilmir kom af síldarmiðunum inn á Seyðisfjörð, vildi Sigfríð, sem þekkti bátinn, endilega fara inn eftir að heilsa upp á bróður sinn. Monna slóst í för. „Þetta er maðurinn sem ég ætla að eiga“ sagði Monna við sjálfa sig eftir þennan fyrsta fund þeirra. „Ja, þetta var a.m.k. fyrsta fræið“ segir Einar nú og brosir. Og Monna ákvað að demba sér til Eyja næsta ár. Stuttu síðar voru ráð ráðin. Þau bjuggu fyrst eitt ár í Birtingarholti, voru á efri hæðinni, en Friðrikka bjó niðri. Þau fóru þó úr Birtingarholti eftir erfiða reynslu, en fyrsta barn þeirra fæddist þar andvana. Þau fengu leigða íbúð í Drífanda, við Bárustíg 2. Það hús áttu Tangamenn og Jóhann Þ. Jósefsson alþingismaður og þar voru margir kontórar, m.a. hið þýska konsúlat Jóhanns Þ., en „dömubúð“ niðri.<br>
Einari þótti gott að vera þarna í góðu kompaníi við þá sem höfðu skrifstofur í Drífanda, t.d. Magnús á Vesturhúsum, sem sennilega hefur þá unnið fyrir Bátaábyrgðarfélagið, og einkum þó við [[Bjarni Jónsson|Bjarna Jónsson]] á Svalbarði, starfsmann Lifrarsamlagsins, sem gjarnan færði þeim nýja mjólk fyrir morgunkaffið sem hann fékk hjá Vilborgu.<br>
Einari þótti gott að vera þarna í góðu kompaníi við þá sem höfðu skrifstofur í Drífanda, t.d. Magnús á Vesturhúsum, sem sennilega hefur þá unnið fyrir Bátaábyrgðarfélagið, og einkum þó við [[Bjarni Jónsson|Bjarna Jónsson]] á Svalbarði, starfsmann Lifrarsamlagsins, sem gjarnan færði þeim nýja mjólk fyrir morgunkaffið sem hann fékk hjá Vilborgu.<br>[[Mynd:Birtingarholt, stóð við Vestmannabraut 61.png|250px|thumb|Birtingarholt, stóð við Vestmannabraut 61. Húsið er nú horfið. Myndin er tekin úr suðri, á baklóðinni]][[Mynd:Völlur, Kirkjuvegur 23.png|250px|thumb|Völlur, Kirkjuvegur 23. Húsið stóð þar sem Útvegsbankinn byggði síðar yfir starfsemi sína, á horni Vestmannabrautar og Kirkjuvegar. Húsið stendur nú við Miðstræti 30, vestan við Sigtún]]
Tveimur árum síðar keyptu þau Völl, árið 1943, af Elsu Ólafsdóttur sem nú var flutt úr Eyjum. Einar hafði áður búið með móður sinni á Velli og Elsa vildi endilega að þau Einar og Monna fengju húsið. Elsa var áður gift Lárusi Halldórssyni er síðar bjó á Gunnarshólma. Hún var frá Kirkjubæjartorfunni, [[Ólafsbæ ]](Mið-Hlaðbæ) segir [[Guðjón Á. Eyjólfsson|Guðjón Ármann]] í Gosbókinni sinni, og vera má að [[Vallartún]] þar austur frá hafi verið kennt við Völl.<br>
Tveimur árum síðar keyptu þau Völl, árið 1943, af Elsu Ólafsdóttur sem nú var flutt úr Eyjum. Einar hafði áður búið með móður sinni á Velli og Elsa vildi endilega að þau Einar og Monna fengju húsið. Elsa var áður gift Lárusi Halldórssyni er síðar bjó á Gunnarshólma. Hún var frá Kirkjubæjartorfunni, [[Ólafsbæ ]](Mið-Hlaðbæ) segir [[Guðjón Á. Eyjólfsson|Guðjón Ármann]] í Gosbókinni sinni, og vera má að [[Vallartún]] þar austur frá hafi verið kennt við Völl.<br>
Á Velli var margt frumstætt, hvorki miðstöð né rennandi vatn, kolaofnar í herbergjum og í eldhúsi mátti fá vatn úr brunni með handdælu. En úr þessu var skjótlega bætt. Þau hjón bjuggu þar til ársins 1952, en þá keypti Útvegsbanki Íslands húsið og lét flytja það í Miðstræti. Á lóðinni skyldi reisa stórbyggingu fyrir bankann, — í hjarta bæjarins. Það var fullbúið 1956 og þangað fluttist bankinn frá Heimagötu 1.<br>
Á Velli var margt frumstætt, hvorki miðstöð né rennandi vatn, kolaofnar í herbergjum og í eldhúsi mátti fá vatn úr brunni með handdælu. En úr þessu var skjótlega bætt. Þau hjón bjuggu þar til ársins 1952, en þá keypti Útvegsbanki Íslands húsið og lét flytja það í Miðstræti. Á lóðinni skyldi reisa stórbyggingu fyrir bankann, — í hjarta bæjarins. Það var fullbúið 1956 og þangað fluttist bankinn frá Heimagötu 1.<br>
Lína 44: Lína 44:
Monna var dugleg kona og rösk til allra verka. Margir minnast hennar fyrir glaðlegt fas og hjálpsemi. Hún vann mest heima, við heimilisstörf, en ekki síður við saumaskap í stórum stíl og var sérlega hög við þau verk. Frá ungum aldri var Monna illa leikin af astma sem ágerðist eftir því sem á ævina leið. Hún bjó við mikið heilsuleysi síðustu ár sín.<br><br>
Monna var dugleg kona og rösk til allra verka. Margir minnast hennar fyrir glaðlegt fas og hjálpsemi. Hún vann mest heima, við heimilisstörf, en ekki síður við saumaskap í stórum stíl og var sérlega hög við þau verk. Frá ungum aldri var Monna illa leikin af astma sem ágerðist eftir því sem á ævina leið. Hún bjó við mikið heilsuleysi síðustu ár sín.<br><br>
'''Á sjóinn. — Formaður 21 árs gamall.'''<br>
'''Á sjóinn. — Formaður 21 árs gamall.'''<br>
Einar Runólfsson hóf sjómennsku 14 ára gamall, eftir fermingu eins og margur annar Eyjamaðurinn. „Ég var fermdur um haustið 1932, ekki orðinn 14 ára, til þess að geta komist á vetrarvertíðina sem hófst í janúar.“ Einar var með föður sínum á Snyg þrjár vertíðir, 1933-1935, en á línuveiðum á trillum fyrir austan á sumrin, á Vopnafirði og Seyðisfirði. Hann var síðan á ýmsum vertíðarbátum, Geir goða, Ófeigi II, Herjólfi og Nirði, og jafnan á síldveiðum fyrir norðan land á sumrin.<br>
Einar Runólfsson hóf sjómennsku 14 ára gamall, eftir fermingu eins og margur annar Eyjamaðurinn. „Ég var fermdur um haustið 1932, ekki orðinn 14 ára, til þess að geta komist á vetrarvertíðina sem hófst í janúar.“ Einar var með föður sínum á Snyg þrjár vertíðir, 1933-1935, en á línuveiðum á trillum fyrir austan á sumrin, á Vopnafirði og Seyðisfirði. Hann var síðan á ýmsum vertíðarbátum, Geir goða, Ófeigi II, Herjólfi og Nirði, og jafnan á síldveiðum fyrir norðan land á sumrin.<br>[[Mynd:Ingólfur VE 216.png|250px|thumb|Ingólfur VE 216. Einar hóf formennsku sína á bátnum á vetrarvertíðinni 1940]]
Hann tók mótorvélstjórapróf í Eyjum haustið 1936, skólastjóri var Guðmundur Þorvaldsson, og varð svo vélstjóri, fyrst á Herjólfi, síðar á Nirði og Hilmi. En Einar lét ekki þar við sitja, hann vildi áfram og tók hið minna fiskimannapróf, 60-tonna-prófið, í Eyjum veturinn 1938-1939. Skólastjóri var Friðrik Steinsson, skipstjóri og Eskfirðingur, sem hafði haldið slík námskeið víða um land. Jón Ólafsson, útgerðarmaður á Hólmi, var hollvinur Einars og honum ráðagóður. „Hann vildi alltaf pota mér áfram! Vildi ekki að ég staðnæmdist í vélarrúminu heldur yrði formaður. Ég hygg að það hafi verið hans ráð að Sigurður Gunnarsson á Tanganum bauð mér Ingólf í upphafi vertíðar 1940, og því boði tók ég fegins hugar.“<br>
Hann tók mótorvélstjórapróf í Eyjum haustið 1936, skólastjóri var Guðmundur Þorvaldsson, og varð svo vélstjóri, fyrst á Herjólfi, síðar á Nirði og Hilmi. En Einar lét ekki þar við sitja, hann vildi áfram og tók hið minna fiskimannapróf, 60-tonna-prófið, í Eyjum veturinn 1938-1939. Skólastjóri var Friðrik Steinsson, skipstjóri og Eskfirðingur, sem hafði haldið slík námskeið víða um land. Jón Ólafsson, útgerðarmaður á Hólmi, var hollvinur Einars og honum ráðagóður. „Hann vildi alltaf pota mér áfram! Vildi ekki að ég staðnæmdist í vélarrúminu heldur yrði formaður. Ég hygg að það hafi verið hans ráð að Sigurður Gunnarsson á Tanganum bauð mér Ingólf í upphafi vertíðar 1940, og því boði tók ég fegins hugar.“<br>
Og þar með hófst skipstjórnarferill Einars, á vertíðinni 1940, en þá var hann 21 árs gamall. „Við vorum sjö um borð. Ég var ekki yngstur, Siggi í Engey var yngri, og Alli mágur, en ég hef verið í yngri kantinum!“<br>
Og þar með hófst skipstjórnarferill Einars, á vertíðinni 1940, en þá var hann 21 árs gamall. „Við vorum sjö um borð. Ég var ekki yngstur, Siggi í Engey var yngri, og Alli mágur, en ég hef verið í yngri kantinum!“<br>
Lína 52: Lína 52:
„Það var austan skítur þennan dag, og ég var þarna skammt frá, sá neyðarljósið. Ég ætlaði að hjálpa til við björgunina en var einhvern veginn ekki velkominn, svo að ég fylgdist með úr nokkurri fjarlægð. Þeir á Glað reyndu að draga Geir goða í land og ég fór rólega á eftir þeim en hann seig alltaf meira og meira þar til þeir urðu að skera á dráttartaugina og Geir goði sökk í hafið.“<br><br>
„Það var austan skítur þennan dag, og ég var þarna skammt frá, sá neyðarljósið. Ég ætlaði að hjálpa til við björgunina en var einhvern veginn ekki velkominn, svo að ég fylgdist með úr nokkurri fjarlægð. Þeir á Glað reyndu að draga Geir goða í land og ég fór rólega á eftir þeim en hann seig alltaf meira og meira þar til þeir urðu að skera á dráttartaugina og Geir goði sökk í hafið.“<br><br>
'''Með Ísleif og fleiri báta.'''<br>
'''Með Ísleif og fleiri báta.'''<br>
Einar tók við Ísleifi árið 1943 og var með hann í sex ár, bæði á vetrarvertíðum og svo á dragnót yfir sumarið. „Ég fékk boð um að koma og tala við Ársæl og hann bauð mér Ísleif. Það var gott að vera hjá Ársæli Sveinssyni. Hann og Laufey kona hans voru mikil indælishjón. Og þetta voru góð sex ár hjá honum, og ég gekk þá stundum undir nafninu „Einar á Ísleifi.“<br>
Einar tók við Ísleifi árið 1943 og var með hann í sex ár, bæði á vetrarvertíðum og svo á dragnót yfir sumarið. „Ég fékk boð um að koma og tala við Ársæl og hann bauð mér Ísleif. Það var gott að vera hjá Ársæli Sveinssyni. Hann og Laufey kona hans voru mikil indælishjón. Og þetta voru góð sex ár hjá honum, og ég gekk þá stundum undir nafninu „Einar á Ísleifi.“<br>[[Mynd:Geir goði VE 10.png|250px|thumb|Geir goði VE 10. Einar var formaður með hann vertíðirnar 1941 og 1942. Báturinn sökk í upphafi vertíðar 1943]]
Það var geysilega erfitt með alla aðdrætti á stríðstímanum, sérstaklega tóverk. Við vorum stundum með snurvoðartó sem netateina og felldum á þá, en þeir voru harðir, eiginlega eins og vír, og þetta takmarkaði okkur heilmikið“ segir Einar.<br>
Það var geysilega erfitt með alla aðdrætti á stríðstímanum, sérstaklega tóverk. Við vorum stundum með snurvoðartó sem netateina og felldum á þá, en þeir voru harðir, eiginlega eins og vír, og þetta takmarkaði okkur heilmikið“ segir Einar.<br>
Sjómennskan á þessum árum var með býsna hefðbundnu sniði í Vestmannaeyjum. Vertíðin hófst í janúar með línuveiðum. Áhöfnin var oftast níu menn, fjórir í landi og fimm á sjó. Landmenn beittu línuna. Í byrjun mars var skipt yfir á net og verið að fram að lokadegi, 11. maí. Páskahrotan lét sjaldan á sér standa.<br> Eftir vertíð fóru Eyjabátar annaðhvort á síld fyrir norðan eða voru á veiðum heima, á færum eða snurvoð. Haustin fóru svo oft í að dytta að bátum og veiðarfærum.<br>
Sjómennskan á þessum árum var með býsna hefðbundnu sniði í Vestmannaeyjum. Vertíðin hófst í janúar með línuveiðum. Áhöfnin var oftast níu menn, fjórir í landi og fimm á sjó. Landmenn beittu línuna. Í byrjun mars var skipt yfir á net og verið að fram að lokadegi, 11. maí. Páskahrotan lét sjaldan á sér standa.<br> Eftir vertíð fóru Eyjabátar annaðhvort á síld fyrir norðan eða voru á veiðum heima, á færum eða snurvoð. Haustin fóru svo oft í að dytta að bátum og veiðarfærum.<br>
„Fyrst, þegar ég byrjaði að róa, var ekið með línustampa á handvögnum úr beituskúrum niður á bryggju og þeir selfluttir á skjögturum út í bátana sem voru á bóli út á höfninni. En síðar var hægt að koma bátunum að bryggju og aka stömpunum á bíl niður eftir. Það var róið snemma nætur með línuna, hún lögð í myrkri og látin liggja þangað til fór að birta; þá var byrjað að draga. „Venjulega drógum við þetta 4-6 bjóð á klukkutíma þannig að þetta tók langan tíma ef menn voru með 30 stampa eins og algengt var.“<br>
„Fyrst, þegar ég byrjaði að róa, var ekið með línustampa á handvögnum úr beituskúrum niður á bryggju og þeir selfluttir á skjögturum út í bátana sem voru á bóli út á höfninni. En síðar var hægt að koma bátunum að bryggju og aka stömpunum á bíl niður eftir. Það var róið snemma nætur með línuna, hún lögð í myrkri og látin liggja þangað til fór að birta; þá var byrjað að draga. „Venjulega drógum við þetta 4-6 bjóð á klukkutíma þannig að þetta tók langan tíma ef menn voru með 30 stampa eins og algengt var.“<br>[[Mynd:Ísleifur VE 63 sj.blaðið.png|250px|thumb|Ísleifur VE 63. Einar var með bátinn 1943 - 1949]]
Á línunni var ekki hægt að fara eftir miðum því að lagt var í myrkri. „Maður komst nú fljótt upp á lagið með þetta, keyrði ákveðinn tíma eftir kompás og þá vissi maður nokkurn veginn hvar maður var. Auðvitað gat maður notað „logg“ (vegmæli) en það gerði maður sjaldan. Þegar kom fram á netavertíð var meira farið eftir miðum, enda farið að birta fyrr. En það átti aðeins við um hefðbundnar veiðislóðir. Ef maður fór lengra, t.d. á Selvogsbanka, eða dýpra, þá varð maður að treysta á kort og kompás, og kannski logg í fyrsta skiptið. Það voru ekki dýptarmælar, radarar, — né heldur gúmbjörgunarbátar, — um borð í þessum bátum sem ég var með fyrir 1950.“<br>
Á línunni var ekki hægt að fara eftir miðum því að lagt var í myrkri. „Maður komst nú fljótt upp á lagið með þetta, keyrði ákveðinn tíma eftir kompás og þá vissi maður nokkurn veginn hvar maður var. Auðvitað gat maður notað „logg“ (vegmæli) en það gerði maður sjaldan. Þegar kom fram á netavertíð var meira farið eftir miðum, enda farið að birta fyrr. En það átti aðeins við um hefðbundnar veiðislóðir. Ef maður fór lengra, t.d. á Selvogsbanka, eða dýpra, þá varð maður að treysta á kort og kompás, og kannski logg í fyrsta skiptið. Það voru ekki dýptarmælar, radarar, — né heldur gúmbjörgunarbátar, — um borð í þessum bátum sem ég var með fyrir 1950.“<br>
Á þessum árum voru gerðir út um 80-100 bátar frá Eyjum. „Jú, það voru oft mikil þrengsli á miðunum, og fyrir kom að menn lögðu línu eða net yfir hjá öðrum, en það var nú allt stórslysalaust. Og þó menn létu einhver hnjóðsyrði fjúka í hita leiksins í talstöðina þá var það gleymt í næstu andrá.“<br>
Á þessum árum voru gerðir út um 80-100 bátar frá Eyjum. „Jú, það voru oft mikil þrengsli á miðunum, og fyrir kom að menn lögðu línu eða net yfir hjá öðrum, en það var nú allt stórslysalaust. Og þó menn létu einhver hnjóðsyrði fjúka í hita leiksins í talstöðina þá var það gleymt í næstu andrá.“<br>
Lína 62: Lína 62:
„Þessi ár, frá því að ég hóf formennsku og fram undir 1950, var talsverður slysa- og áfallatími í sjósókn við Vestmannaeyjar. Mér eru auðvitað sérstaklega minnisstæð slysin í mars 1942 og febrúar 1944. Varla jafnast nokkuð á við atburðina 1. mars 1942. Ég var á sjó þennan dag, það var austan átt, sterk, og mikill sjór þegar líða fór á daginn. Af óviðráðanlegum ástæðum urðum við á Geir goða með seinni skipunum úr höfn þessa nótt, 1. mars 1942. Þegar við vorum að leysa bátinn frá bryggjunni kom góðkunningi minn, skipstjóri af einum bátnum, til okkar og bað mig að lána sér olíu á brúsa sem hann var með í hendinni. Það var auðsótt mál og sjálfsagður greiði. Því næst var haldið af stað í róðurinn. Þegar komið var í Faxa sást hvar bátaflotinn, sem á undan var, dreifðist á svæðið frá [[Smáeyjar|Smáeyjum]] og inn fyrir [[Þrídrangar|Þrídranga]], alla leið inn á grunnslóð. Við stefndum innan Þrídranga.<br>
„Þessi ár, frá því að ég hóf formennsku og fram undir 1950, var talsverður slysa- og áfallatími í sjósókn við Vestmannaeyjar. Mér eru auðvitað sérstaklega minnisstæð slysin í mars 1942 og febrúar 1944. Varla jafnast nokkuð á við atburðina 1. mars 1942. Ég var á sjó þennan dag, það var austan átt, sterk, og mikill sjór þegar líða fór á daginn. Af óviðráðanlegum ástæðum urðum við á Geir goða með seinni skipunum úr höfn þessa nótt, 1. mars 1942. Þegar við vorum að leysa bátinn frá bryggjunni kom góðkunningi minn, skipstjóri af einum bátnum, til okkar og bað mig að lána sér olíu á brúsa sem hann var með í hendinni. Það var auðsótt mál og sjálfsagður greiði. Því næst var haldið af stað í róðurinn. Þegar komið var í Faxa sást hvar bátaflotinn, sem á undan var, dreifðist á svæðið frá [[Smáeyjar|Smáeyjum]] og inn fyrir [[Þrídrangar|Þrídranga]], alla leið inn á grunnslóð. Við stefndum innan Þrídranga.<br>
Flestir bátarnir byrjuðu snemma að leggja línuna, fóru stutt að þessu sinni. Kominn var austsuðaustan stinningskaldi og veðurútlit ekki sem best. Strax í birtingu, þegar byrjað var að draga línuna, var orðið allhvasst en úrkomulaust að mestu. Síðan hélt áfram að hvessa og úrkoman jókst svo að úr varð bæði rok og bylur, þannig að lítið sást út frá bátnum. Línudrátturinn gekk fremur hægt, því andófið var mikið og heldur bættist í veðrið frekar en úr því drægi.<br>
Flestir bátarnir byrjuðu snemma að leggja línuna, fóru stutt að þessu sinni. Kominn var austsuðaustan stinningskaldi og veðurútlit ekki sem best. Strax í birtingu, þegar byrjað var að draga línuna, var orðið allhvasst en úrkomulaust að mestu. Síðan hélt áfram að hvessa og úrkoman jókst svo að úr varð bæði rok og bylur, þannig að lítið sást út frá bátnum. Línudrátturinn gekk fremur hægt, því andófið var mikið og heldur bættist í veðrið frekar en úr því drægi.<br>
Að áliðnum degi komu tveir bátar flatrekandi meðfram okkar bát. Það sem þarna var að gerast, var að Freyja VE 260, skipstjóri Ólafur Sigurðsson frá Skuld, og hans skipshöfn, voru að koma dráttartaug um borð í Ölduna VE 25. Það tókst þeim þarna. Á næstu augnablikum voru þeir horfnir út í sortann og urðum við þeirra ekki varir aftur. Vél Öldunnar hafði stöðvast og báturinn var á reki, ósjálfbjarga, þegar Freyja varð hans vör. Skipstjóri á Öldunni VE 25 var Jónas Bjarnason.<br>
Að áliðnum degi komu tveir bátar flatrekandi meðfram okkar bát. Það sem þarna var að gerast, var að Freyja VE 260, skipstjóri Ólafur Sigurðsson frá Skuld, og hans skipshöfn, voru að koma dráttartaug um borð í Ölduna VE 25. Það tókst þeim þarna. Á næstu augnablikum voru þeir horfnir út í sortann og urðum við þeirra ekki varir aftur. Vél Öldunnar hafði stöðvast og báturinn var á reki, ósjálfbjarga, þegar Freyja varð hans vör. Skipstjóri á Öldunni VE 25 var Jónas Bjarnason.<br>[[Mynd:Hilmir VE 282.png|250px|thumb|Hilmir VE 282. Einar var formaður með hann 1950 - 1953]]
Við héldum áfram línudrættinum því að enn voru ódregin nokkur tengsl. Þegar því var lokið gengum við frá öllu ofan dekks og bjuggumst til heimferðar. Veðrið var óbreytt, hvassviðri með úrkomu. Skyggni var mjög lítið og innan stundar var komið myrkur og nóttin framundan. Vélaraflið var ærið í Geir goða, 80-90 ha. Júne Munktel, en því afli varð að beita með varúð undir þeim kringumstæðum sem nú voru fyrir hendi. Ég þekkti bátinn vel og hreyfingar hans.<br>
Við héldum áfram línudrættinum því að enn voru ódregin nokkur tengsl. Þegar því var lokið gengum við frá öllu ofan dekks og bjuggumst til heimferðar. Veðrið var óbreytt, hvassviðri með úrkomu. Skyggni var mjög lítið og innan stundar var komið myrkur og nóttin framundan. Vélaraflið var ærið í Geir goða, 80-90 ha. Júne Munktel, en því afli varð að beita með varúð undir þeim kringumstæðum sem nú voru fyrir hendi. Ég þekkti bátinn vel og hreyfingar hans.<br>
Haldið var upp í veðrið yfir nóttina og andæft stíft. Undir morgun minnkaði úrkoman og heldur dró úr veðrinu. Þá var [[Einidrangur]] í augsýn. Nú var ferð aukin og komið upp undir Eiðið um 5-6 leytið um morguninn 2. mars. Þarna voru bátar fyrir svo að greinilegt var að fleiri en við höfðu orðið seinir fyrir. Stöðvast var við Eiðið um tíma og hresstu menn sig á kaffi. Eitthvað var líka lagað til sem þurfa þótti. Veður var nú að breytast frá því sem áður var. Bátar þeir sem voru við Eiðið þegar við komum þar fóru nú hver á eftir öðrum austur fyrir. Rétt á eftir þeim fórum við austur úr Faxasundi og inn í höfn. Þegar við komum að bryggjunni fengum við fréttirnar um stöðuna eins og hún var þá. Það vantaði fjóra báta af þeim sem réru daginn áður, Þuríði formann, Ófeig gamla, Ölduna og Freyju. Gissur hvíti, sem lá þarna við bryggjuna, kom með áhöfnina af Blikanum. Blikinn sökk daginn áður, 1. mars. Þetta voru ömurlegar fréttir. Skipstjóri á Blikanum VE 143 var Guðjón Þorkelsson, en skipstjóri á Gissuri hvíta VE 5, sem bjargaði áhöfn Blika, var Alexander Gíslason.<br>
Haldið var upp í veðrið yfir nóttina og andæft stíft. Undir morgun minnkaði úrkoman og heldur dró úr veðrinu. Þá var [[Einidrangur]] í augsýn. Nú var ferð aukin og komið upp undir Eiðið um 5-6 leytið um morguninn 2. mars. Þarna voru bátar fyrir svo að greinilegt var að fleiri en við höfðu orðið seinir fyrir. Stöðvast var við Eiðið um tíma og hresstu menn sig á kaffi. Eitthvað var líka lagað til sem þurfa þótti. Veður var nú að breytast frá því sem áður var. Bátar þeir sem voru við Eiðið þegar við komum þar fóru nú hver á eftir öðrum austur fyrir. Rétt á eftir þeim fórum við austur úr Faxasundi og inn í höfn. Þegar við komum að bryggjunni fengum við fréttirnar um stöðuna eins og hún var þá. Það vantaði fjóra báta af þeim sem réru daginn áður, Þuríði formann, Ófeig gamla, Ölduna og Freyju. Gissur hvíti, sem lá þarna við bryggjuna, kom með áhöfnina af Blikanum. Blikinn sökk daginn áður, 1. mars. Þetta voru ömurlegar fréttir. Skipstjóri á Blikanum VE 143 var Guðjón Þorkelsson, en skipstjóri á Gissuri hvíta VE 5, sem bjargaði áhöfn Blika, var Alexander Gíslason.<br>
Lína 89: Lína 89:
Einar var óráðinn þegar hann kom heim í upphafi vetrarvertíðarinnar 1950, en svo fór að Jónas á Tanganum klófesti hann og Einar varð formaður með Hilmi í lok febrúar og var með hann í fjórar vertíðir. Þeir áttu Hilmi með Tangamönnum Jón á Hólmi og tengdasonur hans, [[Þorsteinn Sigurðsson]] frá [[Melstaður|Melstað,]] Steini á Blátindi.
Einar var óráðinn þegar hann kom heim í upphafi vetrarvertíðarinnar 1950, en svo fór að Jónas á Tanganum klófesti hann og Einar varð formaður með Hilmi í lok febrúar og var með hann í fjórar vertíðir. Þeir áttu Hilmi með Tangamönnum Jón á Hólmi og tengdasonur hans, [[Þorsteinn Sigurðsson]] frá [[Melstaður|Melstað,]] Steini á Blátindi.
„Þetta voru ágæt ár, en vorið 1953 lét ég plata mig og í hönd fór dálítið reiðileysi. Ég fór á síld með Björgvini í Úthlíð, á Jóni Stefánssyni, þetta sumar og féllst svo á að vera með bátinn á vetrarvertíð, 1954. Ég hafði hins vegar ekki áttað mig á að útgerðin var í því sem nú heitir „gjörgæsla“ hjá bankanum og allt skorið við nögl, sérstaklega veiðarfæri, þótt öllu fÖgru væri lofað! Enda fór illa. Við vorum með 2-3 trossur, gamla bætninga, hampnet og það fiskaðist lítið. Um páskana virtist hagur strympu ætla að vænkast. Þá fengum við nælonnet til viðbótar, svo að í nokkra daga fékkst sæmilegur afli. En aftur fór á sömu leið og áður, það vantaði net til að bæta í trossurnar fyrir það sem úr sér gekk. Ég var þeirri stund fegnastur þegar lokadagur rann upp og kvaddi þetta glæsilega fley og bágstöddu útgerð. Ég fór á síld um sumarið 1954, á bát úr Hornafirði sem Óskar Valdimarsson var með.“<br>
„Þetta voru ágæt ár, en vorið 1953 lét ég plata mig og í hönd fór dálítið reiðileysi. Ég fór á síld með Björgvini í Úthlíð, á Jóni Stefánssyni, þetta sumar og féllst svo á að vera með bátinn á vetrarvertíð, 1954. Ég hafði hins vegar ekki áttað mig á að útgerðin var í því sem nú heitir „gjörgæsla“ hjá bankanum og allt skorið við nögl, sérstaklega veiðarfæri, þótt öllu fÖgru væri lofað! Enda fór illa. Við vorum með 2-3 trossur, gamla bætninga, hampnet og það fiskaðist lítið. Um páskana virtist hagur strympu ætla að vænkast. Þá fengum við nælonnet til viðbótar, svo að í nokkra daga fékkst sæmilegur afli. En aftur fór á sömu leið og áður, það vantaði net til að bæta í trossurnar fyrir það sem úr sér gekk. Ég var þeirri stund fegnastur þegar lokadagur rann upp og kvaddi þetta glæsilega fley og bágstöddu útgerð. Ég fór á síld um sumarið 1954, á bát úr Hornafirði sem Óskar Valdimarsson var með.“<br>
Einar tók svo við Hugrúnu 1955 sem þeir áttu m.a. [[Kristján Björnsson]] á [[Kirkjuland|Kirkjulandi]], [[Kristján Georgsson]] frá [[Klöpp]] og fleiri. Þetta byrjaði vel, línuvertíðin var ein sú besta sem ég man, 8-10 tonn í hverjum róðri. Og netavertíðin fór vel af stað. En svo brotnaði vélin og við lentum í löngu stoppi. Varahluti varð að fá frá útlöndum og það tók sinn tíma; áhöfnin tvístraðist og þetta var eiginlega búið. Þetta var líka geysilegt áfall fyrir útgerðina. Ég fékk ekki uppgert. Ég reri því með þeim Kristjánum nokkra túra um vorið á færi, það gekk vel og eitthvað kom inn á bankareikninginn, nóg til þess að gera upp við mig og þá kvaddi ég strax! Ég fór á síld með [[Einar Guðmundsson|Einari Guðmundssyni]] á Björginni; það var heillaspor og átti eftir að breyta ýmsu fyrir mig.“<br><br>
Einar tók svo við Hugrúnu 1955 sem þeir áttu m.a. [[Kristján Björnsson]] á [[Kirkjuland|Kirkjulandi]], [[Kristján Georgsson]] frá [[Klöpp]] og fleiri. Þetta byrjaði vel, línuvertíðin var ein sú besta sem ég man, 8-10 tonn í hverjum róðri. Og netavertíðin fór vel af stað. En svo brotnaði vélin og við lentum í löngu stoppi. Varahluti varð að fá frá útlöndum og það tók sinn tíma; áhöfnin tvístraðist og þetta var eiginlega búið. Þetta var líka geysilegt áfall fyrir útgerðina. Ég fékk ekki uppgert. Ég reri því með þeim Kristjánum nokkra túra um vorið á færi, það gekk vel og eitthvað kom inn á bankareikninginn, nóg til þess að gera upp við mig og þá kvaddi ég strax! Ég fór á síld með [[Einar Guðmundsson|Einari Guðmundssyni]] á Björginni; það var heillaspor og átti eftir að breyta ýmsu fyrir mig.“<br><br>[[Mynd:Sídon VE 155. Einar keypti bátinn 1955.png|500px|center|thumb|Sídon VE 155. Einar keypti bátinn 1955 í félagi við Einar Guðmundsson á Björg VE og Björn Guðmundsson á Barnum. Hann var formaður með hann til 1962. Í efra horni myndarinnar hægra megin er ,,karlinn'' í brúnni]]
'''Sídon keyptur. — Formaður og útgerðarmaður.'''<br>
'''Sídon keyptur. — Formaður og útgerðarmaður.'''<br>
„Þeir voru í kompaníi saman, [[Björn Guðmundsson]] (Bjössi á Barnum) og Einar á Björginni. Björn hafði fylgst með mér og virtist hafa trú á mér. Nema hvað, svo fór að við þrír stofnuðum félag, „Stuðlaberg hf.“, og keyptum bátinn Vörð VE 29 sem [[Angantýr Elíasson]], [[Axel Halldórsso]],[[ Árni Sigurjónsson]] og fleiri áttu, en báturinn lá þá í reiðileysi við bryggju.<br>
„Þeir voru í kompaníi saman, [[Björn Guðmundsson]] (Bjössi á Barnum) og Einar á Björginni. Björn hafði fylgst með mér og virtist hafa trú á mér. Nema hvað, svo fór að við þrír stofnuðum félag, „Stuðlaberg hf.“, og keyptum bátinn Vörð VE 29 sem [[Angantýr Elíasson]], [[Axel Halldórsso]],[[ Árni Sigurjónsson]] og fleiri áttu, en báturinn lá þá í reiðileysi við bryggju.<br>
Lína 109: Lína 109:
Ég var búinn að fá mig fullsaddan af þeirri þrautagöngu að leita mér að léttri vinnu, tímabundið eins og læknar mínir nefndu það í upphafi. Fékk ekki þau störf í landi sem laus voru og ég sóttist eftir. Ég fluttist því burtu úr Eyjum í maí 1964, ósáttur við það að fá ekki aðstoð í heimabæ mínum sem ég þurfti svo mjög á að halda tímabundið.<br>
Ég var búinn að fá mig fullsaddan af þeirri þrautagöngu að leita mér að léttri vinnu, tímabundið eins og læknar mínir nefndu það í upphafi. Fékk ekki þau störf í landi sem laus voru og ég sóttist eftir. Ég fluttist því burtu úr Eyjum í maí 1964, ósáttur við það að fá ekki aðstoð í heimabæ mínum sem ég þurfti svo mjög á að halda tímabundið.<br>
Ég seldi eign mína í Stuðlabergi hf., sem átti Sídon, Birni Guðmundssyni. Ég seldi húseignina Fífilgötu 2 en keypti svo Digranesveg 36 í Kópavogi, miðhæð í parhúsi, af Fríðu lngibjörgu Magnúsdóttur, og þangað fluttum við í þá íbúð 27. júní 1964, og bý þar enn í dag, 42 árum síðar!“<br><br>
Ég seldi eign mína í Stuðlabergi hf., sem átti Sídon, Birni Guðmundssyni. Ég seldi húseignina Fífilgötu 2 en keypti svo Digranesveg 36 í Kópavogi, miðhæð í parhúsi, af Fríðu lngibjörgu Magnúsdóttur, og þangað fluttum við í þá íbúð 27. júní 1964, og bý þar enn í dag, 42 árum síðar!“<br><br>
'''Netagerðarmaður í Kópavogi.'''<br>
'''Netagerðarmaður í Kópavogi.'''<br>[[Mynd:Einar bætir net inni í Friðarhöfn.png|250px|thumb|Einar bætir net inni í Friðarhöfn. - Myndin er spegluð og Einar er því ekki örvhentur eins og ætla mætti! Sænskur ferðamaður tók myndina og sendi Einari hana síðar]]
Einar fékk vinnu á netaverkstæði Reykdals í Reykjavík og var þar í nokkur ár, en fór síðan til Markós sem sá um innflutning efnis í veiðarfæri, troll og net. „Ég var fenginn til þess að vinna þetta efni betur fyrir viðskiptamennina, gera stykki og síðar heil troll, þannig að útgerðirnar þyrftu ekki að taka við hráu efninu og sjá um að gera úr því veiðarfæri.<br>
Einar fékk vinnu á netaverkstæði Reykdals í Reykjavík og var þar í nokkur ár, en fór síðan til Markós sem sá um innflutning efnis í veiðarfæri, troll og net. „Ég var fenginn til þess að vinna þetta efni betur fyrir viðskiptamennina, gera stykki og síðar heil troll, þannig að útgerðirnar þyrftu ekki að taka við hráu efninu og sjá um að gera úr því veiðarfæri.<br>
Ég þóttist kunna vel til verka, en ég var réttindalaus og lenti í smávægilegum andróðri út af því, en Þórður H. Gíslason netagerðameistari, og meðhjálpari, vann hjá mér á þessum tíma. Þegar hann heyrði um þessa „ómynd“ eins og hann kallaði það, sagði hann með sínum sérstöku og blíðu áherslum: „Einar minn, hafðu ekki minnstu áhyggjur af þessu meðan ég er hérna hjá þér.“ Meira þurfti ekki að segja, hann var meistari í faginu! Eftir það gekk allt vel. Það var mikið að gera, skuttogarar að koma til landsins m.a. En svo hallaði undan fæti hjá fyrirtækinu, ekki síst eftir að möskvinn var stækkaður úr 35 mm í 45 mm; en þá sat Þórhallur Þorláksson, eigandi Markós, uppi með mikinn ónýtan lager sem hann hafði lagt fé í. Hampiðjan varð síðan alls ráðandi á markaðnum.“<br>
Ég þóttist kunna vel til verka, en ég var réttindalaus og lenti í smávægilegum andróðri út af því, en Þórður H. Gíslason netagerðameistari, og meðhjálpari, vann hjá mér á þessum tíma. Þegar hann heyrði um þessa „ómynd“ eins og hann kallaði það, sagði hann með sínum sérstöku og blíðu áherslum: „Einar minn, hafðu ekki minnstu áhyggjur af þessu meðan ég er hérna hjá þér.“ Meira þurfti ekki að segja, hann var meistari í faginu! Eftir það gekk allt vel. Það var mikið að gera, skuttogarar að koma til landsins m.a. En svo hallaði undan fæti hjá fyrirtækinu, ekki síst eftir að möskvinn var stækkaður úr 35 mm í 45 mm; en þá sat Þórhallur Þorláksson, eigandi Markós, uppi með mikinn ónýtan lager sem hann hafði lagt fé í. Hampiðjan varð síðan alls ráðandi á markaðnum.“<br>
Einar hætti hjá Markó og varð vaktmaður hjá Landssímanum í Múlastöð, en aðeins í stuttan tíma, hálft annað ár. „Mér líkaði það ekki“ segir Einar. Hann hætti þar en fór að nýju að sýsla við net og troll, fyrst hjá Netagerð Grandaskála um tíma, svo hjá Seifi hf. á Grandagarði í nokkur ár. Hann vann við veiðarfæri Freyju RE 38. Einnig teiknaði hann og setti upp nokkrar dragnætur fyrir menn í Reykjavík, á Ísafirði og í Hafnarfirði. Hann var „í ýmsu snuddi“ eins og hann kallar það, alveg fram undir það síðasta. „Já, ég hef búið til mörg troll um ævina, fiskitroll, humartroll, rækjutroll og dragnætur!“<br><br>
Einar hætti hjá Markó og varð vaktmaður hjá Landssímanum í Múlastöð, en aðeins í stuttan tíma, hálft annað ár. „Mér líkaði það ekki“ segir Einar. Hann hætti þar en fór að nýju að sýsla við net og troll, fyrst hjá Netagerð Grandaskála um tíma, svo hjá Seifi hf. á Grandagarði í nokkur ár. Hann vann við veiðarfæri Freyju RE 38. Einnig teiknaði hann og setti upp nokkrar dragnætur fyrir menn í Reykjavík, á Ísafirði og í Hafnarfirði. Hann var „í ýmsu snuddi“ eins og hann kallar það, alveg fram undir það síðasta. „Já, ég hef búið til mörg troll um ævina, fiskitroll, humartroll, rækjutroll og dragnætur!“<br><br>
'''Ævikvöld, — æskuminning.'''<br>
'''Ævikvöld, — æskuminning.'''<br>[[Mynd:Einar og vilborg nýlegar myndir.png|250px|thumb|Einar Runólfsson. Nýleg mynd. Og Vilborg (Monna). Myndin var tekin nokkrum árum áður en hún lést.]]
„Það fer ósköp vel um mig hérna, — en það er ekki mikið um að vera! Ég er þakklátur fyrir þá heilsu sem ég hef, bæði til líkama og sálar. En það er mikil breyting þegar samfylgd lýkur eftir 65 ár. Vilborg var þó orðin mjög heilsutæp undir það síðasta. Ég reyni að fylgjast með, les og klóra svona eitthvað á blað öðru hvoru.<br>
„Það fer ósköp vel um mig hérna, — en það er ekki mikið um að vera! Ég er þakklátur fyrir þá heilsu sem ég hef, bæði til líkama og sálar. En það er mikil breyting þegar samfylgd lýkur eftir 65 ár. Vilborg var þó orðin mjög heilsutæp undir það síðasta. Ég reyni að fylgjast með, les og klóra svona eitthvað á blað öðru hvoru.<br>
Ég tel mig Austfirðing þótt ég sé alinn upp í Vestmannaeyjum og hafi lifað mín mótunarár þar. Ég hef þó búið lengur í Kópavogi en í Eyjum, en ég verð að viðurkenna að það er frá meira að segja úr Eyjum!<br>
Ég tel mig Austfirðing þótt ég sé alinn upp í Vestmannaeyjum og hafi lifað mín mótunarár þar. Ég hef þó búið lengur í Kópavogi en í Eyjum, en ég verð að viðurkenna að það er frá meira að segja úr Eyjum!<br>

Leiðsagnarval