Ingibjörg Ágústsdóttir (Valhöll)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Ágústsdóttir, frá Langa-Hvammi, húsfreyja fæddist þar 14. júlí 1904 og lést 9. október 1951 á Akureyri.
Foreldrar hennar voru Ágúst Gíslason útvegsmaður, bátsformaður, f. 15. ágúst 1874, d. 24. desember 1922, og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 25. desember 1875 í Eyjum, d. 24. ágúst 1928.

Börn Guðrúnar og Ágústs:
1. Rebekka húsfreyja, f. 24. mars 1899 í Hafnarfirði, d. 7. ágúst 1981, kona Sigurðar Ólafssonar verkfræðings.
2. Matthildur húsfreyja í Stakkagerði, tvíburi, f. þar 28. júlí 1900, d. 18. júní 1984, kona Sigurðar Bogasonar.
3. Þorsteinn Ágústsson, tvíburi, f. 28. júlí 1900, d. 24. október 1901.
4. Soffía húsfreyja, f. 23. mars 1902 í Langa-Hvammi, gift í Danmörku, Erik Grönquist.
5. Ingibjörg húsfreyja, f. 14. júlí 1904 í Langa-Hvammi, d. 9. október 1951. Hún var gift á Hjalteyri.
6. Ágústa Ágústsdóttir, f. 18. ágúst 1907 í Landlyst, d. 5. janúar 1908.
7. Skarphéðinn, f. 17. september 1909 í Sjólyst, d. 19. apríl 1957, kvæntur í Keflavík.

Þau Árni giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hvammi við Hjalteyri við Eyjafjörð.

I. Maður Ingibjargar var Árni Jónsson, frá Neðridal í Mýrdal, f. 22. júlí 1903, d. 18. febrúar 1993. Foreldrar hans Jón Árnason, bóndi, f. 10. ágúst 1877 í Neðridal í Mýrdal, d. 4. nóvember 1964, og kona hans Þórunn Gísladóttir, húsfreyja, f. 10. október 1865, d. 30. nóvember 1949.
Börn þeirra:
1. Gunnþóra Árnadóttir, f. 29. mars 1932 á Akureyri, d. 25. desember 2022.
2. Ágústa Árnadóttir, f. 6. ágúst 1935 á Akureyri, d. 21. nóvember 1935 á Akureyri.
3. Hafdís Árnadóttir, f. 19. nóvember 1938 á Hjalteyri.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.