Ingibjörg Þorláksdóttit (Efra-Apavatni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Þorláksdóttir frá Efra-Apavatni í Grímsnesi, húsfreyja fæddist 1750 og lést 11. febrúar 1828.
Foreldrar hennar voru Þorlákur Magnússon bóndi, f. 1718, d. 8. júlí 1793, og Helga Símonardóttir, f. 1715.

Þau Þorsteinn giftu sig, eignuðust sjö börn. Þau bjuggu á Miðfelli í Hrepphólasókn, Árn. 1801. Hún var hjá Sigurði syni sínum í Strandarhjáleigu 1816, var með Einari syni sínum í Kastala 1820.
Hún lést 1828.

I. Maður Ingibjargar var Þorsteinn Bjarnason bóndi, f. 1749, d. 1801. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson, f. 1726, d. 25. nóvember 1803, og Salvör Jónsdóttir, f. 1715.
Börn hér talin:
1. Einar Þorsteinsson í Kastala, tómthúsmaður, f. 1769, d. 1. ágúst 1837.
2. Helga Þorsteinsdóttir, f. 1773, d. 24. október 1817.
3. Margrét Þorsteinsdóttir, vinnukona, f. 1774.
4. Bjarni Þorsteinsson, f. 1776.
5. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, húsfreyja í Vesturhjáleigu í Flóa, f. 30. júlí 1787, d. 5. október 1851.
6. Sigurður Þorsteinsson, bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum, f. 1791, d. 28. maí 1866.
7. Sesselja Þorsteinsdóttir, húsfreyja á Ási ú Hrunasókn, f. 1793, d. 6. júlí 1846.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.