Jóhann Halldórsson (Helgabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhann Halldórsson frá Langholti í Meðallandi, V.-Skaft., vinnumaður fæddist þar 4. nóvember 1857.
Freldrar hans voru Halldór Jónsson tómthúsmaður, sjómaður, f. 14. desember 1832, drukknaði 1. apríl 1967, og kona hans Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. júní 1833, d. 7. mars 1864.

Jóhann var með foreldrum sínum í Langholti 1860, fór með þeim til Eyja á því ári, fór í Meðalland 1864, var tökubarn í Langholt þar 1864-1869, á sveit á Syðri-Steinsmýri 1869-1871. Þá fór hann að Helliskoti á Hellisheiði. Hann var vinnumaður á Minni-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd 1880.
Hann finnst ekki síðar.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.