Háigarður

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Háigarður á 4. áratug 20. aldar. Vilborgarstaðir vestri lengst til vinstri, þá Hlaðbær. Til hægri sér í fjós og hlöðu Hlaðbæjar.
Háigarður um 1942. Hlaðan til hægri. Hlaðbær er fyrir austan Háagarð, síðan Skáli (Litli-Hlaðbær), Austari Vilborgarstaðir („Gústubær“), hús Lofts Jónssonar og Ágústínu Þórðardóttur, austast. Elliðaey í baksýn. Myndin er tekin af Svanhól (Oddnýjarhóli).
Háigarður í gosinu.
Laufey Sigurðardóttir frá Háagarði ásamt barnabarni sínu Laufeyju Magnúsdóttur

Háigarður stóð við Austurveg 30, byggt árið 1911 og var talinn til Vilborgarstaða fyrr á tímum. Hús þetta fór undir hraun í eldgosinu á Heimaey 1973.

Jón Sverrisson og Sólveig Jónína Magnúsdóttir fluttu til Eyja árið 1919 og settust að í Háagarði.

Þorsteinn Víglundsson og Ingigerður Jóhannsdóttir, Páll Eyjólfsson, árið 1953 Guðmundur Jóelsson og Laufey Sigurðardóttir

Laufey Sigurðardóttir, Bjarni Guðmundsson, Ómar Guðmundsson og Þorgeir Guðmundsson bjuggu í húsinu þegar byrjaði að gjósa 23. janúar 1973.



Heimildir

  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1. desember 1972.
  • Húsin undir hrauninu, haust 2012.