Ingibjörg Sigurðardóttir (Batavíu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja í Batavíu fæddist 13. maí 1855 á Búðarhóli í A-Landeyjum og lést 16. febrúar 1906.
Faðir hennar var Sigurður bóndi á Búðarhóli, f. 24. mars 1820 í Stórólfshvolssókn, d. 8. maí 1861 á Búðarhóli, Hafliðason bónda á Miðhúsum í Hvolhreppi, skírður 19. maí 1778, d. 3. ágúst 1844, Sigurðssonar bónda á Ægissíðu í Holtum, f. 1749, d. 5. apríl 1831, Jónssonar, og síðari konu Sigurðar á Ægissíðu, Guðrúnar húsfreyju, skírð 21. apríl 1749, d. 4. október 1832, Hafliðadóttur.
Móðir Sigurðar á Búðarhóli og kona Hafliða á Miðhúsum var Þórunn húsfreyja, skírð 26. júní 1786, d. 2. janúar 1868, Sigurðardóttir bónda á Ægissíðu, f. 1740, d. 10. ágúst 1814, Ólafssonar, og konu Sigurðar, Æsu húsfreyju, f. 1757, d. 21. janúar 1840, Jónsdóttur.

Móðir Ingibjargar í Batavíu og kona Sigurðar á Búðarhóli var, (18. júlí 1854), Sigríður Erlendsdóttir húsfreyja, f. 7. febrúar 1826 í Svaðbæli u. Eyjafjöllum, d. 25. febrúar 1901 í Eyjum.

Ingibjörg fluttist úr Landeyjum að Batavíu 1887, ráðin bústýra.

I. Maður Ingibjargar var, (1888), Guðmundur Ögmundsson járnsmiður og síðar vitavörður í Batavíu, f. 13. maí 1842, d. 19. nóvember 1914.
Börn Ingibjargar og Guðmundar hér:
1. Friðrik Jóhann Guðmundsson vélstjóri, landverkamaður og múrari, f. 2. nóvember 1888, d. 10. júní 1980.
2. Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja á Hvanneyri, f. 18. október 1891, d. 27. apríl 1965.
3. Sigríður Filippía Guðmundsdóttir, f. 21. apríl 1895, d. 26. júní 1903.

II. Barn Ingibjargar með Filippusi Jónssyni frá Þórunúpi í Fljótshlíð, f. 1854, d. 30. apríl 1879:
3. Jón Filippusson, f. 14. september 1878, d. 23. júlí 1956. Fór til Vesturheims 1902 frá Dalbæ. Með honum fóru kona hans Jóhanna Sigríður Jónsdóttir 25 ára og barn þeirra Ólafur Vídalín Jónsson þriggja ára.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.