Herjólfur Guðjónsson (Hásteinsvegi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Herjólfur Guðjónsson húsasmíðameistari fæddist 17. ágúst 1954 og lést 14. febrúar 2025.
Foreldrar hans Guðjón Pálsson tónlistarmaður, f. 23. ágúst 1929, d. 12. apríl 2014, og kona hans Rebekka Hólmfríður Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 14. júní 1932.

Börn Rebekku og Guðjóns:
1. Páll Guðjónsson, f. 16. desember 1950. Kona hans Ingibjörg Flygenring.
2. Fanný Guðjónsdóttir, f. 22. nóvember 1952. Maður hennar Þorsteinn Höskuldsson.
3. Herjólfur Guðjónsson, f. 17. ágúst 1954. Kona hans Anna Kristín Fenger.

Herjólfur vann hjá Ístaki, var einn af eigendum Áltaks og stofnaðir síðar fyrirtækið Hugna.
Þau Gerður Helga giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Herjólfur eignaðist barn með Julia Heinesen 1988.
Þau Anna Kristín giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hún eignaðist eitt barn áður.

I. Fyrrum kona Herjólfs er Gerður Helga Jónsdóttir, f. 5. desember 1955. Foreldrar hennar Jón Magnús Guðmundsson, f. 20. janúar 1926, d. 3. október 1984, og Laufey Árnadóttir, f. 11. október 1927, d. 7. ágúst 1969.
Barn þeirra:
1. Gísli Herjólfsson, f. 26. febrúar 1979.

II. Barnsmóðir Herjólfs er Julia Ragnhild Simone Heinesen, f. 14. desember 1958.
Barn þeirra:
2. Linda Björk Herjólfsdóttir, f. 28. maí 1988.

III. Kona Herjólfs er Anna Kristín Fenger, f. 23. mars 1958. Foreldrar hennar Kristín Guðmundsdóttir Fenger, f. 18. febrúar 1930, d. 13. nóvember 1999, og Geir Ulrich Fenger, f. 10. maí 1924, d. 28. mars 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.