„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1983/ Einar Sveinn Jóhannesson, skipstjóri á Lóðsinum, heimsóttur“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 25: Lína 25:
'''Þú varst langan tíma í vöru og fólksflutn-ingum. Fyrst á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur á Skaftfelling síðan á Vonarstjörnunni, sem þú gerðir út sjálfur, tíl vöru og fólksflutninga milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Voru þetta ekki oft mannmargar og erfiðar ferðir?'''<br>
'''Þú varst langan tíma í vöru og fólksflutn-ingum. Fyrst á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur á Skaftfelling síðan á Vonarstjörnunni, sem þú gerðir út sjálfur, tíl vöru og fólksflutninga milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Voru þetta ekki oft mannmargar og erfiðar ferðir?'''<br>
Eins og áður er sagt byrjaði ég þessar ferðir á Skaftfelling. Þetta fjögurra ára tímabil fór að mestu í flutninga. Fluttur var allskonar varningur, en aðalatriðið voru mjólkurflutningarnir, því að við fluttum til Eyja alla þá mjólk sem þangað var flutt. Oft var í þessum ferðum mikið af farþegum. Þetta voru oft erfiðar ferðir, en Skaftfellingur var frábær bátur og var oft hreint ótrúlegt hvað mátti bjóða honum án þess að verða fyrir áföllum þó að oft væri hann þrauthlaðinn. Það var, eins og sagði áður, lestað og losað á daginn en farið á milli á nóttinni, það var oft slabb í þessum ferðum þó ekki sé meira sagt. Ótrúlega fáar ferðir féllu niður þessi ár.<br>
Eins og áður er sagt byrjaði ég þessar ferðir á Skaftfelling. Þetta fjögurra ára tímabil fór að mestu í flutninga. Fluttur var allskonar varningur, en aðalatriðið voru mjólkurflutningarnir, því að við fluttum til Eyja alla þá mjólk sem þangað var flutt. Oft var í þessum ferðum mikið af farþegum. Þetta voru oft erfiðar ferðir, en Skaftfellingur var frábær bátur og var oft hreint ótrúlegt hvað mátti bjóða honum án þess að verða fyrir áföllum þó að oft væri hann þrauthlaðinn. Það var, eins og sagði áður, lestað og losað á daginn en farið á milli á nóttinni, það var oft slabb í þessum ferðum þó ekki sé meira sagt. Ótrúlega fáar ferðir féllu niður þessi ár.<br>
Á árinu 1954 hvöttu þeir mig, [[Guðlaugur Gíslason]], sem þá var bæjarstjóri, og forstöðumaður Mjólkursamsölunnar til þess að kaupa bát til mjólkurflutninga milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja og lofuðu þeir mér stuðningi við kaupin. Um áramótin 1954 og 1955
Á árinu 1954 hvöttu þeir mig, [[Guðlaugur Gíslason]], sem þá var bæjarstjóri, og forstöðumaður Mjólkursamsölunnar til þess að kaupa bát til mjólkurflutninga milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja og lofuðu þeir mér stuðningi við kaupin.<br>
Um áramótin 1954 og 1955 hafði ég fest kaup á 45 tonna bát sem ég gaf nafnið Vonarstjarnan Ve 26. 3. janúar 1955 kom ég hingað til Eyja mína fyrstu ferð með mjólk á Vonarstjömunni. Síðustu ferðina á henni sömu erinda, fór ég 18. desember 1959, þá var gamli [[Herjólfur]] kominn til að taka við. Samtals var ég þá búinn að vera tæp 10 ár í þessu flutningaslarki.<br>
Frá þessum árum á Vonarstjörnunni er margs að minnast. Hafnarskilyrðin í Þorlákshöfn vora þá mjög slæm. f fyrstu var ekki nema einn bryggjustubbur sem var meira, ef nokkuð hreyfði veður, undir sjó en upp úr. Oft var erfitt að hemja bátinn við þessa bryggju og athafna sig við hana. Tvisvar hálffylltum við lestina af sjó þarna við bryggjuna. Mörgum þótti Vonarstjarnan of lítil í þessar ferðir en hún mátti ekki stærri vera svo að hægt væri að hemja hana við bryggjustubbinn. Oft var hún lek greyið eftir þessi átök og ekki alltaf þessleg að vera fýsileg sem farþegaskip, en þetta fór allt vel með guðshjálp og góðra manna. Við skulum ekki reyna hér að lýsa því með orðum hvernig margar þessar ferðir voru milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, ferðast á nóttinni, skammdegið er oft hart við okkur á Íslandi. Oft var járn í flutningum og þá var það á dekkinu, sjómenn þekkja hvað það er hollur farmur fyrir kompásinn, siglingatæki engin, nema lélegur dýptarmælir. Aðbúnaður fyrir farþega var nánast enginn, nema góður vilji til að láta þeim líða sem best, eftir því sem aðstæður leyfðu.
Á eftir manni rak svo sú knýjandi nauðsyn að láta ekki standa upp á sig, láta ekki heilt bæjarfélag verða mjólkurlaust.<br>
Jú, Siggi, þetta var oft erfitt og ekki hægt nema með góðum mannskap. Ég vil koma hér á framfæri þakklæti til þeirra manna sem drösluðust í þessu slabbi með mér öll þessi ár. Mér verður nú oft hugsað til þessa tíma, þegar fólk er að agnúast út í hann Herjólf okkar. Það eru tvennir tímar. Hvílíkur reginmunur sem orðinn er á þessum hlutum með komu hans hingað.<br>
'''Lóðsinn síglir inn í líf þitt árið 1961 og þú hefur verið skipstjóri á honum síðan hann kom hingað til Eyja. Þú hefur á þessum bát unnið mörg stórvirki og þið saman hafið skapað hjá sjómönnum hér öryggiskennd sem seint verður fullþökkuð. Voru það ekki mikil viðbrigði hjá þér að koma á Lóðsinn, sem jafnframt því að vera hafnsögubátur er björgunar- og aðstoðarbátur fyrir Eyjaflotann?'''<br>
Á milli þess að ég hætti með Vonarstjörnuna og þar til að Lóðsinn kemur vinn ég einn vetur í [[Fiskiðjan|Fiskiðjunni]]. Um sumarið er ég með [[Farsæll Ve|Farsæl Ve 12]] á humartrolli og um haustið á fiskitrolli. Uppúr áramótum 1961 fer ég út til Þýskalands að sækja Lóðsinn. í þeirri ferð voru, auk mín, Tryggvi Blöndal, sem þá var skipstjóri á Herjólfi, en fékk frí til að sigla Lóðsinum hingað, [[Jón Í. Sigurðsson[[ hafnsögumaður og [[Erlendur Ólafsson]] frá Gilsbakka, sem var vélstjóri. Til Vestmannaeyja komum við 4. aprfl kl. 9 að morgni.<br>
Jú, víst voru þetta mikil viðbrigð
1.368

breytingar

Leiðsagnarval