Jóna María Viktorsdóttir
Jóna María Viktorsdóttir, húsfreyja, þjónustufulltrúi fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar, fæddist 2. september 1981.
Foreldrar hennar Hermann Viktor Hjartarson, sjómaður, verkamaður, f. 31. mars 1951, d. 25. mars 2024, og kona hans Ágústa Magnúsdóttir, húsfreyja, f. 27. febrúar 1953.
Börn Ágústu og Viktors:
1. Magnús Elvar Viktorsson, f. 28. desember 1970. Kona hans Linda Mary Stefánsdóttir.
2. Sigurgeir Viktorsson, f. 1. desember 1974. Kona hans Aldís Ýr Ólafsdóttir.
3. Jóna María Viktorsdóttir, f. 2. september 1981. Maður hennar Grétar Ólafur Hjartarson.
Þau Grétar Ólafur giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Sandgerði.
I. Maður Jónu Maríu er Grétar Ólafur Hjartarson, starfsmaður Iceland Air, f. 26. nóvember 1977. Foreldrar hans Hjörtur Vignir Jóhannsson, f. 4. febrúar 1957, og Ester Grétarsdóttir, f. 4. október 1957.
Börn þeirra:
1. Ester Grétarsdóttir, f. 25. mars 2004.
2. Eva Rún Grétarsdóttir, f. 5. júní 2009.
3. Aron Fannar Grétarsson, f. 11. desember 2012.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Jóna María.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.