Jóhann Þórisson (Árbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhann Þórisson, framkvæmdastjóri,rak bílaleigu á Selfossi, fæddist 20. febrúar 1950.
Foreldrar hans voru Þórir Jóhannsson frá Höfðahúsi, verkamaður, húsvörður, f. 11. maí 1922, d. 24. nóvember 1968, og kona hans Margrét Ólafía Magnúsdóttir frá Árbæ, húsfreyja, verkakona, matráðskona, f. 8. janúar 1932, d. 1. mars 2007.

Börn Margrétar og Þóris:
1. Jóhann Þórisson, rak bílaleigu á Selfossi, f. 20. febrúar 1950 í Árbæ. Fyrrum kona hans var Kristín Árnadóttir. Sambýliskona Jóhanns er Þórný Kristmannsdóttir.
2. Erlendur Þórisson sjómaður, verkamaður, f. 15. febrúar 1957 á Minna-Núpi. Kona hans er Harpa Kristín Kristinsdóttir.
3. Magnús Þórisson, f. 9. maí 1966 á Selfossi. Barnsmóðir hans er Valgerður Jóhannesdóttir.

Þau Kristín giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Þórný hófu sambúð, eignuðust ekki börn saman. Þau skildu.
Þau Guðrún hófu sambúð, eignuðust ekki börn saman.

I. Fyrrum kona Jóhanns er Kristín Árnadóttir frá Selfossi, verslunarmaður, f. 19. nóvember 1950. Foreldrar hennar Árni Sigursteinsson, f. 20. janúar 1929, d. 13. júní 2016, og Guðrún Hulda Brynjólfsdóttir, f. 25. september 1931, d. 1. mars 2015.
Börn þeirra:
1. Þórir Jóhannsson, f. 18. ágúst 1972.
2. Dagný Hulda Jóhannsdóttir, f. 15. júlí 1976.
3. Árni Grétar Jóhannsson, f. 28. apríl 1983.

II. Fyrrum sambúðarkona Jóhanns er Þórný Kristmannsdóttir frá Grænuhlíð í Múlasýslu, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 29. október 1954. Foreldrar hennar Richard Kristmann Jónsson, f. 14. maí 1929, d. 4. nóvember 2022, og Sigurlaug Stefánsdóttir, f. 13. júlí 1930, d. 23. maí 2018.

III. Sambúðarkona Jóhanns er Guðrún Guðjónsdóttir frá Akureyri, sjúkraliði, f. 1. október 1956. Foreldrar hennar Jósefína Halldórsdóttir, f. 1. apríl 1925, d. 23. júní 1993, og Guðjón Símon Björnsson, f. 23. júlí 1929.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.