Karítas Þórisdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Karítas Þórisdóttir, húsfreyja, sjúkraliði á Lsp, lærður leiðsögumaður fæddist 17. ágúst 1971 í Eyjum.
Foreldrar hennar Þórir Jónsson , f. 5. maí 1950, og Kristín Halldóra Þórarinsdóttir, f. 20. júní 1949.

Börn Kristínar og Þóris:
1. Karítas Þórisdóttir sjúkraliði, f. 17. ágúst 1971 í Eyjum. Maður hennar Gunnar Þór Bjarnason.
2. Elísabet Íris Þórisdóttir starfsmaður á sjúkrahúsi, f. 11. apríl 1973 á Selfossi. Maður hennar Gunnar Már Hreinsson.
3. Benóný Þórisson, f. 23. nóvember 1987 í Eyjum.

Þau Gunnar giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Hjörleifur giftu sig, eiga ekki börn saman, en hann á eitt barn. Þau búa í Hfirði.

I. Fyrrum maður Karítasar er Gunnar Þór Bjarnason úr Rvk, arkitekt, f. 7. maí 1971. Foreldrar hans Bjarni Hjaltested Þórarinsson, f. 1. mars 1947, og Vilborg Sigríður Gunnarsdóttir, f. 3. apríl 1951.
Börn þeirra:
1. Selma Gunnarsdóttir, f. 18. desember 1999 í Rvk.
2. Sylvía Lind Gunnarsdóttir, f. 16. júlí 2001 í Árósum.

II. Maður Karítasar er Hjörleifur Jón Steinsson frá Selfossi, húsasmíðameistari, f. 4. september 1975. Foreldrar hans Steinn Ingi Ólafsson, f. 23. febrúar 1950, og Ágústa Jóna Jónsdóttir, f. 1. janúar 1958, d. 3. janúar 2020.
Barn hans:
3. Elísa Björk Hjörleifsdóttir, f. 6. október 2011.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.