Jóndís Einarsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóndís Einarsdóttir.

Jóndís Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 30. desember 1960 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Einar Brandsson, f. 1. janúar 1931, d. 18. mars 2005, og kona hans Jónína Vigdís Ármannsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1933, d. 19. desember 2022.

Jóndís lauk 6. bekk í Ármúlaskóla, lauk námi í H.S.Í. í september 1982.
Hún var hjúkrunarfræðingur á handlækningadeild Lsp 15. september 1982 til 31. júlí 1984, á Sjúkrahúsinu í Eyjum 5. september 1984 til 1. september 1985, á handlækningadeild Lsp 1. september 1985 til 1. maí 1987, Heilsugæslustöð Árbæjar frá 1. maí 1987, (þannig 1988).
Þau Guðmundur Jón giftu sig 1986.

I. Maður Jóndísar, (22. nóvember 1986), er Guðmundur Jón Vilhelmsson trésmiður, f. 25. september 1961. Foreldrar hans Vilhelm Ragnar Guðmundsson blikksmíðameistari og kennari, f. 3. júní 1929, d. 2. október 2000, og kona hans Sigurrós Alda Sigurvinsdóttir húsfreyja, bréfberi f. 12. nóvember 1932, d. 17. ágúst 2005.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 29. ágúst 2005. Minning Öldu Sigurvinsdóttur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.