Jóhanna Hjaltadóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóhanna Björg Hjaltadóttir.

Jóhanna Björg Hjaltadóttir kennari fæddist 17. ágúst 1919 á Ytri-Bakka í Arnarneshreppi, Ey. og lést 27. nóvember 2021.
Foreldrar hennar voru Hjalti Gunnarsson bóndi, kaupmaður, umsjónarmaður, f. 2. desember 1891, d. 18. júlí 1977, og kona hans Ásta Ásgeirsdóttir húsfreyja, f. 19. apríl 1893, d. 2. september 1986.

Jóhanna nam í Kvennaskólanum í Reykjavík 1934-1937, lauk kennaraprófi 1939.
Hún kenndi í St. Jósefsskóla í Hafnarfirði 1939-1941, Barnaskólanum í Eyjum 1941-1942.
Jóhanna vann við hannyrðaverslun í Reykjavík 1942-1944.
Þau Björn giftu sig 1944, eignuðust fimm börn.
Björn lést 2009 og Jóhanna 2021.

I. Maður Jóhönnu, (26. febrúar 1944), var Björn Helgason frá Hnausakoti í Miðfirði, Hún., verslunarmaður, f. 4. júlí 1921, d. 25. júlí 2009. Foreldrar hans voru Helgi Jónsson frá Huppahlíð í Miðfirði, bóndi, f. 14. júlí 1884, d. 2. september 1965, og kona hans Ólöf Jónsdóttir frá Hömrum í Þverárhlíð, Mýr., húsfreyja, f. 15. febrúar 1880, d. 11. október 1969.
Börn þeirra:
1. Hjalti Ásgeir Björnsson læknir, f. 8. október 1944, d. 21. október 1988. Kona hans Hrafnhildur Stefánsdóttir.
2. Margrét Ólöf Björnsdóttir kennari, f. 31. desember 1945. Maður hennar Kristján Þór Haraldsson.
3. Helgi Björnsson búfræðingur, bóndi, f. 13. október 1947. Kona hans Þorbjörg Sveinbjörnsdóttir.
4. Haukur Björnsson gullsmiður, leturgrafari, f. 4. maí 1950. Kona hans Annemarieke Gerlofs
5. Ásta Björg Björnsdóttir lífeindafæðingur, f. 23. júní 1956. Maður hennar Andrés Halldór Þórarinsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 3. desember 2021. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.