Jón Bergsteinsson (kaupfélagsstjóri)
Jón Bergsteinsson kaupfélagsstjóri, fæddist 28. febrúar 1932 á Ási í Fellahreppi og lést 18. desember 2024.
Foreldrar hans Jóna Margrét Jónsdóttir, f. 9. september 1894, d. 14. ágúst 1969, og Bergsteinn Brynjólfsson, f. 17. desember 1891, d. 29. ágúst 1973. Jón ólst upp á Reyðarfirði hjá móðursystur sinni Petru Ragnheiði Jónsdóttur, f. 9. mars 1900, d. 14. janúar 1978.
Jón gekk í Alþýðuskólann á Eiðum þar sem hann lauk landsprófi og starfaði eftir það hjá Kaupfélagi Héraðsbúa, KHB, á Egilsstöðum, áður en hann lagði fyrir sig nám í Samvinnuskólanum í Reykjavík þar sem hann lauk prófi árið 1952. Eftir nám starfaði hann hjá KHB, Innflutningsdeild SÍS, Sambands íslenskra samvinnufélaga, hjá Kaupfélaginu í Vestmannaeyjum sem kaupfélagsstjóri og síðan deildarstjóri hjá KRON, Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis. Árið 1966 réðst hann sem skrifstofustjóri hjá Happdrætti Háskóla Íslands þar sem hann starfaði óslitið til starfsloka.
Þau Birna Helga giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu m.a. í Kaupfélagshúsinu við Bárustíg 6.
I. Kona Jóns er Birna Helga Stefánsdóttir húsfreyja, f. 13. nóvember 1935. Foreldrar hennar Laufey Guðrún Valdemarsdóttir Snævarr, f. 31. október 1911, d. 9. nóvember 2002, og Stefán Pétursson, f. 22. nóvember 1908, d. 1. mars 1992.
Börn þeirra:
1. Jón Steinar Jónsson læknir, f. 6. desember 1957 á Sj.
2. Sigríður Laufey Jónsdóttir lögmaður, f. 24. ágúst 1968.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.