Ilse Guðnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ilse (Ille) Emilie Frieda Guðnason.
Ilse og Haraldur.

Ilse (Ille) Emilie Frieda Guðnason frá Þýslalandi, húsfreyja, starfsmaður bókasafnsins í Eyjum fæddist 24. ágúst 1914 í Hamborg og lést 27. febrúar 2004.
Foreldrar hennar voru Heinrich Forthmann, f. 2. maí 1889, d. 16. mars 1948, og Emilie Forthmann, f. 11. júní 1891, d. 5. jan. 1973.

Ilse flutti til Íslands 1936, vann í fyrstu á Sólheimum í Grímsnesi, með Haraldi í sumarvinnu í Landeyjum, en síðar í mötuneyti Einars Sigurðssonar við Edinborgarhúsið. Hún vann síðar með Haraldi að enduruppbyggingu Bókasafnsins og afgreiddi þar.
Þau Haraldur giftu sig 1940, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Fífilgötu 5 og á Hnjúki við Brekastíg 20.
Ilse lést 2004 og Haraldur 2007.

I. Maður Ilse, (28. maí 1940), var Haraldur Óskar Guðnason frá Vatnahjáleigu í A.-Landeyjum, verkamaður, bókavörður, f. 30. september 1911, d. 28. janúar 2007.
Börn þeirra:
1. Áki Heinz, f. 4. febrúar 1947. Fyrrum kona hans Kristín Gísladóttir, f. 10. júlí 1955.
2. Torfi Sigurbjörn Haraldsson, f. 5. apríl 1950. Kona hans Binna Hlöðversdóttir, látin.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.