Heimaslóðspjall:Fjárframlög

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gos í eyjum

Við mamma fórum til Reykjavíkur eftir áramótin hún þurfi að útrétta þetta var um  miðjan janúar 1973.

Kvöldið áður fórum við til Finnu sem var gift afa en þau áttu húsið Fífuhvammur í Kópavogi. Mamma bað Finnu hvort hún væri ekki til i að spá fyrir okkur sem hún og gerði og eitt af því sem hún sagði að við ættum eftir að fara til Eyja en við kæmum strax aftur og það stóðst svo sannarlega, því við komum heim til eyja með Herjólfi þessa örlagaríku nótt. Við vöknuðum við að bankað var á dyrnar hjá okkur og sagt að það væri komið gos í Eyjum mamma þusaði um að birtinn væri fullur og við skildum bara fara að sofa aftur. Enn var bankað á hurðina. Og þá sáum við að einhver alvara var á ferð við lætin fram á gangi við drifum okkur í fötin þeyttumst upp þröngan stigann þegar upp var komið brá okkur heldur betur í brún við okkur blasti miklar eldtungur. Okkur var sagt að verið væri að ferja allt fólkið niður á bryggju í bátana. Mikil ringulreið var á bryggjunni þegar Herjólfur lagði að Herjólfur átti að bíða við landfestingar, verið væri að a.t.h hvort höfnin myndi lokast átti að taka björgunarliðið með upp á land ef allt færi á vesta veg, og höfnin myndi lokast. . Mamma vildi að við færum heim til að ná í pening sem hún átti, það var vertíðar peningurinn hennar Það eina sem hún átti. Þegar heim var komið var allt læst, ekki mátti brjóta glugga eða nota önnur brögð við að komast inn. Við vorum jú bara leigjendur í þessu húsi.Gluggi var opinn i eldhúsinu, og náðum við að opna hann .Mamma vildi að ég skriði inn um hann, ég hafði oft læst mig úti og aldrei dottið einu sinni í hug að reyna að komast um þennan glugga, svo lítill var hann en í þetta sinn var það aldrei spurning, í mínum huga. Inn ætlaði ég. Mamma lyfti mér upp að glugganum og enn í dag veit ég ekki hvernig ég komst inn. Ég opnaði hurðina fyrir henni og hún náði peningunum.

Ekki tók ég neitt með mér í hama ganginum, það eina sem ég var að hugsa hvort allir væru farnir. voru.


Við hlupum niður á bryggju og létti okkur að sjá að þarna voru menn að störfum. Vissum að við höfðum ekki misst af síðasta skipinu frá Eyjum. Við brostum til hvor annarra okkur hafðist tekist ætlunarverkið. Þessa örlaganótt gos nótt.


Anna Ragna Alexandersdóttir