Helga Jónsdóttir (Drangey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Helga Jónsdóttir.

Helga Jónsdóttir frá Njarðvík á Borgarfirði eystra, húsfreyja fæddist þar 1. janúar 1896 og lést 10. desember 1989.
Foreldrar hennar voru Jón Vilhjálmur Hallgeirsson sjómaður, f. 2. júní 1860, d. 13. ágúst 1908, og kona hans Sigþrúður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1864, d. 23. apríl 1902.
Fósturforeldrar Helgu voru Halldór Runólfsson og Sólveig Björnsdóttir á Bakkafirði.

Helga missti móður sína, er hún var nær fjögurra ára. Hún fluttist með föður sínum og bræðrum til Bakkafjarðar og ólst þar upp. Faðir hennar lést, er hún var á þrettánda árinu.
Helga flutti til Reykjavíkur um tvítugt, vann við greiðasölu í Iðnó vetrarlangt.
Þau Kristinn giftu sig 1918, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Bakkafirði, fluttu til Eyja 1919. Þau bjuggu í Þorlaugargerði, á Ofanleiti, í Drangey við Kirkjuveg 84 og í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41. Þau fluttu til Reykjavíkur 1939, bjuggu síðast í Skipasundi 46.
Kristinn lést 1967.
Helga átti síðast heimili að Sólheimum 25. Hún lést 1989.

I. Maður Helgu, (1918), var Andrés Kristinn Jónsson frá Hávarðsstöðum í Þistilfirði, sjómaður, útgerðarmaður, verslunarmaður, f. 28. janúar 1886, d. 1. ágúst 1967.
Börn þeirra:
1. Áróra Kristinsdóttir, f. 19. ágúst 1918 á Bakkafirði, d. 3. apríl 1958.
2. Mínerva Kristinsdóttir, f. 8. september 1919 á Bakkafirði, d. 18. apríl 2003.
3. Iðunn Kristinsdóttir, f. 7. nóvember 1920 í Eyjum, d. 19. nóvember 1991.
4. Jón Kristinsson, f. 5. febrúar 1925 í Eyjum, d. 24. ágúst 2013.
5. Halldór Kristinsson, f. 24. nóvember 1930 í Eyjum, d. 31. júlí 2013.
6. Sólveig Kristinsdóttir, f. 2. janúar 1934 í Eyjum, d. 21. desember 2018.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.