Jón Ólafur Vilmundarson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jón Ólafur Vilmundarson sjómaður, starfsmaður við þjónustu á Breiðabólstað í Ölfusi, netamaður, fæddist 24. desember 1960.
Foreldrar hans Vilmundur Þórir Kristinsson sjómaður, lögreglumaður, fangavörður, f. 31. október 1937, d. 9. júlí 2020, og kona hans Hallbera Valgerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1941.

Börn Hallberu Valgerðar og Vilmundar Þóris:
1. Kristinn Gunnar Vilmundarson á Ketilvöllum í Grímsnesi, bifreiðastjóri á Selfossi, f. 5. febrúar 1959. Fyrrum kona hans Jóna Björg Jónsdóttir. Sambýliskona hans Guðný Grímsdóttir.
2. Jón Ólafur Vilmundarson sjómaður, starfsmaður við þjónustu á Breiðabólstað í Ölfusi, netamaður, f. 24. desember 1960. Kona hans Sigrún Theodórsdóttir.
3. Valgeir Vilmundarson sjómaður á Dalvík, f. 20. desember 1963. Kona hans Sigríður Inga Ingimarsdóttir.
4. Indlaug Vilmundardóttir húsfreyja, leikskólakennari á Selfossi, f. 4. júlí 1968. Maður hennar David Karl Cassidy.
5. Þuríður Katrín Vilmundardóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Bolungarvík, f. 31. janúar 1976. Maður hennar Jón Páll Hreinsson.

Þau Sigrún giftu sig, eignuðust þrjú börn og Sigrún eignaðist barn áður.

I. Kona Jóns Ólafs er Sigrún Theodórsdóttir úr Rvk, félagsliði við iðjuþjálfun í Þorlákshöfn, f. 1. ágúst 1966. Foreldrar hennar Theodór Guðmundson, f. 2. september 1933, d, 30. ágúst 2014, og Auður Axelsdóttir, f. 8. október 1939, d. 30. ágúst 2022.
Börn þeirra:
1. Linda Rós Jónsdóttir, f. 21. mars 1988.
2. Sindri Freyr Jónsson, f. 27. ágúst 1989.
3. Guðjón Axel Jónsson, f. 13. apríl 1997.
Barn Sigrúnar áður:
4. Auður Helga Guðmundsdóttir, f. 17. febrúar 1984.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.