Helga Eiðsdóttir (kennari)
Helga Eiðsdóttir kennari fæddist 27. september 1935 á Þóroddsstað í Köldukinn, S.-Þing. og lést 15. júní 2014.
Foreldrar hennar voru Eiður Arngrímsson frá Brettingsstöðum í Laxárdal, bóndi, f. 25. febrúar 1886, d. 1. desember 1967, og kona hans Karítas Friðgeirsdóttir frá Finnsstöðum í Ljósavatnshreppi, húsfreyja, f. 14. apríl 1890, d. 3. mars 1975.
Helga lauk landsprófi á Laugum 1955, íþróttakennaraprófi 1957.
Hún kenndi í umferðakennslu í þjóðdönsum og leikfimi í húsmæðraskólum 1957-1958, var kennari í Barnaskólanum og Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1958-1960, kenndi sund á stýrimanna- og vélstjóranámskeiði í Eyjum 1959, kenndi sund á sumrum 1962-1965, kenndi í Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði frá 1960-1962, í Árskógsskóla í Ey. 1962-1965, Oddeyrarskóla á Akureyri 1967-1968, barnaskólum Akureyrar frá 1977 (sundkennsla).
Þau Matthías giftu sig 1962, eignuðust fimm börn.
I. Maður Helgu, (1. desember 1962), var Matthías Ólafur Gestsson kennari, skólastjóri, f. 14. júlí 1937, d. 17. nóvember 2014. Foreldrar hans voru Gestur Pálsson sjómaður, verkamaður, f. 12. apríl 1908, d. 4. júlí 1951, og kona hans Guðrún María Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 14. júlí 1913, d. 11. ágúst 2004.
Börn þeirra:
1. Ingimar Árnason, f. 3. febrúar 1961. Kona hans Sigurlín Jónsdóttir. Hann var ættleidur af Árna Friðgeirssyni og Kristínu Benediktsdóttur.
2. Mjöll Matthíasdóttir, f. 18. maí 1965. Maður hennar Þorgrímur Daníelsson.
3. Drífa Matthíasdóttir, f. 2. apríl 1968. Maður hennar Hannes Indriði Kristjánsson.
4. Muggur Matthíasson, f. 11. nóvember 1970.
5. Dögg Matthíasdóttir, f. 12. nóvember 1975. Maður hennar Örvar Már Michelsen.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Morgunblaðið 21. júní 2014. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.