Jósef Agnar Róbertsson
Jósef Agnar Róbertsson, verslunarstjóri í Bónus í Eyjum, nú verslunarstjóri hjá Hakaupi í Rvk, fæddist 26. maí 1978.
Foreldrar hans Páll Róbert Óskarsson, húsgagnasmíðameistari, f. 10. september 1946, d. 13. október 2020, og Þuríður Margrét Georgsdóttir, húsfreyja, fiskiðnaðarkona, verkstjóri, f. 6. mars 1948, d. 19. september 2005.
Börn Þuríðar og Páls Róberts:
1. Fjóla M. Róbertsdóttir húsfreyja, skjalastjóri hjá Vestmannaeyjabæ, f. 18. maí 1973. Maður hennar Ingólfur Jóhannesson.
2. Jósef Agnar Róbertsson verslunarstjóri í Bónus, f. 26. maí 1978. Fyrrum kona hans Kristina Goremykina. Fyrrum sambúðarkona Ethel Orongan. Kona hans Fanney Guðmundsdóttir.
Þau Kristina giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Ethel hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Fanney giftu sig, hafa eignast eitt barn. Þau búa í Rvk.
I. Fyrrum kona Jósefs er Kristina Goremykina, af rússnesku bergi brotin, f. 3. júní 1979.
Barn þeirra:
1. Tanya Rós Jósefsdóttir, f. 6. september 2000.
II. Fyrrum sambúðarkona Jósefs er Ethel Neis Orongan, f. 23. ágúst 1980.
Barn þeirra:
2. Margrét Ísabel Orongan Jósefsdóttir, f. 25. júlí 2004 í Rvk.
III. Kona Jósefs er Fanney Guðmundsdóttir, lyfjafræðingur, f. 11. júlí 1985. Foreldrar hennar Guðmundur Ingi Gíslason, f. 7. maí 1955, og Vigdís Arnheiður Gunnlaugsdóttir, f. 11. febrúar 1957.
Barn þeirra:
3. Vigdís Fanney Jósefsdóttir, f. 29. október 2023.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Jósef.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.