Jón Bryngeirsson
Fara í flakk
Fara í leit
Jón Bryngeirsson fæddist 9. júní 1930 og lést 7. ágúst 2000. Hann var frá Búastöðum en bjó í Hafnarfirði á seinni árum.
Jón var skipstjóri.
Óskar Kárason samdi formannavísu um Jón:
- Jón Bryngeirs lestar-ljónið
- leiðir um svæðin veiði
- kaldur, þó kelin alda,
- kugginum Bryngeir ruggi,
- klókur aflar á króka,
- kunnugur miðum grunna,
- dökkva á nýjum nökkva,
- natinn við sjó er skatinn.
Ritverk Árna Árnasonar/Jón Bryngeirsson
Heimildir
- Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.