Hulda Sigurborg Vilhjálmsdóttir
Hulda Sigurborg Vilhjálmsdóttir frá Jaðri, húsfreyja í Vík í Mýrdal fæddist 15. mars 1917 á Jaðri og lést 6. maí 2010.
Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Brandsson frá Reynishjáleigu í Mýrdal, gullsmiður, leturgrafari, f. 21. apríl 1878, d. 27. september 1953, og kona hans, (skildu), Jónína Guðlaug Þórðardóttir, f. 29. júní 1880 í Kerlingardal í Mýrdal, d. 18. maí 1969.
Barn Vilhjálms með Helgu Jónsdóttur Bachman:
1. Vilhjálmur Haraldur Vilhjálmsson í Reynishjáleigu, f. 22. október 1908 í Reykjavík, d. 14. maí 1970.
Barn Jónínu G. Þórðardóttur og Páls Sigurðssonar:
2. Jóhann Steinar Olgeir Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. apríl 1909, d. 16. febrúar 2000.
Börn Jónínu og Vilhjálms:
3. Héðinn Vilhjálmsson loftskeytamaður í Reykjavík, f. 19. september 1914 á Hvoli, d. 26. janúar 1995.
4. Ragna Vilhjálmsdóttir húsfreyja á Löndum, f. 3. febrúar 1916 á Jaðri, d. 3. desember 1979.
5. Andvana tvíburi, f. 3. janúar 1916.
6. Hulda Sigurborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal, f. 15. mars 1917 á Jaðri, d. 6. maí 2010.
Foreldrar Huldu skildu skömmu eftir fæðingu hennar.
Hún varð tökubarn 1919 hjá Halldóri Jónssyni bónda, umboðsmanni og kaupmanni, þá ekkjumanni í Suður-Vík í Mýrdal. Hún var með fjölskyldu hans þar 1920 og fósturbarn til 1936.
Þau Bjarni Guðmann giftu sig 1936, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Vík frá 1936.
Bjarni Guðmann lést 2004 og Hulda Sigurborg 2010.
I. Maður Huldu Sigurborgar, (1. nóvember 1936), var Bjarni Guðmann Sæmundsson tómthúsmaður í Vík í Mýrdal, f. 14. maí 1915 á Eyjarhólum í Mýrdal, d. 21. febrúar 2004. Foreldrar hans voru Sæmundur Bjarnason bóndi í Eyjarhólum, f. 14. október 1880 í Hraunbæ í Álftaveri, d. 29. mars 1962 í Reykjavík, og kona hans Oddný Runólfsdóttir húsfreyja, f. 19. maí 1886 á Suður-Fossi í Mýrdal, d. 28. janúar 1969 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Finnur Sæmundur Bjarnason, f. 18. desember 1937. Kona hans Anna Jónsdóttir.
2. Gréta Guðlaug Bjarnadóttir húsfreyja, f. 10. maí 1939. Fyrrum maki Pétur Elvar Aðalsteinsson.
3. Oddný Bjarnadóttir húsfreyja, f. 24. október 1940. Maður hennar Stefán Ágúst Stefánsson.
4. Valborg Bjarnadóttir húsfreyja, yfirlæknaritari, f. 7. september 1943, d. 16. ágúst 2010. Maður hennar Sigurður Haraldur Friðriksson, látinn.
5. Egill Bjarnason, f. 20. júní 1952. Kona Sigurlín Tómasdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 1. júní 2010. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.