Jón Sævar Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Sævar Guðmundsson.

Jón Sævar Guðmundsson nemi fæddist 11. febrúar 1992 og lést 25. mars 2010.
Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson bifvélavirki, f. 1. september 1948, og kona hans Bjarnfríður Andrea Guðnadóttir, húsfreyja, verkakona, vann við aðhlynningu í Hraunbúðum, f. 10. nóvember 1958, d. 31. maí 2021.

Börn Bjarnfríðar Andreu og Guðmundar:
1. Guðrún Guðmundsdóttir, f. 10. ágúst 1979.
2. Jón Sævar Guðmundsson, f. 11. febrúar 1992, d. 25. mars 2010.

Jón Sævar var einn vetur í Tækniskóla Íslands.
Hann átti unnustuna Eydísi Ósk Guðmundsdóttur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.