Jónína Sveinsdóttir (Sjónarhól)
Jónína Kristín Sveinsdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja á Sjónarhól fæddist 27. desember 1899 á Eyrarbakka og lést 9. júlí 1973.
Foreldrar hennar voru Sveinn Sveinsson sjómaður, f. 9. október 1863 í Simbakoti á Eyrarbakka, d. 2. júní 1941, og kona hans Ingunn Sigurðardóttir frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 26. janúar 1858, d. 29. apríl 1941.
Systur Jónínu í Eyjum voru:
1. Þórunn Júlía Sveinsdóttir húsfreyja á Byggðarenda, f. 8. júlí 1894, d. 20. maí 1962.
2. Sveinbjörg Sveinsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 2. apríl 1898, síðast í Kópavogi, d. 4. september 1977.
Jónína var með foreldrum sínum í Flóagafli í Kaldaðarnessókn í Árnessýslu 1901, á Ósi á Eyrarbakka 1910.
Hún eignaðist Sigrúnu á Ósi 1920 og fluttist með hana til Eyja á því ári og bjó með Magnúsi á Reynivöllum.
Þau bjuggu í Nikhól við fæðingu Adolfs 1922, í París
við giftingu sína og fæðingu Emils 1923, á Lágafelli við fæðingu Kristjáns Þórarins 1925 og á Seljalandi við fæðingu Magnúsar 1927.
Hjónin misstu Kristján Þórarinn nær fjögurra ára gamlan 1929.
Þau bjuggu í Litla-Hvammi. Kirkjuvegi 41 1930, á Skildingavegi 10 1934, voru komin á Sjónarhól við Sjómannasund 10b 1940 og bjuggu þar síðan.
Jónína lést 1973 og Magnús 1987.
I. Maður Jónínu, (9. júní 1923), var Magnús Jóhannesson verkamaður, sjómaður, formaður, f. 17. mars 1896 í Suður-Vík í Mýrdal, d. 10. júlí 1987.
Börn þeirra voru:
1. Jóhanna Sigrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1920 á Ósi á Eyrarbakka, d. 17. apríl 1981.
2. Adolf Hafsteinn Magnússon
stýrimaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 12. febrúar 1922 í Nikhól, d. 22. nóvember 2005.
3. Emil Sigurður Magnússon vélstjóri, verkstjóri, f. 23. september 1923 í París, d. 16. apríl 2008.
4. Kristján Þórarinn Magnússon, f. 25. september 1925 á Lágafelli, d. 23. ágúst 1929.
5. Magnús Magnússon sjómaður, stýrimaður, f. 5. júlí 1927 á Seljalandi, d. 14. september 2002.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
- Æviskrár Víglundar Þórs Þorsteinssonar
- Húsfreyjur
- Fólk fætt á 19. öld
- Fólk dáið á 20. öld
- Íbúar á Reynivöllum
- Íbúar í Litla-Hvammi
- Íbúar í Nikhól
- Íbúar í París
- Íbúar á Lágafelli
- Íbúar á Seljalandi
- Íbúar á Sjónarhól
- Íbúar við Kirkjuveg
- Íbúar við Strandveg
- Íbúar við Hásteinsveg
- Íbúar við Vestmannabraut
- Íbúar við Skildingaveg
- Íbúar við Sjómannasund