Henry Kristian Mörköre

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Henry Kristian Mörköre.

Henry Khristian Mörköre frá Færeyjum, sjómaður, farmaður, járnsmiður fæddist 27. september 1939 í Klakksvík þar og lést 15. apríl 2013 í Scottsdale í Arizona í Bandaríkjunum.

Henry var sjómaður, réðst ungur á norskt flutningaskip, kom til Eyja 1964.
Hann stundaði sjómennsku, var um skeið í útgerð með mágum sínum á Draupni VE, vann við járnsmíði í Magna og um skeið í FES.
Þau Jóhanna giftu sig 1965, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Kirkjuvegi 20, dvöldu á Suðurnesjum í Gosinu 1973, fluttu til Danmerkur 1978, bjuggu þar í 10 ár. Þegar heim kom keyptu þau húsið Varmahlíð, bjuggu þar í nokkur ár, fluttu aftur úr landi, en heimkomin bjuggu þau við Faxastíg 8
Þau heimsóttu barn sitt í Arizona í Bandaríkjunum. Þar veiktist Henry og lést 2013.
Jóhanna lést 2020.

I. Kona Henrys, (1965), var Jóanna Pálsdóttir frá Héðinshöfða, húsfreyja, verkakona, ræstitæknir, f. 5. mars 1946, d. 9. febrúar 2020.
Börn þeirra:
1. Þuríður Rafnsson, f. 28. september 1965.
2. Magnús Birgir Henrysson, f. 18. október 1968.
3. Gunný Henrysdóttir Mörköre, f. 27. janúar 27. janúar 1973.
4. Már Ívar Henrysson, f. 2. desember 1975.
5. Henry Baltasar Henrysson, f. 15. mars 1979 í Danmörku.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.