Helga Katrín Sveinbjörnsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helga Katrín Sveinbjörnsdóttir húsfreyja fæddist 31. október 1943 á Geithálsi við Herjólfsgötu 2.
Foreldrar hennar voru Óskar Sveinbjörn Hjartarson frá Geithálsi, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 4. nóvember 1915, d. 5. janúar 1978, og kona hans Guðrún Oddný Guðmundsdóttir frá Gerðisstekk í Norðfirði, húsfreyja, f. 20. mars 1921, d. 1. nóvember 1972.

Börn Guðrúnar og Sveinbjarnar:
1. Helga Katrín Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 31. október 1943 á Geithálsi.
2. Guðmundur Sveinbjörnsson skipstjóri, f. 21. janúar 1945 á Geithálsi.
3. Hjörtur Sveinbjörnsson netagerðarmeistari, f. 28. júní 1946 á Geithálsi.

Helga var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Hjálmar Þór giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Guðjón giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Hafnarfirði.

I. Maður Helgu, skildu, er Hjálmar Þór Jóhannesson, f. 23. september 1940.
Börn þeirra:
1. Hjördís Guðrún Hjálmarsdóttir verslunarmaður í Garðabæ, f. 21. apríl 1961. Maður hennar Sighvatur Friðriksson.
2. Hrafnhildur Hjálmarsdóttir snyrtifræðingur, f. 28. ágúst 1965. Fyrrum maður hennar Tómas Sigurðsson.

II. Maður Helgu er Guðjón Guðlaugsson húsgagnasmíðameistari, f. 4. desember 1940.
Börn þeirra:
1. Harpa Guðjónsdóttir, stúdent, með kennararéttindi, flugfreyja, f. 14. apríl 1975 í Rvk. Barnsfaðir hennar Einar Valur Þorvarðarson. Fyrrum sambúðarmaður Hannes Frímann Hrólfsson.
2. Hlín Guðjónsdóttir flugfreyja, f. 5. ágúst 1978 í Rvk. Maður hennar Jóhannes Oddsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.