Jóna Unnur Ágústsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóna Unnur Ágústsdóttir.

Jóna Unnur Ágústsdóttir frá Mávahlíð í Fróðárhreppi, húsfreyja fæddist þar 30. júní 1925 og lést 17. október 2002.
Foreldrar hennar voru Ágúst Ólason frá Stakkhamri í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, verkamaður, bóndi í Mávahlíð, f. 21. ágúst 1897, d. 13. september 1975, og kona hans Þuríður Þorsteinsdóttir frá Sjávargötu í Njarðvík, húsfreyja, f. þar 10. júlí 1899, d. 9. apríl 1976.

Þau Gísli giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu við Hásteinsveg 41 1945. Þau skildu.
Þau Rögnvaldur giftu sig 1951, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Hellissandi. Eftir lát hans fluttist Jóna til Reykjavíkur, bjó við Boðagranda.
Hún lést 2002.

I. Maður Jónu Huldu, (1946, skildu), var Gísli Árnason Johnsen sjómaður, f. 18. október 1916 í Frydendal, d. 8. janúar 1964.
Barn þeirra:
1. Þuríður Gísladóttir, bjó í Kópavogi, f. 28. ágúst 1946, d. 5. maí 2021. Maður hennar Jón Magnússon kaupmaður, starfsmaður Cabin hótels, látinn.

I. Maður Jónu Huldu, (1951), var Rögnvaldur Ólafsson frá Brimilsvöllum í Fróðárhreppi á Snæf., f. 18. júlí 1917, d. 24. nóvember 1994. Foreldrar hans voru Ólafur Bjarnason, f. 10. ágúst 1889, d. 3. ágúst 1982, og Kristólína Kristjánsdóttir, f. 4. ágúst 1885, d. 29. nóvember 1960.
Barn þeirra:
2. Ólafur Rögnvaldsson, býr á Hellissandi, f. 4. september 1954. Kona hans Hildur Gunnarsdóttirþ


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.