Hermann Kristján Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hermann Kristján Jónsson gjaldkeri fæddist 10. júní 1945 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Jón Stefánsson frá Fagurhól, verkamaður, strætisvagnastjóri, iðnverkamaður, næturvörður, ritstjóri, f. 28. ágúst 1909, d. 19. mars 1991, og kona hans Elísabet Kristjánsdóttir frá Svínhóli í Miðdölum, húsfreyja, f. þar 1. desember 1919, d. 23. janúar 2004.

Börn Elísabetar og Jóns:
1. Gunnar Stefán Jónsson bæjargjaldkeri, f. 20. ágúst 1939. Kona hans Ragnheiður Björgvinsdóttir.
2. Hermann Kristján Jónsson gjaldkeri, f. 10. júní 1945. Kona hans Herdís Tegeder.
3. Ágústína Jónsdóttir bankastarfsmaður, f. 11. október 1949 í Godthaab, d. 29. september 2014. Maður hennar Jóhann Ásgeirsson.

Hermann var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim frá Reykjavík til Eyja 1948.
Hann varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1961.
Hermann vann gjaldkerastörf hjá sýslumanni, í Fiskimjölsverksmiðjunni og var yfirbókari í Vinnslustöðinni.
Þau Herdís giftu sig 1991, eignuðust ekki börn saman, en Herdís átti þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Þau bjuggu í Hrauntúni 13.
Herdís lést 2019. Hermann Kristján bjó í Hrauntúni, en býr nú á Strandvegi 26.

I. Kona Hermanns Kristjáns, (13. júlí 1991), var Herdís Tegeder húsfreyja, verkakona, f. 26. september 1940 á Háeyri, d. 8. júní 2019.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.